Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Flug, gisting í 6 nætur, skattar, Hotel Quality. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessar fegurstu borgar Evrópu, sem skartar á sumrin sínu fegursta. Þetta er besti tíminn til að upplifa hið einstaka mannlíf sem borgin hefur að bjóða og kynnast sögufrægum stöðum og byggingum. Beint leiguflug og þú nýtur þjónustu far- arstjóra Heimsferða allan tímann. 29. júlí – 4. ágúst Munið Mastercard ferðaávísunina Verslunarmannahelgin í Prag 29. júlí frá kr. 39.950 Kynnisferðir · Gamla borgin · Kastalahverfið · Karlovy Vary · Karlstejn · Sigling á Moldá Verð kr. 39.950 Flug og skattar. ÝMSIR sameiginlegir hagsmunir voru ræddir á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Svíþjóð í gær. Um er að ræða lokaðan fund og var hann haldinn í Harpsund, í embættissum- arbústað sænska forsætisráð- herrans. Formleg dagskrá heldur áfram í dag þótt fundinum sé lokið. Ýmsir sameiginlegir hagsmunir Norðurlandanna voru ræddir á fund- inum, segir Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, svo sem samvinna við Rússland og Evr- ópusambandið, barátta gegn hryðju- verkum, samskipti innan NATO og samskipti við Bandaríkin. „Þá umræðu leiddi Davíð Odds- son, sem nefndi meðal annars að ástæða hefði verið til þess að hafa áhyggjur af samstarfinu innan NATO í kjölfar átakanna í Írak og þeirri gjá sem myndaðist vegna mis- munandi afstöðu ríkja. Einnig benti hann á, að í kjölfar leiðtogafundar Evrópuríkjanna í Grikklandi virtist svo vera, að áherslur Evrópusam- bandsríkjanna í öryggis- og varnar- málum væru að breytast. Forgangs- verkefni væri að koma í veg fyrir að gereyðingarvopn lentu í höndum hryðjuverkamanna, og þá hættu sem ríkjum stafar af hryðjuverkum. Þær áherslur eru um margt samstiga áherslum Bandaríkjanna í þeim mál- um,“ segir hann. Davíð vék líka að niðurstöðum fundar leiðtoga Evrópusambands- ins og Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna í Washington á dögunum, sem hann sagði gefa til- efni til bjartsýni um að ríki yrðu samstiga í baráttunni gegn hryðju- verkum, segir Illugi ennfremur. „Þá gerði Davíð forsætisráðherr- unum einnig grein fyrir stöðunni í viðræðum íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um varnarsam- starf ríkjanna, bréfaskriftum sín- um við Bush Bandaríkjaforseta og fundinum sem þegar hefur verið haldinn með embættismönnum ríkjanna,“ segir Illugi Gunnarsson að síðustu. Davíð Oddsson á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna Gerði grein fyrir við- ræðum við Bandaríkin Ljósmynd/Scanpix Frá fundi norrænu forsætisráðherranna í Harpsund í Svíþjóð. Talið frá vinstri: Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson forsætisráðherra, Anne-Mette Fogh Rasmussen og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Anitra Steen, Björg Bondevik og Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, og Merja Vanhanen og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. SAMSTARF tollgæsluyfirvalda í Evrópu er gríðarlega mikilvægt enda gerir það kleift að samnýta verðmætar upplýsingar og aðferðir við að uppræta ólöglegan innflutn- ing. