Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ stemmning hefur verið í kringum skákmótið Greenland Open 2003 í Qaqortoq. Mótið er al- þjóðlegt atskákmót og þátttak- endur fá 25 mínútna umhugs- unartíma í hverri skák. Alls verða tefldar níu umferðir en mótinu lýk- ur í dag. Yngsti keppandi mótsins, Ingi- björg Ásbjörnsdóttir, 9 ára, hafði tvo vinninga eftir sex umferðir. Bræður hennar Sverrir, 10 ára, og Ingvar, 12 ára, eru einnig kepp- endur á mótinu en þeir eru með tvo og þrjá vinninga. Margir þekktir stórmeistarar eru á mótinu og mikil ánægja er meðal þeirra sem taka þátt eða fylgjast með. Skákáhugi á Grænlandi á væntanlega eftir að aukast til muna fyrir vikið. Hin efnilega Ingibjörg Ásmundsdóttir, yngsti keppandi mótsins, hefur náð einum vinningi eftir fyrstu sex umferðir mótsins. Talsvert er um moskitoflugur í Qaq- ortoq. Þegar Jóhann Hjartarsson bregður sér út á milli umferða setur hann gjarnan á sig flugnanetið. Morgunblaðið/Ómar Hinn ungi efnilegi Sverrir Ásbjörnsson teflir hér við Steffen Lynge sem gegnir ýmsum hlutverkum í Qaqortoq. Steffen er einn helsti æskulýðs- frömuður bæjarins, auk þess að vera lögreglumaður og tónlistarmaður. Steffen er í mótsstjórn Grænlandsmótsins. Góð stemmning á skákmótinu HLJÓMSVEITIRNAR Apparat, Singapore Sling og Trabant og rímnamaðurinn Steindór Andersen komu fram á tónleikum í Central Park í New York á laugardaginn var. Um 3.200 manns sóttu tón- leikana, sem voru hluti af Summer- stage-tónleikaröðinni í Central Park, segir Pétur Óskarsson, við- skiptafulltrúi á aðalræðismanns- skrifstofu Íslands í New York. Íslenska dagskráin var nefnd Ice- land Naturally-dagur í Central Park og segir Pétur að flutningur lista- mannanna hafi tekist vel og góður rómur verið gerður að atriðunum meðal gesta. Blíðskaparveður var í Central Park, tæplega 28 stiga hiti og sól. Þátttaka á Summerstage var með fulltingi Iceland Naturally og New York-borgar, auk þess sem hljómsveitirnar fengu styrk frá Reykjavík – loftbrú, segir Pétur Óskarsson að síðustu. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Íslenskar hljómsveitir í Central Park BRÚARHAF úr einni merkustu brú sem byggð hefur verið hérlend- is fékk nýtt hlutverk í Byggðasafn- inu í Skógum á laugardag þegar það var opnað formlega sem sjálfstæð göngubrú milli bygginga á sýning- arsvæðinu. Ætla má að flestir hinna 35 þúsund gesta sem heimsækja Byggðasafnið árlega munu njóta þessa hagnýta safngrips. Um er að ræða eitt hinna níu brú- arhafa úr gömlu brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem vígð var 3. september 1921 af frú Guðrúnu Einarsdóttur, sýslumannsfrú í Vík í Mýrdal. Nú, rúmum 80 árum síðar, kom það í hlut Hrannar Brands- dóttur, ekkju Guðjóns Þorsteins- sonar, verkstjóra hjá Vegagerð rík- isins, að vígja hluta hennar sem göngubrú, en Guðjón heitinn átti hugmyndina að því að setja brúna á safnið. Til gamans má geta að við athöfnina var klippt á borðann með sömu skærunum og frú Guðrún not- aði árið 1921, en skærin eru safn- gripur í Byggðasafninu. Foráttuvatnsfall um aldir „Jökulsá á Sólheimasandi var foráttuvatnsfall um aldir, eins og öllum er kunnugt,“ sagði Þórður Tómasson