Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AMSKIPTI Íslands og Þýska- lands hafa í gegnum tíðina einkennst af nánd og hlýju. Hvernig sjáið þér fyrir yður að samskipti ríkjanna muni þróast í framtíðinni? „Vináttutengsl Íslands og Þýskalands eru náin og eiga sér langa sögu. Menn- ingarleg og viðskiptaleg tengsl þjóð- anna eiga sér aldalanga sögu. Í hugum margra Þjóðverja var Ísland löngum dularfullt og söguríkt land elds og íss. Nú koma landsmenn mínir gjarnan til Íslands til að eiga þar eftirminnilega orlofsdaga. Það gleður mig einnig að margir Íslendingar sæki Þýskaland heim til að sækja þar nám, vinna sem listamenn eða stunda viðskipti. Tengsl Íslands og Þýskalands eru jafnframt hluti af tengslum Evrópu yfir Atlants- hafið. Ísland tengist Evrópusamband- inu og þar með Þýskalandi nánum böndum með samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið og bæði ríkin eru bandamenn innan NATO. Ég lít því svo á að einnig í framtíðinni muni ríkin eiga gjöfult samstarf. Áhersla Íslend- inga á tækni framtíðarinnar og styrkur þeirra á sviði þjónustuviðskipta gerir Ísland jafnframt að áhugaverðum sam- starfsaðila fyrir Þýskaland.“ Þýskaland hefur í gegnum tíðina verið helsta efnahagsveldi Evrópu. Á undan- förnum árum hafa Þjóðverjar hins vegar gengið í gegnum tímabil efnahagslegrar stöðnunar. Margir sérfræðingar telja að eina leiðin út úr þeirri sjálfheldu sé að gera róttæka uppstokkun á vinnumark- aði landsins og auka frelsi í hagkerfinu. Á sama tíma virðist ljóst að ekki er póli- tísk samstaða um þá leið. Er til staðar lausn á þessum vanda sem er efnahags- lega, skynsamlega en jafnframt pólitískt framkvæmanleg? „Staða Þýskalands er mjög sterk í efnahagslegu, tæknilegu og jafnframt félagslegu tilliti og margir öfunda okk- ur af þessari sterku stöðu. Mér sýnist jafnframt sem að stóru stjórn- málaflokkarnir séu í flestum grundvall- aratriðum sammála þegar kemur að mótun stefnunnar í efnahagsmálum: Þegar við breytum efnahagslífinu vilj- um við ekki glata þeim félagslegu um- bótum er áttu sér stað á nítjándu öld- inni heldur halda áfram að byggja á þeim. Með því er átt við: Ríkið mun áfram bera ábyrgð á því að vernda fólk gegn hinum stóru áföllum í lífinu þar sem því verður við komið. Undir það heyra veikindi, atvinnuleysi og lífeyrir. Hér verðum við – í nafni velferðar al- mennings – að setja hömlulausri frjáls- hyggju mörk. Þetta snýst því enn og aftur um að finna rétta jafnvægið á milli tækifæra markaðarins og þeirra- möguleika sem hann býður upp á og þess öryggi, sem við viljum hafa í sam- félaginu fyrir tilstilli ríkisvaldsins.“ Bandaríkin og Þýskaland deildu hart vegna Íraksmálsins. Er hætta á að sú deila muni hafa langvarandi áhrif á samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna? „Vinátta Bandaríkjanna og Þýska- lands er einhver mikilvægasti horn- steinn þýskrar utanríkisstefnu. Þýska- land stendur í mikilli þakkarskuld við Bandaríkin og hefur ávallt verði traust- ur bandamaður Bandaríkjanna. Vinir og bandamenn verða hins vegar einnig að geta haft ólíka afstöðu til pólitískra málefna á sviði utanríkismála. Það gerðist í Íraksdeilunni þar sem mörg ríki í Evrópu voru ekki sammála af- stöðu Bandaríkjanna. Í millitíðinni hafa mál þróast í Írak. Evrópumenn og Bandaríkjamenn vilja nú stuðla sameig- inlega að því að íraska þjóðin búi við viðunandi aðstæður í framtíðinni og geti beitt sjálfsákvörðunarrétti sínum í lýðræðislegu réttarríki. Í öllum helstu málum framtíðarinnar mun samband Evrópu og Bandaríkjanna ráða úrslit- um og ég er sannfærður um að Þýska- land og Bandaríkin munu þar eiga sam- starf í anda hins gamla sambands.