Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F RANSKI stærðfræð- ingurinn Jean-Pierre Serre hlaut fyrstur manna Abelsverð- launin 3. júní sl. og þykir vel að þeim kominn. Sigurður Helgason var annar tveggja íslenskra stærðfræðinga sem var boðið að vera viðstaddir af- hendingu fyrstu Abelsverðlaunanna, en hinn var Kristján Jónasson. Fán- ar skreyttu hvern staur við Karl Jo- han götuna í Ósló og minnt var á verðlaunin á veggspjöldum um alla borg. Verðlaunaafhendingin var afar hátíðleg og tók Serre við verðlaun- unum úr hendi Haraldar Noregskon- ungs. En hver var þessi Abel? „Á 19. öld áttu Norðmenn tvo afbragðs stærð- fræðinga, sem stóðu öðrum norræn- um stærðfræðingum framar,“ segir Sigurður Helgason. „Þetta voru þeir Niels Henrik Abel, sem fæddist 1802, og Sophus Lie, sem fæddist 1842. Lie hefur sjálfsagt farið út í stærðfræði vegna þeirrar fyrir- myndar sem Abel var. En báðir hafa haft mikil áhrif í stærðfræði, líklega Lie meiri en Abel. Abel lést ungur en hann er samt þekktari en Lie og var snillingur í stærðfræðinni.“ Eftir stúdentspróf fékk Abel ferðastyrk til að fara til Þýskalands og Frakklands. Þá hafði hann leyst mjög frægt verkefni í stærðfræði, sem var að líking af fimmtu gráðu væri ekki leysanleg með rótarút- dráttum. „Hann varð frægur fyrir þessa lausn. Í París skrifaði hann margar greinar og þá veigamestu sendi hann Frönsku akademíunni ár- ið 1826, 24 ára gamall. Sú grein týnd- ist. Abel hélt aftur heim til Noregs árið 1827 og var þess fullviss að greinin myndi aldrei líta dagsins ljós. Hann var berklaveikur og lést 6. apr- íl 1929. Þremur mánuðum fyrr skrif- aði hann stutta sönnun á aðalsetn- ingunni í löngu greininni, sem hann taldi glataða. Þessi stutta grein er hreint meistaraverk.“ Tveimur dögum eftir dauða Abels var tilkynnt að greinin hans hefði fundist í París og sama dag bárust þær fréttir að hann hefði fengið fasta stöðu í Berlín, eftir áralanga baráttu við fátækt. Greinin í París var ekki gefin út fyrr en árið 1841, enda týnd- ist hún aftur um tíma. Við útgáfuna var hún mjög rómuð og Franska aka- demían verðlaunaði hana. Abel naut hins vegar aldrei þeirrar viðurkenn- ingar sem honum réttilega bar. Vel að verðlaunum kominn Á síðasta ári voru 200 ár liðin frá fæðingu Abels og þá ákvað norska þingið að gefa drjúgan skilding til Abelsverðlauna, sem verða veitt ár- lega. Verðlaunin nema 6 milljónum norskra króna, eða um 63 milljónum króna. Fyrsti verðlaunahafinn er Jean-Pierre Serre, 77 ára franskur stærðfræðingur. „Serre er mjög vel að þessum verðlaunum kominn,“ segir Sigurður Helgason. „Hann hef- ur lagt stóran skerf til margra greina í stærðfræðinni. Hann byrjaði í svo- kallaðri grannfræði, fór svo yfir í algebríska rúmfræði og hefur líka lagt talsvert til málanna í Lie- grúppufræðum og talnafræði, sem hann hefur fengist við síðustu árin. Þessi verðlaun eiga að vera sam- bærileg Nóbelsverðlaunum í vísind- um, en engin Nóbelsverðlaun hafa verið veitt í stærðfræði. Þetta er bæði eðlilegt og þarft framtak hjá Norðmönnum. Þeir leggja mikinn metnað í Abelsverðlaunin, sem hafa þegar hlotið verðskuldaðan sess sem æðsti heiður sem fallið getur stærð- fræðingum í skaut.“ Þekktustu verðlaun fyrir stærð- fræði hingað til hafa verið svokölluð Field’s Medal-verðlaun, sem veitt eru fjórða hvert ár. Jean-Pierre Serre hlaut þau árið 1954, aðeins 28 ára að aldri. „Stærðfræðingar hafa borið Field’s Medal saman við Nób- elsverðlaunin hvað heiður varðar, en verðlaunaupphæðin er ekkert í lík- ingu við þá upphæð sem Abelsverð- launahafinn fær. Field’s Medal er líka stundum veitt fleirum en einum stærðfræðingi hverju sinni og loks má nefna að aðeins þeir stærðfræð- ingar sem eru innan við fertugt geta hlotið þau. Þetta eru í raun hvatning- arverðlaun fyrir unga stærðfræð- inga. Ég held að Abelsverðlaunin verði eftirsóttari og þekktari þegar fram líða stundir. Norðmenn gripu líka tækifærið og auglýstu Abel og þessi nýju verðlaun sem kennd eru við hann mikið til að örva stærð- fræðiáhuga ungs fólks. Skipulagn- ingin var til mikillar fyrirmyndar.“ Sigurður segir að vissu- lega bíði dómnefndarinn- ar vandasamt verk að velja næstu verðlauna- hafa í stærðfræði. Þar komi margir til greina. „Það er hins vegar af- ar ólíklegt að valið veki undrun, enda auðveldara að meta stærðfræðiafrek en bókmenntaafrek, svo dæmi sé tekið.