Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LITLIR kallar og kellingar íjakkafötum og drögtum.Fólk um tvítugt að remb-ast við að vera trúverðugtog virðulegt sem stjórn- málamenn alþjóðasamfélagsins – með tilætluðum árangri. Svona sáu sex íslenskir krakkar þetta fyrir sér, bláeyg og saklaus áður en þau héldu út í hinn stóra heim á langþráða ráð- stefnu, HNMUN 2003. Og hvað þýðir þessi skammstöfun svo? HNMUN stendur fyrir „Harv- ard National Model of the United Nations“ eða „Líkan af Sameinuðu þjóðunum“. Orðið national – þjóðlegt – gæti orðið til að rugla einhverja í rúminu en hefur takmarkaða merk- ingu því allra þjóða kvikindi mæta á ráðstefnuna. Slíkar ráðstefnur eru vinsælar erlendis en engin hefð er fyrir þeim á Íslandi. Það var því frumherjastarf sem fólst í þeirri hug- dettu og framkvæmd að skreppa til Boston. Þessi tiltekna ráðstefna, lík- lega sú virtasta og jafnframt elsta, var haldin í 49. skipti nú í ár, dagana 13.–16. febrúar sl. Eins og nafnið felur í sér gengur svona ráðstefna út á að setja upp ferli sem líkist sem mest starfsemi hinna eiginlegu Sameinuðu þjóða. Í ár dreifðust um 1.900 þátttakendur á hinar ýmsu nefndir, ráð og stofnanir. Frá Íslandi fóru Yngvi Eiríksson, Dagbjört Hákonardóttir, Sæmundur Ari Halldórsson, Orri Jökulsson, Kári Hólmar Ragnarsson og Anna Pála Sverrisdóttir. Öll eru þau nem- endur Menntaskólans við Hamrahlíð nema Sæmundur sem nemur við Há- skóla Íslands. Fyrir hverja aðildarþjóð SÞ sat ein sendinefnd þingið og dreifðust sendi- fulltrúar á viðeigandi staði eftir raun- verulegri aðild þjóðanna. Þannig var „íslenska“ sendinefndin t.d. lítil í samræmi við tiltölulega litla þátttöku Íslands í SÞ. Sama má segja um Lettland, sem íslenski hópurinn tók að sér að kynna. Bæði löndin hafa að- eins fulltrúa í hinum sex fastanefnd- um Allsherjarþingsins. Stórpólitísk málefni Það voru ekki margir dagar til stefnu þegar loksins var ljóst að sendinefnd Lettlands kæmist til þinghalds og var það af efnahagsleg- um ástæðum. Á síðustu stundu gekk þó allt upp með aðstoð Flugleiða en áður höfðu t.d. mennta- og utanríkis- ráðuneyti styrkt verkefnið. Á Ísólfur Gylfi Pálmason einnig þakkir skildar fyrir sína trú á verkefninu. Þá strax helltu nefndarmeðlimir sér af fullum krafti í undirbúning og fram á allra síðustu mínútu var hvergi dregið af sér á íslenska mátann. Viðfangsefni fastanefndanna tóku til ýmissa mála- flokka sem varða heimsþorpið hver á sinn hátt. Hver sexmenninganna þurfti að kynna sér tvö mismunandi viðfangsefni og skila inn stuttri greinargerð um hvort út frá lettn- esku sjónarmiði. Í byrjun þings var svo kosið milli viðfangsefna eftir líf- legar umræður um mikilvægi þeirra. Í fyrstu fastanefnd um afvopnun og alþjóðaöryggi sat Yngvi Eiríks- son. Fyrirframgefin verkefni voru taktísk kjarnorkuvopn og vopnasala á svörtum markaði. Fyrir valinu urðu kjarnorkuvopnin enda ekki vanþörf á að ræða það málefni eins og t.d. ástandið á landamærum Indlands og Pakistans er. Nánast engar alþjóð- legar reglugerðir eða samningar um meðhöndlun slíkra vopna eru til og eru þau því veruleg ógnun við heims- friðinn. Dagbjört Hákonardóttir gerðist frökk og sat meðal lögfræði- og hag- fræðinema í annarri fastanefnd um lögfræðileg málefni. Þar kom til greina annars vegar umfjöllun um ólögleg viðskipti á alþjóðamarkaði og hins vegar endurskoðun á geimrétti. Geimrétturinn, viðfangsefni framtíð- arinnar, fékk að víkja fyrir hinu brýna verkefni