Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AMLÍKING við Ólympíuleika eða heimsmeistaramót er algeng þeg- ar Feneyjatvíæringinn ber á góma, hann er eins konar heims- meistarakeppni listamanna og hefur sem slíkur áþekkt vægi í listheiminum og stærstu mótin í heimi íþróttanna. Og þrátt fyrir þá gagnrýni sem tvíæringurinn sætir í hvert sinn sem hann hefst, verður hann stöðugt umsvifameiri með hverju skiptinu sem hann er haldinn, sem segir auðvitað meira en nokkuð annað um það álit sem hann nýtur um heim allan. Fimmtugasti tvíæringurinn sem nú stendur yfir var opnaður að þessu sinni á meðan hita- bylgja gekk yfir Feneyjar. Óbærilegur hitinn og rakinn varð óneitanlega til þess að draga mátt úr gestum auk þess sem margir urðu dálítið geðvondir og lýstu því hiklaust yfir að þessi tvíæringur væri sýnu verri en aðrir, jafnvel sá versti hingað til. Hvort sú staðhæfing á rétt á sér eða ekki skiptir ef til vill litlu máli þegar upp er staðið, því á tvíæringnum er svo margt að sjá frá svo mörgum löndum að allir eru sammála um notagildi hátíðarinnar fyrir listirnar þar sem tvíæringurinn gefur vissulega ágæta vísbend- ingu um ástand listheimsins. Því má heldur ekki gleyma, að hvað svo sem fólki kann að finnast um yfirstjórnina hverju sinni, þá er það í hönd- um hverrar þjóðar að velja fulltrúa í sinn skála svo að mótun heildarmyndar þessarar stóru sýningar koma því ótrúlega margir sýningar- stjórar víðs vegar að úr heiminum. Það er því afar hæpið að ekki verði á vegi gesta tvíærings- ins einhver áhugaverð og framúrskarandi verk, oft úr óvæntum áttum, þó auðvitað sé óhugsandi að skoða allt það sem þar er á boð- stólum á örfáum dög- um. Eins og fram hefur komið var þemað að þessu sinni Draumar og árekstrar – alræðisvald áhorfandans, en það var sett fram af Francesco Bonami, stjórnandanum að þessu sinni. Hann hefur helst verið gagnrýndur fyrir að dreifa valdinu um of til annarra í stað þess að halda fast um taumana sjálfur eins og fyrirrennari hans, Harald Szeemann, var þekktur fyrir – og reyndar einnig harðlega gagnrýndur fyrir á sín- um tíma. Hugmynd Bonamis byggir vissulega á vald- dreifingu sem mörgum þykir nauðsynleg í hin- um alþjóðlega listheimi þar sem brögð hafa ver- ið að því að fáir aðilar hafi orðið mjög valdamiklir, með þeim afleiðingum að einsleitni gætti um of. Sú sundurleitni sem fylgir í kjölfar valddreifingar af þessu tagi fer þó nánast und- antekningarlaust fyrir brjóstið á þeim sem um listirnar fjalla á opinberum vettvangi, enda er mun auðveldara að gera grein fyrir sýningum sem settar eru fram með hefðbundnum hætti eftir kunnuglegri stefnu, heldur en þeim ófyr- irsjáanlegu. Fjölbreytnin og þau mörgu sjón- arhorn sem merkja má þegar margir koma að sýningarstjórninni vega þó upp á móti göll- unum, og geta auk þess gefið áhugaverðar vís- bendingar um einstaka listamenn, stefnur og strauma fyrir þá gesti er gefa sér tóm til yf- irlegu. ÍFeneyjum heyrði undirrituð þessum nei-kvæðu viðbrögðum fagmanna líkt viðfyrstu viðbrögð sömu aðila þegar TateModern opnaði í London, en sýning- arstjórnin þá fór í taugarnar á mörgum þeirra sem vinna á sviði lista, þrátt fyrir að sú leið sem þar var valin hafi vakið hrifningu fólksins af göt- unni, er áleit hana gera listina mun aðgengilegri en oft gerist og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki eru innvígðir. Líklega er því ekki alveg úr lausu lofti gripið að Bonami hafi tekist að ýta undir vald áhorfandans, þó það hafi ef til vill ekki verið „alræðisvald“. Í inngangi að þeim ótrúlega doðranti sem sýningarskrá tvíæringsins er orðin, vísar Bon- ami til orða Martins Luthers Kings, „Ég á mér draum“, í fyrirsögn. Hann bendir á að draumur Kings um