Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 21 AUGLÝSINGAR eru virk-ur þáttur í daglegri til-veru okkar, og það sterk-ur að oft á tíðum tökumvið ekki eftir þeim, nema þær séu annaðhvort leiðinlegar og þreytandi – eða skemmtilegar og fyndnar og stundum greypast þær inn í huga okkar án þess að við tökum eftir því. Sumir taka auglýsingum sem sjálfsögðum hlut, aðrir líta á þær sem áreiti – en það er sama hvað okk- ur finnst um auglýsingar, þær eru komnar til að vera og oftar en ekki þjóna þær upplýsingahlutverki, vís- bendingu um hvert við getum leitað þegar okkur vanhagar um ákveðinn hlut eða þjónustu. Seinustu árin hefur verið mikil hreyfing á auglýsingamarkaðinum. Ekki einasta að auglýsingastofur komi og fari, sameinist og sundrist, heldur hafa vinnuaðferðir og sá mark- aður sem þær miða inn á gerbreyst, bæði vegna tilkomu Netsins og fleiri fjölmiðla. Það heyrist æ oftar að aug- lýsingamarkaðurinn sé mjög erfiður og á seinustu árum hafa jafnvel stórar og þekktar auglýsingastofur lagt upp laupana. Það vakti því athygli þegar lítil auglýsingastofa í Hafnarfirði fagnaði fjórtán ára starfsafmæli með því að færa út kvíarnar og flytja inn í miðja Reykjavík undir vorið í Lág- múla 6, „þar sem er gott aðgengi og nóg af bílastæðum fyrir viðskiptavini okkar“, eins og eigandinn, Guðrún Anna Magnúsdóttir, orðar það. „Ég hafði rekið stofuna í húsnæði við Reykjavíkurveg 66 í Hafnarfirði nánast frá upphafi en áttaði mig á því í vetur að viðskiptavinir mínir væru dreifðir um Reykjavíkursvæðið en stofan væri í einum jaðrinum á því svæði. Ég ákvað að nú væri tími til kominn að færa sig til og fór að leita að hentugu húsnæði. Fljótlega datt ég niður á húsnæðið hér í Lágmúl- anum og leist vel á það vegna þess að það er svo miðsvæðis. Héðan liggja leiðir í allar áttir. Eitt af því sem við sem rekum fyrirtæki verðum að hugsa um er staðsetning út frá við- skiptavinum og þjónustu við þá. Við megum aldrei gleyma því markmiði að þeir séu ánægðir og það sé þægi- legt að skipta við fyrirtækið okkar.“ Mikilvægt að standa undir trausti Hvað áttu við með „þægilegt“? „Það felur í sér marga ólíka þætti fyrir utan staðsetningu og aðgengi, til dæmis að viðskiptavinurinn geti ávallt náð í þann aðila sem sér um hans mál með snöggum hætti og fylgst náið með framþróun síns verk- efnis. Einnig er mikilvægt að verk- efnin gangi vel fyrir sig og að auglýs- ingastofan leysi úr ýmsum málum án þess að viðskiptavinurinn þurfi að koma þar að. Þegar fyrirtæki velur mína auglýsingastofu fram yfir aðrar stofur felur það í sér ákveðið traust og því hlýt ég að gera mitt besta til þess að standa undir því trausti. Annað sem mér finnst skipta miklu máli er að á auglýsingastofunni ríki ávallt góður andi og vinnugleði. Ánægt fólk vinnur betur saman. Mér finnst góð þjónusta og vinna það mikilvæg að ég hugsa um það daglega á hvern hátt ég og mitt starfsfólk getum lagt okkur sem best fram. Ég hef meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að grundvallaratriði góðrar þjónustu sé góður skilningur á viðskiptavininum. Við verðum að leggja okkur fram um að skilja við- skiptavininn til hlítar, óskir hans og markmið. Hver viðskiptavinur er sér- stakur og það dugar ekki að vera með sömu lausnir fyrir alla.