Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 13 AUK þess að vera meðal aðalræðumanna á al-þjóðlegri ráðstefnu íReykjavík á vegum Haf- réttarstofnunar Íslands og Hafrétt- arstofnunar Háskólans í Virginíu í Bandaríkjunum um afmörkun land- grunnsins átti Corell tvíhliða við- ræður við fulltrúa íslenzkra stjórn- valda. Átti hann m.a. fundi með alþingismönnum, forseta Íslands og í utanríkisráðuneytinu. Corell var háttsettur lögfræðiráð- gjafi í sænsku utanríkisþjónustunni áður en hann tók við núverandi stöðu sinni hjá SÞ, sem hann hefur gegnt frá því árið 1994. Hann kom fyrst til Íslands árið 1975, en segist hafa átt ánægjuleg kynni af Íslend- ingum allt frá námsárum sínum í Uppsölum, þar sem hann kynntist m.a. Vigdísi Finnbogadóttur, síðar forseta Íslands. Á lögfræðisviði aðalskrifstofu SÞ starfa um 160 manns frá um 50 þjóð- löndum, þar af yfir 90 lögfræðingar, á 6 undirsviðum. Eitt þeirra er helg- að hafrétti. „Heimsins höf þekja um 70% af yfirborði jarðar. Hafréttarmál eru því mjög mikilvæg. Mörg milliríkja- deilumál nútímans snerta þau; ástandinu í höfunum hefur hrakað, auðlindir þess ofnýttar o.s.frv. Það er því mjög mikilvægt að allt sé gert sem hægt er til að framfylgja þeim alþjóðlegu reglum sem settar hafa verið um umgengni við hafið,“ segir Corell. Önnur undirdeild lögfræðisviðsins sinnir vörslu alþjóðasamninga. Þar eru allir fjölþjóðasamningar geymd- ir, en þeir eru nú um 500 talsins. Þá eru þar ennfremur skráðir allir tví- hliða samningar ríkja, en þeir eru að sögn Corells nú yfir 50.000. Þriðja deildin sér um sáttmálann um hinn nýlega stofnaða Alþjóða sakamáladómstól. Langtímaverkefni „Það er langtímaverkefni, sem Sameinuðu þjóðirnar sinna, að byggja upp kerfi alþjóðalaga með sambærilegum hætti og lögum hefur verið beitt til að byggja upp þjóð- ríki,“ segir Corell áður en hann tjáir sig nánar um þau vandamál sem þessa dagana eru efst á baugi í tengslum við framkvæmd alþjóða- réttar. „Við verðum að hafa reglur við að styðjast til að geta lifað sam- an. Alls staðar þar sem mannleg samfélög hafa orðið til – jafnvel hin frumstæðustu – hafa verið reglur. Það kann að vera að okkur líki ekki við þær reglur sem giltu í tilteknu samfélagi á tilteknum tíma. Dæmi: í þeim lögum sem giltu í mínu heima- landi fyrir 200 árum er eitt og annað sem ég væri ekki sáttur við að gilti nú á dögum. Það sama á við um al- þjóðakerfið,“ segir Corell. „Það verður að byggja upp staðla og regl- ur sem gera okkur kleift að lifa í sátt og samlyndi. Það er nú þegar mjög mikið af slíkum alþjóðareglum í gildi. Ég segi að þessar reglur séu að mestu leyti virtar. Margir gera sér ekki grein fyrir því og líta á þær sem gefinn hlut. Dæmi: þegar ein- hver setur bréf í póst hugsar hann ekki með sér: ég get gert ráð fyrir að bréfið skili sér til viðtakanda vegna þess að póstþjónustan byggist á alþjóðasamningi undir hatti Sam- einuðu þjóðanna; þegar hringt er úr síma; þegar flugmiði er pantaður; þegar maður fær bólusetningar- sprautu – allt byggist þetta á al- þjóðasamningum innan ramma SÞ- kerfisins,“ bendir Corell á. „Það sem mest athygli beinist að á hverjum tíma eru að sjálfsögðu til- felli þar sem reglurnar eru brotnar eða illa gengur að framfylgja þeim. En það má ekki láta okkur missa sjónar á því hve mikill árangur hefur náðst á mörgum sviðum alþjóða- réttar,“ segir Corell. Corell og samstarfsmenn hans hafa á undanförnum misserum unn- ið m.a. að