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Harald Frölich yfir- mann RILO, samstarfs um upplýsinga og áhættugreiningu í toll- gæslu, en hann var staddur á fundi aðildarríkja RILO í Reykjavík fyrir helgi. Fundurinn var haldinn á veg- um embættis tollstjórans í Reykjavík en hann sótti 21 aðildarríki RILO í Vestur-Evrópu. Hans segir að eitt mikilvægasta tækið í baráttunni við ólöglegan innflutning sé tölvuvædd- ur gagnagrunnur samtakanna sem aðildarríkin hafi öll aðgang að. „Þangað er safnað upplýsingum um öll þau tilvik þar sem tollyfirvöldum tekst að stöðva ólöglegan innflutn- ing. Við vinnum úr þessum upplýs- ingum og drögum upp alþjóðlega mynd sem gerir tollyfirvöldum kleift að beina eftirliti að þeim stöðum þar sem áhættan er mest. Þetta er nauð- synlegt því ekkert ríki hefur bol- magn til þess að hafa strangt eftirlit með öllum innflutningi,“ segir Fröl- ich.Hann segir nauðsynlegt að aðild- arríki RILO komi sér upp eigin áhættugreiningu og greinilegt sé að íslensk tollyfirvöld séu komin vel á veg með þá vinnu. „Í dag er aðal- vandamál tollyfirvalda að halda uppi árangursríku eftirliti og uppræta ólöglega starfsemi en hindra jafn- framt sem minnst löglegan innflutn- ing. Áhættugreining er nauðsynleg- ur þáttur í því,“ segir Frölich. Karen Bragadóttir, lögfræðingur á toll- gæslusviði Tollstjórans í Reykjavík, segir að embættið vinni nú að því að koma upp eigin áhættugreiningar- kerfi. „Áhættugreining hefur reynd- ar alltaf verið hluti af okkar starfi en nú erum við í fyrsta skipti að vinna að því markvisst að byggja upp eigin kerfi,“ segir Karen. Fundur um aukna alþjóðlega samvinnu í tollgæslu Tölvuvæddur gagna- grunnur mikilvægur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurður Skúli Bergsson, forstöðumaður tollgæslusviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík, Harald Frölich og Karen Bragadóttir lögfræðingur. MIKLAR skemmdir urðu í bruna í trésmiðjunni Söginni í Reykjahverfi á þriðjudag en að sögn Gunnlaugs Stef- ánssonar framkvæmdastjóra gæti tjónið verið hátt í 20 milljónir. Mestur varð skaðinn á fullunnum lager fyrir- tækisins af gólflistum, en allt sem í lagernum var skemmdist af völdum sóts og vatns. Einnig skemmdist hluti af vélum og tækjum. Gunnlaugur segir að fyrirtækið sé sæmilega vel tryggt en enn sé eftir að sjá hversu stóran hluta tjónsins tryggingarnar greiði. Hann segist bú- ast við að starfsemin tefjist um þrjár vikur en starfsmenn hafi strax eftir brunann gengið í að hreinsa húsnæðið og skipta um raflagnir. „Við vonumst til að geta hafið starfsemi sem fyrst og þjónað viðskiptavinum okkar. Við erum reyndar svo heppnir að eiga nokkurn lager í Reykjavík,“ segir Gunnlaugur. Verið var að vinna í hús- inu þegar eldurinn kom upp en elds- upptök eru enn ókunn. Slökkviliðið var komið innan við hálftíma eftir að eldsins varð vart og kann hann þeim bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð. Tjónið talið um 20 milljónir króna HÓPUR á vegum Femínistafélags Íslands, sem nefndur er ofbeldis- varnarhópur, stóð að merkjasölu fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger í Kópavogi í fyrra- kvöld. Merkin voru bleik að lit og á þeim stóð „Ég kaupi konur“. Tilgangurinn var að vekja neyt- endur klámiðnaðarins til umhugs- unar um hlutverk sitt í að halda iðnaðinum gangandi en það eru þeir sem mynda eftirspurnina. Samkvæmt tölum frá Samein- uðu þjóðunum eru um 4 milljónir manna seldar mansali í heiminum á ári hverju. Stærstu hóparnir eru konur og börn sem eru seld til klám- og vændisiðnaðarins. Að sögn Hildar Fjólu Antons- dóttur, tengiliðs hópsins, hlaut uppátækið mikla athygli. „Til- ganginum er náð. Þetta var fyrst og fremst pólitísk aðgerð til að vekja umræður um þessi málefni. Karlar, á öllum aldri, komu ýmist til að kaupa merkin eða boli sem á stóð „Vændi er ofbeldi“. Við hvetjum alla karla til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara inn á nektardansstaði þar sem miklar líkur eru á því að ein- hverjar af stúlkunum þar hafi verið seldar mansali,“ segir Hild- ur Fjóla. Ljósmynd/Salvör Gissurardóttir Á bolunum stendur Vændi er ofbeldi eða Manneskja EKKI markaðsvara. „Tilganginum náð“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.