Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 19 staðirnir. Hljóðaklettar, Vesturdalurinn og svæðið þar í kring, eru líka vinsælir staðir, einn- ig Karl og Kerling og Rauðhólar.“ Hún segir Íslendinga ákaflega hrifna af Hólmatungum, mun hrifnari en útlendinga, og gljúfrin við Hafragil séu einnig mjög vinsæl. Gönguleiðir eru vel merktar í þjóðgarðinum og segir Sigþrúður Stella það færast í vöxt að fólk gangi á milli staða. Boðið er upp á langar og stuttar gönguleiðir, eins og nánar verður vikið að hér á eftir, en ein sú vinsælasta, að sögn Sig- þrúðar Stellu, er 8 km löng leið úr Hólmatung- um niður í Vesturdal og Hljóðakletta. Miðhluti Jökulsárgljúfra líkist fremur dal en gljúfri, eins og það er orðað í riti sem Nátt- úruvernd ríkisins sáluga gaf út og nokkuð er stuðst við hér. Þar eru Forvöð austan ár en að vestan Hólmatungur, mjög gróðurrík svæði með ótal lækjum og ám, sem spretta af lindum. Mestar þeirra eru Hólmá, Stallá og Melbugsá. Í Forvöðum er Vígabjarg, mikill bergkastali þar sem sagt er að Grettir sterki hafi átt sér bæli og rétt þar hjá var Vígabjargsfoss, sem var talinn með mikilfenglegustu fossum í Jökulsá, en hvarf að mestu um 1950, er áin féll í annan farveg, Katla sem svo eru kallaðir. Skammt þar fyrir of- an er Réttarfoss við samnefnt bjarg. Um Svínadal verður dalurinn að víðri kvos með afar fjölbreyttu landslagi, sem einkennist af klettabyrgjum. Nyrst er Vesturdalur með þver- hníptum veggjum og sléttum flötum í botni. Mik- ið er þarna af tjörnum með fallegum gróðri. Með- fram ánni er röð kletta og dranga, gömul gígaröð, sem áin hefur þvegið allt lauslegt utan af. Þar eru Hljóðaklettar nyrst, mikið völundarhús af ótal klettaborgum, með hellum og skútum. Nokkru sunnar eru Karl og Kerling á eyri við ána. Rauðhólar eru framhald Hljóðakletta til norð- urs. Má þar sjá leifar hinna fornu eldgíga. Þar er Hallhöfði austan ár, umlukinn gróðurríkum Hallhöfðaskógi. Skammt fyrir neðan Rauðhóla hefjast gljúfrin að nýju og ná þaðan um 9 km leið niður undir Ás. Þau eru yfirleitt þrengri og grynnri en efri gljúfrin. Í þeim eru víða mjög gróðursælir stallar og hvammar, einkum austan ár, í Landsbjörgum. Vestan gljúfranna er Ásheiði, vaxin lyngi og kjarri, en inn í hana að norðan skerst hamra- kvosin Ásbyrgi, um 3,5 km á lengd, rúmur 1 km á breidd og um 100 m djúp innan til. Við Kvíar liggja greinilegir farvegir frá gljúfrunum að Ás- byrgi. Skammt fyrir austan Ásbyrgi er bærinn Ás, sem byrgið er kennt við. Fjölbreytilegur gróður þrífst í skjóli hamra og kletta í þjóðgarðinum. Alls hafa fundist um 230 tegundir háplantna á gljúfrasvæðinu. Skógar og kjarrlendi setja mestan svip á gljúfrasvæðið neðanvert. Mestu skógarnir eru í og kringum Ásbyrgi, Áshöfða og við Lands- bæina, en fallegir skógarlundir eru einnig víða í gljúfrunum, t.d. í Vesturdal og Hólmatungum. Auk birkisins eru gulvíðir og loðvíðir áberandi og verða óvenju hávaxnir. Um neðanvert svæðið er reyniviður alltíður í klettum og skriðum, einkum í Ásbyrgi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margt fólk sækir þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum heim ár- lega, en Sigþrúður Stella þjóðgarðsvörður getur sér til um að þeir geti verið á bilinu 60 til 80 þús- und, jafnvel upp í 100 þúsund. „Einu nákvæmu tölurnar sem við höfum eru gistinætur, sem voru rúmlega 19 þúsund í fyrra, en áætlun og talning fólks sem kemur í Ásbyrgi gefur vís- bendingar um að allt að 100 þúsund manns komi í þjóðgarðinn á ári.