nútímans; uppræt- ingu alþjóðlegra glæpahringja á efnahagslegum forsendum. Samfara alþjóðavæðingu hins hefðbundna markaðar er slík starfsemi vaxandi vandamál. Á sama tíma og markað- urinn alþjóðavæðist er ekki sömu sögu að segja af lögregluaðgerðum, því rannsóknir fara að mestu fram innan landamæra einstakra ríkja. Gerir þetta að verkum að erfitt er að samhæfa aðgerðir á áhrifaríkan hátt. Í þriðju fastanefnd um félagsleg, mannréttinda- og menningarleg mál- efni sat Kári Hólmar Ragnarsson. Val nefndarfólks stóð á milli hnatt- væðingar og menningartengdrar heimsvaldastefnu annars vegar og hins vegar öfgastefnu og skorts á umburðarlyndi (e. extremism and intolerance). Fyrra efnið var tekið fyrir og var m.a. mikið deilt um ágæti McDonalds sem er tákngervingur fyrir hina umdeildu menningar- heimsvaldastefnu. Afleiðingar þessa gætu t.a.m. orðið þær að merkilegir menningarheimar falli alveg í skugg- ann af markaðsstarfsemi stórfyrir- tækja sem er í hag að innræta sem flestum vestræna menningu. Anna Pála Sverrisdóttir sat í fjórðu fasta- nefnd og er nánar fjallað um starf- semi þeirrar nefndar hér á síðunni. Í hinni sértæku fimmtu fastanefnd um málefni Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), sat Sæ- mundur Ari Halldórsson (öðru nafni Se Mundur sem svo skemmtilega var klúðrað á nafnspjaldið hans). Hafði nefndarfólk kynnt sér sálfræðilegar afleiðingar vopnaðra átaka á börn og svo forvarnaraðgerðir gegn smit- sjúkdómum. Örlaði fyrir létti hjá Se þegar hann tilkynnti að rætt yrði um smitsjúkdóma en þau mál hafði hann náð að kynna sér betur. Stærsta vandamálið í því samhengi er líklega sú staðreynd að fólk í þriðja heim- inum skuli enn deyja úr sjúkdómum sem löngu hefur verið útrýmt á Vest- urlöndum. Rætt var um hlutverk rík- isstjórna, óháðra samtaka (e. NGO’s), lyfjafyrirtækja og vísinda- manna í tengslum við þessi alvarlegu vandamál, ekki síst í samhengi við al- næmisfaraldurinn. Síðast en ekki síst var fulltrúi Lettlands í sjöttu fastanefnd Orri Jökulsson. Er þessi nefnd ný af nál- inni og starfrækt í tengslum við Leið- togafund um upplýsingasamfélagið sem haldinn verður í Genf 2003 og Túnis 2005. Valið var að fjalla um stafræna mismunun (e. Digital Di- vide) fremur en hið margumtalaða mál rafræna friðhelgi (e. Electronic Privacy). Stafræn mismunun er sú staðreynd að einungis sjö prósent jarðarbúa hafa aðgang að Netinu og þeim möguleikum sem því fylgja. Var ítarleg ályktun lögð fram í lok þings- ins og verður hún send á „alvöru“ fundinn. Líf diplómata er enginn dans á rós- um, a.m.k. ef marka má dagskrána þessa helgi. Lítið fór fyrir svefni þar sem samningafundir stóðu allt fram undir miðnætti og byrjað var snemma á morgnana. Þess á milli stóðu aðstandendur ráðstefnunnar fyrir klúbbkvöldi á fimmtudags- kvöldinu og allsherjar „samkvæmi aðalritara“ á laugardagskvöldinu. Alls tóku bein fundahöld yfir 20 klst. En þar fyrir utan var gert ráð fyrir óformlegri vinnu, sem jafnvel stóð til tvö og þrjú á nóttunni. Einnig tóku setningar- og lokaathafnir talsverðan tíma. Þreyta og hæsi sögðu þó ekki til sín fyrr en eftir á þar sem slíkt gleymist yfirleitt í hita leiksins. Að mati Íslendinganna var innsýnin í störf diplómata mjög góð. Mikið reyndi á samskiptahæfileika og ekki síður á tungumálakunnáttu. Annað sem nauðsynlegt var að kunna skil á voru viðamikil fundar- sköp og reglur. Til þess að tjá sig þurfti að kunna tjáningarformið, svo fundahöld snerust