Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 31 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 LAUTASMÁRI 8 Í KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 93 fm endaíbúð á 2. hæð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúð- in skiptist í hol, stofu, borðstofu með útgangi út á rúmgóðar suð- ursvalir, rúmgott eldhús, inn af eldhúsi er gluggalaust þvottaher- bergi. Á sérgangi eru tvö svefnherbergi og flísalagt baðherbergi í hólf og gólf. Það er eikarparket á öllum gólfum nema á bað- og þvottaherbergi, þar eru flísar. Stutt er skóla og alla þjónustu. Íbúð- in er laus 15. ágúst nk. Áhv. 4,4 millj. húsbréf. Verð 14,5 millj. Sig- rún Edda tekur á móti gestum í dag frá kl. 14.00-17.00. Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Opið hús Ásvallagata 1 - 1. hæð 125 fm 4-5 herbergja íbúð á 1. hæð í 3-býli (ein íbúð á hverri hæð). Hæðin er í dag nýtt undir félagsstarfsemi og er því ekki innréttuð sem íbúð. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. V. 14,5 m. 3442 Safamýri 87 - Neðri sérhæð Mjög falleg og vel umgengin 147 fm neðri sérhæð í 4-býli. 26 fm bílskúr fylgir. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur og 3-4 herbergi. Inn af forstofu er herbergi og snyrting sem gæti hentað til útleigu. Íbúðin verður til sýn- is í dag, sunnudag, frá kl. 12-13. V. 21,5 m. 3180 LAUGARNESVEGUR, 3. H. H. Falleg, björt og rúmgóð 125 fm íbúð á 3. hæð við Laugarnesveg. Eignin skiptist m.a. í hol, snyrtingu, stofu, fjögur herbergi, bað- herbergi og eldhús. Útsýni. Eignin verður sýnd á milli kl. 15 og 17 á sunnudag. V. 14,5 m. 3329 Efstaleiti 12, 1. h. h. - Breiðablik Glæsileg íbúð í þessu vinsæla fjölbýlishúsi. Íbúðin, sem er 4ra herb., er um 145 fm auk 30 fm bílastæðis í bílageymslu. Glæsileg stofa, vandaðar innréttingar, parket, sér- þvottahús er í íbúðinni. Inn af stofu er glæsi- leg sólstofa með útgangi út á hellulagða ver- önd. Mikil sameign m.a. sundlaug og heitir pottar. Laus í ág. nk. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-14. (Bent Scheving á bjöllu). V. 29,0 m. 3410 Opið hús Opið hús Opið hús Opið hús Snorrabraut 56 - Með bílskúr Vorum að fá í einkasölu glæsilega 90 fm íbúð á 6. hæð í lyfthúsi. Íbúðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Stórglæsilegt útsýni. Sérstak- lega fallega innréttuð íbúð. Tvennar svalir á hæðinni. Íbúðin fæst einnig keypt án bílskúrs og er verðið þá 16,2 m. Nánari upplýsingar hjá Magneu Sverrisdóttur í síma 861 8511. V. 18,2 m. 3336 Leiðhamrar - Glæsilegt parhús Erum með í einkasölu glæsilegt parhús u.þ.b. 205 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Vandaðar innréttingar og parket. Glæsilegar stofur með garðskála. V. 24,2 m. 3426 Fyrir eldri borgara Parhús Trönuhólar 12 Þetta glæsilega 320 fm einbýli á tveimur hæðum með stórum bílskúr verður sýnt í dag, sunnudag, á milli kl. 14 og 16. Rúmgóðar stofur og góð herbergi. Falleg lóð m.a. tveir góðir sólpallar til suðurs. Húsið er staðsett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsi- legt útsýni yfir Elliðaárdalinn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarher- bergi. Sérstaklega útbúið sjónvarpsherbergi. Eigandi er til í að skoða skipti á minni eign. Húsið er laust nú þegar. V. 28,8 m. 2546 Á VEGUM landbúnaðarráðu- neytisins er komin út skýrsla svokall- aðrar sláturhúsanefndar undir sömu yfirskrift og þeirri sem skreytir grein- arkorn þetta. Nefndin var skip- uð