Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTA sólarhringinn sem ég var 46ára átti ég í ógurlegu sálarstríði viðhugmyndina sem dúkkaði upp afturog gerðist verulega áleitin;Þetta að ég færi á götuna hvort sem mér væri það þvert um geð eða ljúft og skylt. – Ég byrjaði aftur að sjá það fyrir mér þegar ég minntist notuðu dömubindanna sem ég hef stundum gengið framhjá, bæði hér fyrir utan, annars staðar og þar sem ég bjó áður og hafði þá aldrei neina skýringu á þessum dömubindum. Svo þegar það rann upp fyrir mér að útigangs- konur færu líka á blæðingar, byrjaði ég líka að sjá fleiri hliðar þess að vera á götunni. Núna eftir sólarhring og þegar ég er orðin árinu eldri og ekki dauð enn, man ég í raun ekki allt sem ég hugsaði en það var margt bæði byggt á því sem ég hef séð og frétt en ég bætti við ýmsu í huganum sem gæti gerst og í marga klukkutíma kvaldist ég með fólkinu á götunni og barðist við tilfinninguna hvort ég ætti þetta skil- ið, hvort aðrir vildu mér þetta eða fór svo að hugleiða hvort ég í raun vildi þetta. Og þó ég bæði í einlægni og hefði áður gert – að þetta kæmi aldrei fyrir mig – þá leið mér satt að segja nógu bölvanlega til að leggja í – þora að hugsa út í þennan möguleika – getur verið að ég vilji fara á götuna af fúsum og frjálsum vilja? Verst var tilfinningin við þá tilhugsun ef ég yrði rekin, borin út og neydd til að verða flækingur það sem eftir væri. Smátt og smátt komu ein og ein hug- mynd um hvernig ég yrði að reyna að bjarga mér, lifa af – og ekki til að leita mér aðstoðar aft- ur, heldur til að lifa af og komast upp á lag með að njóta götulífsins – ef það er hægt – en að- allega að lifa af götulífið – ég sá fyrir mér hætt- urnar og hið ótalmarga óþekkta sem ég gæti kannski ekki varað mig á. Í raun leið mér of illa til að ég gæti fundið á mér að ég gæti gert eitt- hvað gagn á götunni. Svo komu heilmargar og langar og enn lengri vangaveltur og í huganum var þetta hræðilegt og mér leið í raun of illa til að átta mig á – sem ég geri núna – að fyrst hugur minn einn gat ekki af- borið þetta þá hefði ég heldur ekki líkamlega burði til þessa hvað þá að ég væri yfirleitt mann- eskja í að vera heimilislaus. En ég hætti samt ekki að hugsa. --- – AÐ LIFA AF GÖTULÍF – Loks fór ég að herða upp hugann þegar mér datt líka í hug að ég gæti tekið þá ákvörðun að fara sjálfviljug á götuna – yfirgefa heimilislíf mitt og láta geyma búslóðina mína og vera á götunni í a.m.k. 3–4 mánuði yfir sumartímann. Og ég gæti fengið sjónvarpsstöð til að fylgja mér eftir í þessa glæfraför. Hver væri tilgang- urinn? – enginn sérstakur og ég segði til að byrja með ég byggist ekki við neinu. En af því að velferðarkerfið hér stendur ekki undir nafni fyrir hina fátæku, umkomulausu og sjúku og getur aðgerðarlaust látið viðgangast að hópur fólks deyi drottni sínum undir berum himni eins og dýr þá væri ekki alveg úr vegi að vekja at- hygli á því í eitt skipti fyrir öll með svona heim- ildarmynd. Ég mátti til með að hugsa út í þetta vel og líka nógu skýrt og ég gat það á meðan ég ýtti því frá um tíma sem laut að tillitssemi við ástvini, ættingja og mína eigin hagsmuni aðra. Þetta væri í raun ekki mikið mál í nokkra daga eða yfir helgi … en þegar til lengri tíma væri lit- ið … já … þá – Og ég semdi við sjónvarpsstöð- ina auðvitað um greiðslur fyrir hverja mynda- töku og viðtal. Ég setti mig inn í aðstæðurnar af heilum hug og mér óx ásmegin í huganum og mér fór að líða betur með þetta en hina tilhugsunina um að ég yrði