Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ J ÖKULSÁRGLJÚFUR eru ein stærstu og hrikalegustu árgljúfur landsins. Þau eru um 25 km löng, hálfur km á breidd og víða um eða yfir 100 metra djúp. Efri gljúfrin, svæðið frá Dettifossi að Syðra- Þórunnarfjalli, eru dýpst og hrikaleg- ust, allt að 120 m djúp á kafla. Þjóðgarðurinn er í umsjón Umhverf- isstofu, sem tók við því hlutverki Náttúruvernd- ar ríkisins, sem svo var kölluð, um síðustu ára- mót og sér Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður, um daglegan rekstur. Hún var eini starfsmaðurinn allt árið þar til fyrir skömmu að Kári Kristjánsson, sérfræðingur, var einnig ráðinn í fullt starf. Auk þeirra starfa einnig landverðir og fleiri í þjóðgarðinum að sumarlagi. Sigþrúður Stella þjóðgarðsvörður segir markmiðið með stofnun þjóðgarðsins á sínum tíma annars vegar að vernda og varðveita gljúf- ur Jökulsár á Fjöllum og umhverfi þeirra, landslag, lífríki og sögu og varðveita fyrir kom- andi kynslóðir og hins vegar að veita almenningi aðgang að þjóðgarðinum með þeim takmörk- unum, sem nauðsynlegar eru til að tryggja verndun. „Þetta er stundum svolítill línudans,“ segir Stella. „Það getur verið erfitt að finna leið til þess að vernda svæði annars vegar og veita al- menningi aðgang hins vegar svo fólk geti notið þess við náttúruskoðun og útivist.“ Hún segir erfitt að gera svo öllum líki, en reynt sé að finna milliveg. „Það er líka mjög mismunandi hvernig fólk upplifir svæðið og hvað því finnst fallegast. Hér í Jökulsárgljúfrum eru ótal fagrir staðir, sumum finnst til dæmis fallegast að koma að gljúfrunum í Hafragili þar sem þau eru hrikalegust en öðrum kann að finn- ast fallegast í Hólmatungum eða Ásbyrgi.“ Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofn- aður árið 1973 með friðlýsingu jarðarinnar Svínadals í Kelduhverfi, að viðbættri landspildu á Ásheiði. Ári síðar var land jarðarinnar Áss sameinað þjóðgarðinum og 1978 meginhluti Ás- byrgis. Hann nær með Jökulsá að vestan, frá Dettifossi niður að þjóðvegi 85, um 30 km vega- lengd og flatarmál hans er um 120 ferkílómetr- um. Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss og nágrenni austan Jökulsár á Fjöllum var friðlýst árið 1996 sem náttúruvætti. Svæðið er í einkaeign en er í umsjón Umhverfisstofu. Stella segir mjög mismunandi hvernig fólk upplifir þjóðgarðinn. „Það fer bæði eftir bak- grunni þess og menntun, lífssýn og reynslu,“ segir hún. „Sumir vilja meira aðgengi að helstu stöðum, vilja komast nær á bílum og hafa fljót- farnari vegi og þjónustuna meiri. Aðrir vilja hins vegar stíga enn frekar á bremsuna varð- andi aðgengi en nú er og hafa að minnsta kosti sum svæðin erfiðari yfirferðar.“ Hún segir erfitt að gera öllum til hæfis en mikilvægt sé að út- skýra fyrir fólki hvers vegna ein leið sé valin til þess að stjórna á svæðinu en ekki önnur. „Þegar svæðið var gert að þjóðgarði fyrir þrjátíu árum var mikið horft til fegurðar, fólki fannst þetta fallegt land og merkilegt að því leyti en seinna meir hafa menn gert sér grein fyrir því að svæðið er ekki bara fallegt heldur líka mjög merkilegt, til dæmis vegna þess hve það er jarðfræðilega sérstakt. Verðmæti þess eru því fólgin í fleiru en fegurðinni. Svæðið hef- ur mikið fræðslugildi, bæði fyrir almenning og þá sem eru að leita eftir einhverri sérstakri þekkingu, til dæmis í jarðfræði.“ Til að halda á lofti þeirri miklu sögu, nátt- úrufarslegri og menningarlegri, sem svæðið hefur að geyma er sérstök dagskrá fyrir gesti. „Boðið er upp á daglegar gönguferðir um Ás- byrgi og Hljóðakletta og líka er boðið upp á lengri gönguferðir þrisvar í viku. Þá erum við með kvölddagskrá í tengslum við tjaldstæðin og sérstaka dagskrá fyrir börnin.“ Skyldi margt hafa breyst í þjóðgarðinum á síðustu þrjátíu árum? Sigþrúður Stella svarar: „Fyrst og fremst að því leyti að aðgengi að hinum ýmsu stöðum hefur aukist. Mikið hefur verið lagt af merkum gönguleiðum, áningar- staðir gerðir og stígarnir eru betri en þá. Svo er búið að byggja upp tjaldstæði bæði í Ásbyrgi og í Vesturdal; segja má að smátt og smátt sé verið að bæta aðstöðu og þjónustu við gesti.“ Varðandi náttúruna segir hún sum svæði hafa opnast, „en reynt er að stýra umferð um þjóð- garðinn þannig að mestu perlurnar beri ekki skaða af. Sum svæði hafa aðeins látið á sjá, en með góðu skipulagi og nægu fjármagni til fram- kvæmda á að vera hægt að halda í horfinu.“ Hún segir vinsælustu staði þjóðgarðsins vera Ásbyrgi og Dettifoss. „Það eru fjölförnustu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við Dettifoss í góðu veðri í vikunni. Dettifoss þykir einn mikilfenglegasti foss landsins enda af mörgum talinn voldugasti foss Evrópu. Hann er 45 metra hár og um 100 metra breiður. Þjóðgarður í þrjátíu ár Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður 1973 með frið- lýsingu jarðarinnar Svínadals í Kelduhverfi, að viðbættri land- spildu á Ásheiði. Skapti Hallgrímsson skoðaði svæðið nú, þrjá- tíu árum síðar, í fylgd Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur þjóðgarðsvarðar og fræddist um þessa miklu náttúruparadís. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður við Hafragil í Jökulsárgljúfrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.