einingu í heiminum hafi ekki ræst fram að þessu og setur það í samhengi við draum Riccardo Selvatico er fyrstur setti fram hugmyndina um Feneyjatvíæringinn. Strax ár- ið 1895 skildi hann „nauðsyn þess að finna jafn- vægi á milli sýnar framtíðarinnar og þungans af sögu Feneyja – sem var stórfenglegur draum- ur,“ segir Bonami. „[...] Draumurinn var að list- ir gætu þjónað sem alheimstungumál. En með þjóðarskálunum var þessu sameiginlega tungu- máli splundrað vegna árekstra í heimi sem enn var skipt upp í þjóðir er leituðu sterkrar sjálfs- myndar og meiri yfirráða. Tvíæringurinn er þannig táknrænn fyrir heim nútímans með öll- um sínum þversögnum og aukinni tvístrun eftir því sem þjóðirnar í heiminum og sjálfsmynd- irnar verða fleiri.“ Þessa heimsmynd og þróun vill Bonami end- urspegla með sýningarstjórn sinni þannig að tvíæringurinn sem heild gefi mynd af þeim um- heimi sem mannfólkið sem og listin býr við. Í leiðarvísi að sýningunni tæpir hann á þróun heimsmála undanfarin misseri og segir síðan: „Ég vil framleiða drauma til að hemja brjálæði árekstranna. Sýning á borð við Feneyjatvíær- inginn öðlast vald sem táknrænn jarðvegur fyr- ir hugsanlegar lausnir. „Stórsýningar“ 20. aldar þróuðust út frá einu sjónarhorni; sýningarstjór- ans/höfundarins. En „stórsýning“ 21. aldar verður að leyfa margbreytileika, fjölbreytni og andstæðum að þrífast. Hún verður að end- urspegla hina flóknu mynd raunveruleika sam- tímans, sýn hans og tilfinningar. Sýningar sam- tímans, rétt eins og grískir harmleikir, verða að takast á við árekstra ósættanlegra þátta.“ Til þess að ná þessum markmiðum sín-um fram kallaði Francesco Bonamimarga ólíka sýningarstjóra fram ásjónarsviðið til samstarfs við sig, m.a. Daniel Birnbaum, sem ásamt Bonami var sýn- ingarstjóri sýningarinnar í stóra ítalska „móð- urskálanum“, en hennar er ætíð beðið með nokkurri eftirvæntingu. Birnbaum, sem hóf fer- il sinn sem listgagnrýnandi fyrir ýmis list- tímarit, þ.á m. Artforum og Frieze, var um skeið framkvæmdastjóri IASPIS samtímalista- stofnunarinnar í Svíþjóð, en er nú rektor listaháskóla í Frankfurt. Hann er einn þeirra sem átt hefur drjúgan þátt í því að koma sænsk- um listamönnum á framfæri erlendis og skapa tengsl á milli ólíkra landa, og það er einmitt vegna þessara fjölþjóðlegu tengsla og yfirsýnar sem hann gegnir mikilvægu hlutverki í listheim- inum í dag. Í samtali sem blaðamaður átti við Birnbaum, á lokadegi foropnana lýsti hann markmiðum þeirra Bonamis með sýningunni, sem ber heitið Frestanir og byltingar, á þann veg að þeir hefðu viljað varpa nýju ljósi á verk síðustu áratuga, með skírskotun til samtímans. „Við reyndum að raða saman verkum frá sjötta áratugnum, þeim sjöunda og áttunda, auk nýrra verka, þannig að byggðar séu brýr á milli þessara tímabila. Við vildum leiða athyglina að því hvernig hver ný kynslóð skoðar list gærdagsins út frá sínum eig- in tíma og sinni tilfinningu fyrir umhverfinu. Sú kynslóð sem er að skoða list í dag lítur hana öðr- um augum en kynslóðin á undan, því hvert tíma- bil felur í sér endurmat á fortíðinni. Verkin sem nú eru til sýnis í ítalska skálanum eru því verk sem okkur fannst eiga sérstakt erindi við sam- tímann. Verk listamanna á borð við Marcel Duchamp, Andy Warhol og einnig svokölluð „ready-mades“ [verk sem búin eru til úr tilfall- andi efni] geta ekki lifað áfram nema vegna þess að þau eru lesin og skilin út frá okkar veruleika núna. Það sama á við um verk sem sköpuð eru í nútímanum. Ef þau verða ekki lesin út frá for- sendum framtíðarinnar þá munu þau heldur ekki lifa.