Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGVAR Haukur var tilnefndur til nem-endaverðlaunanna fyrir góða ástundun ínámi og félagslega færni. „Verðlaunin eru góð hvatning til að halda áfram á sömu braut. Þetta er eins og að hlaupa erfitt hlaup, þá er auðvitað gaman að standa uppi sem sigurveg- ari.“ Ingvar Haukur leggur mikla áherslu á að vinna vel í skólanum. „Ef eitthvað vefst fyrir mér þá legg ég mikið á mig til að ná tökum á því. Þegar ég næ að skilja það verður miklu auðveldara að læra meira,“ segir hann. Hann segist reikna með að viðurkenningin fyrir að vera góð fyrirmynd sé sprottin af því að hann sýni öðrum hvernig eigi að ná góðum árangri í náminu. „Ég hef sennilega alltaf haft svipuð vinnubrögð í skóla, alla vega síðan í 5. bekk.“ Stærðfræði, náttúrufræði og samfélags- fræði, sérstaklega landafræði og saga, eru í uppáhaldi. Hann hefur í nógu að snúast utan skólans, því hann stundar frjálsar íþróttir og hjólreið- ar, auk þess að lesa töluvert. Þar eru æv- intýrabækur í uppáhaldi og núna er hann að lesa Hringadróttinssögu. Og svo gefur hann sér tíma til að hlusta á tónlist, aðallega þungt rokk. En sportið tekur einna mestan tíma. „Ég hjóla mikið og hef keppt í hjólreiðum. Þegar ég var lítill æfði ég frjálsar, en hætti um tíma og æfði þá körfubolta. Núna er ég kominn aft- ur í frjálsar og reikna með að vera þar áfram.“ Félagslífið í skólanum tekur ekki mikinn tíma, enda er Víkurskóli bara tveggja ára og félagslífið enn í mótun. Ingvar Haukur hefur hug á að fara í Menntaskólann í Reykjavík, „út af náttúrufræðibrautinni sem er svo góð þar,“ segir hann. Eftir stúdentspróf gæti Ingvar Haukur hugsað sér að verða flugmaður, en eins og títt er um jafnaldra hans hefur hann ekki ákveðið sig enn. Í sumar vinnur Ingvar Haukur hjá trésmiðju GKS, við smíði á innréttingum. „Það er fínt starf og ég var mjög heppinn að fá það.“ „Fróðleiksfús og vandvirkur“ Ingvar Haukur Guðmundsson, 9. bekk Víkurskóla „Ingvar Haukur er nemandi í mínum umsjónarbekk, 9. bekk. Hann kemur ætíð vel undirbúinn í kennslustundir og hefur sýnt ágætan námsárangur í bóknámi, ásamt list- og verkgreinum. Hann er fróðleiksfús og vandvirkur og sýnir hverju viðfangsefni áhuga. Ingvar er bæði greiðvikinn og hjálpsamur og tekur því sem að höndum ber af stakri jákvæðni. Hann umgengst jafnt samnem- endur sem kennara af virðingu og er hvers manns hugljúfi. Ennfremur sýndi hann frumkvæði og drifkraft er nemendur bekkjarins voru að undirbúa atriði fyrir árshátíð skólans. Auk þess að sinna náminu af kostgæfni þá stundar Ingvar reglulega æfingar í frjálsum íþróttum og ber út dagblaðið DV reglulega. Ingvar er sérlega góð fyrirmynd í nemendahópnum.“ Solveig Thoroddsen Fyrirmyndarfólk HrafnhildurHekla var til-nefnd til nem- endaverðlaunanna fyrir góðan árangur í námi, íþróttum og tónlist, framkomu og viðmóti til eft- irbreytni. „Það er auðvitað af hinu góða að sjá afrakstur síns erfiðis.“ Hrafnhildur Hekla er stödd í Noregi í fríi með fjölskyldunni og var nýkomin úr sundi í lengsta firði heims, Sognfirði, þegar Morgunblaðið náði tali af henni. „Ég fékk verðlaunin af því að ég stend mig ágætlega í skólanum, er í íþróttum og spila á harmonikku og píanó,“ segir hún. Í skólanum er ekkert sérstakt fag í uppáhaldi og henni gengur vel í öllu. Harmonikkunámið hefur staðið í fjögur ár, hún lauk 5. stigi í píanóleik í vor og hefur æft fótbolta með Fylki í sex ár. „Nei, þær eru nú ekki margar stelpurnar á mínum aldri sem spila á harm- onikku,“ segir hún. „En mamma spilar og tvær eldri systur mín- ar.