Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Brúarfoss væntanlegur. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Barði NK, Kolom- enskoe og Eridanus. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Lokað vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 12. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. sept- ember. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur fellur niður í kvöld vegna framkvæmda í Ásgarði. Vegna sum- arlokunar falla dans- leikir niður til 10. ágúst. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billj- ardstofan í Hraunseli opnuð kl. 9 á mánu- dögum og fimmtudög- um, alla daga vikunnar kl. 13.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Dekur- dagur á vinnustofunni 3. júlí kl. 13. Fótabað og létt herðanudd með Volare. Vinsamlegast skráið ykkur. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaus á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Félag eldri borgara í Kópavogi. Skrifstofan verður lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Vesturgata 7. Suður með sjó. Þriðjudaginn 8. júlí kl. 9 verður lagt af stað frá Vesturgötu suður með sjó. Reykjanesviti heim- sóttur. Saltfisksetur Íslands skoðað. Léttur hádegisverður og kaffi í Sjómannsstofunni Vör. Komið við í Bláa Lóninu og ekin Vatns- leysuströnd á heim- leið. Leiðsögumaður: Helga Jörgensen. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562 7077. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufu- tími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólki, sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, er bent áfund í Gerðu- bergi á þriðjuag kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3-5 og í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upplýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjudag og fimmtu- dag frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561- 5622. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9- 17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást nú í Lyfjum og heilsu í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500.- Í dag er sunnudagur 29. júní 180. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. (Jóh. 14, 6.) Birgir Ármannsson,nýkjörinn alþing- ismaður Sjálfstæðis- flokksins, er í svoköll- uðu netviðtali á frelsi.is. Í viðtalinu er m.a. rætt um hugmyndir Birgis í skattamálum og segir þar: „Í prófkjörsbaráttu Birgis var eitt af stefnu- málum hans að lækka tekjuskatt einstaklinga í 18 prósent líkt og hjá lögaðilum. Hann segir að þetta sé langtíma- sjónarmið en sér ekki fram á að samstaða ná- ist um það á næstunni. „En það breytir ekki þeirri skoðun minni að mér finnst að tekju- skattsprósenta ein- staklinga eigi að vera miklu lægri og það eigi að ná því fram með samræmingu skatt- þrepa, afnámi undan- þága og sparnaði á hin- um ýmsu sviðum ríkisrekstrarins.“     Birgir kveðst einnigaðspurður vera fylgjandi afnámi há- tekjuskatts, en há- tekjuskattur er í reynd tímabundinn skattur samkvæmt lögum og rennur því sitt skeið á enda um áramót nema heimildin verði endur- nýjuð. „Ég tel að það væri afar óskynsamlegt að framlengja þennan skatt,“ segir Birgir. En hvernig túlkar hann þá þögn sem er í nýjum stjórnarsáttmála um hátekjuskattinn? „Ég túlka þessa þögn þannig að menn ætli að láta núverandi lög hafa sinn gildistíma og mun sjálfur ekki styðja fram- lengingu á hátekjuskatt- inum. Ástæðan er auð- vitað sú að þessi skattur er stílbrot í skattkerf- inu. Skattkerfið er í raun og veru