af landbún- aðarráðherra að vori 2002 og samkvæmt inngangi skýrslunnar skyldi hún meðal annars gera tillögu um fjölda og staðsetningu þeirra slát- urhúsa, sem starfa eiga í framtíðinni á Íslandi. Aðdragandi og úrvinnsla Áður en rakin verða og gagnrýnd efnisatriði skýrslunnar vill undirrit- aður fyrst varpa fram efasemdum um getu einhverra fimm einstaklinga til þess að marka stefnu til frambúðar í svo viðamiklu máli á sviði atvinnulífs, sem alltaf hlýtur að verða að stjórn- ast af breyttum ytri aðstæðum á hverjum tíma, svo og af því hversu sterkir einstaklingar koma að stjórn- un fyrirtækjanna í hverri grein. Allir þeir sem þessa annars ágætu skýrslu lesa verða að átta sig á þessum veik- leika hennar. Þá er vert að rifja upp þá sam- þykkt Búnaðarþings, sem leiddi til skipunar nefndarinnar, en hún var gerð á Búnaðarþingi árið 2002, svo- hljóðandi: „Búnaðarþing 2002 beinir því til landbúnaðarráðherra, Byggða- stofnunar, Framleiðnisjóðs landbún- aðarins og Lánasjóðs landbúnaðarins að veittur verði verulegur fjárstuðn- ingur til að byggja upp nútímalegar og hagkvæmar kjötvinnslur á lands- byggðinni. Jafnframt verði lokið sem fyrst við að byggja upp þau sláturhús sem þörf er á. Tilgangurinn verði að auka hagkvæmni, bæta gæði og efla vöruþróun í kjöti. Hvatt er til aukinnar samvinnu bænda og sláturleyfishafa við það verkefni að bæta markaðsstöðu af- urðanna. Búnaðarþing beinir því til landbún- aðarráðherra að skipa nefnd til að gera tillögur um framangreind verk- efni og vinna að framkvæmd þeirra.“ Það er athyglisvert við þennan texta að í honum er hvergi sagt ber- um orðum að nefndin skuli gera til- lögur til fjölda eða staðsetningar slát- urhúsa og kjötvinnsla. Það veganesti hefur hún fengið á síðari stigum. Aukin samvinna bænda og sláturleyf- ishafa er hins vegar hvergi nefnd á nafn í skýrslunni. Það verkefni er því óunnið, hefur týnst á vegferðinni eða verið falið öðrum aðilum. Hver er kostnaðaraukinn? Meginmarkmið tillagna nefnd- arinnar virðist miða að lækkun slát- urkostnaðar jafnframt því sem öll slátrun og meðferð kjöts skal falla undir þær reglur sem gilda munu á alþjóðamarkaði innan skamms tíma. Í skýrslunni er getið um núverandi sláturkostnað pr. kg samkvæmt rekstrarupplýsingum núverandi slát- urleyfishafa í landinu. Ekki kemur fram hver hlutur hinna nýju krafna um heilbrigði og gæði er í slát- urkostnaði. Lesandi gæti fengið á til- finninguna að hann sé verulegur og því sé nauðsynlegt að byggja upp fáar en stórar afurðastöðvar. Ekki er þó gerð nánari grein fyrir þessum þætti og erfitt er að koma við rökum, þar sem ýmislegt bendir til þess að hinar auknu kröfur þýði einungis annan búnað og önnur vinnubrögð, sem oft er hægt að temja sér án þess að veru- leg þörf sé á auknu vinnuafli. Væri fróðlegt að vita hvort einhver út- reikningur hefur verið gerður á kostnaðaraukningu vegna þessarra nýju krafna og hvar niðurstöðu sé að leita. Valkostur framtíðarinnar Skýrt kemur fram í skýrslunni að sala erlendis á fersku kjöti gefur mun hærra verð en sala á frosnu kjöti. Við lækkandi markaðsverð innanlands hljóta bændur að horfa mjög til þessa möguleika. Bæði sparast allt að 50 kr. pr. kg ef frystingu og geymslu er sleppt og hins vegar virðist söluverð á fersku kjöti til útflutnings vera að nálgast innanlandsmarkað á frosnu kjöti. Þetta myndi þýða verulega lengingu á sláturtíma og breytta bú- hætti í sveitum. Ekki er unnt að sjá hvaða umræða hefur