Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 C 15 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í Sævarhöfði - bergskering. Verkið felst einkum í að lagfæra um 250 m hamravegg við Sævarhöfða gegnt Björgun. Helstu magntölur eru: Gröftur og fjarlæging á jarðvegi: 1.600 m3 Losun, gröftur og fjarlæging á klöpp: 4.600 m3 Bergboltar: 150 stk. Girðing: 300 m Ásprautun: 140 m3 Drenholur: 100 stk. Verkinu skal lokið fyrir 1. október 2003. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 á skrifstofu okkar frá og með 1. júlí 2003. Opnun tilboða: 10. júlí 2003 kl. 14:00 á sama stað. GAT85/3 F.h. Fasteignastofu Reykavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í sökkla, grunnplötu og jarðvegsskipti, á lóð fyrir nýjan leikskóla við Kléberg á Kjalarnesi. Helstu magntölur eru: Gröftur: 10.000 m3 Fylling: 7.700 m3 Mót: 450 m2 Bendistál: 10.500 kg Steinsteypa: 120 m3 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu frá kl. 13:00 30. júní 2003. Opnun tilboða: 15. júlí 2003 kl. 10.00 á sama stað. FAS86/3 F.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er leitað eftir tilboðum í framreiðslu og dreif- ingu á mat í nokkra af grunnskólum Reykjavíkur. Útboð þetta er auglýst á evrópska efnahags- svæðinu (EES). Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar frá og með 1. júlí nk. gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Opnun tilboða: 12. ágúst 2003 kl. 10:00 á sama stað. FRÆ87/3 Útboð Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Snæfellsbær, dýpkun 2003 Um er að ræða dýpkun bæði í Ólafsvík og Rifs- höfn. Helstu magntölur: Ólafsvík u.þ.b. 7.500 m². Rifshöfn u.þ.b. 5.300 m³. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóv. 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga- stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðviku- deginum 2. júlí gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. júlí 2003 kl. 11:00. Útboð Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í smíði á loftskiljutanki úr stáli og uppsetningu á dælum í dælustöð á Hjalteyri, pípulögn í dælustöð og tengihúsi loftskilju ásamt lagningu á forein- angruðum hitaveitupípum í jörð milli dælu- stöðvar, loftskilju og borholuhúss. Helstu magntölur eru: Stáltankur 142 m³ Uppsetning á 2 dælum 150 hö Hitaveitulagnir í jörð 280 m Skiladagur verksins er 20. október 2003. Út- boðsgögnin verða seld í anddyri Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með fimmtudeginum 3. júlí nk. kl. 13:00, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 15. júlí 2003 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fjórðu hæð að við- stöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Forstjóri Norðurorku. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 13331 Endurbætur á Grímseyjarflugvelli fyrir Flugmálastjórn. Opnun 30. júní 2003 kl. 14.00. Verð útboðsgagna kr. 6.000. 13308 Forval — Fangelsi á Hólmsheiði. Opnun 2. júlí 2003 kl. 14.00. Verð for- valsgagna kr. 6.000. *13322 Upplýsingakerfi fyrir meina- tæknasvið LSH. Opnun 20. ágúst 2003 kl. 11.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með miðvikudeginum 2. júlí. 13337 Snjóflóðavarnir Siglufirði — Fram- leiðsla stoðvirkja. Opnun 24. júlí 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 6.000. Vettvangsskoðun verður haldin 3. júlí 2003 og hefst með kynningar- fundi á bæjarskrifstofnum á Siglufirði kl. 13.00. TILKYNNINGAR Starfssamningar við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistar- hópa og hátíðir í Reykjavíkurborg. Auglýst er eftir umsóknum um starfssamninga við sviðslistahópa, gallerí, söfn, tónlistarhópa og hátíðir í Reykjavíkurborg til allt að þriggja ára fyrir árin 2004, 2005 og 2006. Niðurstaða menningarmálanefndar verður tilkynnt í byrjun nóvember og greiðslur hefjast í ársbyrjun 2004. Umsókninni fylgi greinargerð um starfsemi 2002 og 2003, rekstraryfirlit ársins 2002 og framtíðar- áform, ásamt hefðbundnum upplýsingum um umsækjanda (nafn, kennitala, heimilisfang, sími, netfang). Engin umsóknareyðublöð eru fyrir hendi. Umsóknir um starfssamninga, ásamt til- skildum fylgigögnum, skulu berast í Ráð- hús Reykjavíkur, 101 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 1. september nk. kl. 16.30, merktar: Menningarmálanefnd Reykjavíkur vegna starfssamninga. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipu- lagi. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Vatnsendi. Fellahvarf (F-reitur). Breytt deiliskipulag Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 22. maí 2003 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Fellahvarf (á sk. F-reiti) í Vatnsenda. Í tillögunni felst m.a. að gatnakerfi er breytt og einfaldað, hluta fyrir- hugaðra bygginga við Fellahvarf 2-36 þ.e. neðan götu, er snúið til samræmis við hús ofan götu, leiksvæðum er fjölgað og fjölda íbúða á reitnum er breytt úr 52 í 54. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 30. október 2002 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Ofangreind tillaga var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 21. mars til 2. maí 2003 með athugasemda- fresti til 16. maí 2003. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin sbr. bréf dags. 5. júní 2003 og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipu- lagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildis- töku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórn- artíðinda 10. júlí 2003. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8.00 og 16.00 frá mánudegi til fimmtudags og á föstu- dögum frá kl. 8.00 til 14.00. Skipulagsstjóri Kópavogs. Mosfellsbær Forval Nýtt hverfi í Mosfellsbæ Mosfellsbær efnir til forvals hjá verktök- um, sem hafa áhuga á að taka þátt í sam- keppni um hönnun og byggingu 42 íbúða fjölbýlishúsa við Tröllateig í Mosfellsbæ. Lóðirnar verða byggingarhæfar í haust. Að afloknu forvali verða valdir úr þrír verk- takar sem skila hugmyndum að bygging- um. Forvalsgögn verða afhent frá og með 30. júní nk. í afgreiðslu Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Gögnum skal skila á sama stað fyrir 15. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Mosfellsbæjar. Mosfellsbær. ÝMISLEGT Fjárfesting - atvinnutækifæri Góðir tekjumöguleikar Vegna sérstakra aðstæðna er til sölu hluti eða allt fyrirtæki okkar. Fyrirtækið er í góðum rekstri og er í stöðugum vexti á sviði heildsölu og smá- sölu. Mikil breidd á þekktum umboðum. Áhugasamir geta fengið frumupplýsingar í síma 551 7282.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.