Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL EFTA-DÓMSTÓLS Héraðsdómur Reykjaness hefur ákveðið að leita álits EFTA- dómstólsins varðandi meint tolla- lagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum í tengslum við út- flutning á 804 tonnum af afurðum Sæunnar Axels ehf. Staðfesta vopnahlé Mohammed al-Hindi, einn leið- toga Íslamsks Jihad, herskárra sam- taka Palestínumanna, lýsti því yfir í gær að samtökin hefðu fallizt á að stöðva árásir á ísraelska borgara í þrjá mánuði. Eru þetta fyrstu opin- beru ummæli eins af leiðtogum her- skárra Palestínumanna um vopna- hléssamkomulagið sem vonazt er til að verði til þess að hinn svonefndi Vegvísir til friðar í Mið-Austur- löndum komist til framkvæmda. Landakotsskóli bestur Landakotsskóli kom best út í sam- ræmdum prófum 10. bekkjar, sam- kvæmt upplýsingum Námsmats- stofnunar, eða með einkunnina 6,9 að meðaltali í íslensku og 7,0 í stærð- fræði. Hlíðaskóli kom næstur með 6,8 í stærðfræði og 6,2 í stærðfræði. Ásókn í Kerlingarfjöll Í Kerlingarfjöllum er búist við þrefalt fleiri gestum í ár en áður. Skíðaskólinn hefur verið lagður nið- ur en nú verður lögð áhersla á þjón- ustu við ferðamenn. Ritar um nóbelsskáldið Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, vinnur að ritun ævisögu um nóbelsskáldið Halldór Laxness. Fyrsta bindið af þremur kemur út í haust en hér er ekki um samþykkta ævisögu að ræða þar sem aðstandendur Hall- dórs hafa ekki gefið samþykki sitt.                     !!  ! !      " # $%      & '   % # (% !      )   (%        "                                                                       !           "   #            $  %          &       %       !     '     (    !      )  ! %      %     )    % * " +,-  . /  .   0                     1     !  $                     "     *  $ %     %       $   % ( !  $ +         !  %                $       2  3     !     456        5665  7    3 !    $         !      3 .$  8          2    $  $  9: ;666 !   Akranes Umsjónarkennara á yngsta stigi vantar við Brekkubæjarskóla frá 1. ágúst nk. Upplýsingar veitir Helga Gunnarsdóttir í síma 848 4954, netfang helgag@akranes.is . Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. júlí. nk. Menningar- og fræðslusvið. Ísafjarðarbær Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverð- um Vestfjörðum 1. júní 1996. Hér hefur myndast öflugt sveitarfélag með 4.200 íbúum þar sem lögð er áhersla á góða menntun og upp- byggingu skóla. Í bæjarfélaginu eru fjórir grunnskólar og eru þeir allir einsetnir. Einn af þessum skólum er staðsettur á Þingeyri við Dýrafjörð. Dýrafjörðurinn þykir einn af fallegustu fjörðum á landinu. Auk þess að eiga nýlegt íþróttahús og sundlaug, býr bærinn að því að hafa í firðinum mjög góðan golfvöll. Stutt er að keyra yfir til Ísa- fjarðar þar sem eitt besta skíðasvæði landsins er staðsett. Í bæjar- félaginu er að auki öflugt og fjölbreytt menningarlíf, margháttuð þjónusta og atvinnustarfsemi. Hvernig væri að komast í burtu úr stressinu og komast í afslöppun í heillandi náttúru Vestfjarða og taka þátt í uppbyggingu eins blómlegasta svæði landsins? Grunnskólinn á Þingeyri Staða skólastjóra við Grunnskólann á Þing- eyri er laus til umsóknar. Í Grunnskólanum á Þingeyri eru um 60 nemendur í 1.