“ Þjóðverjar eru allt að helmingur þeirra út- lendinga, sem sækja staðinn heim, en einnig koma stórir hópar Frakka, Hollendinga, Sviss- lendinga og Breta, en Ítalir eru áberandi síðari hlutann. Mun minna er hins vegar um fólk frá Norðurlöndum og úr Vesturheimi. Gönguleiðir eru margar og mjög fallegar og vel merktar í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Fólkið á myndinni er að hefja gönguferð um Hljóðakletta. skapti@mbl.is Horft norður eftir Jökulsárgljúfri við Hafragil. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tröllið í Hljóðaklettum; enni, nef og haka eru greinileg – en munnsvipurinn einkennilegur, vegna þess að hann var að reyna að bryðja grjót þegar sólin kom upp eins og smaladrengurinn sem hann hitti sagðist vera að gera. Var með fullan munninn þegar hann varð að steini skv. því sem sagan segir.                                                            Jökulsárgljúfur eru tilvalið land fyrir gönguferðir og öll- um frjálst að ganga um þjóðgarðslandið en ætlast er til að merktum gönguleiðum sé fylgt. Þær eru samtals um 75 km. Hér er stutt lýsing á helstu gönguleiðum Jökulsárgljúfra,sem allar eru merktar: Botn Ásbyrgis Í botni Ásbyrgis eru nokkrar léttar og skemmtilegar gönguleiðir sem hefjast við bílastæð- ið. Hjá landvörðum geta gestir þjóðgarðsins nálgast smárit með lýsingum á þessum gönguleiðum, sér að kostnaðarlausu. Áshöfðahringur Þessi gönguleið getur bæði hafist við tjaldsvæðið í Ásbyrgi og verslunina í mynni byrg- isins. Fram og til baka frá tjaldsvæðinu er leiðin tæpir 11 km og tekur um 3 klst. Þá er farið um Tófugjá til að komast á barm Ásbyrgis og þarf að styðja sig þar við kaðal. Þaðan er gengið austur að gljúfrum Jökulsár. Genginn er hringur um skógi vaxinn Áshöfðann, en af honum er fallegt útsýni. Austan hans eru gildrög, klappir og tjarnir en vestan hans er Ástjörn þar sem samnefnt barnaheimili hefur verið starfrækt síðan 1946. Sé farið frá versluninni tekur aðeins 1-2 klst. að ganga þann 6 km hring. Þá er gengið meðfram Ástjörn að barnaheimilinu og þaðan hringinn um höfðann. Eyjan í Ásbyrgi Frá tjaldsvæðinu í Ásbyrgi er gönguleið upp á Eyjuna í Ásbyrgi og suður á enda hennar. Gott útsýni er af Eyjunni yfir Ásbyrgi og sand- ana norður að sjónum. Leiðin er um 5 km fram og til baka og tekur gangan um 1-2 klst. Ásbyrgi - Barmur Ásbyrgis - Klappir - Jökulsá - Ásbyrgi Gönguleiðin getur hafist við tjaldsvæðið í Ás- byrgi eða verslunina. Auðveldara er að komast á barm Ásbyrgis frá versluninni en að styðja sig við kaðalinn upp Tófugjá. Gengið er eftir austurbarmi Ásbyrgis suð- ur að Klöppum, sunnan Ásbyrgis. Í Klöppum eru ein- stakir skessukatlar og þar er frábært útsýni yfir Ás- byrgi. Frá Klöppum er gengið austur yfir heiðina að Jökulsá og þaðan meðfram gljúfrum í norður að Gils- bakka og framhjá Ási þar til komið er að upphafsstað. Gönguleiðin er um 12 km og tekur gangan um 3-4 klst. Hringur í Hljóðaklettum Hljóðaklettar eru fornar eldstöðvar þar sem Jökulsá hefur skolað í burtu öllu lausa gosefninu og skilið eftir innviði gíganna. Göngu- leiðin hefst við bílastæðið við Hljóðakletta og tekur um það bil 1 klst. að ganga þessa 2,4 km. Hjá landvörðum geta gestir þjóðgarðsins nálgast smárit með göngu- leiðarlýsingu, sér að kostnaðarlausu. Hljóðaklettar - Rauðhólar Gönguleiðin hefst við bílastæðið við Hljóðakletta og tekur u.