“ Skoðanir voru mjög skiptar í Íraksmál- inu jafnt innan Evrópu sem sitt hvorum megin Atlantshafsins. Er það til marks um að ríki Vesturlanda séu í grundvall- aratriðum klofin í viðhorfi sínu til heims- mála og mati okkur steðja? „Ég er san hafi það afl s þannig að hú Bandaríkjann heimsmálum treysta frið í legt réttlæti stöðugleika. Evrópusam tímabil umsk fjölga á næstu nýju aðildarr Austur-Evróp bandið að ná miðli sínum o Ísland hjartan sem samstarfs Johannes Rau, forseti Þýskalands, ásamt Gerhard Schröd Rau sór embættiseið sem forseti. Þetta var jafnframt síðas Johannes Rau Þýskalands- forseti kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Rau, sem tók við embætti árið 1999, svaraði spurningum Morgunblaðsins í tilefni heimsóknarinnar. JOHANNES Rau er fæddur 16. janúar 1931 í Wuppert Barmen. Hann ólst upp í trúrækinni fjölskyldu og var ur í ungmennahreyfingu mótmælendakirkna Þýzkalan Á sjötta og sjöunda áratugnum starfaði hann við krist bókaforlag í heimaborg sinni, Wuppertal. Hann var í s samtaka mótmælendakirkna Rínarhéraða Þýzkalands angelische Synode) 1965–1999. Fyrstu skrefin í stjórnmálum steig hann árið 1952, e hann gerðist félagi í Gesamtdeutsche Volkspartei, flok sem hafði það framar öðru á stefnuskránni að vinna a endursameiningu Þýzkalands. Pólitískum læriföður sí Gustav Heinemann, síðar forseta Vestur-Þýzkalands, fylgdi Rau inn í Jafnaðarmannaflokk Þýzkalands, SPD ið 1957. Rau var kjörinn borgarfulltrúi í Wuppertal árið 196 Hann var þar borgarstjóri 1969–1970. Árið 1958 var R fyrst kjörinn á þing sambandslandsins Nordrhein-Wes falen. Níu árum síðar varð hann þingflokksformaður o ið 1970 var hann skipaður ráðherra vísinda- og rannsó mála í stjórn sambandslandsins. Árið 1968 varð Rau fulltrúi heimahéraðs síns í miðstjórn SPD, en úr henni Trúaður landsfað UTANRÍKISMÁLANEFND OG VARNARMÁL Síðustu daga hafa sjónvarpsstöðv-arnar og Ríkisútvarpið hljóðvarpbirt fréttir um framgang viðræðna á milli bandarískra og íslenzkra stjórn- valda um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar þeirra frétta hafa komið fram þau sjónarmið hjá stjórnarandstæðingum í utanríkis- málanefnd, að ríkisstjórnin hafi leynt upplýsingum fyrir nefndinni og jafnvel brotið lög með því að hafa ekki nægilegt samráð við nefndina. Í Morgunblaðinu í gær var frá því sagt, að AFP-fréttastof- an hefði sent frá sér frétt á laugardags- morgun þess efnis, að „uppnám“ væri í íslenzkum stjórnmálum vegna þessara mála og að upp væri komið „pólitískt hneyksli“ á Íslandi vegna þess, að rík- isstjórnin hefði þagað um tilkynningu, sem henni hefði borizt nokkrum dögum fyrir kosningar frá Bandaríkjastjórn. Þessi frétt AFP-fréttastofunnar birtist svo víða á Norðurlöndum um helgina. Þessar umræður undirstrika mikil- vægi þess, að skoða mál af þessu tagi í sögulegu samhengi. Það hefur legið fyrir í áratug, að innan bandaríska stjórnkerf- isins væri áhugi á því að flytja orustuþot- urnar, sem hafa verið á Keflavíkurflug- velli, þaðan ásamt því, sem þeim fylgir, þ.á m. flugbjörgunarsveitina. Þessi sjónarmið bandarískra stjórn- valda leiddu til þess, að orustuþotunum var fækkað úr tólf í fjórar með samn- ingum í ársbyrjun 1994. Þegar þær umræður stóðu yfir var því líka haldið fram á Alþingi, að þáverandi ríkisstjórn, sem Guðmundur Árni Stef- ánsson, sem nú á sæti í utanríkismála- nefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna, hafði átt aðild að, hefði brotið lög með því að hafa ekki nægilegt samráð við ut- anríkismálanefnd. Sá sem þeim ásökun- um hélt uppi á þeim tíma var Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður Alþýðubandalagsins en nú forseti Ís- lands. Í umræðum um þessi mál á árunum 1993 og 1994 kom skýrt fram, að innan bandaríska stjórnkerfisins væru svo ólíkar skoðanir á þeim tíma um framtíð varnarstöðvarinnar, að erfitt væri að átta sig á hver væri hin raunverulega stefna Bandaríkjastjórnar. Á þeim tíma var Morgunblaðið gagnrýnt fyrir rangan fréttaflutning af málinu, m.a. vegna þess, að þessi margvíslegu sjónarmið innan bandaríska kerfisins endurspegl- uðust í fréttum blaðsins. Þær umræður, sem nú standa yfir um fyrirkomulag varna á Keflavíkurflug- velli, eru í beinu samhengi við umræður, sem fram hafa farið á milli fulltrúa þess- ara þjóða með nokkrum hléum í áratug. Þótt raddir hafi komið upp um það í bandaríska stjórnkerfinu í kjölfar loka kalda stríðsins, að flytja ætti allar