því að koma á fót sér- stökum dómstólum í Kambódíu, sem eiga að gera það kleift að fyrrver- andi leiðtogar Rauðu khmeranna séu sóttir til saka fyrir þjóðarmorð, en talið er að allt um 1,7 milljónir manna hafi verið drepnar í stjórnar- tíð þeirra í Kambódíu1975–1979. Annað verkefni SÞ-lögfræðing- anna hefur verið að aðstoða dóms- málayfirvöld í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone við að koma á fót sér- dómstól, sem á að vera fær um að rétta yfir mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á þjóðarmorði og stríðsglæpum í borgarastríðinu sem lengi geisaði í landinu. Einn þeirra sem nú hafa verið ákærðir fyrir að- ild að slíkum glæpum af saksóknara dómstólsins er Charles Taylor, stríðsherra og sjálfskipaður forseti í grannríkinu Líberíu. Þessir tveir sérdómstólar fylgja að nokkru leyti fyrirmynd stríðs- glæpadómstólanna fyrir Júgóslavíu og Rúanda. Corell segir þó að þegar Alþjóða sakamáladómstóllinn verður að fullu tekinn til starfa ætti að mestu að verða óþarft að setja á fót slíka sér- dómstóla í hverju tilviki þar sem al- þjóðasamfélagið vill leggja sitt af mörkum til að „taka til“ í löndum eða á svæðum þar sem t.d. borgara- stríð hefur geisað. Ein forsenda end- uruppbyggingar á slíkum svæðum er jú að þeir sem gerzt hafa sekir um stríðsglæpi, gróf mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð séu dregnir fyrir rétt af óháðu dómsvaldi. „Eina leiðin til að gera þetta [með árangursríkum hætti] er að draga hina ábyrgu fyrir alþjóðlegan dóm- stól,“ segir Corell. Að koma upp slíku alþjóðlegu dómsvaldi er einmitt markmiðið með Rómarsáttmálanum um stofn- un Alþjóða sakamáladómstólsins. Um 90 ríki hafa nú fullgilt sáttmál- ann, fimm árum eftir að hann var fyrst undirritaður. Þetta segir Cor- ell vera mikinn árangur. Hann við- urkennir þó, að vissulega sé það vandamál að voldugasta ríki heims, Bandaríkin, neiti að gerast aðili að sáttmálanum. Eins og kunnugt er hafa stjórnvöld í Washington lýst áhyggjum af því að nýi dómstóllinn verði „misnotaður“ til að sækja bandaríska hermenn erlendis til saka og hafa því fengið hin ýmsu ríki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að bandarískir ríkisborgarar í þessum ríkjum njóti friðhelgi fyrir lögsögu dómstólsins. Að öflugustu ríki heims skuli ekki hafa getað sameinast um að leggjast á eitt að byggja upp hinn nýja dóm- stól veikir að sögn Corells óneitan- lega þrýstinginn á önnur ríki að við- urkenna lögsögu hans. En Corell bendir á, að þótt nú séu 170 ríki aðilar að Hafréttarsáttmála SÞ hafi tekið áratugi að fá svo mörg ríki til að staðfesta hann. Það hafi tekið tólf ár að fá nægilega mörg ríki til þess að sáttmálinn gæti yfirleitt tekið gildi. Sáttmálinn um Alþjóða sakamáladómstólinn gat gengið í gildi fjórum árum eftir að hann var gerður. „Bandaríkin eiga eftir að koma um borð“ „Þetta gefur þó ekki ástæðu til að draga úr því að staðreyndin er sú að sum ríki hafa ekki viljað gerast að- ilar að sáttmálanum. Sum ríki þurfa lengri umþóttunartíma en önnur, ef ég má orða það þannig,“ segir Corell. Corell nefnir tvö dæmi. Árið 1948 var samþykktur sáttmáli á vegum SÞ um bann við þjóðarmorði. Þeim ríkjum fjölgaði ört sem gerðust að- ilar að þessum sáttmála. En það tók Bandaríkin 40 ár að staðfesta hann. Annað dæmi sé sáttmáli SÞ um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem var samþykktur á allsherjarþingi samtakanna árið 1966. Evrópuríkin