Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert ætíð ung(ur) í anda og nýtur þess að dansa og hlusta á tónlist. Lífsgleði þín gerir það að verkum að aðrir hrífast með þér. Þú ert mik- ill mannþekkjari. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn gæti orðið ánægju- legur. Það er þó undir þér komið. Hamingja felst í því að vera ánægð(ur) með það sem maður hefur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samtöl við kunningja og vini eru gefandi í dag. Engin spenna er í loftinu og því skaltu taka lífinu með ró. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinir eru ánægðir að sjá þig í dag! Nú væri gott að stunda viðskipti og gera hluti með kunningjahóp sínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að fá eilítið næði í dag. Það gæti reynst róandi að leysa krossgátuna í blaðinu. Gerðu hvaðeina sem felur í sér slökun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áætlanir sem fela í sér ferða- lög höfða til þín í dag. Þú hef- ur mikinn áhuga á einhverju sem er í brennidepli hjá fjöl- miðlum þessa stundina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinur gæti rétt þér hjálpar- hönd við að flytja búnað þinn eða eigur. Einnig gæti ein- hver gefið þér góð ráð varð- andi fjármál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er ákjósanlegt að gefa sig á tal við einhverja áhrifa- mikla persónu. Nánir vinir bíða óþreyjufullir eftir niður- stöðum samtalsins. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er dásamlegur dagur til þess að stunda vinnu sína af krafti! Þú getur komið miklu í verk, og það sem meira er, þér líkar vel við samstarfsfólk þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sökum stöðu himintunglanna þarftu að sýna öðrum þolin- mæði og gjafmildi. Eftir nokkra daga verður þessu öf- ugt farið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Umræður um hin ýmsu mál í fjölskyldu þinni ganga snuðrulaust fyrir sig í dag. Ekki hika við það að koma með athugasemdir. Þeim verður vel tekið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugur þinn er skýr og skap- andi í dag. Það eru margir hlutir sem þú kýst að koma í verk og þér mun takast það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að koma þér í form. Þú hefur mikla orku og ert í skapi til þess að hreyfa þig. Allar tegundir íþrótta heilla þig þessa stundina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VÍSA Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta eg. Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld. LJÓÐABROT HLUTAVELTA SABINE Auken spilaði sitt fyrsta alþjóðamót í Brighton 1987. Hún gleym- ir þessu spili aldrei, sem kom upp í leik við heima- menn: Norður ♠ Á8 ♥ 54 ♦ ÁKG9652 ♣Á2 Suður ♠ KG10 ♥ K83 ♦ 108 ♣D9654 Sabine varð sagnhafi í þremur gröndum í suður og fékk út lítið hjarta. Á andstöðunni var eitt þekkt- asta kvennapar Breta, Nic- ola Smith og Pat Davis. Austur lét hjartagosann í fyrsta slaginn. Hvernig myndi lesandinn spila? Hér er það tíguldrottn- ingin sem allt snýst um. Það má toppa litinn eða taka hámann og svína svo gosanum. Líkurnar eru svipaðar, en þó er heldur betra að taka ÁK. Slíkar vangaveltur koma þó spilinu lítið við. Sabine fann drottninguna í FYRSTA slag – hún „vissi“ að austur var með hana þriðju! Norður ♠ Á8 ♥ 54 ♦ ÁKG9652 ♣Á2 Vestur Austur ♠ D7652 ♠ 943 ♥ D10962 ♥ ÁG7 ♦ 7 ♦ D43 ♣83 ♣KG107 Suður ♠ KG10 ♥ K83 ♦ 108 ♣D9654 Það var glæsileg vörn hjá Pat Davis að láta hjartagosann í fyrsta slag. Ef hún tekur á ásinn og spilar meira hjarta, dúkkar sagnhafi og rýfur sam- bandið í hjartalitnum. En þessi ákvörðun kostaði ör- litla umhugsun, pínulítið hik, sem Sabine veitti at- hygli. Slíkt hik – þótt lítið sé – er ástæðulaust nema austur hafi um eitthvað að hugsa. Og austur gat ekki þurft að íhuga neitt nema eiga hjartaásinn með gos- anum og auðvitað tígul- drottninguna valdaða. Sab- ine beit því á jaxlinn og dúkkaði hjartagosann! Kjarkmikil ákvörðun, byggð á borðtilfinningu og engu öðru. Það er gaman að finna drottningar á þennan hátt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5. Bg2 d6 6. d4 Rbd7 7. Rbd2 c6 8. 