Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 49
fötin frá þessu tímabili gjarnan kom- ist í tísku, eða krakkar hafa að minnsta kosti klætt sig upp í Grease- föt til tilbreytingar. Ekki er víst að þröngar buxur, leðurjakkar og víð rokkpils nái vinsældum nú þar sem uppfærslan er staðfærð. Aldrei hefur Grease-stíllinn kom- ist eins mikið í tísku og eftir að Grease-myndin var frumsýnd hér- lendis árið 1979 eins og skrifað er um í grein í Morgunblaðinu 11. mars það ár. Satínpils og gallonbuxur „Það er engu líkara en eitthvað sem kalla mætti Grease-æði hafi gripið íslenska unglinga, því nú þykir enginn maður með mönnum nema hann klæðist Grease-fatnaði og kunni Grease-dansana,“ segir í greininni og er fötunum lýst nánar. „Einkennandi fyrir þennan fatnað eru svartar gallonbuxur og svartur gallonjakki með grófum rennilásum til skrauts. Einnig eru til svartir jakkar úr leðri en þeir eru mun dýr- ari og minna keyptir. Buxurnar þurfa helst að vera svo þröngar að það líti svo út að þær séu málaðar á. Mikil átök þarf því oft til þess að koma rennilásnum upp og er öllum brögðum beitt til þess. Eitt besta ráðið til þess að koma renilásnum upp er einfaldlega að leggjast flatur á gólfið og fá svo einhvern til þess að hjálpa til,“ segir þar en tekið er fram að sérstakir Grease-bolir séu notaðir við buxurnar og „á þá eru prentaðar myndir af sjálfum John Travolta“. Föt úr satíni komust einnig í tísku og voru pils úr satíni einn vinsælasti fermingarfatnaðurinn fyrir stúlkur það árið. Unglingar árið 1979 virðast ekki síður hafa eytt peningunum sínum í föt heldur en nú tíðkast. „Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá afgreiðslufólki tískuverslananna, virðast unglingarnir hafa ótrúlega mikla peninga til að kaupa þennan fatnað og þegar nýjar sendingar koma seljast þær upp nær samdæg- urs,“ segir í greininni. Þarf 2–3 þvotta til að ná brilljantíninu úr Þar kemur fram að ekki sé þó nóg að vera í Grease-fötum því strákarnir verði að greiða sér eins og John Travolta „og það tekst ekki nema notað sé brilljantín“ og var það ákveðnum erfiðleikum háð. „Brillj- antínið er eingöngu fita og þarf tvo til þrjá þvotta til að ná því úr,“ segir í greininni en þær brilljantínbirgðir sem til voru í landinu seldust upp á skömmum tíma þegar æðið byrjaði. „Þessi hárgreiðsla virðist þó ekki hafa náð neinum teljandi vinsældum erlendis og má því segja að þetta brilljantínæði sé séríslenskt fyrir- bæri.“ Mikið er dansað í Grease og hefur myndin gjarnan ýtt undir áhuga ung- linga á dansinsum og var svo árið 1979. Til voru sérstakir danshópar sem lærðu eingöngu dansa úr Grease hjá Heiðari Ástvaldssyni. „Aðsóknin í dansskólana hefur aukist mjög mik- ið í vetur miðað við síðustu ár og aldr- ei hefur verið eins mikið um það að strákar læri að dansa og nú í vetur,“ segir í greininni. ingarun@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 49 lif u n Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí innlit á Suðurlandi • grænmetisuppskeran • ísréttir • gott í garðinn • hönnun ytra rýmis • heitir drykkir • öðruvísi hugmyndir í bústaðinn • léttir réttir rúmsloft við upptökurnar og mér virðist það skila sér í afrakstrinum.“ Að sögn Matthíasar eru allar líkur á að með þessari plötu láti bandið gott heita að gera arfleifð Jónasar Árna- sonar skil í plötuútgáfu: „Við spilum hann samt auðvitað áfram enda hefur hann fylgt bandinu frá því það fór fyrst að spila fyrir 16 árum. Hann verður áfram með bandinu.