Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 53 ÁLFABAKKI kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. Svalasta mynd sumarsins er komin. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Tilboð 300 kr ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.  X-IÐ 97.7  DV Tilboð 300 kr KEFLAVÍK kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12 AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15. Bi. 12 KRINGLAN Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Kl. 8 og 10.10. HVER kannast ekki við lög eins og „Sestu hérna hjá mér ástin mín“, „Einu sinni á ágústkvöldi“, „Kötu- kvæði“, „Anna í Hlíð„ og „Viltu með mér vaka“? Vonandi flestir er svar- ið en líklegt er að enn fleiri kynnist þessum lögum og mörgum til við- bótar við hlustun 22 ferðalaga með Kristjáni Kristjánssyni, eða KK, og Magnúsi Eiríkssyni, sem kemur út hjá Sonet, útgáfufyrirtæki Óttars Felix Haukssonar, á þriðjudaginn. Hugmyndin kom fyrst upp fyrir nokkrum árum, að gaman væri að gera gömlu lögunum góð skil með útgáfu nokkurs konar „rútubíla- plötu“. Þetta áttu að vera lögin, sem söngelskir syngja í ferðalög- um, á útihátíðum, í tjaldinu, við varðeldinn, í sumarbústaðnum eða bara á gleðistund í heimahúsum í góðra vina hópi. Upprunalegar útgáfur „Oft og tíðum er einfaldleikinn svolítið flókinn,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi og samstarfs- maður KK og Magnúsar á plötunni, þar sem við erum stödd á BSÍ, eðli- legu umhverfi laganna, fordyri náttúrunnar og ferðalaga. „Við ákváðum að fara þá leið að nota enga hljóðgervla eða auka- hljóðfæri heldur reyna að ná þessu eins upprunalegu og hægt væri, eins og flestir hafa lært lögin,“ seg- ir hann en KK og Magnús eru bara tveir á plötunni með tvo kassagít- ara auk þess sem munnharpan fær að vera með. „Við héldum að við myndum taka þetta upp á nokkrum dögum en það var ekki svo. Þetta tók þrjár vikur, bara í upptökum, því að ná þessum einfaldleika, þessum hlýleika og einlægni, það var flóknara en virð- ist í fyrstu,“ segir hann en fyrstu orðin sem koma einmitt upp í hug- ann við hlustun eru einlægni og ein- faldleiki. „Við vildum að það skini svolítið í gegn að þetta eru lög, sem manni þykir vænt um.“ Textar og gítargrip fylgja Inni í plötuumslaginu er að finna alla texta laganna og hljómarnir eru merktir á réttum stöðum. „Ef einhvern langar til að læra að spila lögin er það mjög aðgengilegt,“ segir hann en til viðbótar er gít- argripin að finna í bæklingnum. Diskurinn hefur því tvöfalt gildi segir Óttar. „Þetta er bæði skemmtiefni og kennslubók,“ segir hann. „Hugsunin á bak við þessi gít- argrip er að þetta sé gítarkennsla um leið,“ útskýrir Magnús. „Þegar batteríin eru búin í geislaspil- aranum í Þórsmörk tekur fólk bara gítarinn og gerir þetta sjálft,“ segir KK. Eins og áður sagði höfnuðu 22 lög á diskinum en valið var úr mörgum góðum lögum. Til að fá yf- irsýn yfir þann aragrúa af söng- lögum sem um var að velja leitaði Magnús á náðir Jónatans Garð- arssonar hjá Ríkisútvarpinu, sem tók saman langan lista yfir þau ís- lensk dægurlög sem oftast hafa hljómað á öldum ljósvakans í gegn- um árin. Vinsælustu rútubílalögin „Ég talaði við Jónatan og sagði honum að við værum að pæla í að gera plötu með svona rútubílalög- um. Hann tók vel í það að fara yfir það hjá Útvarpinu, hvað hefur verið spilað mest á síðustu öld,“ segir Magnús en Jónatan lét þá fá lista með um 200 lögum. „Við vorum búnir að mynda okkur skoðun áður og við Kristján vorum búnir að pæla mikið í þessari músík frá ’50 og ’60,“ segir Magnús. „Við erum búnir að vera að pæla í þessu í nokkur ár og viða að okkur upplýsingum. Maggi átti þessa hug- mynd frá byrjun,“ útskýrir KK. Félagarnir þrír voru sammála um hvaða lög ættu að hafna á plöt- unni. „En það vantaði eitt lag sem var ekki á listanum en það er „Sestu hérna hjá mér“. Okkur fannst það eiga heima þarna og bættum því við,“ segir Óttar Felix. Vinnuheiti plötunnar var „rútu- bílalögin“ en þeim fannst „ferða- lög“ vera þjálla orð. „Það er mjög viðeigandi. Eins og allt annað á þessari plötu kom þetta af sjálfu sér,“ segir KK. Tileinkuð mæðrum þeirra „Þetta eru eiginlega 22 ferðalög til fortíðar,“ segir Magnús en plat- an er tileinkuð mæðrum þeirra þriggja. „Þetta eru uppáhaldslögin þeirra mörg hver, sem þær ólust upp við,“ segir Óttar Felix. Lögin voru síðan útsett og æfð í maísólinni í garðinum hjá KK og, ef illa viðraði, í stofunni hjá Magnúsi. Í útsetningunum var haft að leið- arljósi að reyna að halda í þær raddsetningar, sem þeir lærðu af þeim eldri. „Þetta eru svo falleg og saklaus lög. Sex og sjö ára börn geta hlust- að á þau og sett sína merkingu í þau, markaða af sinni reynslu. Þau geta sett sinn skilning í textann,“ segir KK og bætir við að þetta séu „verðmæt lög“. „Þau eru svo falleg, þau eru rómantísk, erótísk og sak- laus,“ segir hann. Vinátta og virðing Allir ættu því að geta sameinast um þessi lög. „Þetta er hinn sameig- inlegi söngarfur þessarar þjóðar,“ segir Óttar Felix. KK og Magnús hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin og eru þeir báðir sammála um ástæðuna. „Það er vinátta og virðing,“ segir KK og Magnús tekur undir það en þess má geta að þetta er fyrsti diskurinn, sem þeir gera með lögum eftir aðra en sig sjálfa. Þeir eru sérstaklega ánægðir með útkomuna og segja að besta spilamennskan og söngurinn hafi endað á plötunni. Óttar Felix skýt- ur inn í að 3.000 eintök af plötunni hafi verið seld í forsölu viku fyrir útgáfu. Ástæðan? „Fólk elskar þessi lög,“ segir Magnús. KK og Magnús Eiríksson senda frá sér 22 ferðalög Lifandi þjóðlög Platan 22 ferðalög með KK og Magnúsi Eiríkssyni kemur út eftir helgina. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við KK, Magnús og útgefandann Óttar Felix Hauksson um þennan sameiginlega söngarf þjóðarinnar. Morgunblaðið/Arnaldur KK og Magnús á BSÍ, tilbúnir í ferðalag með kassagítarinn að vopni. Platan 22 ferðalög með KK og Magnúsi Eiríkssyni kemur út 1. júlí. Sonet gefur út. ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.