—10. bekk. Skólasel í Mjólkárvirkjun heyrir undir grunn- skólann á Þingeyri. Við skólann er rekið mötu- neyti og félagsmiðstöð er til húsa í skólanum. Hluti nemenda kemur úr dreifbýli Dýrafjarðar og er umsjón með skólaakstri hluti af verkefn- um skólastjóra. Á Þingeyri bíður krefjandi verkefni við uppbyggingu skólans. Hefur þú það sem þarf? Leitað er eftir stjórnanda sem hefur reynslu af skólastarfi, kennslu og helst stjórnun, hefur unnið innan grunnskóla sl. ár, og mótað sér ákveðna sýn á stefnu skólastarfs. Stjórnandinn þarf að vera lipur í samskiptum, en þó ákveð- inn og geta tekið á agamálum innan skóla. Einnig eru við skólann lausar 2 stöður kenn- ara í almennri kennslu, ein afleysinga- staða til eins árs og að auki stöður við kennslu í íþróttum, heimilisfræði, tækni- mennt og upplýsingatækni. Ein kennarastaðan er staða staðgengils- skólastjóra og með deildarábyrgð Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, netfang skolafjolsk@isafjordur.is, sími 450 8001. Við bjóðum betur — hafðu samband sem fyrst! Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2003. Nánari upplýsingar veita skólastjóri og forstöðumaður. Kennarar óskast Tvær kennarastöður við Árskóla á Sauðárkróki eru lausar. Um er að ræða kennslu í skólaseli í Háholti í Skagafirði næsta vetur. Þar eru 6 nemendur sem búa í Háholti. Upplýsingar veitir Hallfríður Sverrisdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 861 3451. „Au pair“ í Danmörku Dönsk fjölskylda með 4 börn, 2-12 ára, leitar að „au pair“ í stað Ástu (frá Íslandi) sem getur byrjað 1. ágúst nk. Þú þarft að vera barngóð, ábyrgðarfull og reyklaus, auk þess að hafa bíl- próf. Við búum á yndislegum stað úti á landi nálægt Ringköbing og Vesturhafinu. Ef þú vilt frá frekari upplýsingar geturðu haft samband við Ástu eða undirritaða. Ásta gsm 0045 60660850 (til 1. júlí), og 868 1860 (eftir 2. júlí) Jette og Henrik Sörensen. Sími 0045 97331910. Tölvup. soerensen@mail.djh.dk Sunnudagur 29. júní 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 6.973  Innlit12.957  Flettingar 53.515  Heimild: Samræmd vefmæling Sunnudagur 29. júní 2003 Opið frá kl. 13.00 til 17.00 alla sunnudaga www.k r i ng l an . i s upp l ýs i ngas ím i 588 7788 sk r i f s t o f us ím i 568 9200 Ævintýraland er opið frá kl. 13.00 til 17.00 alla sunnudaga í sumar. Kvikmyndahús og Hard Rock Café eru opin lengur. Eftirtalin fyrirtæki hafa opið á sunnudögum í sumar: Dótabúðin, Dressmann, Gallerí Sautján, Hagkaup, Hard Rock, Ísbúðin, Íslandia, Kebab Húsið, Konfektbúðin, Kringlubíó, Kringlukráin, Maraþon, Nanoq, Next, Noa-Noa, Oasis, Skór.is, Síminn, Steinar Waage, Skífan, Tiger, Valmiki, Timberland, Nike—konur og börn, NK-Kaffi, Monsoon, Accessorize Park, Bison, Tékk-kristall, Gamedome, Body Shop, Retro, Veiðihornið Nanoq. Við höfum opið á sunnudögum í sumar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 21 56 3 06 /2 00 3 ferðalögSnæfellsnes sælkerarAusturlandahraðlestinbörnFlugdrekarbíóFerðin á heims- enda Stilluppsteypa „Vorum og erum pönkarar“ „Við hrúguðum saman ólíkum áhrifum inn á band og klipptum síðan saman úr því lög.