neydd til að fara á götuna. Einhvern veginn fannst mér að hlutskiptið yrði allt léttara ef ég kysi þetta yfir mig sjálf. Ekkert mál að pakka og ganga frá, geyma og eiga svo hvergi heima hefði maður einhverja tryggingu fyrir að geta af eigin rammleik krafsað sig upp úr díkinu – hefði mað- ur örlitla von um að einhvers staðar í einhverju húsi einhvers staðar í bænum væri manni, sem flækingi, tekið opnum örmum, varla og ég get vel séð niðurlæginguna fyrir mér sem fylgir því að verða að hverfa aftur á brott úr hlýju húsi eft- ir að hafa fengið næturgistingu, morgunverð og bað – það að mega eiga sig, ganga örlögum sín- um á vald. Gera sig ánægðan með smáskammt af mannúð sem í raun ekki var til annars en að svala forvitni og hugleysi gestgjafans. Konur á götunni fara líka á blæðingar. Og þó fólkið þar vilji ylja sér í félagsskap hvers annars er ekki víst að það eigi eftir hinar fínustu taugar sem þarf til að byggja upp ástarsam- band hvað þá að það hafi nokkurn þann styrk andlega sem nauðsyn- legur er til byggja þetta svokall- aða „hversdagslíf meðaljónsins“. Fer einhver á götuna af því hann/hún – þau, vilja það? Á göt- unni ríkir frumskógarlögmál og það varð ekki til að ástæðulausu. Það snýst ekki bara um eiturlyf, afbrot og vændi eða það að fólk hafi farið eitthvað verr út úr djamminu en Jón í næsta húsi. Það fór einfaldlega verr út úr vel- ferðarkerfinu okkar „þessu fína“ hér, sem í raun er aðeins fínt á þann hátt innbyrðis að það skart- ar snobbuðum fræðingum sem í raun vita ekkert hvað félagsleg aðstoð eða starfssemi á að ganga út á. Og sumir hverjir innan þessa velferðakerfis eru bara að vinna fyrir hann Jón í næsta húsi en alls ekki lít- ilmagnann. Og þykist vera að hjálpa þegar það í mörgum tilfellum leggur líf einstaklinga, barna, hjóna, fjölskyldna og eldri borgara í rúst á einn eða annan hátt af því að fræðingarnir eru ekki hæfir. Ég hugsaði um hvað ég tæki með mér, sællaminninga … ekkert með í gröfina … ogþetta „það sem ekki bugar þig gerir þig sterkan“ – gæti verið inngangsorðið eða öllu heldur útgangspunkturinn í því skyni að láta á það reyna í – verkefninu að komast af á Íslandi – og líka til að afsanna þetta bull. Bakpoki, nokkr- ir smáhlutir, lítið af fötum – ekkert pláss fyrir þau – nætursvefn. Þetta gæti verið hættulegt, já vissulega og gæti verið einhvers virði fyrir ein- hvern. Götustrákur dröslast ekki með neinn far- angur og það eru ástæður fyrir því. Bursta tennur, hafa nærfataskipti, baða sig – nætur- svefn sem gæti kostað þig það litla sem þú átt eftir og myndirnar af börnunum þínum, þegar um er að ræða fullorðið fólk á götunni. Væri ráð að hafa með sér verndargrip, kross, sálmabók eða Biblíu? Gæti guð verið trygging fyrir að engu yrði stolið af manni rétt á meðan maður annað hvort fær að baða sig eða fara til læknis eða rétt á meðan maður sefur? Mátti reyna á hugmyndina. Skyldu Securitas og Öryggismið- stöð Íslands vilja tryggja bakpoka, vasa og nær- föt … þjónar ekki hagsmunum fyrirtækja, banka og trygginganna og Félagsþjónustunnar. Taka lyfin sín – heilsan er víst í tísku ekki satt, vantar ekki áróðurinn. Líta vel út, hreinlæti, hollusta og umfram allt rétt hugarfar og ekki gleyma að vera jákvæður, svo geta poppgoðin – fyrirmyndir unga fólksins – blaðrað um t.d. – da … da … da … – „Reglulegan svefn“ – Og annað eftir ýmist AA-kerfinu og/eða líka hins heilbrigðiskerfisins á meðan þeir ekki þurfa lengur að vera hræddir um að neinu sé stolið af þeim sjálfum rétt á meðan þeir sofa