átt sér stað innan nefndarinnar um þessa hluti og hver áhrif þetta gæti haft á afkomu þeirra sláturhúsa, sem líklega starfa áfram í landinu eft- ir þá endurskipulagningu, sem fram- undan er. Hluti kostnaðar við birgðahald er nú styrktur af sameiginlegu fé, s.s. vaxtakostnaður og geymslukostn- aður. Þessi hluti sláturkostnaðar fell- ur ekki á ferskkjötsölu. Áhugavert hlýtur að vera að nýta þessa framlög til þess að aðstoða bændur og slát- urleyfishafa til þess að þjóna mark- aðnum í fersku kjöti um leið og sparnaður verður í þessum þáttum. Þrátt fyrir samþykkt Bún- aðarþings um að nefndin skuli auka hagkvæmni og huga að samstarfi bænda við sláturleyfishafa gerir hún ekki tillögu í þessu efni. Litið framhjá landafræðinni Nefndin gerir ekki beina tillögu um fjölda né staðsetningu sláturhúsa í landinu, þrátt fyrir það ætlunarverk sitt. Eigi að síður mælir hún ekki með úreldingu þeirra húsa, sem nú hafa útflutningsleyfi. Rekstrargrundvöll- ur þessara húsa er þó ekki tíundaður, né sláturkostnaður þeirra gefinn upp sérstaklega. Þá virðist því ekki vera gefinn gaumur hvar á landinu kjöt- framleiðsla á mesta framtíð fyrir sér af landfræðilegum ástæðum. Þannig er ljóst að niðurstöður nefndarinnar litast af hagsmunum eigenda þessara húsa og rýrir það gildi hennar mjög. Væru engin mannvirki nothæf á þessu sviði og algerrar endurbygg- ingar þörf hefðu hugmyndir nefnd- armanna örugglega verið aðrar. Fróðlegt hefði verið að sjá frá nefnd- inni útreikning á fjölda og staðsetn- ingu húsa við þær aðstæður og gefnir ýmsir valkostir í því efni. Hver væri til dæmis sláturkostnaður í landinu, ef hér starfaði aðeins eitt sláturhús, og hver væri heppilegasta staðsetn- ing þess eina húss? Fræðilegu val- kostirnir eru margir, en skýrslan bendir ekki til mikils hugmyndaflugs nefndarmanna, enda andinn jafnan í lágflugi þegar setið er í stjórnskip- uðum starfshópum. Opinber framlög í þágu fortíðar Nefndin hefur sýnilega nokkrar áhyggjur af flutningskostnaði gripa við samþjöppun slátureininga og leggur til að opinberu fé verði varið til fjárfestinga í afkastameiri flutn- ingatækjum. Með tilliti til fyrirsjáan- legrar lengingar sláturtíðar og breyttra búhátta virðist hér vera gerð tillaga um vafasama notkun á opinberu fé. Hversu vel nýtast 400 kinda bílar miðað við mun lengri slát- urtíma? Þá má búast við því að hver bóndi afhendi gripi sína á mun lengri tíma árlega en nú er og að bændur kjósi í vaxandi mæli að velja sér af- urðastöð burtséð frá landfræðilegri legu og vegalengd, einfaldlega vegna viðskiptakjara eða annarra sérþarfa. Með opinberu framlagi væri verið að styðja fjárfestingu, sem gæti í raun aukið óhagkvæmni í flutningum. Lokaorð Af skýrslunni má vel sjá að slát- urkostnaður sauðfjár er mjög hár í landinu. Nefndin bendir á nokkrar til- tölulega einfaldar leiðir til þess að lækka hann. Samt er það engan veg- inn gefið að ekki séu til aðrar og ennþá áhrifaríkari leiðir til bættrar afkomu greinarinnar, bæði með því að lækka kostnað og ekki síður með bættri vöruþróun og markaðs- setningu, sem gæti gefið af sér mun hærra afurðaverð en nú þekkist. Verður að vænta þess að þeir sem leita nýrra valkosta í þessu efni njóti ekki síður velvilja bændaforystu og stjórnvalda en hinir sem hlotið hafa náð þessarar nefndar, alveg án tillits til staðsetningar eða afkomumögu- leika. Stefnumótun í sauðfjárslátrun Eftir Sigurjón Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.