Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÚÐUBÍLLINN hlýtur að vera það birtingarform brúðuleikhúss sem flestir núlifandi Íslendingar hafa séð. Helga Steffensen hefur verið svo ötul að breiða út þetta listform að hún hefur ekki látið sér þennan vettvang nægja heldur hefur líka starfrækt Leikbrúðuland, auk þess sem margir minnast þess er hún sá um Stundina okkar í Ríkissjónvarpinu um skeið. Ætla mætti að gætti stöðnunar eft- ir öll þessi ár en öðru nær. Helga hef- ur alltaf leitast við að endurnýja sýn- ingarnar í samvinnu við ýmsa sviðslistamenn og tekist þannig að hafa sýningarnar ávallt ferskar jafn- framt því að halda í fasta liði. Lilli er þannig um tveggja áratuga gamall en Dúskur nokkru yngri. Þessar aðal- persónur halda sínu striki og sínum persónueinkennum hvað sem á dyn- ur. Nú hefur bæst í hópinn slóttugur blárefur, sem svipar að lunderni og í háttum til úlfsins sem hefur skelft margan ungan brúðuleikhúsunnand- ann í gegnum tíðina. Þema sumarsýningar Brúðubílsins í ár er vináttan og ýmsar hliðar henn- ar. Helga leitar fanga í þekktum barnabókum og þannig er sagan af Stubbi sett í leikrænan búning. Mið er tekið af myndskreytingu Grete Janus Nielsen er útlit brúðanna er hannað. Þátturinn fjallar um Stubb sem er hafður útundan af bræðrum sínum vegna þess hve hann er lítill. Málin leysast á farsælan en óvæntan hátt og bræðurnir verða allir vinir. Stubbur kom út í flokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar sem margir muna sjálfsagt eftir og hlýtur að hafa mótað íslenskt sam- félag á sinn hátt. Að minnsta kosti hafa tveir titlar úr þeim flokki orðið að nafni á kaffihúsum við Hafnar- stræti á Akureyri, Græni hatturinn og Bláa kannan. Annað dæmi um hvernig Helga sækir atriði aftur í barnamenningu fyrri ára og endurnýjar þau er leik- þátturinn sem hún spinnur í kringum lagið Lok, lok og læs og allt í stáli sem Ómar Ragnarsson gerði vinsælt á sínum tíma. Þetta er einföld saga um deilur milli tveggja vina sem unnið er úr með því að styðja sig við texta lagsins. Stuttur þáttur um vináttu Tannar og Jaxls við Tannbursta er vonandi líklegri til að hafa tilætluð áhrif að hvetja börn til að hirða tennurnar betur en Karíus og Baktus sem virð- ist hafa þveröfug áhrif en höfundur ætlaði. Eftirminnilegasti þátturinn fjallar svo um samskipti Lilla við Blárefinn. Blárefurinn er nefnilega skemmti- lega áberandi fígúra, áberandi á lit- inn, frek og ófyrirleitin. Lilli má sín lítils þegar refurinn veiðir hann í háf, enda veit hann ekki hvernig vina er aflað á annan máta. Ógnin sem stafar af stærðarmismun er undirstrikuð með skemmtilegri notkun leikmuna, háfs og búrs. Þessar ólíku myndir sem dregnar eru upp af eðli vináttunnar gefa sýn- ingunni heildstæðara yfirbragð en undirritaður minnist að hafa séð í fyrri sýningum Brúðubílsins. Leik- stjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur á hljóðupptöku er fyrirtak, raddir per- sónanna eru skýrar og fjölbreyttar enda fimm leikarar sem ljá brúðun- um raddir sínar, auk Sigrúnar Eddu sem er sjálf á við fimm til viðbótar. Hvergi var dauður punktur í sýn- ingunni og undravert hve fáar hend- ur geta lagt saman í hraða og fjöl- breytta sýningu. Það var áberandi hve áhorfendur tóku vel við sér þegar Vigdís Másdóttir tiplaði fram í bún- ingi Dúsks og Blárefsins; þessi notk- un Helgu Steffensen á þeim mögu- leika að brjótast út úr þeim þröngu skorðum sem bakhlið Brúðubílsins setur sýningunni og senda leikara út á meðal áhorfenda virkar alltaf jafn- vel enda búningurinn vel hannaður og liturinn æpandi. Þetta er fjölbreytt og litrík sýning sem snýst um eitt sterkt meginþema. Kunnugleg vinnubrögð Helgu Steff- ensen koma kannski ekki beint á óvart en það er undravert hve vel henni tekst að skapa grípandi sýn- ingar við þær þröngu aðstæður sem Brúðubíllinn markar henni. Að