stighækk- andi og það álag sem felst í hátekjuskattinum þyngir skattbyrði þeirra sem eru í hærri tekju- kantinum, en hins vegar eru mörkin það lág að mjög margir hópar lenda í þessari skatt- heimtu án þess að endi- lega sé hægt að tala um það fólk sem sérstakt hátekjufólk. Þessi skatt- ur kemur mjög þungt niður á hópum sem ver- ið er að reyna að hjálpa eftir öðrum leiðum, til dæmis ungum fjöl- skyldum þar sem báðir aðilar leggja mikið á sig í vinnu til að koma sér upp heimili, borga niður námslán og fleira. Með því að flækja skattkerfið með þessum hætti er einnig verið að auka jaðaráhrif, sem er al- mennt óheppilegt og síður til þess fallið að hvetja menn til vinnu.“     Enn hefur ekki komiðskýrt fram opin- berlega hvað ríkis- stjórnin ætlast fyrir með hátekjuskattinn svokall- aða. Þessi skilningur al- þingismanns Sjálfstæð- isflokksins á málinu er athyglisverður og svo mikið er víst að sér- staka lagasetningu þarf til að framlengja há- tekjuskattinn. STAKSTEINAR Þýðir þögnin afnám há- tekjuskattsins? Víkverji skrifar... PÓSTSAMGÖNGUR á milli Kúbuog Íslands eru ekki upp á það besta, alltént er það reynsla Vík- verja sem á dögunum fékk póstkort frá manni sem var á Kúbu í vor. Kortið var dagsett 16. apríl og sett í póst samdægurs ef marka má póst- stimpil. Tveimur mánuðum seinna barst póstkortið til Víkverja. Merk- ing sendanda var til fyrirmyndar en eigi að síður gekk svo brösulega sem raun ber vitni að koma því til skila. Eins og yfirleitt er með póstkort þá innihalda þau ekki áríðandi skilaboð og svo var einnig um þetta, sem bet- ur fer. x x x FYRIR nokkrum árum var Vík-verji í Sydney í Ástralíu og sendi þaðan póstkort til Íslands. Þótt lengra sé á milli Sydney og Reykja- víkur en Havana og Reykjavíkur var kortið frá Sydney ekki nema fáeina daga á leiðinni. Var það sem betur fer komið í hendur viðtakanda á Ís- landi áður en Víkverja skolaði á ný upp á strendur Íslands. Hið sama verður ekki sagt um kortið góða frá Kúbu og sendanda þess. VÍKVERJI, eins og svo margir afhans ætt, á athvarf frá amstri daganna á Ströndum. Frændi Vík- verja og kona hans, sem eru komin á eftirlaun, hafa undanfarin ár dvalið allt upp í hálft ár í einu í húsi sínu á Ströndum og lifað á landsins gæð- um, sátt við flest nema útburðinn á póstinum þar um slóðir. Fyrst þegar þau fóru að eyða vor- inu og sumrinu á Ströndum var póst- urinn borinn til þeirra af sam- viskusemi. Fyrir örfáum árum var því hætt. Fyrir vikið kom það fyrir fyrst á eftir að böggull og bréf til þeirra heiðurshjóna beið í nokkra daga hjá afgreiðslumanni póstsins. Það var ekki fyrr en hringt var suð- ur til Reykjavíkur og leitað upplýs- inga hjá þeim sem sendi böggulinn, sem þau hjón áttu von á, að í ljós kom hvernig í pottinn var búið. Þegar þau komu komu í póst- afgreiðsluna til að vitja böggulsins kom í ljós að nú væri hætt að bera út póst í sumarbústaði á svæðinu, að- eins skyldi bera út í þau hús þar sem íbúar væru með heilsársbúsetu. Ekki skal dregið í efa að það getur verið erfitt fyrir póstburðarfólk í strjálbýlum sveitum að sendast með póst í alla sumarbústaði vítt og breitt. Hitt er svo annað mál hvort öðru máli gegnir ekki um fólk sem er nærri helming ársins í bústað sínum. Auk þess hlýtur það að vera krafa þess sem sendir póst og greiðir þar af leiðandi undir hann að pósturinn komist til skila, hvar sem viðtakand- inn er staddur hverju sinni, sé póst- urinn skilmerkilega merktur. Ekki á að þurfa að heimsækja póst- afgreiðslur með óreglulegan af- greiðslutíma til þess að athuga