Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 39 ÞAU eru fjölmörg söfnin íLondon og verða seint skoð-uð öll. Lengi hafði það veriðætlun þeirrar er þetta ritar að heimsækja Freud-safnið, kennt við þann heimsþekkta sálgreini Sig- mund Freud, og varð loks af nú ný- lega. Sú heimsókn var bæði áhuga- verð og eftirminnileg, safnið er í húsi því sem Freud bjó í og starfaði síð- asta æviár sitt. Sigmund Freud hrökklaðist frá Vínarborg vegna ágangs nasista sem lögðu Austurríki undir sig árið 1938. Hann hafði þá búið og starfað á sama stað í 47 ár og hvarf ekki á braut af fúsum vilja. Reyndar höfðu hann og fleiri sálgreinar í Þýskalandi og Austurríki orðið fyrir barðinu á nas- istum allt frá árinu 1933 þegar rit þeirra voru bönnuð og þau brennd ef til þeirra náðist. Meirihluti sálgreina í fyrrnefndum löndum voru gyðingar og því ekki í miklum metum hjá nas- istum. Margir þeirra höfðu flúið á undan Freud en hann átti afar erfitt með að sætta sig við að fara í útlegð. Flutt til London Við komuna til London bjó fjöl- skyldan fyrst í leiguhúsnæði en flutti svo í eigið hús í september 1938. Til fjölskyldu Freuds töldust þá eigin- kona hans, Martha, yngri systir hennar, Minna Bernays, Anna Freud, yngst sex barna hjónanna, svo og hjálparhellan Paula Fichtl en hún hafði hugsað um heimili fjöl- skyldunnar lengi. Áður en flutt var úr húsinu í Vín- arborg voru teknar myndir af öllu innanstokks með það í huga að end- urskapa heimilið á nýjum stað. Búslóð Freud-hjónanna komst til London með hjálp góðra manna, þangað skiluðu sér húsgögn, allt til heimilishalds, listaverk, bækur og fornmunir, sem öllu var komið fyrir í nýja húsinu. Það kom í hlut Ernst, yngsta sonar hjónanna, og fyrr- nefndrar Paulu Fichtl, að koma vinnustofum Freuds í nákvæmlega sama horf og verið hafði í Vínarborg. Það var talið geta létt honum um- skiptin. Enn er margt með sama brag og þegar fjölskyldan bjó í húsinu, síð- asti íbúinn, Anna Freud, lést árið 1982. Húsið nr. 20 við Maresfield Gardens í Hampstead var opnað sem safn árið 1986. Gengið um stofur Húsgögn Freud-hjónanna eru komin til ára sinna eins og vænta mátti og fer vel á því að þau séu varð- veitt í húsinu. Þar er allt frá borðum, kommóðum og kistlum Biedmeiers (þekktur, þýskur hönnuður um miðja 19. öld) til málaðra, austur- rískra bændahúsgagna frá 18. og 19. öld. Bókahillur eru margar, myndir eru á veggjum, fornmunir til skoð- unar í gegnum gler og fallegir hlutir víða uppi við. Fornmunirnir voru flestir keyptir í antík-verslunum í Vínarborg, en þeir upprunnir í Egyptalandi, Grikklandi og í Aust- urlöndum. Á efri hæð hússins eru þrjár stof- ur opnar, í einni þeirra eru til sýnis ýmsir gripir úr eigu fjölskyldunnar, í annarri eru sýnd myndbönd þar sem brugðið er upp svipmyndum úr lífi Freuds og sú þriðja er stofa Önnu Freud. Á neðri hæðinni er komið inn í for- stofu, þar inn af er stór borðstofa og lítil verslun þar sem seld eru rit Freuds, kort og annað. Þá eru ótald- ar tvær vinnustofur Freuds, báðar rúmgóðar. Önnur er bóka- eða skrif- stofa þar sem skrifborð hans stend- ur, en við það er sagt að hann hafi oft unnið við skriftir langt fram á nótt. Í hinni er svo merkasta húsgagnið, sjálfur bekkurinn sem sjúklingarnir hvíldu á meðan á viðtali stóð. Bekk- urinn er ekki mjög langur en er hækkaður upp við höfðalagið með pullu og púðum og yfir er forláta austurlenskt