veiða sér vin LEIKLIST Brúðubíllinn Höfundur handrits, brúðugerð og -hönnun og leikstjórn: Helga Steffensen. Leik- stjóri hljóðupptöku: Sigrún Edda Björns- dóttir. Höfundur Stubbs: Bengt Nielsen. Endursögn Stubbs á íslensku: Vilbergur Júlíusson. Myndskreyting Stubbs: Greta Janus Nielsen. Höfundar vísna: Ómar Ragnarsson, Sigríður Hannesdóttir, Þur- íður Sigurðardóttir o.fl. Tónlistar- og upp- tökustjóri: Vilhjálmur Guðjónsson. Bún- ingar: Ingibjörg Jónsdóttir. Brúðuhreyfingar: Helga Steffensen og Vigdís Másdóttir. Tæknimaður og íhlaupabrúðuhreyfingamaður: Birgir Ís- leifur Gunnarsson. Raddir í hljóðupptöku: Aðalsteinn Bergdal, Edda Heiðrún Back- man, Felix Bergsson, Helga Steffensen og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Mánu- dagur 23. júní. VINIR Sveinn Haraldsson BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býð- ur nú í sumar upp á nýtt yfirbragð sýningar í Sívertsens-húsi, elsta húsi Hafnarfjarðar. Það eru heim- ilisfaðirinn, Bjarni Sívertsen, kona hans, Rannveig, og sonur þeirra, Sigurður, ásamt vinnukonunni, sem nú bjóða gesti velkomna, en dótt- irin Járngerður Júlía er að heiman. „Nýjar sýningargínur frá Eng- landi gefa sýningunni nýtt viðmót og má með sanni segja að Bjarni Sívertsen sé kominn heim frá Lund- únum. Í húsinu er enn fremur að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans. Þá er á sýningunni nýgert skipslíkan af fyrsta þilskipi Bjarna, Havnefjords Pröven,“ segir í fréttatilkynningu. Sívertsens-húsið að Vesturgötu 6 er gert upp í upprunalegri mynd, húsið er byggt á árunum 1803–1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð einn mesti athafnamaður í Hafn- arfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Húsið er opið fyrir gesti alla daga í sumar frá kl. 13–17. Sívertsenshúsið opið í sumar UPPGREFTRI sem staðiðhefur yfir á kirkjurústumí Reykholti lauk á föstu-daginn var. „Við höfum aðallega verið að rannsaka kirkju- rústina gömlu sem vitað var um sunnan við gömlu kirkjuna sem stendur enn þá og er nýbúið að gera upp. Sú kirkja var byggð 1886–7, en áður stóð hún þar sem við erum að rannsaka. Við létum gera viðnáms- og segulmælingar í kirkjugarðinum áður en við byrjuðum og þykjumst nokkuð viss um að það hafi ekki stað- ið kirkja annars staðar í kirkjugarð- inum heldur en þar sem við erum að rannsaka. Við vonumst því til að finna elstu minjar um kirkju undir grunninum sem við erum í núna,“ segir Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur sem stýrir verk- efninu, en rannsóknin er styrkt af Kristnihátíðarsjóði og er samvinnu- verkefni Þjóðminjasafnsins og Forn- leifastofnunar Íslands. Að sögn Guðrúnar var gerð for- könnun síðasta sumar og áætlað er að uppgröftur í kirkjutóftinni muni standa yfir næstu tvö sumur. Kirkjan í Reykholti er að því leytinu merkileg að hún var sóknarkirkja, en sókn- arkirkjur urðu miðstöðvar hver í sinni sveit á tólftu öld. Þetta er í fyrsta sinn sem sóknarkirkja er graf- in upp hér á landi svo það gætu kom- ið fram einhverjar nýjar upplýsingar um kirkjubyggingarstíl. Við munum auk þess fara út fyrir landsteinana og bera saman við það sem er þekkt í t.d. Noregi á sama tíma. Tilgang- urinn með verkefninu er meðal ann- ars sá að fá einhverja hugmynd um hvernig svona kirkjur litu út sam- anborið við aðrar tegundir af kirkjum sem við þekkjum og komast að því hvenær fyrst var reist kirkja í Reykholti. Fyrstu heimildir sem við höfum um kirkju hérna er frá því síð- ast á tólftu öld, en við erum nokkuð viss um að það var kirkja hérna fyrr sökum þess að Reykholt var orðin kirkjumiðstöð, svokallaður staður, þegar í byrjun tólftu aldar, eða árið 1118,“ segir Guðrún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu mikið hefur varðveist af elstu grunnunum en samkvæmt Guðrúnu virðist hafa verið byggt meira og minna á sama stað og því