Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 C 11 Verkstjóri Verkstjóri óskast. Eingöngu maður með reynslu af jarðvinnu kemur til greina. Upplýsingar í síma 565 3140, fax 565 3146. Klæðning ehf. Skólastjóri - kennarar Við Grunnskólann á Bakkafirði er laus til um- sóknar staða skólastjóra frá og með 1. ágúst nk. með umsóknarfresti til 7. júlí 2003. Einnig vantar kennara í almenna kennslu. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Högnadóttir, í vs. 473 1666 eða hs. 473 1665. Umsóknir skal senda til sveitarstjórnar Skeggja- staðahrepps. Sveitarstjórn. Skrifstofustarf Innflutnings- og þjónustufyrirtæki fyrir bygg- ingariðnaðinn leitar að öflugum skrifstofu- manni. Starfið felst m.a. í færslu bókhalds, afstemmingum, innheimtu, útskrift reikninga og tollskýrslugerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Viðkomandi þarf að vera skipu- lagður, nákvæmur, áhugasamur á að læra og tileinka sér nýja hluti, hafa góða samstarfshæfi- leika og hafa reynslu/þekkingu á sambærileg- um störfum. Starfshlutfallið er 100% og við- komandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „S — 13839“. Umboðsaðili óskast Framleiðandi á hágæða ál- og PVC frontum, prófílum, gluggum, dyrum og eldtraustum glerbyggingum á samkeppnishæfu verði, óskar eftir umboðsaðila á Íslandi. Hafið samband, á ensku eða dönsku við: ABC GROUP DK www.aluflam.com www.abc-facader.dk Sími 0045 46 75 00 88. Fax 0045 46 75 24 88 Netfang: info@abc-facader.dk Störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2003—2004 Borgaskóli, sími 562 2514 og 863 8506 Enskukennsla á unglingastigi. Engjaskóli, símar 510 1300 og 899 7845 Heimilisfræðikennsla. Foldaskóli, símar 567 2222 og 899 6305 Almenn kennsla í 5. og 6. bekk. Hamraskóli, símar 567 6300, 895 9468 og 895 5766 Námsráðgjöf, 50% staða. Háteigsskóli símar 530 4300 og 898 0531 Almenn kennsla í 4. bekk, 67% staða. Hlíðaskóli, sími 552 5080 Matráður. Sérkennsla, 75% staða. Táknmálskennsla, bæði fyrir heyrnarlausa og heyrandi. Upplýsingar um þessa stöðu í síma 520 6000. Selásskóli, sími 899 3141 Almenn kennsla. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskóla- stjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Súðavíkurhreppur er framsækið sveitarfélag á norðanverðum Vest- fjörðum. Hjá Súðavíkurhrepp eru um 14 stöðugildi og þar af 2,5 á skrifstofu Súðavíkurhrepps. Upplýsingar um Súðavíkurhrepp er að finna á heimasíðunni: www.sudavik.is Starf aðalbókara Súðavíkurhrepps er laust til umsóknar. Um er að ræða 75% starf sem felur í sér umsjón með bókhaldi Súðavíkurhrepps. Hæfniskröfur:  Viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem tengist bókhaldi og rekstri og/eða mikil reynsla af bókhaldsstörfum.  Hæfni í mannlegum samskiptum.  Nákvæmni, samviskusemi og vandvirkni í vinnubrögðum. Góð kjör og starfsaðstaða er í boði og eru launa- kjör samkvæmt kjarasamningum FOS VEST. Umsóknarfrestur er til 18. júlí nk. og þarf við- komandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til Skrifstofu Súðavíkur- hrepps, Grundarstræti 1—3, 420 Súðavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri, í síma 456 4912. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sveitarstjórnin í Súðavík. Fasteignasala Öflug og virt fasteignasala í austurborginni óskar að ráða kraftmikinn og dugandi sölu- mann. Reynsla og árangur í sölustörfum skil- yrði. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Öflugur — 13840“. Verkefnastjóri Kennaraháskóli Íslands óskar eftir að ráða verk- efnastjóra í fullt starf við Rannsóknarstofnun skólans. Hlutverk Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans er að efla og annast rannsóknir og aðra nýsköpun þekkingar við skólann með það að mark- miði að auka þekkingu á þeim fræðasviðum sem tengjast hlutverki skólans sem miðstöðvar kennara- og uppeldismenntunar á Íslandi. Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans skal vera starfsmönnum skólans til ráðuneytis og aðstoðar við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu vegna rannsóknar- og þróunarverkefna svo og við miðlun þekkingar sem tengist slíkum verkefnum. Verkefnastjóranum er ætlað að taka þátt í upp- byggingu rannsókna við Kennaraháskólann. Leitað er eftir einstaklingi með rannsóknartengt framhaldsnám á sviði menntamála eða tengdra fræðigreina. Áhersla er lögð á að verkefnastjór- inn geti veitt ráðgjöf um framkvæmd rannsókna og unnið að rannsókna- og matsverkefnum sem krefjast megindlegra rannsóknaraðferða. Einnig kemur til greina að ráða einstakling með reynslu af eigindlegum aðferðum. Þekking á upplýsinga- tækni og vefsíðugerð er æskileg. Verkefnastjór- inn þarf bæði að starfa sjálfsstætt að afmörkuð- um verkefnum og vinna í samstarfi við aðra. Auk þess er honum ætlað að að sinna hluta af kynn- ingar- eða útgáfustarfsemi á vegum stofnunar- innar. Nauðsynlegt er að verkefnastjórinn sé lipur í samskiptum og fær um að sýna sveigjan- leika í starfi. Það kemur til greina að ráðið verði í fleiri en eitt starf og að verkefnastjórinn taki jafnframt að sér stundakennslu við Kennaraháskólann. Nánari upplýsingar um Rannsóknarstofnun Kennaraháskólna er að finna á http:// rannsokn.khi.is. Laun eru samkvæmt kjarsamningum starfs- manna ríkisins. Ekki er um sérstök umsóknar- eyðublöð að ræða en umsóknum skal skila til Kennaraháskóla Íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík fyrir 16. júlí 2003. Upplýsingar veitir Allyson Macdonald fram- kvæmdastjóri rannsóknasviðs í símum 563 3805, netfang allyson@khi.is. Sölumaður óskast til starfa hjá framleiðslufyrirtæki í bygg- ingariðnaðinum. Mjög góð laun í boði fyrir rétt- an mann. Æskilegt að viðkomandi hafi iðn- menntun eða a.m.k. reynslu af sölumennsku tengdri byggingariðnaði. Meðmæli óskast ásamt uppl. um aldur og starfsreynslu. Umsóknum skal skilað til augld. Mbl. eða á box@mbl.is merktum: „S — 13835“, f. 8. júlí. Sölumaður Ört vaxandi fasteignasala óskar eftir að ráða kraftmikinn sölumann fasteigna. Næg verkefni og gott starfsumhverfi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Fasteignir—13841“ fyrir fimtud. 3 júlí. Meðferðarheimilið í Krýsuvík óskar að ráða sænskumælandi áfengisráðgjafa til starfa. Viðkomandi þarf að hafa minnst 3ja ára „edrúmennsku“ að baki. Umsóknir, merktar: „Krýsuvík“, skulu sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 5. júlí 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.