Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 C SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynningarfundir - Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn mánudaginn 30. júní milli kl. 20:00 og 22:00 og í Grunnskóla Grindavíkur þriðjudaginn 1. júlí milli kl. 17:00 og 19:00 vegna kynningar á fyrirhuguðum Suðurstrand- arvegi milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Kynningin er liður í mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar sem verið er að vinna að fyrir Vegagerðina og verður mats- skýrsla lögð fram til Skipulagsstofnunar í júlí. Allir velkomnir. Vegagerðin. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknirinn Ólafur Ólafsson hefur hafið störf hjá félaginu undir handleiðslu Friðbjargar Óskarsdóttur sem sér um hópa- starf. Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardótt- ir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9—13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. KENNSLA Maður frá Kaliforníu óskar eftir að kom- ast í kynni við íslenska konu með hjónaband í huga. Verð á Íslandi frá 3.—7. júlí. 191 cm á hæð, 92 kg, dökkhærður, græn augu, ítalskur uppruni, framagjarn og vingjarnlegur. E-mail boothejames@yahoo.com - sími 001 805 302 2253. FÉLAGSLÍF Hvernig á að hugleiða? Indverski yoga- kennarinn Acarya Shubhatmananda heldur fyrirlestur um hvernig iðkun yoga og hugleiðslu getur bætt heilsu og vellíðan í annríki dagsins. Þriðjudag og miðvikudag, 1. og 2. júlí kl. 19.30. Ármúla 44, 3. h., inng. Grensás- megin, sími 897 8190. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Umsjón Fanney Sigurðardóttir og Guðmundur Guðjónsson. Einar Gíslason talar. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00 Miðvikud. Bænastund kl. 20.00 Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00 Laugard. Samkoma kl. 20.30 www.krossinn.is Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Unnar Erlingsson predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is . Sannleikurinn er þverkirkjulegt trúboðsfélag sem býður þig hjartanlega velkomin/nn á vakningasam- komur nk. þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudags- kvöld kl. 20 á Snorrabraut 54, í sal Söngskólans í Reykja- vík. Við upplifum að Guð leiðir okkur í óslitinni sigurför og frá dýrð til dýrðar og fyrir það erum við svo þakklát. Við elskum Jesú og við elskum þig. „En Kristur er endalok lög- málsins svo að nú réttlætist sérhver sá sem trúir.“ Róm. 10.4 S M Á A U G L Ý S I N G A RI ATVINNA mbl.is VÍÐA hefur verið lífleg veiði í lax- veiðiánum þrátt fyrir afar lítið vatn á Suðvestur- og Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi. Einkum hafa opnanir verið líf- legar, en síðan undir hælinn lagt með framhaldið. Veiðinni er sum sé misskipt og er sums staðar afar dræm. Laxá í Kjós hefur verið á rólegu nótunum, en er nú að taka við sér að sögn umsjónarmanns hennar, Ásgeirs Heiðars. Á fimmta tug laxa er kominn á land og á hverjum morgni eru komnir nýir laxaflokkar í ána. Um líkt leyti í fyrra fór mjög að herða á smálaxagöngum sem báru síðan uppi mjög góða veiði allt til hausts og fróðlegt að sjá hvort slíkt hið sama gerist nú. Sjóbirtingar eru einnig farnir að ganga í Laxá og höfðu þrír veiðst í gærmorgun og allir stórir, 8 til 9 punda. Stærstu laxarnir eru hins vegar tveir 15 punda. Smálax er þó mjög áberandi núna. Korpa fer vel af stað Jón Júlíusson, leigutaki Korpu, sagði í samtali við Morgunblaðið að byrjunin í Korpu væri „frá- bær“, eftir fimm daga hefðu 18 laxar verið komnir á land og hefðu veiðst víða, allt upp í svokallaðar Leyningar sem eru fyrir neðan stíflu. Jón þakkaði þessa byrjun þeim framkvæmdum sem verið hafa, en klöppin frá Berghyl niður að Sjáv- arfossi hefur verið sprengd og þannig útbúin djúp renna þar sem laxinn rennir sér upp – í stað þess að stökkva á grynningum fyrir of- an Sjávarfoss sem hafa valdið því í gegnum tíðina að laxar hafa hörf- að frá í vatnsleysi og björtu veðri. Auk þess hafa margir hyljir verið lagfærðir og halda betur fiski en áður fyrir vikið.“ Fnjóská, Sandá, Hafralónsá Fnjóská byrjaði vel. Stjórn Strauma, sem eru leigutakar ár- innar, veiddu tvo laxa á opnunar- degi, en síðan veiddust strax fimm fiskar í næsta holli, m.a. 16 punda flugulax í Kolbeinspolli. Sandá og Hafralónsá í Þistilfirði hafa verið opnaðar. Tveir komu á land í fyrsta hollinu í Sandá og við höfum fregnað að líf hafi einnig leynst í Hafralónsá. Þessar ár taka þó yfirleitt við sér seinna og þeirra tími er einkum um og uppúr miðjum júlí. Stefnir í tíðindi í Langá? Hinn 26. júní voru komnir 57 laxar úr Langá, næstum tvisvar sinnum fleiri en júníveiðin í fyrra. 30 laxar voru gengnir fram á Fjall sem er óvenjulega snemmt. Síðast er slíkt gerðist var geggjuð veiði í Langá, 2.400 laxar sumarið 1974! Ragnar Gunnlaugsson á Bakka í Víðidal sagði að lítið væri kvartað undan selbitnum laxi nú um stund- ir, en síðustu ár hefur slíkt verið algengt, enda selager ævinlega í ósum Víðidalsár. Það skal engan undra, því Ragnar sagði veiði- félagið hafa styrkt selveiðimann sem veiddi 49 kópa um síðustu helgi. „Þegar kópurinn er frá þá færir selurinn sig frá ósnum,“ sagði Ragnar. Heiðarvötnin góð Búið er að opna fyrir veiðiskap bæði á Arnarvatnsheiði og í Veiði- vötnum og frá báðum verstöðvum berast góð veiðitíðindi. Fjögurra manna hópur kom frá Arnarvatni stóra t.d. með milli 50 og 60 fiska, vænni en í fyrra að sögn og hópur sem var helgi í Veiðivötnum var með um 100 fiska upp í 7,5 pund. Var fiskur víða, t.d. í Litlasjó og Hraunsvötnum. Mörg svona skot hafa verið að undanförnu, enda oftast gott til fanga í byrjun ver- tíðar á þessum slóðum. Einnig hafa borist fregnir af góðri veiði á Skagaheiði. Morgunblaðið/Golli Veiðimaður kastar flugu í Brúarhylnum í Sandá í Þistilfirði um síðustu helgi. Nokkrir laxar hafa veiðst í ánni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Víða furðu góð veiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.