“ Í sumar vinnur hún í unglingavinnunni og ferðast með fjöl- skyldunni auk þess að spila fótbolta hvenær sem tækifæri gefst. „Ég ætla að halda áfram í fótboltanum. Mér finnst hann svo skemmtilegur að ég æfi oft með vinkonum mínum fyrir utan æf- ingatímana hjá Fylki.“ Framtíðin er enn óráðin, en hún hefur áhuga á að fara á nátt- úrufræðibraut í menntaskóla. „Mig langar til að læra eitthvað sem tengist íþróttum, en ég hef ekkert ákveðið ennþá.“ „Frábær félagi“ Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, 9. bekk Árbæjarskóla „Hrafnhildur er í senn frábær félagi og mikill íþróttamaður auk þess sem hún skarar fram úr í tónlist en hún er mjög góður harmonikkuleikari. Hún er góður námsmaður og skólasókn hennar er til fyrirmyndar. Framkoma hennar og allt viðmót er einnig til eftirbreytni.“ Valnefnd Árbæjarskóla BENEDIKT Smárivar tilnefndur tilnemendaverð- launa fyrir sam- viskusemi, dugnað, að- laðandi og sérlega kurteislega framkomu. „Ætli þessi viðurkenning hafi ekki verið bæði fyrir árangur í skóla og vegna þess að ég er í hljómsveit og íþróttum. Ég var ánægður með þetta og fjölskyldan og félagarnir eru ánægðir fyrir mína hönd.“ Benedikt Smári er gítarleikari hljómsveitarinnar Búdrýginda, sem sigraði í Músíktilraunum á síðasta ári. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína, Kúbakóla, í fyrra og hefur spilað víða. Hljómsveitin var valin Bjart- asta vonin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í janúar sl. „Ég æfi líka körfubolta með Fjölni og við erum Íslandsmeistarar,“ segir Benedikt Smári. Miðað við árangurinn hingað til ættu hljómsveitir og körfuboltalið að keppast við að fá hann í sínar raðir. Benedikt Smári hefur verið í Engjaskóla frá því í 7. bekk og er ánægð- ur með skólann. „Sterkustu fögin mín eru líklega íslenska, enska og stærðfræði. Ég ætla í Menntaskólann við Hamrahlíð næsta vetur, á nátt- úrufræðibraut. Ég veit ekkert hvað ég geri eftir MH, það er nógur tími til að velta því fyrir sér.“ Hann viðurkennir að það geti verið erfitt að samræma skólann, gít- arleikinn og körfuboltann. „En þetta er svo skemmtilegt að það er allt í lagi.“ Í sumar er hann að vinna hjá Sólarfilmu og að auki munu Búdrýgindi spila. „Við fáum stundum gigg, erum búnir að spila á nokkrum tónleikum undanfarið og nokkrir eru framundan.“ Benedikt Smári Skúlason, 10. bekk Engjaskóla „Benedikt Smári er framúrskarandi námsmaður, samviskusamur, stundvís og kurteis. Hann er mjög skipulagður unglingur í öllu sínu starfi því hann hefur orðið að skipuleggja vel tíma sinn í námi í grunnskóla og tónlistarskóla og í tómstundum. Hann er núverandi liðsmaður í unglingahljómsveitinni Búdrýgindi sem hlotið hefur Eddu- tónlistarverðlaunin og í keppni Músíktilrauna.“ Ormarr Snæbjörnsson, kennari í Engjaskóla „Samviskusamur“ D EONDRA Nickcoda Pennant var tilnefnd til nemendaverðlauna fyrir þrautseigju, umburðarlyndi, jákvæðni og ljúfmann- lega framkomu. „Ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig.“ Deondra hefur búið hér á landi í fimm ár, en hún er fædd og uppalin í Kingston á Jamaíku. Hún gekk í Vesturbæjarskóla í eitt ár, en hefur und- anfarin fjögur ár stundað nám við Hólabrekku- skóla. „Ég var mjög hissa þegar ég var valin. Margir hafa gert betur en ég og mér fannst ég ekki eiga þetta skilið. En ég var mjög glöð.“ Þótt Deondra sé ánægð með skólann segir hún það hafa verið mikil viðbrigði að flytja frá Jam- aíku, en hérna býr hún hjá föður sínum og stjúpu. Mamma hennar og tvö systkini búa á Jamaíku og hún reynir að heimsækja þau á hverju sumri. „Þegar ég kom hingað fyrst vildi ég ekki fara út úr flugstöðinni. Það var svo kalt. En um leið og ég gat farið að tala íslensku varð allt léttara. Þá byrj- aði ég lífið upp á nýtt. Mér finnst gaman í skól- anum og allir eru mjög góðir við mig, bæði kenn- arar og nemendur.