or- ustuþoturnar á brott hefur niðurstaðan orðið sú, að fjórar þeirra hafa verið hér síðan ásamt björgunarsveit og með því taldar vera hér lágmarksvarnir. Viðræður á milli bandarískra og ís- lenzkra stjórnvalda um endurnýjun bók- unar við varnarsamninginn hafa dregizt misserum saman og ekki við íslenzk stjórnvöld að sakast enda ljóst að það tekur hinar mismunandi valdamiðstöðv- ar í Washington langan tíma að samhæfa skoðanir sínar og afstöðu. Þær viðræður, sem nú eru hafnar, snúast um það sama og fyrir áratug og jafnan síðan, hvort flytja eigi allar or- ustuþoturnar á brott ásamt björgunar- sveit eða ekki. Við hvað á að miða í þeim viðræðum? Það er ekki hægt að taka mið af því, sem sagt er í einu ráðuneyti í Washington í dag og í öðru á morgun. Eina viðmiðunin og eini grundvöllurinn, sem þessar viðræður geta farið fram á, er bréf Bush Bandaríkjaforseta til Dav- íðs Oddssonar, forsætisráðherra Ís- lands. Það er eini grundvöllur þessara viðræðna af hálfu Bandaríkjamanna, sem hægt er að taka mark á, enda er þar um að ræða bréf frá æðsta manni banda- ríska stjórnkerfisins. Þetta bréf hefur ekki verið birt en samkvæmt því, sem fram hefur komið hjá íslenzkum ráðherr- um, eru engir úrslitakostir af hálfu Bandaríkjamanna í því. Þetta bréf hefur verið kynnt í utanríkismálanefnd Alþing- is svo sem vera ber og fulltrúar stjórn- arandstöðunnar hafa því sama aðgang að því og ríkisstjórnin. Hið sama á við um svarbréf forsætisráðherra Íslands. Tvennt hefur gerzt á einum áratug frá því að Bandaríkjamenn hófu umræður af sinni hálfu um að draga saman seglin á Keflavíkurflugvelli. Í fyrsta lagi hefur dregið mjög úr þeirri óvissu, sem þá var um framtíð lýðræðis í Rússlandi. Sam- starf Rússa og Atlantshafsbandalags- þjóðanna er orðið mjög náið. Í öðru lagi er ný ógn til staðar af hálfu einræðisríkja, sem vinna að því að koma sér upp gereyðingarvopnum, og frá al- þjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Af þessum sökum er það sjónarmið ís- lenzkra stjórnvalda að hér verði enn að vera lágmarksvarnir. Viðræður íslenzkra og bandarískra stjórnvalda nú snúast um sömu grund- vallaratriðin og þær hafa snúizt um með hléum í áratug. Þetta ætti að vera öllum ljóst, og þar á meðal bæði þingmönnum og fjölmiðlum. Hver er upplýsingaskylda ríkisstjórn- ar gagnvart Alþingi í þessum efnum? Í grundvallarriti Ólafs heitins Jóhannes- sonar um Stjórnskipun Íslands segir um það efni: „Utanríkismálanefnd starfar einnig á milli þinga og skal ráðuneytið ávallt bera undir hana utanríkismál, sem fyrir koma á milli þinga … Utanríkismálanefnd á því heimtingu á, að ríkisstjórnin og þá fyrst og fremst utanríkisráðherra, hafi við hana samráð um afgreiðslu allra meiriháttar utanríkismála.“ Framtíð öryggismála okkar Íslend- inga er tvímælalaust „meiriháttar“ utan- ríkismál en hvað felst í þessu samráði? Ber utanríkisráðherra skylda til að skýra nefndinni frá öllum samtölum, sem hann á við fulltrúa erlendra ríkja um mál sem þetta, eða er eðlilegt að túlka lögin þannig að hann hljóti að bera undir nefndina meginlínur í framvindu mála sem þessara? Síðarnefnda túlkunin hlýtur að verða ofan á vegna þess að ella yrði utanríkis- málanefnd allt að því að vera í fastri vinnu í utanríkisráðuneytinu eins og samskiptum þjóða er nú háttað. Þeirri upplýsingaskyldu gagnvart ut- anríkismálanefnd hefur Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra augljóslega sinnt af sinni hálfu. Efni þessa máls liggur opinberlega fyrir og íslenzkur almenningur getur gert upp hug sinn um það á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja. Það væri meira gagn að því, að stjórn- málamenn í öllum flokkum eyddu kröft- um sínum í að ræða grundvallaratriði ör- yggismála þjóðarinnar en í annars konar tilgangslaust stagl. Ekki hefur verið hægt að skilja tals- menn Samfylkingarinnar fram að þessu á annan veg en þann, að hún styðji ríkis- stjórnina í þeirri afstöðu, sem hún hefur tekið til málsins. Er það misskilningur? Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.