Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti.Sími 588 1200 EFNT verður til samkeppni um fram- tíðarskipulag Vatnsmýrar- og flugvall- arsvæðisins á kjörtímabili Reykjavík- urlistans í borginni, að því er fram kemur í viðtali við Þórólf Árnason borgarstjóra í blaðinu. Þórólfur segir Vatnsmýrina augljós- lega tækifæri innan borgarmarkanna. „Skipulagið gerir þó ekki ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu næstu árin en áform eru uppi um sam- keppni um heildarskipulag svæðisins á kjörtímabilinu,“ segir hann. Hann telur að flugvallarmálið eigi eftir að leysa sig sjálft innan fáeinna ára. „Ég hef fulla trú á því af því að ég tel að samgöngur á landi eigi enn eftir að batna,“ segir hann. „Fólk utan af landi fer í framhaldinu af því að gera ríkari kröfu um að komast beint úr innanlandsflugi í utanlandsflug og stór hópur erlendra ferðamanna á eftir að fagna því að komast beint frá Keflavík út á land. Ég held að bæði landsbyggð- in og ferðaþjónustan myndu hagnast á því ef boðið yrði upp á innanlandsflug beint frá Keflavík.“ Áhersla á miðborgina Spurður um hvort eitthvert verkefni á vegum borgarinnar veki sérstakan áhuga nefnir Þórólfur miðborgina. „Ég er mikill keppnismaður og hef einsett mér að leggja eins mikið af mörkum í miðborginni og kostur er á næstu þremur árum.“ Vatnsmýrar- og flugvallarsvæðið Sam- keppni á kjörtíma- bilinu  Borg tækifæranna 10/11 „ÞAÐ er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir að brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok.“ Svo kvað skáldið Einar Benediktsson en sumarið er tími útreiðartúra. Sumir láta nægja að ríða um næsta nágrenni meðan aðrir fara í lengri ferðir um stórbrotin öræfi landsins. Margir hestamenn líta á slík ferðalög sem hápunkt hestamennskunnar. Eins og sjá má á myndinni var fjölmenni í Þórsmerkurferð Sörlafélaga úr Hafnarfirði en mörg hestamannafélög standa fyrir skipulögðum útreiðartúrum fyrir félags- menn sína. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sumarið er tími styttri og lengri útreiðartúra UNDIRBÚNINGUR að lagningu nýs uppbyggðs heilsársvegar með bundnu slitlagi yfir Lyngdalsheiði milli Þingvalla og Laugarvatns er í fullum gangi. Vegurinn styttir leið- ina milli Reykjavíkur og Laugar- vatns og uppsveita Árnessýslu um 20 kílómetra. Nokkrir möguleikar á veglínum eru til athugunar en enginn þeirra gerir ráð fyrir að nýi vegurinn verði þar sem núverandi vegarstæði er. Tillaga að matsáætlun vegna framkvæmdarinnar hefur verið unnin og er til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Verði hún sam- þykkt fer framkvæmdin í umhverf- ismat og þegar það liggur fyrir er hægt að hefjast handa. Er vonast til að framkvæmdir geti hafist ekki síðar en næsta vor, en þegar hefur fengist fjárveiting fyrir tæpum helmingi af áætluðum heildar- kostnaði við veginn sem gæti orðið um 500 milljónir króna. Núverandi vegur um Lyngdals- heiði, en undir því nafni gengur leiðin manna á meðal þótt vegurinn heiti Gjábakkavegur, er krókóttur vegarslóði sem einungis hefur ver- ið opinn á sumrin, enda vegurinn ekki uppbyggður og því ófær sökum snjóa að vetrinum. Leiðin er mjög fjölfarin af ferðamönnum um sumartímann, þar sem styst er að fara þessa leið milli Þingvalla og Gullfoss og Geysis, auk þess sem fjölmennar sumarbústaðabyggðir eru í uppsveitum Árnessýslu. Þá hafa Laugarvatnshreppur og Þing- vallahreppur sameinast í sveitar- félaginu Bláskógabyggð, sem eru ein rökin fyrir lagningu vegarins, að því er fram kemur í matsskýrsl- unni. 16 km langur vegur Vegurinn um Lyngdalsheiði verður um 16 kílómetra langur. Nokkrar veglínur koma til greina, sem allar eru sunnar en núverandi vegur. Tveir möguleikar eru til at- hugunar að vestanverðu, Þing- vallamegin. Annars vegar vegteng- ing á svipuðum stað og núverandi vegur og hins vegar nokkru sunnar í landi Miðfells. Að austanverðu eru þrjár mögu- legar veglínur í athugun. Þær koma allar niður í Laugardalinn á sama stað og núverandi vegur. Nýr vegur um Lyng- dalsheiði undirbúinn                 !  ""  #              ! " #  $ %%  &&" # $ %  &  '      #  Um 20 km stytt- ing milli Reykjavíkur og Laugarvatns FIMM félög, sem vinna að jafn- réttismálum, hafa skrifað Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) bréf þar sem athygli er vakin á áformum borgaryfirvalda í Aþenu að fjölga vændishúsum þar í borg fyrir Ólympíuleikana 2004. Félögin sem um ræðir eru Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Ís- lands, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennakirkjan og Stígamót. Að því er fram kemur í bréfinu jókst vændi og sambærileg starf- semi til muna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Gegn samþykktum SÞ „Meðan nánast allar ríkisstjórn- ir í Evrópu verja stórfé og miklum mannafla í baráttu gegn mansali og þrælahaldi er nöturlegt að heyra að borgaryfirvöld í Aþenu hyggist ýta undir kynlífsþjónustu,“ segir í bréfinu. Jafnframt er bent á að Ólympíuleikarnir standi fyrir hreysti, heilbrigði, frið, jafnrétti kynjanna og samvinnu. Félögin skora á ÍSÍ að mótmæla því harð- lega að samhliða Ólympíuleikunum eigi sér stað klám- og ofbeldisleik- ar sem ganga þvert gegn sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn vændi og mansali. Skorað á ÍSÍ að mótmæla HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vinnur að ritun ævisögu Halldórs Laxness og á fyrsta bindið af þremur að koma út í haust. Fram kemur í viðtali við Hannes í blaðinu í dag að hann hafi unnið að verkinu nokkur undanfarin ár og víða leitað fanga, bæði hér á landi og erlendis. Hannes segir að hér sé ekki um pólitíska ævisögu að ræða eða eitthvert uppgjör sitt við nóbelsskáldið. Hér sé frekar á ferðinni lýsing á 20. öldinni og tilraun og viðleitni til að skilja þá menn sem hafi staðið andspænis hinum ögrandi verkefnum aldarinnar. Ekki er um samþykkta ævisögu að ræða, þ.e. að ritun hennar fari fram með samþykki ætt- ingja eða aðstandenda Halldórs Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Halldór Laxness Hannes Hólm- steinn ritar ævisögu Hall- dórs Laxness  Rómantíkin sterkari/16–17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.