“ Áhorfandinn og hlutverk hans er því einnig sú forsenda sem þeir Bonami og Birnbaum hafa að leiðarljósi í ítalska skálanum; með því að leiða saman unga, eldri, lítt þekkta og heims- fræga listamenn er áhorfandanum bent á ákveðið samhengi við fortíðina á forsendum samtímans. Að sögn Daniels Birnbaum er verk- ið Litaprufa, rauði fáninn eftir Felix Gmelin gott dæmi um það hugarfar er réði ríkjum við skipulag Frestana og byltinga, en þar eru tvö myndbönd sýnd hlið við hlið. Annað þeirra er eftir Gerd Conradt og sýnir unga menn hlaupa með rauðan fána um borgarstræti í Berlín árið 1968 – á tímum stúdentabyltingarinnar – en hin myndin er nákvæm endurtekning Felix Gmel- ins á sama ferli í nútímanum. Áhorfandanum er látið eftir að gera það upp við sig hvort byltingin sem við vitum öll að átti sér stað 1968, er einnig að gerast í okkar samtíma og vekur um leið upp spurningar um það hvort hægt sé að meta at- burði sögunnar á þeim tíma sem þeir eru að ger- ast. Hún ýtir undir þá tilfinningu að eins konar frestun eigi sér stað í viðbrögðum okkar við samtímanum; að söguleg augnablik sé yfirleitt aldrei hægt að meta eða koma auga á fyrr en eftir á – stundum jafnvel löngu eftir á. Það sama á við um listirnar því eins og Birnbaum og Bo- nami orða það í kynningu sinni að sýningunni þá þróast líftími listaverka ekki með línulegum hætti. „Hann einkennist af endurtekningum og misgengi, útúrdúrum og frestunum. Stundum eru raunverulegar byltingar – pólitískar jafnt sem listrænar – ósýnilegar þangað til þær eru löngu um garð gengnar. Undirliggjandi áhrif þeirra geta verið á ferðinni svo árum, áratugum eða öldum skiptir…“. Á sýningarsvæðinu Arsenale, sem er hiðgamla hafnarsvæði Feneyjaborgar,var að vanda yfirgripsmikil alþjóðlegsýning. Á síðasta tvíæringi mátti merkja viðleitni Szeemanns til að byggja upp ákveðna spennu á þessu svæði sem náði há- marki þar sem risastórir skúlptúrar Richard Serra voru til sýnis. Í samræmi við andstöðu sína við aðferðir Szeemanns hefur skipulag Bonamis á þessu svæði nú mótast af viðleitni til að draga úr vægi stórfenglegra minnisvarða á svæðinu, í tilraun til að ýta fremur undir birt- ingarmyndir tvístrunarinnar í heiminum. Sýn- ingarsvæðinu var að þessu sinni skipt upp í átta hluta undir mismunandi stjórn og vakti enda- stöðin Útópíustöðin án efa mesta athygli, ýmist vegna vandlætingar eða hrifningar. Blaðamaður átti þess kost að setjast niður með sýningarstjórum Útópíustöðvarinnar, þeim Hans Ulrich Obrist, Molly Nesbit og Rirkrit Tiravanija, eftir annasaman lokadag, en Tirav- anija dró sig þó fljótt í hlé til að fara í sjónvarps- viðtal. Þrátt fyrir þreytumerki léku þau öll á als oddi og sögðust hafa fengið afar jákvæð við- brögð við þeirri tilraun sem þau hefðu verið að gera, ekki síst frá þeim sem vissu um hvað málið snýst. Þau Obrist og Nesbit bentu á að þeirra hluti í sýningunni á Arsenale væri einungis einn þáttur í verkefni sem væri mun stærra í sniðum; Útópíustöðin hefði orðið til áður en þau hófu að vinna við tvíæringinn og myndi halda áfram þó honum lyki. „Upphaflega var það hugmynd Hans Ulrich að búa til eins konar óformlegan samræðu- grundvöll fyrir listamenn og reyndar einnig fólk úr ýmsum öðrum áttum,“ út- skýrði Molly Nesbit. Obrist játaði því og útskýrði hvernig hann hafi tekið eftir því á fundum og ráðstefnum í gegn- um tíðina að áhugaverðustu samtölin áttu sér ætíð stað í kaffipásunum á „milli atriða“. „Mig langaði því til að reyna að skapa aðstæður fyrir slíkar „kaffipásur“, eins konar áreynslulausan samræðu- grundvöll, þar sem hægt væri að varpa fram hugmyndum eða spurningum til þess að koma umræðum af stað – án þess að hafa svörin eða niður- stöðuna á reiðum höndum eða fyrirframgefna tilfinningu fyr- ir því hvaða stefnu hug- myndavinnan tekur.