Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Lárétt 1. KR hristi víti fram úr erminni fyrir Jesú. (5,7) 5. Eftirtektarlaus á gelt. (6) 9. Setja út á mína tíma? (6) 10. Uppgötvar sveigðar. (6) 11. Dulskynjun sem virkar fjarri Hafnarfirði. (8) 13. Herskip sem kom með lögbók? (8) 15. Ekki er ómjúkur. Jú víst. (11) 16. Bókfærsla án fals finnst í þessu riti. (5) 18. Blóm föður Rakelar. (12) 20. Olía í Gamla testamentinu fyrir risa. (6) 22. Nálægt haus lát þú þetta. (7) 24. Aðallíffæri Cynara scolymus? (12) 26. Eru þau til lýsingar í bílum? (8) 27. Göfugur asni dó á galtarveiðum. (6) 29. Fæðing í fljótheitum? (6) 30. Aðall horfir á flóðbyrjun. (6) 31. Frú fór yfir fljót. Furða á þeim bæ. (11) Lóðrétt 2. Hótel sem Cleese rekur við Sauðárkrók. (10) 3. Heimili óþekks drengs yfirfullt af kisum. (8) 4. Færsla í stílabók er ýkja. (10) 6. Ferðalag niður fljót fer eftir tíðarfari. (6) 7. Taka skrift og jafna henni á síðu. (10) 8. Það er á mörkunum að sauðatað hafi par af kúlum. (5) 12. Yngri surtur bað um fugl. (14) 14. Veikleiki sem við fáum frá Grikkja. (13) 17. Gylla ginnta Svía í riti? (11) 19. Brenna leir og gera þverúðugan. (8) 20. Í skapi hvorki bjartsýnn né svartsýnn. (9) 21. Kraftur í hluta af vörubíl. (5) 23. Af tónverki öðru er Sen hrifinn. (9) 24. Það er vegna þess að það er lausnin. (3+2) 25. Bara BT býður upp á afslátt. (6) 28. Sætindi Spíró. (5) 1. Hvað heitir nýja plata hljómsveit- arinnar Maus? 2. Hver var valin af tímaritinu Forbes áhrifamesta stjarna í heimi? 3. Hvað heitir höfundur Harry Potter bókanna og hvað heitir fimmta bókin? 4. Uppi varð fótur og fit þegar Aar- on Barschack birtist sem boð- flenna í afmæli hvaða pilts? 5. Goldie Hawn verður brátt amma. Hvað heitir dóttir hennar sem senn verður léttari? 6. Hvað heitir rúmenska sígauna- hljómsveitin sem spilaði á Nasa á fimmtudag? 7. Robbie Williams hefur byrjað að plástra sárin við gamlan félaga sinn Mark Owen. Í hvaða hljóm- sveit léku þeir? 8. Chris Martin úr Coldplay segist syngja um kærustu sína í lag- inu Moses. Hver er konan? 9. Keppni um fallegasta yfirvara- skeggið var haldin á þriðjudag. Við hvern er keppnin kennd? 10. Hvað heitir þessi sjarmör sem leikur í CSI þáttunum og íhugar að kaupa sér íbúð hérna? 1. Musick. 2. Vinurinn Jennifer Aniston. 3. J.K. Rowling er höfundurinn og Harry Potter og Fön- ixreglan (Harry Potter and the Order of the Phoneix) heitir bókin. 4. Hann birtist í afmæli Vihjálms bretaprins. 5. Dóttir hennar er Kate Hudson. 6. Fanfare Ciocarlia eða Lúðrasveitin logandi. 7. Hljómsveitinni Take That. 8. Gwyneth Paltrow 9. Keppnin er kennd við Tom Selleck 10. Hann heitir Eric Szmanda Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Lárétt: 1. Blekkingarvefur, 8. Stórkross, 9. Nemesis, 11. Ritskoða, 12. Brunahani, 14. Snegla, 15. Iðrun, 16. Rómantík, 18. Puntrófur, 19. Beinast, 20. Roskinn, 22. Rakspegill, 23. Norn, 24. Nóterað, 26. Botnlag, 28. Rókókó, 29. Nauða, 30. Ansans, 31. Grátvíðir. Lóðrétt: 2. Litlijón, 3. Kökukefli, 4. Núorðið, 5. Við+dauðans+dyr, 6. Finnlandía, 7. Remúlaði, 10. Steinrunninn, 12. Brimarhólmur, 13. Minn- isverðar, 14. Skipperinn, 16. Refsiguð, 17. Óttasleginn, 19. Bíkarbónat, 21. Ofsjónir, 25. Amaba, 27. Náðuð. Vinningshafi krossgátu Guðný Málfríður Pálsdóttir, Álfhólsvegi 12a, 200 Kópavogi. Hún hlýtur í verðlaun bókina Röddin, eftir Arnald Indriðason, frá Vöku Helgafelli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út fimmtudaginn 3. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n ATVINNUÁSTAND hjá byggingar- mönnum í Eyjafirði hefur verið með besta móti undanfarið. Það sést til dæmis á því að undantekningarlítið hafa tilboð sem borist hafa í einstök verk á Akureyri verið nokkuð yfir kostnaðaráætlunum. Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna Eyjafirði, sagði við Morgunblaðið að staðan hafi verið tiltölulega góð und- anfarin tvö ár. „Ég sé ekkert fram- undan sem ætti að breyta því, þannig að það verður gott ástand næsta árið. Markaðurinn er í nokkuð góðu jafn- vægi, þá er hann frekar í efri þol- mörkum, en ekki yfir það. Þannig að ég er bara tiltölulega bjartsýnn. Nú á að fara að byggja í Naustahverfinu, þó að hægt sé að setja spurningar- merki við alla þessa íbúðarbyggð en það virðist samt allt saman seljast. Samt finnst mér vera einhver merki þess að þær séu aðeins að safnast fyr- ir á markaðinum núna,“ sagði Guð- mundur. Menn og fyrirtæki hafa verið að sækja vinnu hingað í bæinn undanfar- ið. „Fyrirtæki frá Dalvík hafa nánast verið eingöngu hér að vinna og hér hafa verið starfandi fyrirtæki frá Reykjavík, Húsavík, Vopnafirði og jafnvel lengra austur. Í vetur þurfti að sækja múrara til Reykjavíkur til að vinna í stórum verkum og sem dæmi um verk má nefna nýju nemenda- garðana. Pípulagningamenn hafa komið frá Kópavogi og Blönduósi, svo það er töluvert að menn hafi komið hingað til vinnu. Þetta er jákvæð breyting frá því sem var á síðasta ára- tug,“ sagði Guðmundur. Formaður Félags byggingarmanna Eyjafirði Bjartsýnn vegna góðs atvinnuástands SLÁTTUR hófst í Mývatnssveit á sólstöðum og strax á mánudag er verið að hirða tún í Reykjahlíð og Vogum. Varla er um að tala betri verkun en þessa því að grasið þorn- ar undan sláttuvélinni og er komið í rúllu næsta dag. Hér er verið að hirða af túni við Gamla bæinn í Reykjahlíð. Nú er vandinn sá að heyrúllur frá liðnu sumri standa víða í hundraðatali við bæi og er vandséð hvað um þær verður. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Heyskapur við Reynihlíð Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.