“ Nú hefur auglýsingamarkaðurinn breyst töluvert á þeim fjórtán árum sem þú hefur rekið þitt fyrirtæki. Hvernig er ástandið í dag? „Í dag eru fyrirtæki orðin meðvit- aðri um kostnað. Það hefur í för með sér aukna áherslu á tilboðsgerð og gjarnan frá mörgum aðilum. Sam- keppnin er það mikil að stundum er erfitt að láta reksturinn skila arði. Mikill tölvukostnaður og starfslið sem samanstendur af sérfræðingum hefur þar sitt að segja. Þetta er ein ástæða þess hve mörg auglýsingafyrirtæki hafa lent í erfiðleikum síðustu árin og svarið við því er að velja starfsfólk vel, passa að hafa ekkert óþarfa manna- hald og gæta aðhalds í rekstri.“ Hvað um auglýsingamiðla? „Þeir hafa breyst töluvert. Með til- komu Netsins opnaðist nýr auglýs- ingamöguleiki sem fólk á eftir að nýta sér í auknum mæli. Í dag er að vaxa upp heil kynslóð sem aldrei lítur í blöð en sækir sér allar upplýsingar á Net- ið. Það er hins vegar mikill vandi að ná til þessa fólks og það þarf að fylgj- ast vel með því hvað það er að skoða. Þess misskilnings hefur gætt að nóg sé fyrir fyrirtæki að koma sér upp heimasíðu til að ná til viðskipta- vinanna. Heimasíður eru svo sannar- lega nauðsylegur þáttur í nútíma markaðssetningu. En margir hafa fallið í þá gryfju að halda að bara vegna þess að þeir auglýsa vöru eða þjónustu á heimasíðu sinni hljóti fólk ósjálfrátt að skoða hana. En það er ekki þannig. Ef heimasíða á að þjóna þeim tilgangi að kynna vörur eða þjónustu, þarf að leiða fólk inn á hana með áberandi auglýsingaborðum á mikið lesnum netsíðum. Auk þess þarf að geta hennar á öllu kynningar- efni. Sumar heimasíður eru hugsaðar til þess að auðvelda fólki val á vörum, eða til að selja tiltekna vöru eða þjón- ustu fyrir tilstilli heimasíðunnar. Þessar heimasíður þurfa að vera ná- kvæmar og greinagóðar, þannig að auðvelt sé fyrir neytandann að finna nákvæmlega þá vörutegund sem hann óskar eftir sem og verð hennar. Almennt þurfa heimasíður að vera að- gengilegar og notendavænar. Þær verða að leiða áhorfandann þægilega á rétta braut, koma hreint að efninu og forðast orðskrúð. Síðast en ekki síst verður áhorfandinn að komast auðveldlega út úr síðunni aftur.“ En nú hafa ekki bara orðið tækni- legar breytingar á auglýsingamark- aðinum á seinustu fimmtán árum. Hefur ekki fjölmiðlaumhverfið breyst töluvert líka? „Jú, bæði útvarps- og sjónvarps- stöðvum hefur töluvert fjölgað. Dag- blaðamarkaðurinn hefur líka verið á mikilli hreyfingu, þannig að menn þurfa stöðugt að endurskoða hvað þeir telja að hinn almenni neytandi lesi hverju sinni. Hvað sjónvarp varð- ar, þá er Skjár 1 að sækja mjög í sig veðrið. Hann hefur mikið áhorf og ég vona að sú sjónvarpsstöð sé komin til þess að vera.“ Nú ætlar Skjár 1 að fjölga stöðvum í haust. Er ekki sjónvarpsmarkaður- inn orðinn ofmettaður hjá okkur? „Nei, mér finnst allar þessar sjón- varpsstöðvar eiga rétt á sér. Mann- lífsflóran er fjölbreytt og fólk hefur svo misjafnan smekk.