voru þegar árið 1950 búin að sam- þykkja Mannréttindasáttmála Evr- ópu. En Bandaríkin staðfestu ekki þennan réttindasáttmála SÞ fyrr en 26 árum eftir að hann var fyrst sam- þykktur. „Þetta sýnir hvernig það tekur stjórnkerfi Bandaríkjanna oft lengri tíma að ákveða að gerast aðili að slíkum alþjóðlega skuldbindandi samningum. Með tíð og tíma munu Bandaríkin verða með í Alþjóða sakamáladómstólnum, eftir að hann hefur sýnt í verki að hann standi undir væntingum,“ segir Hans Corell. „Megum ekki missa sjónar á þeim árangri sem náðst hefur“ Hans Corell er yfirmaður lögfræðisviðs aðalskrifstofu SÞ og einn af aðstoðar- framkvæmdastjórum samtakanna. Í samtali við Auðun Arnórsson segist hann bjartsýnn á að Bandaríkin muni um síðir fullgilda sáttmálann um Alþjóða sakamáladómstólinn, ICC. Morgunblaðið/Árni Torfason Sænski lögfræðingurinn Hans Corell, yfirmaður lögfræðisviðs aðal- skrifstofu SÞ og aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna. ’ Þegar Alþjóðasakamáladómstóll- inn verður að fullu tekinn til starfa ætti að mestu að verða óþarft að setja á fót slíka sérdómstóla ‘ auar@mbl.is MEIRIHLUTI Breta telur að forsætisráðherrann Tony Blair sé ekki lengur trausts kjósenda verður og fleiri eru á þeirri skoðun að hann ætti að segja af sér en þeir sem vilja að hann haldi áfram um stjórnartaum- ana. Þetta er meðal niður- staðna í skoðanakönnun sem birtar voru í brezka blaðinu News of the World á laugar- dag. Verkamannaflokkur Blairs og Íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, mælast báðir með 35% fylgi. Helmingur að- spurðra sagðist á þeirri skoðun að Blair stæði í stykkinu við erfiðar kringumstæður; 46% sögðu þó að hann ætti helzt að víkja úr embætti en 45% studdu hann til áframhaldandi starfa sem forsætisráðherra. Spurðir um traust til ríkis- stjórnarleiðtogans sögðust 36% bera traust til hans en 58% voru efins um að hann væri traustsins verður. Írakar hand- teknir BANDARÍSKA herliðið í Írak handtók í gær yfir 60 menn sem það telur holla hinni föllnu stjórn Saddams Husseins og Baath-flokksins. Á svæðinu fyrir norðan Bagdad, þar sem stuðningur við stjórnina var mestur, gerðu bandarískir her- menn og sérsveitarmenn sam- stilltar árásir á yfir 20 staði þar sem menn, vopn og skjöl voru tekin traustataki, eftir því sem greint var frá í fréttatilkynn- ingu frá bandarísku herstjórn- inni í gær. Amy Abbott, tals- maður bandaríska herliðsins í Írak, sagði aðgerðirnar „mikil- vægan lið í að losna við menn holla Baath-flokknum og hryðjuverkamenn“. Slys í Chicago TÓLF manns létu lífið og að minnsta kosti 45 slösuðust er timburverönd á þriðju hæð húss í Chicago hrundi undan þunga fjölda ungmenna sem var að skemmta sér aðfaranótt sunnudags. Flest dauðsföllin urðu er fólk sem var statt úti á verönd neðri hæða hússins varð undir brakinu, að sögn Cortez Trotter, neyðarhjálparstjóra Chicagoborgar. Flóttaskip sekkur AÐ MINNSTA kosti þrennt lét lífið er skip á leið frá Túnis til Ítalíu sökk í lögsögu Túnis í gær. Um borð var fjöldi fólks af ýmsum þjóðernum sem ætlaði að freista þess að gerast ólög- legir innflytjendur í Evrópu. Um 35 manns var bjargað um borð í landhelgisgæzlubát frá Túnis. Ítölsk yfirvöld hafa frá því um miðjan júní handtekið um 1.000 manns sem komizt hafa í land á Ítalíu til að reyna að gerast ólöglegir innflytjend- ur. STUTT Traust á Blair að bila Tony Blair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.