0-0 Dc7 9. e4 a5 10. a4 b6 11. He1 Ba6 12. h3 e5 13. dxe5 dxe5 14. Bf1 Bxf1 15. Kxf1 Had8 16. De2 Hfe8 17. Had1 Rc5 18. Kg2 Hd7 19. Dc4 Rh5 20. Rf1 Hxd1 21. Hxd1 Rf6 22. He1 Rfd7 23. Re3 Rf6 24. Rg4 Rxg4 25. hxg4 Hd8 26. De2 Re6 27. Hd1 Rd4 28. Bxd4 exd4 29. e5 c5 30. e6 He8 31. exf7+ Dxf7 32. Db5 Hf8 33. Dc4 Dxc4 34. bxc4 Hd8 35. Re1 He8 36. Kf1 Bh6 37. Rd3 He4 38. f3 He6 39. f4 Bf8 40. He1 Hd6 41. He8 Kf7 42. Hb8 Bg7 43. Hb7+ Kf8 44. Kf2 He6 45. g5 h5 46. gxh6 Bxh6 47. Re5 g5 Staðan kom upp á SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Skákþingi Hafnarfjarðar sem lauk fyrir skömmu. Sævar Bjarnason (2.300) hafði hvítt gegn Sigurbirni Björnssyni (2.335). 48. Hxb6! Hxb6 49. Rd7+ Kf7 50. Rxb6 gxf4 51. g4! Ke6 52. Kf3 d3 53. cxd3 Ke5 54. Rd5 Bg5 54. ... Kd4 hefði engu bjargað vegna 55. Rxf4 og hvítur vinnur. 55. Rc7 Bh6 56. Rb5 Bg7?! 56. ... Bg5 var betra. 57. g5 Bf8 58. Kg4 Bg7 og hvítur vann. Laugavegi 46 • sími 561 4465 • Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 • lau. frá kl. 10-16. Útsalan hefst á morgun VELVILDARMAÐUR þessara pistla benti mér á eftirfarandi fyrisögn, sem stóð í Mbl. 6. apríl sl.: Ótrúlega gaman að aka í púðursnjó [feitletr- að hér]. Þar segir frá snjósleðaferð í Kletta- fjöllunum í Kanada. Í frásögninni er talað um, að þeir fóru á snjósleðum um stíga, sem engir voru búnir að fara á undan þeim. Síðan segir orð- rétt: „Þeir voru því ótroðnir og púðursnjór yfir öllu, sem var okkur framandi. En það krefst allt öðruvísi ökutækni að aka í púðursnjó en harð- fenni, eins og við erum vön hérna heima.“ Við- mælandi minn gizkaði á, að þetta væri bein þýð- ing á ensku orði, powder- snow. Trúlega er það rétt ágizkun, enda þótt ég finni það orð ekki í Ensk-íslenzku orðabók Arnar og Örlygs. Vita- skuld skilja allir, við hvað er átt með þessu orði, enda púður vel þekkt í íslenzku. Ein merking þess er einmitt duft til að bera á hörund. Hér hefur því einhverj- um dottið í hug að líkja snjónum við duft og þannig farið að tala um púðursnjó. Aftur á móti er þetta orð með öllu óþarft í máli okkar og ætti helzt aldrei að heyr- ast eða sjást, meðan við höfum jafn ágætt orð og lausamjöll, sem ég held – eða vona a.m.k., að allir kannist við og þá ekki síður vélsleðamenn, sem þykir trúlega skemmti- legast að þeysast um ný- fallinn snjó, þ.e. lausa- mjöllina. Orðabók Háskólans hefur dæmi um lausamjöll frá því á 17. öld, en ekkert dæmi um púðursnjó, enda það örugglega lítt þekkt eða óþekkt í máli okkar fyrr en þá á síðustu árum. Vel má vera, að vélsleða- menn noti það eitthvað í sínu máli. Sé svo, bendi ég þeim á að nota heldur íslenzka orðið. lausa- mjöll, enda er merking þess gagnsæ og öllum auðskilin. – JA.J. ORÐABÓKIN Púðursnjór – lausamjöll Þessir duglegu krakkar úr Kvíslunum héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau kr. 8.939. Þau eru: Styrkár, Snæþór, Ásgrímur, Snorri, Páll Halldór, Elsa Björk, Sveinbjörg og Þóra Silja. Á myndina vantar Diljá, Sigrúnu, Bergdísi, Signýju og Guðmund. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sól- arhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar- hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Lágafellskirkja. Bænastund á mánudags- kvöldum í Lágafellskirkju kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er vitnisburðasamkoma kl. 20. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Sunnudagur 29. júní: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Jóhannes Hinriksson. Sönghópur unglingastarfs Fíladelfíu sér um lofgjörðartónlistina. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudagur 2. júlí: Biblíulestur og bænastund /Vörður Leví Traustason. Allir hjartanlega vel- komnir. Fimmtud. 3. júlí: Eldur unga fólks- ins kl. 21. Allir hjartanlega velkomnir. Föstud. 4. júlí: Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Filadel- fia@gospel.is. Morgunblaðið/SverrirLágafellskirkja. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.