af því að í raun eru þeir á fullum launum við að stela frá þeim sem minnimáttar eru, fá borgað fyrir allt sitt blaður þótt þeir meini ekkert sem þeir segja og hafa auk þess örugglega nóg af liði fyrir sig til að beinlínis gera börn og unglinga að ógæfu- sömu óreglufólki, af því að poppurunum tókst sjálfum í den, að sleppa á óheiðarlegan hátt, við að lenda í ræsinu. Nú sofa þeir rólegir og gefa skít í (eins og þeir alltaf hafa gert) hvort þetta unga fólk er á leiðinni á götuna. Nei, ég mun ekki láta Biblíuna nægja mér sem kodda haldandi í trú, von og kærleika – bakpokann minn – hvort ég vaki eða sef – Vit- andi betur að í lífinu er ekki enda- laus miskunn þó svo guð sé góður og hreysti á sál og líkama er líka gott mál, en það getur því miður varla kallast annað en viðleitni heilbrigðiskerfisins en ekki út- skriftareinkunn upp á 8,5 þegar aðstoð við þá sem í raun þurfa þess þarf að víkja fyrir því snobbi sem hér tröllríður öllu. Mér er ekki sama um samferðafólk mitt og þótti ákaflega sárt þegar það kom fram í frétt að geðsjúkir þyrftu í hópum að aðhafast og sofa utan- dyra allan ársins hring og meira að segja á þeim stöðum þar sem ég veit að sumir sviftu sig lífi. Það eru ekki allir geðsjúklingar óreglufólk eða afbrotafólk en því miður þá bitna fordómar Jóns ekki bara á þeim heldur eru það fordómar þeirra á milli sem einnig eru þeim sjálfum fjötur um fót. Þegar heilbrigðiskerfið í samvinnu við fé- lagslega kerfið stendur saman og á móti ein- staklingum sem kannski skera sig úr – þeirra hugmyndafræðilegu áætlunum – og vinna í því að koma manni á kaldan klaka, þrátt fyrir að geta ekki sakað mann um óreglu, afbrot, óskil- vísi hvað þá óhlýðni. Þá finna þeir bara upp á að ljúga upp á fólk til að koma því í klípu – standa saman – en hafa ekki vit á að kenna, í öllum þessum prógrömmum og þerapíum hvernig hin- ir veiku gætu mögulega staðið saman. Og það er líka þess vegna sem allt fer út í sukk og svínarí og þetta finnst fræðingunum svo gaman enda lifa þeir á okkar eymd. Bókstaflega gera sér mat úr garnaflækjum fátækra. Hverjum kæmi það vel að ég færi á götuna,og segjum þá ef ég fengi ekki sjónvarps-þáttargerðarmann/-konu til að fylgja mér – ef ég gæfist upp fyrir þeim aðdróttunum, niðurlægingu og aðferðum sem ég hef þegar orðið fyrir, af hálfu velferðarkerfisins? Aðferð- um þeirra til að rústa mínu einfalda öryrkjalífi. Hver myndi græða á því, hver mundi njóta þess, hverjir myndu ekki skemmta sér mest af því að það vill svo til að þó ég hafi allar götur farið að læknisráðum í nægum mæli (að mínu mati) þá hef ég aldrei viljað láta kerfið mata mig og helst ekki viljað láta það móta mig heldur. Sem sagt óþekk, af því að ég fer ekki nákvæmlega eftir því sem fræðingarnir telja að ég eigi að gera, segja, fara, gera ekki, fara ekki, hvort ég yf- irleitt á að snúa fram eða aftur – enda hef ég á þessari löngu þurfalingsgöngu minni kennt þeim mun meir en þeir hafa kennt mér – mig langar ekkert í milljónirnar þeirra og ekki í Jón- ana þeirra eða lífið hans Jóns. Sem síst af öllu er til fyrirmyndar. Og það eru fleiri öryrkjar sem hafa getað frætt hina hámenntuðu meira en þeir fengu nokkru sinni endurgoldið frá þeim eða þeirra líkum, og mín saga er ekki einsdæmi. Enginn græðir á því að ég fari á götuna. Burtséð frá gróðatali þá yrði það því miður ekki heldur efni í skemmtiþátt og í raun þó ég hafi fengið þá hugmynd með þessu að segja frá ýmsu gagn- legu til að krydda lélegan heimildaþátt þá vissi ég að þetta er ekki, hefur