“ Fram- tíðina í útgáfumálum og tónlistar- stefnu bandsins segir Matti óráðna en hann tekur þó vel í hugmyndir um að gera „live“ plötu eða jafnvel óraf- magnaða, en segir að allt slíkt verði þó að ráðast seinna. Hefðbundið sumarfrí Framundan er mikið annríki hjá hljómsveitinni en Matthías segir þá RÉTT rúmt ár er liðið síðan írsku- skotna þjóðlaga- og danslagahljóm- sveitin Papar gaf út plötuna Rigg- arobb þar sem Jónasi Árnasyni og söngtextum hans var hampað á þá vegu sem Pöpunum einum er lagið. Nú er komin út önnur plata þar sem textar Jónasar eru enn og aftur í aðal- hlutverki og ber útgáfan titilinn Þjóð- saga. „Málið með Riggarobb, og í leið- inni aðdragandinn að þessari nýju plötu, var að við fundum 40 lög sem okkur þóttu skemmtileg og vildum setja á plötu,“ segir söngvari hljóm- sveitarinnar til þriggja ára, Matthías Matthíasson, um tilurð plötunnar: „Lögin áttu öll vel heima í þessu verk- efni og lengi vel gældum við við þá hugmynd að hafa Riggarobb jafnvel tvöfalda.“ Það varð þó úr á endanum að gefa lögin út í tvennu lagi en í aug- um Matthíasar er um eitt samfellt verkefni að ræða. Birgitta, Andrea, Bubbi og fleiri Fyrri platan seldist með endemum vel og hafa í dag vel á ellefta þúsund eintaka selst og því augljóst að Jónas og Papar eiga upp á pallborðið, enda jafngildir þetta því að plötuna megi finna á rúmlega 10. hverju heimili á landinu. Auk Papanna tók þátt í gerð fyrri plötunnar fríður hópur gesta. Margir þeirra eru snúnir aftur til að taka þátt í Þjóðsögu en þar má nefna Birgittu Haukdal sem syngur lagið um „Árans kjóann hann Jóhann“ og Bubba Morthens sem syngur „Það skrifað stendur“. Stefán Karl Stefánsson syngur sína dýpstu tóna í laginu „Svarta satans hjörð“ og Andrea Gylfadóttir tekur tvö lög með Pöpun- um. Til viðbótar má nefna Einar Ágúst Víðisson, Hermann Inga Her- mannsson, Bergsvein Árilíusson og Björn Björnsson ásamt Karlakór Dal- víkur. „Það eru að miklu leyti sömu gestir sem taka þátt í plötunni með okkur. Þau höfðu ofboðslega gaman af þessu síðast og fóru jafnvel með okkur á Riggarobb-tónleika sem við héldum meðal annars á Akureyri og Vest- mannaeyjum. Svo bætist til dæmis við hann Bubbi, sem er Papa-aðdá- andi númer eitt og vildi endilega vera með,“ segir Matthías og skellihlær. Auk Matthíasar er hljómsveitin skipuð þeim Dan Cassidy fiðluleikara, Eysteini Eysteinssyni trommu- og slagverksleikara, Georgi Ólafssyni á bassa, Páli Eyjólfssyni á hljómborð og Vigni Ólafssyni á banjó. Bandið á langa sögu, hefur starfað síðan 1986 og er þetta 8. plata hljómsveitarinnar. Afslöppuð upptaka Matthías segir plötuna hafa verið tekna upp að mestu án utanaðkom- andi hjálpar, og segir að það skili sér: „Við vorum ekki með utanaðkomandi upptökumenn eða neitt þess háttar, nema þá þegar ég var að syngja. Fyr- ir vikið var mun afslappaðra and- félagana meira eða minna bókaða út árið. Þeir taka sér þó venjubundið frí í ágúst: „Við tökum okkur alltaf sum- arfrí í ágúst. Eftir því sem frægðar- sólin hefur risið hærra hefur það þó gerst að saxast hefur á fríið, sem áður var ríflega mánuður en er núna um þrjár vikur. Við tökum verslunar- mannahelgina og næstu helgi eftir það en tökum okkur síðan hvíld fram í byrjun september.“ Þangað til verða þeir þó á fullu en aðdáendur þeirra og söngtexta Jónas- ar Árnasonar geta heyrt þá spila nýju lögin á útgáfutónleikum í dag í Hag- kaupum í Smáralind kl. 15.00 en fyrir þá sem vilja dansa ærlega verða þeir á Players í Kópavogi í kvöld. Papar gefa út Þjóðsögu, aðra plötu sína tileinkaða Jónasi Árnasyni Morgunblaðið/Arnaldur Paparnir síkátu: Eysteinn Eysteinsson, Vignir Ólafsson, Páll Eyjólfsson, Georg Ólafsson, Matthías Matthíasson og Dan Cassidy. Til heiðurs Jónasi Árnasyni – aftur asgeiri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.