í samtali við Morgun- blaðið. „Það var því mikið afrek að reisa brúna á árunum 1920 til 1921. Samgöngur voru mjög örðugar á þeim tíma, brúarefninu var öllu skipað upp úr Máríuhliði við útfall Jökulsár á Sólheimasandi og að sjálfsögðu var handgrafið fyrir öll- um hinum tíu brúarstöplum. Þegar brúin var vígð var mikil hátíð hjá Mýrdælingum og Eyfellingum og reyndar fleirum. Brúin þjónaði sínu hlutverki með miklum sóma með því að tengja saman lönd allt fram til 1968 þegar ný brú var byggð. Brúarhöfin voru alls níu og dreifð- ust í ýmsar áttir þegar brúin var rif- in. Eitt þeirra var sett á Holtsá austur í Mýrdal og þurfti síðar að víkja fyrir annarri betri brú. Þá kom ágætur maður, Guðjón Þorsteinsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, verkstjóri hjá Vegagerð- inni, með þá hugmynd að brúarhaf- ið yrði flutt hingað að Skógum og tengdist Byggðasafninu. Yfirmenn hans hjá Vegagerðinni, Gylfi Júl- íusson, verkstjóri í Vík, og fleiri yfirmenn í Reykjavík brugðust mjög vel við hugmyndinni. Brúin var sandblásin og máluð og flutt hingað að Skógum. Hún fær það nýja hlutverk að vera samgöngu- tæki í Skógum, þ.e. göngubrú milli húsa á safnsvæðinu og sómir sér af- skaplega vel hérna.“ Útilistaverk afhjúpað Við sama tækifæri var afhjúpað útilistaverk eftir Grím Marínó Steindórsson, sem gefið hefur Byggðasafninu þrjú stór útilista- verk. Verkið sem afhjúpað var á laugardag tengist leiðtogafundi Reagans og Gorbatjovs í Höfða í Reykjavík í október 1986. „Mér fannst verkið best komið hér,“ sagði Grímur Marínó. „Mér þykir veru- lega vænt um Skóga og hef mikið dálæti á staðnum og dáist að því starfi sem hefur verið unnið hér.“ Auk þess að gefa Byggðasafninu útilistaverkin, færði hann safninu málverk að gjöf sem Þórður safn- vörður veitti viðtöku með hlýjum þakkarorðum. Vígsluhátíðinni lauk síðan með því að söngmennirnir Pálmi Eyjólfsson og Sigþór Sig- urðsson hófu upp raust sína og sungu nokkur lög við orgelundirleik Þórðar. Byggðasafnið í Skógum hefur vaxið gríðarlega í áranna rás og einn stærsti áfangi í sögu þess leit dagsins ljós 20. júlí 2002 þegar Samgöngusafnið í Skógum var opn- að í nýju og glæsilegu safnhúsi. Brúin tengir saman húsbyggingar á safnasvæðinu. Safngripur og göngu- brú í senn Göngubrú opnuð í Byggðasafninu á Skógum Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson Hrönn Brandsdóttir vígir brúna með aðstoð Rögn- valdar Gunnarssonar fulltrúa Vegagerðarinnar. TIM Waterstone hefur eignast 13,5% hlut í leikfangakeðjunni Hamleys, að því er fram kemur á fréttavef Financial Times. Kaupin á hlutnum gætu hleypt í uppnám yfirtökutilboði Baugs í Hamleys þótt það njóti stuðnings stjórnenda leikfangakeðjunnar, þar sem Baugur nær tæpast 90% samþykki hluthafa sem þarf til að yfirtökutilboðið gangi eftir. Í fréttinni kemur fram að Wat- erstone, sem á þó enn eftir að gangast undir áreiðanleikamat, kunni enn að auka hlut sinn í Hamleys. Samkvæmt frétt FT var gert ráð fyrir yfirlýsingu frá Hamleys von bráðar, en jafnframt tekið fram að óljóst væri hvort Baugur kynni að hækka tilboð sitt. Waterstone kaupir 13,5% hlut í Hamleys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.