ekki verið og mun ekki verða minn vilji – því reyndin er sú að þó ég hafi húsnæði og örorkubætur þá hef ég nú lengi átt og á enn fullt í fangi með að halda lífi frá degi til dags enda eru það vissir þættir sem beinlínis vinna gegn því að ég muni fá að lifa mikið leng- ur. Kannski eru það einhverjir þarna úti/inni sem telja mig óæskilega – eða að ég er hreint út sagt að trufla útsýnið hans Jóns. Það verður þá bara að hafa það – eða vill Jón kannski bara fá að keyra yfir mig liggjandi á götunni á jeppanum sínum. Sem sagt óvinurinn er í RALLÝ- AKSTRI en það er ekki sama og ALLÝ- AKSTUR. Mig langar svolítið að segja „drop dead idiots“, það er ekki beint eftirsóknarvert að hlusta á ráð einhverra sálfræðinga eða annarra gúrúa um eitthvert JÁKVÆÐISHUGAR- FARSFRAMKOMUOGTALSMÁTABLAA- AAAÐÐUUURR. Þegar maður hefur það oft þurft, meira að segja – já – NOTA BENE … að neita sér um góðgerðaraðstoð eftir að hafa feng- ið sama sem ekki neitt frá velferðarkerfinu. Svo er klykkt út með – „Hafa ekki allir verið góðir við þig?“ – og „hefur þú það ekki gott?!“ Eða „hvað höfum við gert þér?!“ – Jú hafandi verið þolandi eineltis svo gott sem ALLA ÆVI ! – nógu lengi til að vita að ENGUM HÓPUM ER TREYSTANDI ! Og ég ætla ekki að splæsa meiri orku í þetta í bili – EINELTI ER BAN- VÆNT – svo lái mér einhver að ég hafi lagt út í þann háskaleik um stund að hafa ætlað mér sjálfviljug út í opinn dauðann – sem gatan er, og yrði eflaust ekki bara mér. Reglulegur svefn ha?! Já reglulega „ylfrjór og góður“ … , smákría eftir dauðastríð – „Hvort ég vaki eða sef … “ Kann hámenntað fólk ekki að skammast sín, ekki agnarögn til að læra utan að eitt lítið brot úr ljóði eða sögu eftir Nób- elskáldið okkar. Eða önnur skáld – þeim er svo mikið sama um allan lærdóm og sömuleiðis stjórnmálamönnum og í raun ættu þeir ekki að voga sér að vera sívitnandi í þjóðskáldin okkar í tíma og ótíma, þó iðulega bara þegar eitthvað mikið stendur til. Jú takk hef það gott, en er líka nógu vel upp alin til að kvarta ekki í tíma og ótíma eins og sumir eða þylja einhvern bölmóð frammi fyrir alþjóð eins og þeir gera sem hafa allt til alls og eru hreint út sagt ekki til fyr- irmyndar nema síður sé. Ég hef aldrei stefnt á götuna og ekki heldur í þær kreðsur sem aðrir ætluðust til að ég dembdi mér í. Svo rann upp afmælisdagurinn minn – ekk-ert sérstakt með það – nema dagur upp álíf og dauða. Orðin árinu eldri og ekki dauð enn – súrefni eða súrt í efni. – Þegar gestirnir komu og ég var umvafin blómum, ást og hlýju þá fann ég á ný að ég hafði líka tekið lyfin mín og að það var gott að finna enn áhrif lyfjanna sinna þegar ástvinir sátu hjá manni. Og allt var á ný allt í lagi og enginn minntist einu orði á að ég ætti að fara út – hvað þá út á götu eða að ég mætti ekki lengur eiga heima hér eða að ég ætti þetta eða hitt – allt gekk sinn vanagang – minn dásamlegi afmælis- dagur – að sumri til. Mikið er ég lánsöm. Ég er enn innanhúss með nóg súrefni. Og til í slaginn. Daginn – og kominn einn dagur enn. Afkomuaðferðafræði Yfirgefur einhver heimilislíf sitt og fer sjálfviljugur á götuna? Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir veltir fyrir sér lífinu á götunni og þeim erfiðleikum sem því fylgja. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir Morgunblaðið/Golli Nætursvefn og hvílustaður er aðeins eitt fjölmargra áhyggjuefna þeirra sem heimilislausir eru. Myndin er sviðsett. Höfundur er skáld og málari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.