“ Í skólanum finnst henni skemmtilegast að teikna og hún teiknar mikið heima. „Ég á margar bækur með alls konar teikningum, en ég teikna eftir því hvernig mér líður. Aðaláhugamálið er samt dans. Ég hef dansað frá því að ég var lítil. Næsta haust ætla ég að læra afró-dans. Næsta vet- ur ætla ég í Fjölbrautaskólann í Ármúla og svo vil ég fara til New York og læra dans. Ég sé ekkert annað en dansinn. Að vísu gæti ég kannski hugsað mér að verða hjúkrunarkona.“ Í sumar ætlar hún að bæta íslenskukunnáttuna í sumarskóla, en hefur reyndar náð ágætum tökum á málinu. Sumarvinnan er í versluninni Exodus við Hverfisgötu, sem pabbi hennar og stjúpa reka. Deondra Nickcoda Pennant, 10. bekk Hólabrekkuskóla „Deondra kom í skólann í 7. bekk ómælandi á ís- lenska tungu og er nú að ljúka grunnskólaprófi frá skólanum. Hún ætlar sér í framhaldsnám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún hefur lagt sig alla fram og náð góðum árangri í námi. Hún tekur öllum erfiðleikum og mótlæti með brosi á vör og sýnir þrautseigju í námi, leik og starfi. Hún er mjög jákvæð og af henni stafar lífsgleði en um leið er hún hvers manns hugljúfi, kurteis og ljúf.“ Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla „Þrautseigja í námi, leik og starfi“ STEINAR Birgisson var tilnefndur til nemendaverðlauna fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir ástundunog framkomu. „Ég er stoltur af þessum verðlaunum og ánægður að fá viðurkenningu fyrir þávinnu sem ég hef lagt á mig. Það er alltaf gott þegar fólk er hvatt áfram.“ Steinar lauk 10. bekk Hamraskóla í vor og ætlar í Kvennaskólann í haust. „Mér hefur þótt gaman í náttúrufræði og ég ætla á náttúrufræðibraut í Kvennaskólanum. Ég valdi Kvennaskólann af því að mig langar í skóla með bekkjakerfi. Mér finnst Kvennaskólinn líka hæfilega lítill og ég hef heyrt látið vel af honum. En ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri eftir stúdentsprófið.“ Steinar segist ekki hafa tekið mikinn þátt í félagslífinu í Hamraskóla, þótt hann hafi tekið þátt í spurningakeppni grunnskólanna fyrir hönd skólans. Lið skólans féll að vísu úr keppni í fyrstu umferð, en naumlega þó. Hann hefur hins vegar ýmis áhugamál utan skólans. „Ég er í unglingadeild björg- unarsveitarinnar Ársæls. Við hittumst einu sinni í viku í vetur, fórum á skyndihjálparnámskeið og æfð- um klifur, sig og fleira af því tagi. Ég er ákveðinn í að halda áfram að starfa með björgunarsveitinni.“ Í sumar er Steinar nemi um borð í varðskipinu Tý og lætur vel af sér. „Nemarnir fá að prófa allar vaktir og við lærum ýmislegt.“ Hann viðurkennir að hafa fundið fyrir sjóveiki í byrjun, en sú vanlíðan hafi svo horfið. „Ég hef aldrei verið á sjó áður en líkar það vel.“ Áður en Steinar skipverji sofnar í koju um borð í Tý lítur hann í bók. „Ég les mikið og helst skáldsög- ur.“ Steinar Birgisson, 10. bekk Hamraskóla „Alla sína skólagöngu í Hamraskóla hefur Steinar haldið sínu striki, verið jákvæður, duglegur, samviskusamur og í alla staði til fyrir- myndar. Hann sýnir öllum virðingu, kemur alltaf vel fram og stendur sig með prýði í öllu sínu námi, ástundun og samskiptum við aðra. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að vera umsjónarkennarinn hans í tvö ár því það er svo margt gott sem af honum er hægt að læra.“ Soffía Guðnadóttir „Jákvæður og duglegur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.