ekki upp í eitt alls- herjar öngþveiti. Heyrðust þess dæmi að fólk hefði tekið sér tvo mán- uði í að kynnast reglum og fram- kvæmd ráðstefnunnar! Eru reglurn- ar eitthvað mismunandi eftir mótsstöðum en allir fulltrúar sem lettneska sendinefndin ræddi við höfðu tekið þátt í öðrum slíkum mót- um. Virðist reynslan skila miklu hvað varðar öryggi og virkni í viðræðum. Einnig voru í för með nefndunum fulltrúar úr kennaradeildum, fólki til trausts og halds. Þar sem fjárhagur Lettlands var í járnum hvað verkefn- ið varðaði, var þó enginn slíkur með í för að þessu sinni. Yngt upp í starfsliði Sameinuðu þjóðanna Mikil stemmning var á setningar- og lokaathöfnum þar sem allir komu saman í konunglega hátíðasalnum. Sendinefndin ásamt „aðalritara“ þingsins Jonathan Li. Frá vinstri: Yngvi Eiríksson, Anna Pála Sverrisdóttir, Jonathan Li, Dagbjört Hákonardóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Orri Jökulsson og Sæmundur Ari Halldórsson. Sameinuðu þjóðirnar setja óneitanlega svip sinn á samskipti þjóða heims og er starfsvettvangur SÞ fjöl- breyttur. Ráðstefna sem byggir á líkani af Samein- uðu þjóðunum er haldin ár- lega og veitir hún náms- mönnum í mennta- og háskólum tækifæri til að kynnast betur innviðum starfs SÞ. Anna Pála Sverr- isdóttir sat ráðstefnuna. Harvard-háskóli gaf ráðstefnunni fallega umgjörð. FJÓRÐA fastanefnd Allsherj- arþingsins er um sérstök stjórn- mál og afnám nýlendustjórnunar. Viðfangsefni hennar í ár voru pólitísk staða fyrrverandi ný- lendna og hins vegar ríkisstyrkt hryðjuverk. Varð hryðjuverka- umræðan fyrir valinu enda eitt stærsta málið sem alþjóða- samfélagið glímir við um þessar mundir. Var í umræðum gerður skýr greinarmunur á frelsisbar- áttu og hins vegar ríkisstyrktum hryðjuverkum sem þætti í utan- ríkisstefnu stjórnvalda. Þau geta t.d. veitt hryðjuverkafólki fjár- stuðning, vopn og vistir eða hæli innan landamæra og haft af því pólitískan eða hugmynda- fræðilegan ávinning. Mörg sjón- armið komu fram um málið og léku einstakir fulltrúar sín hlut- verk yfirleitt vel, t.d. Frakk- lands, Bretlands og Íraks. Lett- land barðist af afli gegn því ákvæði Rússa sem innihélt ákvæði sem réttlætti kúgun á Tétsenum. Í ályktun þingsins, sem lögð var fram af mörgum minni ríkj- um sem samt hafa meirihluta at- kvæða, kom m.a. fram sterk and- staða við hvers kyns mannréttindabrot tengdum bar- áttunni við hryðjuverk. Mælt er gegn einhliða aðgerðum í þeim tilgangi og lögð áhersla á hlut- verk SÞ. Almennt virtust fulltrú- ar mjög hlynntir því að aðgerðir gegn þessu vandamáli beinist að stjórnvöldum og herjum en ekki óbreyttum borgurum. Því mætti t.d. alls ekki skerða aðgang að sjúkrahjálp, matvælum og drykkjarvatni. Þetta er áhuga- vert atriði í því ljósi að afleið- ingar nýliðinnar innrásar í Írak voru meðal annars alvarlegur vatnsskortur á tímabili. For- varnir gegn hryðjuverkavánni voru ofarlega á blaði. Víðtækar forvarnaraðgerðir eins og að bæta almenn lífskjör komu fram, þar sem hryðjuverkasamtök spretta oft upp úr fátækustu ríkj- unum. Sértækar aðgerðir voru einnig tíundaðar, eins og þær að gera vopnaviðskipti opinber og gagnsærri; einkum ef um ger- eyðingarvopn er að ræða. Var einnig hvatt til aðstoðar við fórn- arlömb hryðjuverka og er það vel, þar sem það viðheldur trú fólks á stjórnvöld. En markmið hryðjuverka er einmitt oft að grafa undan trausti almennings. Ríkisstyrkt hryðjuverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.