“ Einangrunin rofin Sigurður Helga- son hefur búið í Bandaríkjunum í um hálfa öld og verið pró- fessor í stærðfræði frá 1965 við einn virtasta háskóla þar í landi, Massachussetts Institute of Technology, MIT, í Boston. Hann segist vera farinn að hægja nokkuð ferð- ina núna, á 76. aldursári, en kennir þó enn í fullu starfi. Hann er hins vegar hættur að taka að sér að vera leiðbeinandi doktorsefna, nema í undantekningartilfellum. Nokkrir Íslendingar hafa stundað nám í stærðfræði við MIT og er einn í námi þar núna, Kári Ragnarsson. Stærðfræðingar skjóta upp kollinum víða, til dæmis í tölvunarfræði og hagfræði. „John Nash, stærðfræð- ingur við MIT, hlaut Nóbelsverð- launin í hagfræði árið 1994, svo dæmi sé tekið.“ Sigurður segir að Háskóli Íslands standist ágætlega samanburð við góða háskóla vestra í stærðfræði. „Þeir sem koma til náms við MIT frá Háskóla Íslands eru ágætlega undir- búnir. Þegar ég hóf háskólanám var ekki kennd stærðfræði við Háskóla Íslands. Ég lærði verkfræði í eitt ár og fór svo til stærðfræðináms í Dan- mörku. Núna er talsverður hópur í námi hér heima og það sem skiptir sköpum er að einangrunin hefur ver- ið rofin, þökk sé tölvunum. Íslend- ingar voru mjög fljótir að tileinka sér tölvutæknina, sem þýðir að stærð- fræðingar hér hafa miklu betra sam- band við umheiminn en áður var mögulegt.“ Sigurður er alltaf með annan fót- inn á Íslandi. Hann hefur komið hingað til lands tvisvar sinnum á ári undanfarna þrjá áratugi. „Nú eru þessi ferðalög miklu auðveldari en áður. Ég get flogið beint frá Boston, en áður þurfti ég að fara fyrst til New York og fljúga þaðan í 16–17 tíma heim. Ég tek frí hérna, en hitti að vísu alltaf íslenska stærðfræð- inga.“ Bækur og skák Sigurður hefur greinilega sterkar taugar til heimalandsins. Fyrir þremur árum færði hann Lands- bókasafni Íslands – háskólabóka- safni og stærðfræðiskor raunvís- indadeildar Háskólans sjötíu rit um stærðfræði að gjöf. Við sama tæki- færi gaf hann bókasafninu fimm þús- und Bandaríkjadali. Skömmu síðar var frá því skýrt að hann hefði ákveð- ið að tvöfalda verðlaunafé á Reykja- víkurskákmótinu, úr fimm þúsund dölum í tíu þúsund. Aðspurður hvort skákáhuginn fylgi stærðfræðinni segist hann hafa gaman af skák, þótt hann sé enginn skákmaður sjálfur. „Ég ber mikla virðingu fyrir skák- inni og fylgist með henni. Hugsunin að baki skák og stærðfræði er svipuð. Stærðfræðingar gerast hins vegar ekki oft alvöru skákmenn, þótt Bret- inn John Nunn sé undantekning á þeirri reglu. Líklega kunna stærð- fræðingar ekki við keppnisandann í skákinni. Þeir vilja fá að prófa sig áfram, en ef sú leið sem er valin gengur ekki upp vilja þeir reyna eitt- hvað annað. Í skák myndi þetta þýða að leikir væru teknir upp, en það gengur auðvitað ekki. Þarna liggur reginmunurinn á þessu tvennu.“ Ótakmörkuð viðfangsefni Þótt leikmenn gætu ætlað annað eru viðfangsefni stærðfræðinnar ótakmörkuð. „Ég get nefnt einn vanda stærðfræðinnar, sem er óleystur. Hugsaðu þér að þú hafir ótakmark- aðan fjölda af billjarðkúl- um, allar af sömu stærð, og viljir koma þeim fyrir í kassa, þannig að sem flestar komist fyrir og sem minnst pláss fari til spillis. Hvaða leið er best? Þetta vita menn ekki enn. Ýms- ar sannanir hafa komið fram, en þær hafa ekki reynst pott- þéttar.“ Sigurður nefnir annað dæmi, skiljan- legt leikmönnum. „Eru allar jafnar tölur summa af tveimur prímtölum? 12 er sama og 5 og 7, 124 er 71 plús 53. Tilgátan er sú, og hana gerði Goldback árið 1742, að þetta sé rétt um allar jafn- ar tölur. Þetta mál er enn óleyst. Það nægir ekki að nefna einhverja jafna tölu og prófa sig áfram með hana. Stærðfræðingar vilja sanna að þetta eigi við um allar jafnar tölur.“ Sigurður segir að tölvutæknin geti vissulega stytt mönnum leið. „Tölvur geta hugsanlega afsannað þetta. Ef farið er lengra og lengra, í stærri og stærri tölur, þá er hugsanlegt að þetta geti breyst.“ Fyrir utan þessi tvö dæmi, sem Sigurður nefnir leikmönnum til glöggvunar, segir hann mörg önnur og flóknari atriði óleyst. Viðfangsefni stærðfræðinnar séu ótakmörkuð. Abelsverðlaunin Nóbel stærðfræðinnar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurður Helgason prófessor í stærðfræði við MIT segir að verkefni stærðfræðinnar séu ótakmörkuð. rsv@mbl.is Niels Henrik Abel var stærð- fræðisnillingur. Hann lést aðeins 27 ára gamall. Norðmenn hafa veitt þekkt- asta stærðfræðingi sínum, Niels Henrik Abel, þá við- urkenningu sem honum hlotnaðist aldrei á meðan hann lifði með því að nefna alþjóðleg verðlaun í stærð- fræði eftir honum. Ragn- hildur Sverrisdóttir frædd- ist um Abel og verðlaunin hjá Sigurði Helgasyni, pró- fessor í stærðfræði við MIT í Massachusetts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.