Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4. enskur textiSýnd kl. 4. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B i. 12 HL MBL SG DV 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi 97.7 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. kl. 8 og 10. Bi. 16. Síðustu sýningar í STÆRSTA kvikmyndasal landsins Sýnd kl. 6. Bi. 14. with english subtitel ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! t l r i l t r r t t! AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney X-IÐ 97.7 DV ÞÓTT ÍSLENDINGAR ogEvrópubúar yfirleitt hafi lít-ið af því að segja er vinsæl-asta tónlistarstefnan vestan hafs sveitartónlist eins og sjá má á listum yfir metsöluplötur. Sveitar- tónlist er þó ekki bara glans og glamúr frá Nashville, heldur spann- ar hún ótal afbrigði, allt frá frum- stæðri fiðlu- og banjótónlist úr Apallachian-fjöllum í gljáfægða met- sölutónlist. Gerjunin er líka mikil í sveitartónlistinni og óvenju mikil reyndar síðustu ár þar sem menn hafa verið að fást við það sem kallast alt.country eða nýsveitarrokk, nýblágresi, þjóðlagapopp, Honky Tonk, framúrstefnulega sveit- artónlist eða bara gamla góða Nash- ville-tónlist. Gillian Welch þekkja væntanlega flestir fyrir framlag sitt til mynd- arinnar O Brother, Where Art Thou?, en í henni söng hún lög með Alison Krauss og Emmylou Harris. Flestir hafa líklega farið á mis við framúrskarandi plötu hennar frá þarsíðasta ári, Time (The Revelat- or), sem var með bestu plötu þess árs, en dreifing á henni var í skötu- líki hér á landi. Nú geta menn þó tekið gleði sína, því ný skífa Welch, Soul Journey, hefur almenna dreif- ingu um heim allan á vegum Warn- er-útgáfurisans og því fáanleg hér á landi. Fjórða sólóskífan Soul Journey er fjórða sólóskífa Welch, en þó varla hægt að kalla plötur hennar sólóskífur því hægri hönd hennar (og sambýlismaður) er gítarleikarinn snjalli David Rawl- ings og hann semur öll lög með henni, útsetur og stýrir upptökum. Rawlings er aftur á móti frægur fyr- ir hlédrægni og kýs því að halda sig til hlés en leyfa Welch að fá heið- urinn. Tónlist Gillian Welch sver sig nokkuð í ætt við þá endurreisn sem á sér stað í bandarískri sveitatónlist sem sumir kalla endurkomu blágresisins en er frekar almenn vakning og trú á að einfaldleikinn sé bestur. Það mátti og glöggt heyra á síðustu skífu Welch sem var ein- staklega lágstemmd og blíð, þó með beiskum undirtón og þrungin ljúf- sárum trega. Á Soul Journey kveður aftur á móti við annan tón, óforvar- andis smýgur skældur rafgítar inn í lag, síðan rafbassi og trommur – er nema von að mörgum finnist þeir hafa verið sviknir, eða í það minnsta hafa margir kvartað yfir því að Welch sé ekki trú málstaðnum, enda eru engir eins íhaldssamir og byltingarmenn. Ekkert dregið undan Eins og Welch lýsir skífunni sjálf er hún sjálfsævisöguleg, „eins og allar plötur mínar reyndar, en að þessu sinni er ég sjálf að segja frá, beiti ekki fyrir mig utanaðkomandi sögumanni, og dreg ekkert undan.“ Platan var tekin upp í fyrstu viku marsmánaðar „og unnin hratt, ekk- ert spáð í upptökurnar eftir á vegna þess að ég vildi ekki að menn færu að velta hlutunum of mikið fyrir sér“. Aðstoðarmenn þeirra Welch og Rawlings á skífunni eru bassaleik- arinn Jim Boquist, liðsmaður Son Volt, dóbróleikarinn Greg Leisz, fiðluleikarinn Ketch Secor og gítarleikarinn Mark Ambrose, en annar hljóðfæraleikur var í höndum Welch og Rawlings, þar á meðal trommur, orgel og fjölda gítara. Sérdeilis rólyndislegur blær er yf- ir öllu saman, greinilegt að tónlistar- mennirnir voru ekki síst að skemmta sjálfum sér hvort sem þeir voru að spila nýmóðins blágresi eða sveita- rokk enda segir Welch að Soul Journey sé sólríkasta plata hennar, ef ekki heiðskírt þá að minnsta kosti léttskýjað. Mesta fjörið er í lokalagi plöt- unnar, Wrecking Ball, sem byrjaði sem óskipulagður spuni og endaði sem lag sem allt var spilað beint inn og sungið – fjörugt nýsveitarokk sem bendir til þess að þau Welch og Rawlings séu enn að bæta við sig; það verður gaman að heyra næstu skífu. Hryggjarstykki plötunnar eru þó lögin þrjú sem Welch flytur ein síns liðs, fyrstu hreinræktuðu sólólög hennar, þjóðlögin Make Me a Pallet On Your Floor og I Had a Real Good Mother and Father og lagið One Little Song sem hún samdi sjálf. Í spjalli á vefsetri sínu segist hún ekki hafa hugsað sér að gefa þau út, þetta hafi eiginlega verið upptökur sem hún gerði fyrir sjálfa sig. Sjálfsævisöguleg heiðríkja Bandaríska söngkonan Gillian Welch hefur löngum haft einfaldleikann í hávegum. Ný skífa hennar, Soul Journey, kom því mörgum úr jafnvægi. Gillian Welch Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Robbie Williams hefur viðurkennt að hann sé háður þunglyndislyfjum. Í opinskáu viðtali við breska tímarit- ið Q sagði hann frá sjúkdómi sín- um sem hann segir ættgengan. Í viðtalinu sagði söngfuglinn m.a.: „Ég held að ég sé ánægður vegna lyfjanna. Það er engin sérstök ástæða fyrir þunglyndi mínu og ég held að enginn skilji þetta í raun og veru. Þetta er líkt og að vera stunginn í fótinn og fólk segi að það geri ekkert til vegna þess að ég eigi sundlaug og hafi frá- bært útsýni.“ Robbie neitar þó að álag það sem fylgir frægðinni hafi eitthvað með veikindi hans að gera og bætir við: „Þetta snýst ekki um álag. Ég hélt það í fyrstu en þegar álagið minnk- aði gerði ég mér grein fyrir að þetta snérist einungis um það að vera þunglyndur eða ekki.“ Nýlega viðurkenndi hann að nú væri áralöng eiturlyfjaneysla byrjuð að taka sinn toll. Það er talið að bágbor- ið andlegt ástand hans og ofsóknar- æði hafi eyðilagt samband hans við Rachel Hunter. … Fregnir herma að móðir leikarans Ashtons Kutch- ers hafi lagt blessun sína yfir sam- band sonar síns við leikkonuna Demi Moore. Kutcher er 25 ára en Moore er 15 árum eldri. Haft er eftir Díönu Kutcher í bandarískum fjölmiðlum að henni þyki samband sonar síns og Moores ekkert óþægilegt. Hún sé sjálf 10 ár- um eldri en eiginmaður sinn, stjúp- faðir Ashtons. Díana segist vona að sonur sinn komi með nýju kærustuna í heim- sókn til fjölskyldunnar, sem býr á búgarði í Iowa. „Ég býst við að Demi komi í heimsókn og þurfi að fara gegnum hakkavél Kutcherfjölskyld- unnar eins og hver annar,“ sagði hún í samtali við tímaritið Heat. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.