Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 43
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 43 LÆRISVEINARNIRtólf voru ekki beintskrautfjaðrir í hattimeistarans, heldurflestir eða allir dálítið óheflaðir náungar, skapmiklir, hvatvísir og fullir efasemda, að því er lesa má af guðspjöllunum. Hitt er jafnframt deginum ljós- ara, að þetta var svo útpælt hjá Jesú, að velja þessa samsetn- ingu en ekki einhverja aðra, sem hefði litið betur út á papp- írnum, að maður verður orðlaus af undrun og aðdáun. Um þá snilld hans ber kirkja nútímans vitni, stærstu trúarbrögð heims, með þriðjung alls mannkyns innan vébanda sinna, tvo millj- arða af um sex milljörðum jarð- arbúa. Þetta eigum við einkum og sér í lagi kjarki og dugnaði hinna óhefluðu púlsmanna að þakka. Þeir fóru út um heiminn, alls óhræddir, eftir fyrsta páskadag, og lögðu grunninn, sem aðrir byggðu síðan á, allt til þessa dags. Þessir lærisveinar voru fulltrúar ættkvíslanna tólf, sem komnar voru af þessum sonum Jakobs (Ísraels): Asser, Benja- mín, Dan, Gað, Íssakar, Jósef, Júda, Leví, Naftalí, Rúben, Sebúlon og Símeon. Og með þeirri skipan rættist fyrirheitið í 31. kafla spádómsbókar Jer- emía, 1. versi: Á þeim tíma mun ég, segir Drottinn, vera Guð fyrir allar ættkvíslir Ísr- aels, og þeir munu vera mín þjóð. Í þessum mönnum náði Guð sumsé loks út fyrir Palestínu. Jesús Kristur hafði óhemju sterka nærveru, var mikill per- sónuleiki; þurfti ekki annað en segja: „Fylgið mér.“ Þá lögðu menn umsvifalaust niður iðju sína og hlýddu. Ásmundur Guð- mundsson biskup ritar í bók sinni Ævi Jesú, sem út kom árið 1952: Án hans væru nöfn þeirra [þ.e. læri- sveinanna] gleymd og öll iðja. Sá, sem mikill er og heilagur, lætur verða til mikla menn og góða. Ljós hans tekur að loga á þeirra veika skari, svo að þeir beri birtu einnig um byggðir Galíleu. Hann á unga og einlæga fylgismenn, sem elska hann og hugsjón hans, komu Guðs ríkis á jörðu – þeir boða með honum vor og sumar. Fagrir viðarteinungar vefjast að hinum styrka stofni og fagna svo hækkandi sól. Allt er þetta rétt og satt. En fyrstu setningunni hefði næstum mátt snúa við, þótt ekki sé ég að draga verk og mátt heilags anda í efa, og lesa: Án þeirra væri nafn hans gleymt og öll iðja. Á þessum tíma voru nefnilega margir fleiri kraftaverkamenn og boðarar en Jesús á sveimi í Gyðingalandi, en um þá er bara fátt annað vitað núna. Nas- aretbúinn einn stendur uppi í minningunni, eflaust sökum þess, að hann var sterkari en þeir, en hinu má ekki gleyma, að liðsmenn hans voru meira en starfinu vaxnir, áttu eftir að reynast dýrmætir á akrinum. Í Matteusarguðspjalli (10:2-4) er þessi nafnalisti og röð: Símon Pétur, Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og Bart- ólómeus, Tómas og Matteus toll- heimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, Símon vandlætari og Júdas Ískaríot. Í Mark- úsarguðspjalli (3:16-19) þessi: Símon Pétur, Jakob Sebed- eusson og Jóhannes bróður hans, Andrés, Filippus, Bart- ólómeus, Matteus, Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus, Símon vandlætara og Júdas Ískaríot. Í Lúkasarguðspjalli (6:14-16) þessi: Símon Pétur, Andrés bróðir hans, Jakob og Jóhannes, Filippus og Bartólómeus, Matte- us og Tómas, Jakob Alfeusson og Símon, kallaður vandlætari, og Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot. Í Jóhannesarguðspjalli er enginn listi. En í Postulasögunni eru þessir nefndir: Pétur, Jak- ob, Jóhannes, Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vand- lætari og Júdas Jakobsson. Fræðimenn þykjast geta lesið út úr guðspjöllunum, að Jesús hafi skipt þessum innsta læri- sveinahring í þrjár grúppur. Í þeirri fyrstu munu hafa verið Andrés, Símon Pétur og Zebed- eussynirnir tveir, í annarri Bartólómeus, Filippus, Matteus og Tómas og í hinni þriðju Jak- ob Alfeusson, Júdas Ískaríot, Júdas Jakobsson (einnig nefnd- ur Lebbeus og Taddeus) og Símon vandlætari. Þeir fyrst- nefndu eru taldir hafa staðið Jesú næst, enda fyrstu læri- sveinar hans, önnur grúppan svo og hin þriðja verið fjar- tengdust. En auk þessara tólf var stór hópur fyrir utan, af báðum kynjum. Á næstu vikum mun ég fjalla um þessar tólf hetjur, eina af annarri; þrettán raunar, ekki skal Mattías, arftaki Júdasar Ískaríot, verða útundan. Við getum svo ótalmargt af þeim lært, m.a. það að við – sem eig- um oft og tíðum bágt með að skilja hlutverk okkar í þessu öllu – erum mikilvægari í hinni góðu baráttu en við oft höldum; að við skiptum óendanlegu máli við útbreiðslu trúarinnar með því einfaldlega að vera til og benda með líferni okkar á þann, sem við erum helguð í skírninni. Tólf hetjur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Seint verður læri- sveinunum tólf full- þakkað að hafa lagt af stað með hinn kristna boðskap út í heiminn forðum daga. Sigurður Ægisson lítur til þessara einstöku manna og bendir á að af þeim megi ýmislegt læra, þótt bráðum skilji þarna 20 aldir á milli. Fyrirtæki til sölu  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum — tryggur kúnnahópur.  