Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Þótt áratugir séu síðan við Borgþór hitt- umst síðast er eins og það skipti ekki máli þegar vináttan er djúp og einlæg. Tíminn er afstæður og Borgþór er mér alveg jafn hugstæður og fyrir 30 árum þegar við vorum að baslast í MH. Það má með sanni segja að mað- ur minnist Borgþórs þegar maður heyrir góðs manns getið. Hann gekk hægt og kurteislega um heim- inn, vék aldrei illu að nokkrum manni en lagði gott til allra mála sem hann hafði afskipti af. Við vorum mikið saman síðasta menntaskólaárið, hlustuðum á Pink Floyd á Flókagötunni, spiluðum brids, reyktum og fengum okkur í glas. Sem dæmi um trausta vináttu BORGÞÓR ÓMAR PÉTURSSON ✝ Borgþór ÓmarPétursson fædd- ist í Reykjavík 24. febrúar 1949. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 26. júní. þessa öðlings, þá var það eitt kalt desem- berkvöld árið 1969 að við vorum að hressa okkur félagarnir á vodkalögg við spila- borðið áður en mæta skyldi á ballið. Þá vildi svo illa til að undirrit- aður þoldi ekki veig- arnar heldur steyptist út í rauðum útbrotum sem ágerðust er á kvöldið leið. Borgþóri fannst ég lítt kyssileg- ur fyrir dömurnar og gersamlega óbrúkleg- ur á skólaball svo hann sagðist bara sleppa ballinu líka og spila með mér sem eftir lifði kvölds. Svo var gefið í nýja rúbertu. Leiðir skildu eftir stúdentspróf- ið, ég fór utan í nám og Borgþór fluttist austur á land. Ég heyrði að honum vegnaði vel í lífsbaráttunni og það gladdi mig og ég var farinn að hlakka til að hitta hann á 35 ára stúdentsafmælinu eftir 3 ár. En enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Borgþór hefur lagt spilin sín á borðið. Sögnin er 7 hjörtu. Þar er góðum manni vel lýst. Óli Hilmar. Nú þegar vorvindar blása um, gróður lifnar, blóm skjóta upp kollin- um og sýna sitt feg- ursta skart gerast líka dapurlegir atburðir. Góður bróðir og mágur hefur kvatt þetta jarðneska líf. Andlát Stefáns kom að vísu ekki á óvart, bæði var aldurinn orðinn hár, vantaði 5 daga upp á nírætt, og heils- an farin að bila. Þó erum við sem eft- ir lifum aldrei viðbúin að mæta hvarfi samferðamanns af sjónar- sviðinu. Faðir okkar keypti jörðina Nýp árið 1924. Þá var Stefán tíu ára gam- all og þar liðu hans unglingsár. Hann elstur okkar sex systkinanna, það mæddi því mest á honum að vinna við hin almennu sveitastörf eins og þau gerðust á þeim tíma, ólíkt nú- tímabúskaparháttum. Um tvítugsaldur fór Stefán af og til að vinna utan heimilis við ýmis störf, heyskap, vegagerð og á vetr- um við fjárhirðingu. Stefán var harð- duglegur og ósérhlífinn við hvaða verk sem hann tók að sér, vandvirk- ur og kappsamur, hann var því eft- irsóttur til vinnu. Trúmennska og heiðarleiki í hvívetna voru hans eig- inleikar. Eftir að faðir okkar féll frá árið 1942 tók Stefán við búskap á Nýp, ásamt sinni mikilhæfu húsmóður og hannyrðakonu, Dísu eins og hún var venjulega kölluð. Stefán hætti búskap á Nýp árið 1946, er þau hjónin fluttu í Kópavog, nánar tiltekið á Skjólbraut 5 og þar áttu þau heima æ síðan. Dísa lést ár- ið 1984. Eftir að suður kom vann Stefán verkamannastörf bæði í Kópavogi og í Reykjavík. Síðast og lengst vann hann hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík um 25 ára skeið, þar til STEFÁN GUÐMUNDSSON ✝ Stefán Guð-mundsson fædd- ist á Nýp á Skarðs- strönd 8. júní 1913. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 11. júní. hann fór á eftirlaun. Hann var vel liðinn af sínum yfirmönnum og þeir mátu verk hans að verðleikum. Árið 1946 keyptum við saman lítið hús á Skjólbraut 5 í Kópa- vogi, og vorum þar saman um 5 ára skeið, eða þar til við Kristín byggðum okkar hús á næstu lóð við, því var stutt á milli fjölskyld- anna um 40 ára skeið. Samband okkar við Stefán og Dísu var hið ákjósanlegasta alla tíð. Eftir að heilsu Stefáns fór að hraka dvaldist hann á dvalarheim- ilinu á Skjólbraut 1a, við góða umönnun, en síðustu vikurnar var hann á Sunnuhlíð í Kópavogi, og lést þar 3. júní. Stefán hafði mjög góða heilsu alveg fram að áttræðu, en þá fór að halla undan fæti; enda vann hann yfirleitt erfiða vinnu um dag- ana. Stefán var greindur og hafði gam- an af lestri góðra bóka, enda átti hann gott bókasafn. Hann hafði mjög gott minni. Stefán var góður bridsspilari og spiluðum við saman bræðurnir ásamt tveimur vinum okkar brids í 20 ár, vikulega á vetr- um. Þá áttum við hjónin ánægjuleg- ar stundir með Stefáni og Dísu í gömlu dönsunum, sem við stunduð- um um 20 ára skeið. Einnig áttum við saman margar sumarferðir um landið. Allt er þetta okkur mjög minnisstætt. Stefán var af þeirri kynslóð sem reyndi að skulda sem minnst ef nokkur tök voru á því, enda skuldaði hann engum á sínu æviskeiði. Ég get hér um eitt dæmi sem sýnir ná- kvæmni hans á því sviði. Fyrir margt löngu bað hann mig að kaupa fyrir sig smáhlut sem ég man ekki hver var, en það er ekki málið. Svo kom hann til mín til að sækja þennan hlut, en þegar hann fór að borga mér vantaði hann 25 aura uppá. Ég bað hann blessaðan að minnast ekki á það og hló við, en hann var ekki ánægður með að skulda mér þessa aura. Svo fer hann heim til sín í næsta hús, en kemur að vörmu spori aftur með 25 aurinn, hann skyldi ég hafa og ekkert múður, svo hlógum við báðir dátt að þessu. Þetta litla dæmi er spegilmynd af skilvísi hans og heiðarleika sem fylgdi honum út lífíð. Síðustu árin hittumst við ekki eins oft og áður, þar sem við hjónin höf- um dvalist nokkuð erlendis, en ætíð haft símasamband við hann, og heimsóttum hann á áðurnefnda dval- arstaði, þegar við vorum heima. Þremur vikum fyrir andlát hans hitti ég hann á Sunnuhlíð. Það voru okkar síðustu stundir saman hérna megin landamæranna. Á Skjólbraut 1a og á Sunnuhlíð leið honum eins vel og unnt var, og viljum við Kristín færa hjúkrunarfólki og öðru starfs- fólki á báðum þessum stöðum inni- legar þakkir fyrir góða hjúkrun. Þegar við hjónin lítum til baka á kveðjustundu eru í huga okkar góðar minningar um langa og ánægjulega samvinnu og samstarf sem aldrei bar neinn skugga á. Það getur verið stuttur tími þar til við hittumst aftur í hinum nýju heim- kynnum. Þökk fyrir allt, góði bróðir og mágur. Gestur Guðmundsson og Kristín Katarínusardóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýs- ingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.