Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 15 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 16 24 06 /2 00 3 Skipulag›ar fer›ir Úrvalsfólks til Kanaríeyja njóta mikilla vinsælda og gulltryggt er a› Úrvalsfólk fjölmennir í flessar fer›ir til a› skemmta sér og sínum í sól og sumaryl á me›an veturinn gengur í gar› hér heima. á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 93.960 kr.* Sta›greitt - 28. okt. í 33 nætur * Innif.: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Skemmtanastjóri: Sigvaldi fiorgilsson. Leikfimi, skemmtikvöld, danskennsla, línudans, minigolf og fari› út a› bor›a. Fjölbreyttar sko›unarfer›ir í bo›i. á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 56.430 kr.* Sta›greitt - 19. nóv. í 9 nætur á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia. 73.130 kr.* Sta›greitt - 19. nóv. í 19 nætur Skemmtanastjóri: Sigrí›ur Hannesdóttir. Leikfimi, skemmtikvöld, spilabingó, minigolf og fari› út a› bor›a. Fjölbreyttar sko›unar- fer›ir í bo›i. UNGMENNAFÉLAG Íslands stendur í sumar fyrir göngu- og útivistarverkefnunum „Göng- um um Ísland“ og „Fjölskyldan á fjallið“. Verkefnin fóru form- lega af stað í gær en þá var gengið um skáldaslóð í Mos- fellsdal. Í dag kl. 14.00 mun HSK svo standa fyrir göngu- ferð upp á Þríhyrning í Rang- árvallasýslu. Göngum um Ísland er verk- efni sem miðar að því að fólk nýti sér þær gönguleiðir sem landið hefur upp á að bjóða. UMFÍ hefur, í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustu- aðila, safnað saman 238 göngu- leiðum vítt og breitt um landið sem eru vel aðgengilegar og merktar. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eru tilnefnd 22 fjöll víðs vegar umlandið sem flest eru tiltölulega auðveld til göngu. Á fjöllunum eru gestabækur og allir sem skrá sig í þær geta átt von á vinningi. Verkefninu er ætlað að auka samverustundir fjölskyldunnar og stuðla jafn- framt að hreyfingu í þeirri fal- legu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Leiðabók UMFÍ, með upp- lýsingum um gönguleiðirnar og fjöllin, kemur út eftir helgi en hana verður hægt að nálgast á Esso-stöðvum, í upplýsinga- miðstöðvum, íþróttamiðstöðv- um og sundlaugum. Útivistarverkefni UMFÍ farið í gang Gengið á Þríhyrn- ing í dag TUTTUGU sérhæfðir fiskvinnslu- menn hafa verið útskrifaðir úr námi hjá Loðnuvinnslunni hf. og Fræðslu- neti Austurlands og er það hluti af fræðslu- og endurmenntunarverk- efninu „Markviss uppbygging starfsmanna“ sem þessir aðilar standa að sameiginlega og verður kennt til ársloka 2004. Innan verkefnisins er einnig boðið upp á ýmis námskeið á vegum Menntasmiðju Afls, Starfsgreina- félags Austurlands og fiskvinnslu- námskeiði sem tengdist Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar er nýlokið. Þá hafa starfsmenn Loðnu- vinnslunnar verið styrktir á vinnu- vélanámskeið, líkamsrækt niður- greidd og hafin er útgáfa fréttabréfs og vefsíðu. Um leið og fiskvinnslumennirnir útskrifuðust voru afhentar viður- kenningar til ellefu erlendra starfs- manna Loðnuvinnslunnar sem lagt hafa stund á íslenskunám. Loðnuvinnslan í markvissri uppbyggingu starfsmanna Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. ÁRIÐ 2001 keypti Húnaþing vestra allar eignir fyrrverandi Héraðs- skólans á Reykjum í Hrútafirði af ríkissjóði. Markmiðið með kaupun- um var að tryggja eftir föngum að framhald yrði á starfsemi á staðn- um, en skólabúðir hafa verið á Reykjum frá árinu 1988. Einnig hafa sumarbúðir Ævintýralands verið þar í nokkur sumur. Nú hefur verið undirritaður leigusamningur milli Húnaþings vestra og Reykjatanga ehf. um leigu þessara eigna og er leigutími tíu ár. Að Reykjaeignum ehf. standa Þorvarður Guðmundsson, Ingunn Pedersen, Karl Örvarsson og Hall- dóra Árnadóttir, en þau hafa staðið fyrir rekstri skólabúðanna í nokkur ár. Að sögn Elínar Líndal, formanns byggðaráðs Húnaþings vestra, hef- ur nú náðst það markmið að tryggja reksturinn og einnig grundvöllur fyrir nauðsynlegar og markvissar endurbætur á húsnæði skólans. Gert er ráð fyrir að leggja um 50 milljónir til viðhalds á leigutíman- um. Á Reykjum eru mikil skóla- mannvirki, m.a. er elsta skólahúsið teiknað af Guðjóni Samúelssyni frá um 1930, en einnig ýmis önnur mannvirki, m.a. talsvert íbúðarhús- næði, íþróttahús og sundlaug. Jafnframt var undirritaður samn- ingur um rekstur skólabúða, en Húnaþing vestra er ábyrgt fyrir þeim rekstri gagnvart Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Þess má geta að árlega kemur á þriðja þúsund barna í skólabúðirnar, auk verulegs fjölda í sumarbúðir. Reykjatangi ehf. leigir eignir Héraðsskólans að Reykjum Hvammstanga. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Eigendur Reykjatanga ásamt sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra og tæknifræðingi Húnaþings vestra fyrir utan skólahúsið á Reykjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.