Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                   !   "#" $ & '  (   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á UNDANFÖRNUM árum hefur aðsókn mín í miðborg Reykjavíkur minnkað mjög mikið. Hinn 17. júní síðastliðinn er ég rölti með fjölskyld- unni niður Laugaveginn var ég að velta fyrir mér hver væri orsök þess að ég sækti verslun og þjónustu ann- að en í miðbæinn. Aðalskýringin er einfaldlega sú að til að nálgast þessa þjónustu þarf ég að leggja bílnum mínum og greiða fyrir það í stöðumæli. Oftar en ekki sit ég uppi með sektarmiða að upp- hæð 1.500 kr., annaðhvort vegna þess að ég hef ekki haft mynt við hendina eða vegna þess að ég hef verið nokkrum mínútum of lengi á staðnum. Fyrir nokkrum árum þurfti ég mikið að sinna erindum í miðbænum og lenti þá oft og títt í því að fá stöðu- mælasektir. Það er ekkert óeðlilegt við það. Hinsvegar var fjöldi stöðumæla- varða svo mikill að ég lenti oftar en einu sinni í því að á meðan ég var að skipta í smámynt í næstu verslun hafði stöðumælavörður komið, sekt- að mig og var horfinn á braut. Þótti mér það orðið frekar hart að geta ekki horfið frá bílnum í tvær mínútur í þeim tilgangi að fá mynt án þess að vera sektaður. Einnig varð ég vitni að því að sjá stöðumælavörð ganga í gegnum stórt bílastæði, skoða hvaða gjaldmælar væru að falla og bíða svo eftir þeim. Ástæðan fyrir því að ég rifja þetta upp er að ég hef þurft að sækja þjón- ustu undanfarinn mánuð niður í miðbæ og er aftur að lenda í þessum kostnaði sem verður af því að ég er of seinn eða þarf að bregða mér frá til að nálgast smámynt. Það gefur augaleið að sá sem ekki greiðir fyrir 30 mínútna bílastæði og er kominn fram yfir tímann á að fá sekt. Í öðr- um stórborgum þar sem ég hef búið eða dvalið í einhvern tíma hef ég einnig kynnst þessum málum af eig- in raun og fengið sektir, munurinn er hinsvegar sá að sektargleðin er ekki svo mikil að ef maður er 2–3 mínútur fram yfir tímann geti maður bókað að komin sé sekt eins og raunin er hér í Reykjavík. Þessvegna spyr maður sig hvort tilgangur með stöðumælunum sé að afla tekna fyrir borgarsjóð eða stuðla að betri nýtingu á bílastæð- um? Hinn mikli dugnaður bílastæða- sjóðs við að sekta stöðumælalög- brjóta hefur óneitanlega hreinsað miðbæinn af þess konar glæpamönn- um. Það eru góðu fréttirnar. Vondu fréttirnar eru þær að glæpamenn- irnir í þessu tilfelli er almenningur, ég og þú. Ég ákvað að kynna mér málið nán- ar og kom þá í ljós að R-listinn hefur þá mótað sér sérstaka stefnu varð- andi bíla í miðbænum. Tilgangur þessarar stefnu er að reyna fá borg- arbúa eins og mig til að hætta að fara á bíl niður í miðbæ og nota frekar al- menningssamgöngur (sem er raunar ekki mjög umhverfisvænt), hjóla eða fara gangandi þegar ég þarf að sækja verslanir og þjónustu í mið- bænum. Í hversdagslegu amstri dagsins gefur það augaleið að ég hef ekki tíma til að skjótast með bílinn heim, stíga á reiðfákinn eða ganga niður í miðbæ og versla. Ég sæki ein- faldlega bara frekar á staði þar sem ég get lagt bílnum ókeypis, svo sem í Kringlunni eða Smáralind, og ég er viss um að ég er ekki einn um það. Enda fannst mér á göngu minni niður Laugaveginn á þjóðhátíðar- daginn að hann væri farinn að bera þess ákveðin merki þar sem fjöldi tómra húsa hefur aukist og það mynstur af þjónustu og verslunum sem eru þar er að breytast (mikil fjölgun fyrirtækja sem opin eru á kvöldin þegar ekki kostar að leggja. Tilviljun?). Ég held að ég sé ekki einn um þá skoðun að stefna núverandi stjórn- enda borgarinnar í miðborginni hafi beðið skipbrot. Ég reyni að forðast að fara niður í miðbæ enda eru mörg fyrirtæki flutt úr þessum borgar- hluta, þar á meðal fyrirtækið sem ég starfa hjá. Spurningin er kannski sú hversu mikið skattgreiðendur munu þurfa að greiða til að aftur verði snú- ið með þessa eyðileggingu. MATTHÍAS BJÖRNSSON, Lönguhlíð 19, 105 Reykjavík. Miðbæjarblús Frá Matthíasi Björnssyni: REYKJAVÍKURLISTINN hefur á síðustu árum staðið sig mjög vel við stjórnun borgarinnar. Samstarf flokkanna sem standa að Reykjavík- urlistanum hefur gengið vel þrátt fyrir ítrekaðar hrakspár pólitískra andstæðinga. Borgarbúar hafa sýnt ánægju sína með samstarfið í verki með því að endurnýja umboð Reykja- víkurlistans tvívegis í kosningum og hefur forskotið á Sjálfstæðisflokk- innn sífellt aukist. Umboð þetta er nú í gildi í þrjú ár í viðbót. Ungliðahreyfingar í flokkunum sem standa að Reykjavíkurlistanum telja að svo lengi sem málefnastaða er sterk, samstaða næst um form og næg verkefni eru fyrir hendi, verði stefnt að því að halda samstarfinu áfram, ekki bara á þessu kjörtímabili heldur verði skoðað með opnum huga hvort það skuli ekki einnig gert eftir næstu kosningar. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Haukur Logi Karlsson, formaður Ungra framsóknarmanna í Reykjavík suð- ur, Katrín Jakobsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna. Ungliðar vilja að Reykjavíkurlistinn haldi sínu striki Frá formönnum ungliðahreyfinga, sem standa að Reykjavíkurlist- anum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.