teppi. Á veggnum á bak við bekkinn er teppi og einnig á gólf- inu fyrir framan. Við höfðalagið er svo græni stóllinn sem Freud sat í án þess að vera sýnilegur. Bekkurinn er gjöf frá þakklátum sjúklingi, gefinn árið 1890. Greinilegt var að safngestir gáfu sér góðan tíma við að virða bekkinn fyrir sér og það sem umhverfis var. Skyldi engan undra, það er svo oft sem á hann er minnst og er hann án efa einhver þekktasti gripur sinnar tegundar. Eitt er víst að mætti hann mæla hefði hann frá mörgu að segja! Sjúkur maður Síðustu 16 ár ævi sinnar var Freud sjúkur maður, árið 1923 greindist hjá honum krabbamein í munnholi. Hann fór þá strax í aðgerð og aðrar 30 fylgdu á eftir þar til yfir lauk. Það var Anna, dóttir hans, sem fylgdi honum hvert sem hann fór, sú hjálp var ómetanleg þegar heilsu hans hrakaði. Anna Freud fæddist árið 1895 og var kennari að mennt. Áhugi hennar á sálarfræði varð til þess að hún hóf nám í þeirri grein í Vínarborg sem lauk með prófi árið 1922. Ári síðar sneri hún sér að sálgreiningu en sinnti fremur börnum en fullorðnum. Af Önnu Freud og starfi hennar er sögu að segja en hún verður ekki rakin hér. Þess má þó geta að það var fyrir hennar tilstilli að Freud- safnið í London varð að veruleika. Freud var oftast sárþjáður en hélt áfram að reykja sína vindla. Hann vissi að reykingarnar voru að ganga af honum dauðum en hann sagðist fylgja fordæmi föður síns, hann mun hafa verið stórreykingamaður mest- an hluta ævinnar. Læknar, fjöl- skylda og vinir báðu hann um að hætta reykingum en allt kom fyrir ekki. Freud persónugerði veikindi sín, talaði jafnvel hlýlega um þau. Í bréfi til vinar, skrifað í marsmánuði 1939, stendur: „kæra, gamla krabbamein- ið, sem ég hef deilt lífinu með í 16 ár, gerir nú vart við sig á ný“, (my dear, old carcinoma o.s.frv.). Hann sagði við annað tækifæri að hann ætti vindlunum að þakka að hann gat ein- beint sér enn betur að verki en ella. Maðurinn sem hafði það að ævi- starfi að lækna sálarmein manna, og með réttu nefndur faðir sálgreining- arinnar, var sjálfur ekki betur hald- inn en svo að vera ofurseldur tóbaks- fíkninni! Eins og fyrr sagði flutti Minna Bernays, systir Mörthu, með þeim til London. Sagt var að á milli Freuds og hennar hafi verið meira en mægð- ir. Síðasta æviár Freuds í London var viðburðaríkt, til hans leitaði fjöldi manna s.s. læknar, heimspek- ingar, lista- og vísindamenn auk sjúklinganna sem hann tók á móti. Í gestabók heimilisins rituðu yfir 100 manns nöfn sín á þessum tíma og var þá ekki allt talið. Sigmund Freud lést árið 1939, 83 ára að aldri. Í heimsókn hjá Freud Freud-safnið í London er staðsett í því húsi þar sem sálgreinirinn Sigmund Freud bjó og starfaði síðasta æviár sitt. Safnið geymir m.a. húsgögn fjölskyld- unnar og bekkinn fræga sem sjúklingarnir hvíldu á meðan á viðtalstímanum stóð. Bergljót Ingólfsdóttir heimsótti Freud-safnið. Bekkurinn sem sjúklingar Freuds hvíldu á meðan á viðtali stóð. Græni stóllinn er við höfðalagið. Sigmund Freud reykjandi vindil. Sigmund Freud og Anna dóttir hans. Myndin tekin í Berlín árið 1928. Húsið sem Freud-fjölskyldan bjó í, nú safnið við Maresfield Gardens. Enn er margt í húsinu með sama brag og þegar fjölskyldan bjó þar. Skilti á húsinu sem segir að Freud hafi búið þar 1938-39. Höfundur sá um fastan dálk í Morgunblaðinu um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.