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 43 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 42 Listir 24/27 Bréf 42 Af listum 24 Dagbók 44/45 Birna Anna 28 Krossgáta 46 Forystugrein 28 Leikhús 48 Reykjavíkurbréf 28/ 29 Fólk 48/53 Skoðun 30/31 Bíó 50/53 Minningar 35/38 Sjónvarp 54 Þjónusta 45 Veður 55 * * * Traustur banki Taktu þátt í Sumarnetleiknum okkar og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Þú þarft aðeins að fara inná www.bi.is og skrá þig í þann netklúbb sem höfðar til þín. Dregið verður 1. júlí, 1. ágúst og 1. september. Þú gætir dottið í lukkupottinn! Sumarnetleikur Búnaðarbankans Viðskiptavinir! EKIÐ var á kind skammt vestan Hafnar í Hornafirði í fyrrinótt og daginn áður var ekið á lamb í Suð- ursveit. Í hvorugu tilvikinu lifðu skepnurnar af en í öðru þeirra urðu talsverðar skemmdir á öku- tækinu. Að sögn lögreglunnar á Höfn hefur nokkuð borið á svona óhöppum í sumar en þau sjaldnast tilkynnt. Er talið að á þriðja tug sauðfjár hafi orðið fyrir barðinu á ökutækjum á þjóðveginum um Suðursveit og nágrenni. Lausa- ganga búfjár frá Höfn og út í Öræfi hefur því verið töluverð en vegurinn er aðeins að hluta til girtur af beggja vegna. Eru öku- menn hvattir til að gæta varúðar í akstri. Á þriðja tug sauðfjár fyrir bílum PÉTUR B. Lúthersson húsgagna- hönnuður saknar sárlega stóls sem hefur verið til sýnis á neðri hæð Kringlunnar í vikunni en hvarf með dularfullum hætti á fimmtudag. Pét- ur er þar ásamt þremur öðrum hönn- uðum að sýna muni er vöktu athygli á nýlegri húsgagnasýningu í Kaup- mannahöfn, Scandinavian Furniture Fair. Þetta er frumeintak stólsins en hann var framleiddur hjá Á. Guð- mundssyni í Kópavogi. Stóllinn stóð ásamt öðrum húsgögnum á pöllum í miðri byggingunni og eru kaðlar strengdir utan um pallana. Pétur segir stólinn að vísu vera á hjólum en ólíklegt sé að hann hafi verið notaður til sjúkraflutninga. Honum er mikil eftirsjá í stólnum. „Auðvitað er ánægjulegt að menn skuli hafa ágirnd á hönnuninni en bæði hönnuði og framleiðanda þætti eðlilega betra ef hægt væri að selja stólinn við sanngjörnu verði,“ segir Pétur og bendir þeim á sem sáu til manna- ferða með stól í eftirdragi eða undir hendinni á fimmtudag frá kl. 13–20 að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða Guðmund Ásgeirsson hjá Á. Guðmundssyni. Morgunblaðið/Jim Smart Sýningar- stóll hvarf úr Kringl- unni Stóllinn sem hvarf úr Kringlunni er nákvæmlega eins og þessi nema án arma. ALÞJÓÐLEGT atskákmót, Green- land Open 2003, hófst á Grænlandi í gær til minningar um gamlan Ís- landsvin, málvísindamann og skák- frömuð, Daniel Willard Fiske. Lýk- ur mótinu á morgun, mánudag, en alls eru tefldar níu umferðir. Þrjár fyrstu umferðirnar fóru fram í gær. „Augu skákheimsins munu bein- ast að Grænlandi,“ segir Hrafn Jök- ulsson, forseti skákfélagsins Hróks- ins og einn aðstandenda mótsins, sem unnið hefur að undirbúningi þess frá sl. hausti. Bæði íslenskir og erlendir stórmeistarar taka þátt í mótinu, auk heimamanna, alls á fimmta tug skákmanna. Alls fóru um 60 manns frá Íslandi til Grænlands, en mótið fer fram í bænum Qaqortoq á Suður- Grænlandi. Meðal stórmeistara sem keppa á þessu fyrsta alþjóðlega skákmóti á Grænlandi er Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, en meðal annarra nafntogaðra skákmanna má nefna Ivan Sokolov, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Luke