þ.b. 2 klst. að ganga leiðina, sem er um 5 km. Gengin er sama leið og þegar farið er um Hljóðakletta, en skammt frá Kirkj- unni heldur leiðin áfram norður á Rauðhóla. Gengið er upp skógi vaxna brekku á leið að Rauðhólum, ekki mjög bratta. Víða blasa við ýmis jarðfræðifyrirbrigði og af Rauðhólum er gott útsýni norður yfir gljúfrin og suð- ur yfir Hljóðakletta. Karl og Kerling Frá bílastæðinu við Hljóðakletta er um 30-40 mínútna gangur fram og til baka að Karli og Kerlingu, tröllunum gömlu á eyrinni við Jökulsá. Eyjan í Vesturdal Frá tjaldsvæðinu í Vesturdal er örstutt hringleið um nyrsta hluta Eyjunnar í Vesturdal. Á leiðinni eru mosavaxnar klappir og litlar tjarnir. Þetta er auðveld gönguleið og tilvalin kvöldganga. Vesturdalur - Svínadalur - Kallbjörg - Karl og Kerling - Vesturdalur Leiðin, sem tekur um 2-3 klst. og er um 7 km, hefst við tjaldsvæðið í Vesturdal. Hún fylgir Vesturdalsá suður Vesturdal, allt að Einbúa, stök- um kletti innst í dalnum. Á leiðinni eru tjarnir umluktar starargróðri og víða má sjá skemmtileg mynstur í klettum. Við Einbúa er farið upp á syðsta hluti Eyj- unnar í Vesturdal og gengið að bæjarstæðinu í Svína- dal. Á Svínadal er fallegt útsýni norður yfir Eyjuna. Þaðan er gengið austur að Kallbjörgum við Jökulsá. Þar var kláfur fyrr á síðustu öld og voru fluttar með honum ýmsar nauðsynjar yfir ána. Frá Kallbjörgum er gengið í norður framhjá Lambahelli og Karli og Kerl- ingu. Hinum megin við ána stendur Tröllahellir, stærsti hellirinn í Jökulsárgljúfrum. Leiðinni lýkur á bílastæð- inu við Hljóðakletta og hringnum er lokað með ör- stuttu rölti að tjaldsvæðinu. Hringur í Hólmatungum - Katlar Frá bílastæðinu í Hólmatungum liggur 3,5 km hringleið um Hólmatung- ur. Gengið er norður með Hólmsá, vatnsmikilli lindá með ótal hólmum og hvannstóði við bakka, allt norður að Hólmárfossum. Á leiðinni til baka er gengið suður meðfram Jökulsá að mótum hennar og Melbugsár, þar sem sú síðarnefnda fellur fram af nokkrum stalli og myndar Urriðafossa áður en hún rennur út í Jökulsá. Þetta má sjá ef hálfs kílómetra lykkja er lögð á leiðina til að skoða Katla, en svo heitir þröngur farvegur Jök- ulsár gegnt Vígabjargi. Gönguleiðinni lýkur við bíla- stæðið. Með viðkomu í Kötlum þarf að ætla sér 1-2 klst. til ferðarinnar. Frá bílastæðinu er örstutt ganga á Ytra Þórunnarfjall. Hafragilsundirlendi Í og við Hafragilsundirlendi eru erfiðustu gönguleiðir Jökulsárgljúfra og þar þarf að fara með gát. Farið er ofan í Hafragilsundirlendið að sunnan um Sanddal, en þar er kaðall sem verður að styðja sig við til að fara niður dálítið klettahaft. Þar neðan við er gengið niður bratta og grýtta brekku ofan í undirlendið. Í undirlendinu er gengið fram hjá Hafra- gilsfossi og fyrir svokallaðan Fossvog, sem liggur inn undir þverhnípt bjargið. Þar þarf að fara um mjög stór- grýtta urð. Leiðin upp úr Hafragilsundirlendi að norðan liggur inn í Hafragilið og þaðan eftir gömlum kindagöt- um upp með hlíðinni. Þeir sem ganga á milli Dettifoss og Hólmatungna geta sleppt Hafragilsundirlendi og fylgt börmum Hafragils að vestan í staðinn. Hringleið ofan í undirlendið hefst á bílastæðinu við afleggjarann að Hafragilsfossi. Hún er 6 km og tekur um 3 klst. Dettifoss - Selfoss Frá bílastæðinu er um 15 mín. gangur að Dettifossi. Frá Dettifossi liggur einnig merkt gönguleið að Selfossi og þaðan til baka á bílastæðið. Hringur að Dettifossi og Selfossi er um 2,5 km og tek- ur 1 klst. Ásbyrgi - Dettifoss Það þarf að ætla sér tvo daga í að ganga á milli Ásbyrgis og Dettifoss. Er þá gist á tjaldsvæðinu í Vesturdal. Frá Ásbyrgi má velja um tvær leiðir til Vesturdals. Annars vegar er leiðin eftir börm- um Ásbyrgis, um Klappir og Kvíar, rúmir 12 km. Hins vegar má ganga meðfram Jökulsá en sú leið er um 13,6 km. Leiðin milli Vesturdals og Hólmatungna er um 8 km og þaðan eru um 10 km suður að Dettifossi (11,5 km ef ekki er farið ofan í Hafragilsundirlendi). Fyrir ut- an Hafragilsundirlendi og Tófugjá við Ásbyrgi er leiðin yfirleitt mjög greiðfær. Norðan Hólmatungna þarf að vaða yfir Stallá, lindá sem rennur út í Jökulsá. Gönguleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.