Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 11 ÍSHEIMAR, ný og endurbætt frysti- vörumiðstöð Samskipa á Holta- bakka var formlega opnuð við há- tíðlega athöfn nýverið, rúmlega hálfu ári eftir að fyrsta skóflu- stungan var tekin að byggingunni. Nýja frystivörugeymslan er sér- hönnuð til að mæta þörfum vaxandi flota fjölveiðiskipa og með tilkomu hennar geta Samskip stóraukið þjónustu sína við sjávarútveginn í heild. „Ég þori að fullyrða að með til- komu nýju frystigeymslunnar hér á Holtabakkanum erum við komin með bestu og fjölbreyttustu þjón- ustuna við fiskveiðiflotann sem finnst hér á landi – og þótt víðar væri leitað,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa. „Þetta er í raun ný tegund af þjónustu hjá okkur. Í eldri hluta frystivörumiðstöðvarinnar er var- an öll í rekkum en nýja byggingin er hönnuð fyrir stærri sendingar. Þar verður allri vöru frístaflað, sem er hagkvæmara með tilliti til ýmissa fisktegunda. Samhliða byggingu nýju frystigeymslunnar hefur gámatenglum verið fjölgað og verður öll vara plöstuð og merkt með strikamerki áður en henni verður komið fyrir í geymslunni. Þá verður öll losun og lestun frysti- flutningsskipa, flutningabíla og gáma einfaldari því nýja geymslan er í sömu hæð og bryggjan, sem auðveldar akstur lyftara og ann- arra ökutækja á svæðinu.“ Bygging fjölnota frystivöru- miðstöðvar hefur lengi staðið til hjá Samskipum og fyrir rúmu ári var ákveðið að byggja 3 þúsund tonna viðbót við frystigeymslu félagsins á Holtabakka. Samið var við Línu- hönnun um að sjá um alútboð á byggingu geymslunnar og var hag- stæðasta tilboðið í verkið, 263 millj- ónir króna, frá Keflavíkurverktök- um. Arkitektastofan Yrki hannaði bygginguna en um burðarþol og lagnir sá verkfræðistofan Hönnun. Frystikerfi ehf. hafði umsjón með vélarbúnaði, Samey annaðist raf- lagnir og Línuhönnun hafði með höndum eftirlit með verkinu fyrir hönd Samskipa. Miklar breytingar hafa einnig verið gerðar á hafnarsvæði Sam- skipa við Vogabakka, samhliða byggingu nýju frystigeymslunnar. Hafnarbakkinn var lengdur í 500 metra og innsiglingin dýpkuð. Geta þrír togarar ásamt flutningaskipi Samskipa nú legið samtímis við Vogabakka og tveir togarar við Holtabakka. Samskip opna fjölnota frystivörumiðstöð Morgunblaðið/Jim Smart Ísheimar, ný og endurbætt frystivörumiðstöð Samskipa, hafa verið teknir í notkun á Holtabakka, um hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Afl fjárfestingarfélag keypti hluta- bréf í Atorku að nafnvirði 277.701.732 og er eignarhlutur félagsins nú 12,21% en var áður enginn. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Afls, og Magnús Jónsson, stjórnarmaður í Afli, eru báðir stjórnarmenn í Atorku. Ránarborg ehf. keypti í Atorku fyrir 41.818.182 krónur að nafnvirði og er eignarhlutur félagsins orðinn 1,84% en var áður enginn. Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Ránarborgar ehf. og Magnús Jónsson er framkvæmda- stjóri félagsins. Skessa ehf. fjárfesti fyrir 18.181.818 krónur að nafnvirði í Atorku. Eftir viðskiptin er eignar- hlutur Skessu 6,01% eða að nafnverði 136.622.054 krónur og lækkar úr 6,96%. Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Skessu ehf. Fjárfestingarfélagið Atorka hf. STJÓRN Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hækkaði hlutafé félagsins um rúmar 570 milljónir á föstudag. Útistandandi hlutafé félagsins er nú tæplega 2,3 milljarðar og var aukn- ingin seld á genginu 1,65. Atorka keypti á föstudag eigin bréf að nafn- verði 173.015.588 krónur og eru eigin bréf félagsins nú 9,9%. Í kjölfar hækkunar hlutafjár Atorku fór hlutur Harðbaks hf. niður fyrir 5% flöggunarmörk, úr 6,22% í 4,66%, að því er fram kemur á vef Kauphallar Íslands. Fjögur félög keyptu hlutabréf í Atorku fyrir samtals 357.701.732 krónur að nafnvirði á genginu 1,65. Heildarvirði þessara viðskipta nemur því rúmum 590 milljónum króna. Margeir Pétursson ehf. keypti hluti fyrir 20 milljónir að nafnvirði og er hlutur félagsins, sem er í eigu Mar- geirs Péturssonar, stjórnarformanns Atorku, nú 3,58%. keypti á föstudag hlutabréf í Lífi að nafnvirði 41 milljón króna og er þar með stærsti hluthafi í félaginu með ríflega 40% hlut. Kaupin voru gerð á genginu 5,17 krónur á hlut og virði viðskiptanna því um 212 milljónir króna. Stjórnarformaður bæði Atorku og Lífs er Margeir Pétursson. Félag í hans eigu, Margeir Péturs- son ehf., seldi allan hlut sinn í Lífi að nafnvirði 6.292.191 krónur á genginu 5,17 krónur á hlut á föstudag. Námu viðskiptin því 32,5 milljónum króna. Kaupthing Bank Luxemburg seldi ennfremur hluti að nafnvirði 47.712.050 krónur í Lífi og fellur eignarhlutur bankans í Lífi þar með úr 11,31% niður í 0,21%. Jóhann Óli Guðmundsson fór með atkvæðarétt þess hlutar en hann féll niður í kjölfar sölunnar. Í kjölfarið sagði Grímur K. Sæmundsen, sem áður var stjórnar- formaður Lyfjaverslunar Íslands, úr stjórn Líf. Atorka komin með 40% hlut í Lífi ÍSLENSKT bankakerfi virðist ekki alltaf taka vel á móti útlendingum ef marka má frásögn sérfræðings hjá deCODE sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtu- dag. Yfirmenn hjá þeim þremur bönkum sem Morgunblaðið hafði samband við vegna þessa sögðust hissa á ummælunum og töldu útlend- inga metna á sama hátt inn í banka- kerfið og Íslendinga. Ingólfur Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs Landsbanka Íslands, sagði að hjá bankanum væri tekið á móti út- lendingum á nákvæmlega sama hátt og öðrum viðskiptavinum. „Við höfum reynt að auðvelda þetta ferli eins og við getum, höfum til dæmis sótt um kennitölu og stofnum reikninga. Höfðum frumkvæði að því að bjóða starfsmönnum Impregilo alla banka- þjónustu. Við lítum á þá sem spenn- andi viðskiptavini eins og aðra. Það er síður en svo nokkur greinarmunur gerður á.“ Ekki meiri vandamál með útlán útlendinga Ingólfur segir að sér hafi komið á óvart að lesa frásögn Adams Bakers í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag. „Ég hef sjálfur prófað að vera búsettur erlendis. Þetta getur verið talsvert flókið mál. Hérna á Ís- landi held ég að það sé einstaklega auðvelt og þægilegt að hefja banka- viðskipti. Undanfarin ár höfum við verið að þróa það að fara meira úr þessum ábyrgðarmannaskuldbind- ingum. Þeir sem eru skilvísir og með sín heildarviðskipti við Landsbank- ann geta fengið lán án ábyrgðar- manna. Þessir viðskiptavinir okkar hafa verið að koma hingað og fá bæði yfirdráttarheimild og greiðslukort eftir mjög stutta viðskiptasögu og mun styttri en gerist erlendis. Ég tel að þjónusta banka og sparisjóða á Ís- landi sé mjög góð. Við erum með mjög stóran hóp af útlendingum í viðskipt- um og höfum ekki fengið neinar kvartanir svo ég viti til. Auðvitað er hver viðskiptavinur metinn og þar gildir nákvæmlega það sama um Ís- lendinga og útlendinga. Reynsla okk- ur af þessum viðskiptavinum er mjög