hvort einhver póstur hafi borist! Morgunblaðið/Ásdís Þekkir þú konuna á myndinni? ÞESSI mynd var tekin í Kent á Englandi. Konan til vinstri heitir Gunnvör.Vin- kona hennar, Renata, sem er til hægri á myndinni, leitar hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband í síma 899 8306. Skýr svör óskast MIG langar að vita hvers vegna ekki er hægt að aug- lýsa í blöðum hvar bannað sé að hafa lausa hunda og hvar ekki. Svo að þetta sé í eitt skipti fyrir öll á hreinu fyrir fólk sem langar að vera úti í náttúrunni og hreyfa sig án þess að eiga sífellt von á lausum hund- um. Allmargir eru mjög hræddir við hunda, sbr. undirrituð. Að lokum vil ég fá skýr svör við því hver á að sjá um merkingar, t.d. í Heiðmörk og við Hvaleyr- arvatn um að hundahald sé algerlega bannað. Aðalheiður. Óhefðbundnar lækningar MIKIÐ hefur verið talað um óhefðbundnar lækningaaðferðir og marg- ir blásið á þær sem ein- hverjar skottulækningar. Eftir margra ára mígreni, bakverki og grindargliðn- un var ég orðin úkula von- ar um verkjalausa daga. Ég var orðin háð verkja- lyfjum og mígreni-lyfjum sem mér þótti ekki gott mál. Mér var sagt að bak- verkirnir í mjóbaki væru komnir til að vera og stundum væri ég slæm og stundum góð. Ég hef lent í tveimur bílslysum og þremur hestaslysum svo að bakið hefur svo sem fengið sinn skerf. Grind- argliðnun er nú eitthvað sem margar konur hafa þurft að glíma við og sagt að myndi lagast á ca. tveimur árum, en eftir fjögur ár hefur ekki verið mikil breyting hjá mér. Eftir langa íhugun og eftir að hafa spurt fólk sem hefur farið í nálarstungur og kínverskt nudd ákvað ég að reyna, allt er þess virði að verða verkjalaus. Mér var bent á kínversku nuddstofuna í Hamraborg 20a. Ég fór þangað og eftir tvo tíma, þar sem var unn- ið með efri hluta líkamans, hef ég ekki fengið höfuð- verk eða verki í háls og herðar. En eftir fjóra tíma gat ég hreyft höfuðið án þess að finna til og ég hef ekki fengið mígrenikast í 10 daga. Nú er verið að vinna með neðri hluta baksins og mjaðmagrind og viti menn, ég get hreyft mig snöggt án þess að læs- ast. Það er fagfólk sem sér um alla meðferð og ég get mælt eindregið með þess- ari stofu þar sem fagfólk er og veitir fyrsta flokks þjónustu. Ég mæli með því fyrir þær konur sem eiga við grindargliðnun að glíma eða önnur stoðkerf- isvandamál, að prófa einn tíma. Ég sé fram á verkja- lausa daga og betri líðan það sem eftir lifir sumars. Ein ánægð. Góð þjónusta MIG langar til að þakka þeim hjá Símanum Inter- net fyrir alveg eðal-þjón- ustu. Ég hef oft lent í vandræðum með tölvuna mína og þeir hafa alltaf hjálpað mér frá a-ö, alveg frábær þjónusta. Ekki bara með netið heldur allt í sambandi við tölvuna. Þeir eiga svo sannarlega heiður skilinn. Kærar þakkir fyrir allt. Ásta. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 tregnæm, 8 buxur, 9 jarðeign, 10 knæpa, 11 hella, 13 blómskipan, 15 hringiðu, 18 vinningur, 21 bók, 22 dánu, 23 kján- ar, 24 utan við sig. LÓÐRÉTT 2 grunn skora, 3 ávöxtur, 4 mannsnafn, 5 alda, 6 bí- lífi, 7 drepa, 12 væl, 14 ákefð, 15 glaum, 16 al- næmi, 17 botnfall, 18 or- sakast, 19 borguðu, 20 magurt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hugur, 4 snæri, 7 púðum, 8 eflir, 9 mær, 11 Njál, 13 agar, 14 áttin, 15 þang, 17 nart, 20 ana, 22 gæt- in, 23 lekur, 24 reiði, 25 afræð. Lóðrétt: 1 hæpin, 2 goðgá, 3 römm, 4 sver, 5 ærleg, 6 iðrar, 10 ættin, 12 lág, 13 ann, 15 þegir, 16 netti, 18 akk- ur, 19 tárið, 20 angi, 21 alda. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.