Stór sérverslun með heimilisvörur. Eigin innfluttningur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Lítil vélsmiðja, vel tækjum búin, frábær fyrir tvo duglega félaga.  Kvenfataverslun á Akureyri með góð merki. Eigin innflutningur.  Framleiðslubakarí í Hafnafirði með eða án verslunnar. Tilvalið fyrir bak- ara sem langar í eiginn rekstur.  Höfum nokkur góð fyrirtæki á Suðurnesjum fyrir rétta aðila.  Stórt iðnfyrirtæki með þekktar neysluvörur. Ágæt EBITDA.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann.  Rótgróðið hverfablað með miklar auglýsingartekjur.  Glæsileg myndbandasjoppa í Vesturbænum með langa og góða rek- strarsögu. 60 m. kr. ársvelta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur. Auðveld kaup.  Lítil en þekkt smurbrauðstofa og veisluþjónusta með góð tæki og mikla möguleika.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Velta síðasta árs 40 m. kr. og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Listasmiðja með áherslu á steinavinnslu, gler og leir. Tilvalið til flutnings út á land.  Stafræn ljósmyndaþjónusta og hefðbundin á besta stað í miðbænum. Tilvalið fyrir hjón sem vilja fara í eigin rekstur. Auðveld kaup.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó. Gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti.  Hjólbarða- og bifreiðaverkstæði vel tækjum búið.  Lítil en góð heildverslun með gjafavöru, tilvalið fyrir 1—2 eða sem við- bót við annan rekstur. Auðveld kaup.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Söluturn og videóleiga í Hafnafirði. Tilvalið sem fyrsta fyrirtækið. Verð 4,5 m. kr.  Glæsilegur veitingastaður á Suðurnesjum, einungis fyrir fagmenn. Frá- bært tækifæri til að skapa sér nafn í faginu.  Viðgerðarverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn. Gott verð.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, einnig einhvern innflutn- ing. Upplagt sem sameiningardæmi.  Höfum ýmiss góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 FRÉTTIR Sumarferð starfsmanna Múla- lundar. Lokað verður eftir hádegi á morgun, mánudaginn 30. júní, vegna sumarferðar starfsfólks. Hér er um að ræða árlega ferð starfsfólks þar sem farið verður í Heiðmörk og grillað. Á MORGUN FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur borist áskorun frá Verkfræð- ingafélagi Íslands,VFÍ, og Tækni- fræðingafélagi Íslands, TÍ, til stjórnvalda um að veita ekki er- lendum aðilum starfsleyfi sem verkfræðingar eða tæknifræðingar án þess að ákveðin skilyrði séu upp- fyllt. Er þetta gert vegna atvinnu- leyfa á Íslandi fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga utan EES í tengslum við framkvæmdir vegna álvers á Reyðarfirði. Mælst er til að erlendir aðilar séu aðeins ráðnir að því tilskildu að ekki reynist unnt að fá til starfa Ís- lendinga með tilskilda menntun og sérhæfingu. Ef það reynist ekki unnt verði fullreynt að þeir sem sæki um atvinnuleyfi sem verk- fræðingar eða tæknifræðingar upp- fylli sömu kröfur og Íslendingar þurfa að gera til að geta kallað sig verkfræðing eða tæknifræðing. Gengið verði eftir því að erlendum verkfræðingum og tæknifræðing- um verði ekki greidd lægri laun en hér hefur verið samið um á almenn- um vinnumarkaði. Lægri launa- greiðslur skekki samkeppnisstöðu íslenskra verkfræðistofa og verk- takafyrirtækja. Nægur fjöldi fagmanna hér Í bréfi félaganna til félagsmála- ráðherra er undirstrikað að í land- inu sé nægur fjöldi verkfræðinga og tæknifræðinga sem geti leyst þau verkefni sem undir starfssvið þeirra falli varðandi framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði. Þar kemur jafnframt fram að gert sé ráð fyrir verulegri vinnu við hönnum mannvirkja af hálfu verktaka og ef ekki sé gætt ítrustu krafna um hæfni starfs- manna verktakans kalli slíkt á auk- ið eftirlit verkkaupa með tilheyr- andi kostnaði. VFÍ og TÍ Áskorun til stjórn- valda ÁTVR hefur opnaði vínbúð í Víkur- skála í Vík í Mýrdal, verslunarstjóri er Guðmundur Elíasson. Þetta er 80 tegunda verslun og eru tegund- irnar í upphafi valdar með hliðsjón af vinsældalistum í öðrum vínbúð- um, en hægt verður að panta aðrar tegundir ef þess er óskað. Þetta er 42. vínbúðin sem er opnuð á land- inu. Í tilefni af opnuninni var boðið til kynningar á húsnæðinu, einnig var boðið upp á veitingar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, Guðmundur Elíasson, verslunar- stjóri og varaoddviti Mýrdals- hrepps og Bryndís F. Harðardóttir. Vínbúð opnuð í Vík Fagradal. Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.