góð. Það eru ekki neitt frekari vanda- mál með útlán eða annað hjá þeim en öðrum,“ segir Ingólfur. Meiri áhætta að lána útlendingum Að sögn Friðriks S. Halldórssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Kaupþings-Búnaðarbanka, eru menn þar á bæ töluvert hræddari við að lána útlendingum en Íslendingum. „Útlendingarnir þurfa að fá kennitölu áður en við getum farið að lána þeim. Þeir geta verið brottrækir fljótt og við þurfum að fara varlega. Sambærilegt er þekkt annars staðar í heiminum. Þegar íslenskur aðili kemur í erlend- an banka er hann beðinn um banka- upplýsingar og við sendum þá oft staðfestingar um að viðkomandi hafi verið í bankaviðskiptum. Þessar upp- lýsingar er oft erfitt fyrir okkur að fá erlendis frá. Þess vegna förum varlega í að opna fyrir lánsviðskipti við útlendinga því við höfum ekkert til að byggja á. Ég veit að Íslendingar í Bandaríkjunum lenda í miklum vandræðum með að fá bankafyrir- greiðslu þar.“ Að sögn Friðriks eiga Íslendingar almennt auðvelt með að fá banka- fyrirgreiðslu hérlendis. „Það er auð- veldara að fá upplýsingar í þessu litla þjóðfélagi og bankakerfið hefur ýmsa möguleika til að þekkja íslenska við- skiptavini betur. Útlendingar sem koma hingað í bankann þurfa að mynda sér sögu hjá okkur áður en við getum farið að lána þeim eitthvað. Ef viðkomandi kæmi með viðskiptasögu sína frá erlendum banka myndi það breyta miklu, en það er mjög óal- gengt.“ Friðrik segist taka eftir því að útlendingum sem koma til starfa á Ís- landi hafi fjölgað að undanförnu. „Oft er erfitt að fá upplýsingar um hvað fólk ætlar að vera hér lengi. Áhættan er því meiri gagnvart útlendingum en Íslendingum,“ segir Friðrik. Hjá Íslandsbanka eru útlendingar velkomnir í viðskipti, hvort sem þeir hafa tímabundið aðsetur hérlendis eða eru hingað komnir til langframa, að sögn Jóns Þórissonar, fram- kvæmdastjóra útibúasviðs Íslands- banka. Hann segir að sér hafi brugðið við að sjá frétt Viðskiptablaðs Morg- unblaðsins á fimmtudag. „Við notum sömu mælikvarðana við að meta Ís- lendinga og útlendinga. Við höfum tekið sérstaklega á þessu máli og sett skýrar verklagsreglur um hvernig standa á að því að stofna til viðskipta við erlenda ríkisborgara. Þar er þess gætt að menn séu metnir til við- skiptanna á jafnræðisgrunni. Að sjálf- sögðu er það þannig að bankar horfa á fjárhagsstöðu fólks, greiðsluhæfi og hvort fólk á eignir, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga. Það kemur fyrir að við óskum með- mæla frá fjármálafyrirtæki sem við- komandi hefur átt viðskipti við í sínu heimalandi. Ég vona að saga þessa manns sé undantekning. Ég hallast helst að því að þarna hafi verið um einhvers konar samskipta- örðugleika að ræða. Reyndar er ég ekki frá því að það hafi eitthvað breyst frá árinu 2000 en það kæmi mér samt á óvart að kerfið hafi þá verið svona forneskjulegt eins og þarna er lýst. Mér finnst ekki ósenni- legt að augu fólks hafi opnast fyrir því að þarna sé líka mikilsverður hópur viðskiptavina. Mikið af þessu fólki hefur prýðilegar tekjur og útlending- ar eru alveg jafn mikilvægir við- skiptavinir og hverjir aðrir,“ segir Jón Þórisson. Mat á viðskiptavinum í bönkum óháð þjóðerni ’ Hérna á Íslandiheld ég að sé ein- staklega auðvelt og þægilegt að hefja bankaviðskipti. ‘ Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Til brúðargjafa Úrval af fallegum rúmfatnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.