McShane, Predr- ac Nikolic, Henrik Danielsen, Tom- as Oral, Guðfríði Lilju Grétars- dóttur, Nick de Firmian og Reginu Pokorna. Yngsti keppandinn á mótinu er aðeins níu ára, Ingibjörg Ásbjörnsdóttir úr Grafarvogi, sem tekur þátt ásamt bræðrum sínum, Ingvari og Sverri. Meðal gesta á at- skákmótinu eru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Jonathan Motz- feldt, forseti grænlenska þingsins. Framkvæmdastjóri Greenland Open er Benedikta Thorsteinsson, fv. félagsmálaráðherra grænlensku landstjórnarinnar. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á vefsíð- unum www.icechess.com og www.chessclub.com. Alþjóðlegt atskákmót á Grænlandi Morgunblaðið/Ómar Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, tók á móti skákmönn- unum á bryggjunni í Qaqortoq. Hér er hann á spjalli við Friðrik Ólafsson, stórmeistara og skrifstofustjóra Alþingis, sem er aldursforseti keppenda. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins varðandi meint tollalagabrot og brot gegn almenn- um hegningarlögum í tengslum við útflutning á 804 tonnum af afurðum fiskvinnslufyrirtækisins Sæunnar Axels ehf. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp á föstudag en hægt er að áfrýja honum til Hæstaréttar. Þrír menn eru ákærðir af efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri hjá Sæunni Axels, annar fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og framkvæmdastjóri Valeikur ehf. Í ákærunni er mönnunum gefið að sök að hafa á árunum 1998–1999 sam- mælst um að flytja tæplega 804 tonn af unnum þorskafurðum til fimm landa í Evrópusambandinu sem þeir sögðu ranglega að væru af íslenskum uppruna en fiskurinn var veiddur við Alaska og Rússland af erlendum fiskiskipum. Nutu tollfríðinda við innflutning til ESB-landa Með því að segja fiskinn íslenskan nutu afurðirnar tollfríðinda við inn- flutning til ESB og skv. ákæru komu mennirnir með þessu fyrirtækjunum hjá því að greiða að lágmarki um 57 milljónir í tolla. Málflutningi lauk 8. apríl sl. en til þess að hægt sé að leita til EFTA- dómstólsins þarf að ákveða fram- haldsaðalmeðferð. Magnús Thor- oddsen hrl., verjandi eins ákærða, krafðist þess að málinu yrði vísað frá þar sem Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislögreglustjóra, hefði brotið freklega gegn ákvæði laga um munnlegan málflutning. Það hefði hann gert með því að senda dóms- formanni bréf eftir dómtöku málsins sem efnislega hefði falið í sér skrif- legan málflutning. Auk þess hefði reglan um jafnræði málsaðila verið sniðgengin. Frávísun hafnað Þessu hafnaði dómurinn og sagði fulltrúa ríkislögreglustjóra hafa boð- ist til þess að láta dómendum í té til hægðarauka helstu heimildir sem hann studdist við varðandi uppruna- reglur og tollfríðindi og þáði dóms- formaðurinn það. Í úrskurðinum segir að hugleiðingar í umræddu bréfi geti ekki með sanngirni talist skriflegur málflutningur og ekki hafi verið hallað á málflytjendur. Frávís- unarkröfu var því hafnað. Héraðsdómur hafnar frávísun á kærumáli vegna útflutnings á fiski Leitað til EFTA-dómstólsins í máli Sæunnar Axels ehf. Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgja Visa-fréttir. Blaðinu er dreift um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.