“ Útópía er auðvitað eins konar millibilsástand eða einskismannsland sem hver og einn getur fyllt með draumum sínum, hugmyndum eða löngunum. Þau bentu á að erfitt er að skilgreina Út- ópíuna og einmitt þess vegna getur hún falið nánast hvað sem er í sér án þess að tiltek- inn valdastrúktúr sé til staðar. „Framlag okkar hér er einungis einn liður í því sem við höfum verið að gera að undanförnu, aðrar „Útópíustöðvar“ eða „kaffipásur“ hafa verið búnar til hér og þar í heiminum fram að þessu – í París, Frankfurt, Berlín og Pough- keepsie,“ sagði Obrist. Nesbit bætti því við að fólkið sem þau dragi inn í verkefnið sé ekki alltaf það saman, nýir bætist í hópinn og einhverjir hverfi úr honum, allt eftir efnum og ástæðum. „Við viljum búa til aðstæður eða ástand sem er breytingum undir- orpið, eins konar samræður um hvaðeina sem fólki finnst skipta máli og viðkemur heimspeki, listum og sköpun í samtímanum.“ Obrist vék að því hvernig áhorfandinnfær í rauninni nýja hugmynd umheildina þegar sýning er síbreytilegeins og Útópíustöðin er í eðli sínu. „Okkur langar til að skapa nýja sýn á listina, sem er sveigjanleg og umbreytist eftir því hvaða listamenn taka þátt í henni hverju sinni og hvernig áhorfandinn bregst við. Okkar hug- mynd var reyndar einnig fólgin í því að má út mörkin á milli einstakra listamanna, með því að merkja ekki verkin. Við vildum að litið væri á verkefnið sem heild þar sem nöfn einstaklinga skiptir minna máli en það sem þeir eru að skapa. Það hefur tekist að nokkru leyti hérna en þó voru ekki allir tilbúnir til að fara þessa leið. Með þessari aðferð vildum við leggja áherslu á að okkar hugmyndir um framsetningu listar- innar væru aðrar en oftast tíðkast; að sýningin og sýningarstjórnin er aðeins myndhverfing fyrir þá umræðu sem við erum að reyna að leiða í sambandi við listir og hlutverk þeirra í sam- félaginu.“ Þau kinkuðu öll ákaft kolli þegar blaðamaður spurði hvort markmið þeirra með þessu verk- efni sé að forðast hlutverk „stílistans“ í listheim- inum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að reyna að forðast. Við viljum alls ekki verða að slíkum „stílistum“ fyrir listneytendur, sem er reyndar alltof oft hlutskipti hins hefðbundna sýningarstjóra í dag,“ sagði Obrist. „Ein leið til þess er að reyna að hægja á áhorfandanum,“ bætti Molly við, „og uppsetningin á Útópíustöð- inni er einmitt hugsuð með það að markmiði. Fólk er eiginlega neytt til að hægja á sér, koma auga á hlutina sjálft. Okkur langar til að gestir sýningarinnar séu þátttakendur um leið – og til þess eru fjölmörg tækifæri – og að það gefi sér tíma til að njóta og skilja, en ekki bara til að neyta.“ Það má því líklega færa góð rök fyrir því að vald áhorfandans sé hvergi meira en á þessum hluta tvíæringsins. En það vald sem maður finn- ur fyrir þar, er reyndar mun jákvæðara heldur en það alræðisvald sem Francesco Bonami boð- ar, ekki síst vegna þess hve mikil áhersla er lögð á jafnræði allra; listamanna, hugmyndasmiða, stjórnenda og áhorfenda. Ef til vill er Út- ópíustöðin vísbending um að bylting (sbr. hug- myndir Birnbaum hér að ofan) sé að eiga sér stað í sýningarstjórn í myndlistarheiminum – í það minnsta má velta því fyrir sér hvort nokkur áhorfandi kærir sig í rauninni um að hafa alræð- isvald í heimi samtímans, þar sem svo mikil áhersla hefur verið lögð á afstæði sannleikans og fjölbreytileika mannlegrar reynslu. Nautn í stað neyslu Félagarnir Daniel Birnbaum og Hans Ulrich Obrist kaupa sér ískaldan orkudrykk í hitanum á Útópíustöðinni í Fen- eyjum. Molly Nesbit og Rirkrit Tiravanija voru rokin af stað í viðtöl á þessum annasama degi. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Morgunblaðið/Fríða Björk Ingvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.