sé viðbúið að eldri grunnar hafi eitthvað rask- ast við seinni umsvif. „Nú þegar höf- um við fundið merki um þrjú, jafnvel fjögur byggingaskeið kirkjunnar. Í elsta byggingaskeiðinu virðast vegg- irnir sýna að hún hafi staðið aðeins sunnar heldur en þessi síðasta, þann- ig að henni hefur verið hnikað aðeins til. En við munum bara fikra okkur niður úr þessum minjum smám sam- an og reyna að átta okkur á grunn- fleti mismunandi byggingaskeiða og vonandi finna einhver merki um elstu kirkju,“ segir Guðrún. Nokkuð hefur fundist af gripum við rann- sóknina. Má þar nefna brot úr ljósa- krónu og veggörmum, bókarspensl, koparbrot sem líklega er hluti af bók- arspjaldi, perlur og reykjarpípu úr postulíni með upphleyptri mynd af Kristjáni IX Danakonungi framan á. Á undanförnum árum hefur Guð- rún stýrt rannsóknum á bæjarstæð- inu í Reykholti og er þeirri vinnu að ljúka nú í sumar. „Ýmislegt athygl- isvert hefur komið í ljós, en það sem mér finnst einna merkilegast eru merki um notkun hveraorkunnar á miðöldum. Ég er að vinna að því að komast í samstarf við jarðfræðinga sem eru sérfræðingar í hveravirkni svo hægt sé að átta sig á því hvernig kerfið hefur virkað. Í fyrra fundum við m.a. leiðslu sem liggur að húsi sem að öllum líkindum var baðhús,“ segir Guðrún. Ein af rannsóknarspurningunum í tengslum við uppgröftinn snýr að því af hverju kirkjan var reist í Reyk- holti en ekki á landnámsbænum Breiðabólsstað, en samkvæmt heim- ildum hafði Reykholt tekið við for- ystuhlutverkinu í sveitinni af Breiða- bólsstað þegar á tólftu öld. „Við höfum áhuga á að kanna af hverju Reykholt tók við sem miðstöð sveit- arinnar. Þannig væri áhugavert að geta staðfest hvort hafi verið reist á undan, kirkjan eða bærinn. Sam- kvæmt Landnámu er vitað að hér var laug frá upphafi, en sett hefur verið fram sú tilgáta að aðlaðandi hafi ver- ið að hafa kirkju þar sem einnig var hægt að fara í laug. Það gæti verið ein ástæðan fyrir því að kirkjan var reist hér,“ segir Guðrún. Vistkerfi fortíðarinnar könnuð Á síðustu vikum hafa nokkrir forn- vistfræðingar frá Bretlandi verið staddir í Reykholti í þeim tilgangi að rannsaka gróðurfar og aðrar að- stæður allt frá því fyrir landnám og fram á miðaldir. Tengist sú vinna bæði Reykholtsrannsókninni en einnig stóru verkefni sem nær til alls Norður-Atlantshafssvæðisins og fram fer í Færeyjum og á Grænlandi auk Íslands. „Þetta eru náttúruvís- indamenn sem taka sýni úr jarð- lögum til þess að skoða vistkerfið aft- ur í tímann. Það er hægt að gera það með því að skoða bæði plöntu- og skordýraleifar. Þessar leifar segja okkur heilmikið um hvernig ástandið var, hvernig gróðurfarinu var háttað, hvernig veðrið var og hvernig fólkið fór með landið. Við aldursgreiningu sýnanna er annars vegar stuðst við tímasett gjóskulög og hins vegar kol- efnisaldursgreiningar. Markmið rannsóknarinnar er m.a. að kanna hvernig land bregst við fyrstu búsetu manna, hvernig maðurinn notar landið og hvernig landgæðin þróast í höndum hans. Einnig verður skoðað hvaða áhrif loftslagsbreytingar gætu hugsanlega haft á þróunina. Það er t.d. hægt að skoða gömul tún og sjá hvernig þau voru ræktuð og hvað var gert til þess að bæta þau. Með rann- sókninni á vistkerfinu hér í Reykholti til forna er mögulega hægt að fá skýrari hugmynd um aðstæðurnar hér áður fyrr, hvernig landið var og hvernig það stuðlaði að því að Reyk- holt varð svona ríkur staður á mið- öldum, t.d. þegar Snorri Sturluson bjó hér,“ segir Guðrún, en að hennar sögn er að vissu marki hægt að greina milli áhrifanna sem stöfuðu af veðráttunni annars vegar og mann- fólkinu hins vegar. Sóknarkirkja grafin upp í fyrsta sinn á Íslandi Séð yfir kirkjutóftina í lok uppgraftar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Sveinbjarnardóttir forn- leifafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.