“ Snýst um heildarútlit Hvað þarf auglýsingahönnuður að hafa til að bera? „Starfsemi auglýsingastofa snýst um allt sem lýtur að heildarútliti og ímynd fyrirtækja. Auk þess sjá þær í mörgum tilfellum um dreifingu og framleiðslu þess efnis sem hannað er. Þetta á að sjálfsögðu við um okkur. Varðandi hönnun þá hönnum við t. d. merki, bréfsefni fyrir fyrirtæki, alls kyns bæklinga, auglýsingar í blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp, skilti, ársskýrslur, umbúðir, heimasíður, bása – sem sagt allt sem nöfnum tjáir að nefna í sambandi við auglýsingar og kynningar, auk skipulags á alls kyns auglýsingatengdum viðburðum. Það er mjög mikilvægt að hafa list- rænt menntaða grafíska hönnuði við störf á auglýsingastofum. Ég tel að leiðin að góðri hönnun sé þessi list- ræna sýn sem fólk virðist í flestum til- fellum ekki hafa öðlast nema eftir 3–4 ára nám í grafískri hönnun við MHÍ/ LHÍ eða sambærilega listaháskóla erlendis. Það er engin trygging fyrir góðri hönnun að kunna vel á Photo- shop eða Freehand ef þessa sýn vant- ar þó svo að tölvurnar séu auðvitað frábær verkfæri. Ég tel tímabært að fara að huga að því að fá löggildingu á starfsheitinu grafískur hönnuður. Þannig að þeir sem það starfsheiti beri hafi sambærilega listræna menntun á bak við sig. Að öðru leyti er starf grafísks hönnuðar mjög margþætt í dag og góð þekking og færni á hinum ýmsu hönnunarforrit- um er grundvallaratriði til þess að hönnuðurinn nái að skila hugmynd- inni og verkinu vel frá sér.“ Hefur vinnumhverfið breyst frá því þú ákvaðst að leggja fyrir þig grafíska hönnun? „Já, það má segja það. Þegar tölvu- væðingin ruddi sér leið inn í auglýs- ingaheiminn fyrir um það bil tíu ár- um, þurftu þeir sem vinna við grafíska hönnun að tileinka sér þekk- ingu á ýmsum fjölbreyttum hönnun- arforritum og tölvum almennt. Þetta var mikil breyting frá vinnunni við teikniborðið, þó svo að hugmynda- fræðin hafi áfram verið sú sama. Við þessa breytingu urðu skilin á milli þess sem unnið er í prentsmiðjum og auglýsingastofum óljósari. Í dag fara flestar litgreiningar og myndvinnsla fram á auglýsingastofum – þannig að vinnan sem fram fer á auglýsingastof- um hefur orðið æ viðameiri.“ Á tímum sem taldir eru erfiðir auglýsingastofum eru samt til stofur sem halda hægt og bítandi áfram að fjölga starfsfólki, bæta þjónustuna og stækka við sig húsnæði. Ein slík er Auglýsingastofa Guðrúnar Önnu, sem nýverið flutti úr Hafn- arfirði til Reykjavíkur. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Guðrúnu Önnu. Ánægt fólk vinnur betur saman Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Anna Magnúsdóttir segir listræna sýn nauðsynlega í grafískri hönnun. A›alvinningar: 10 Eimskipsboltar, árita›ir af landsli›shetjum Íslands Gá›u hva›a númer er á bolnum flínum*, flví hér eru ni›urstö›urnar úr fyrsta útdrætti sumarsins í happdrættinu: *Allir leikmenn í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla í knattspyrnu eru sjálfkrafa flátttakendur í Eimskipsmótinu og hafa fengi› bol a› gjöf me› happdrættisnúmeri áritu›u ne›st. Nánari uppl‡singar er a› finna á heimasí›u Eimskips, www.eimskip.is. Ertu flátttakandi í Eimskipsmótinu? 40 Eimskipsboltar Aukavinningar: Vinningshafar hafi samband vi› Hörpu fiorláksdóttur hjá Marka›sdeild Eimskips í síma 525 7225. Vinningshafar utan höfu›borgarsvæ›isins geta haft samband vi› næstu svæ›isskrifstofu Eimskips. Næsti útdráttur ver›ur 25. júlí. Númer hva› er bolurinn flinn? 1160 1225 1512 2290 807 990 181 551 2449 2592 20 58 238 282 301 328 442 458 538 555 656 795 825 906 923 994 1009 1060 1098 1343 1709 1794 1878 2000 2012 2096 2228 2282 2301 2414 2484 2494 2497 2499 2552 2567 2603 2612 2785 2786
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.