Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 17 AÐ undanförnu hefur mikiðverið rætt um þá kostisem Ísland á í sambandisínu við Evrópusam- bandið (ESB). Í síðustu viku kom út skýrsla íslenskra og norskra fræði- manna um stöðu Íslands í Evrópu- samstarfi, þar sem meðal annars kom fram að út frá efnahagslegum forsendum væru þrír kostir jafn góð- ir: Full aðild að ESB, áframhaldandi aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tvíhliða samningur Íslands og ESB. Sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi kvað þá strax upp úr með það að ekki væri pólitískur vilji til þess af hálfu ESB að breyta samningum við Ísland í tvíhliða samning. En burtséð frá því er rétt að velta því upp hvort okkur sé yfir höfuð fært að ná fullnægjandi tví- hliða samningi við ESB og hvort það standist að slíkur samningur geti veitt okkur sambærilegan efnahags- legan ávinning og EES. Samhengi réttinda og skyldna Í milliríkjasamningum, rétt eins og í lífinu sjálfu, haldast réttindi og skyldur almennt í hendur ef vel á að fara. Þetta sést t.d. skýrt í þróun al- þjóðasamninga um viðskiptamál, fyrst innan GATT og síðan á vett- vangi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar. ESB hefur gert fjölmarga samninga við önnur ríki um við- skipti. Eftir því sem réttindi ríkja í þeim samningum eru meiri, þeim mun ríkari kröfur eru gerðar til þess að eftirlit sé með því að þau uppfylli samningsskuldbindingar sínar. EES-samningurinn fól í sér að við fengum hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB, í stað þess að byggja samskipti okkar við ESB á tvíhliða fríverslunarsamningi. Í því felst meðal annars að reglum um samkeppnishindranir og hugverka- réttindi er beitt með sama hætti á Ís- landi og í aðildarríkjunum, sem svo aftur leiðir til fullkomlega hindr- unarlausra viðskipa. Forsenda þess að við fengum þennan fullkomna markaðsaðgang var sú að EFTA- ríkin innan EES féllust með samn- ingnum á að leiða í lög öll efnis- ákvæði Evrópuréttar á þeim sviðum sem samningurinn tók til. Þá féllust EFTA-ríkin á að lúta eftirliti með því að þau stæðu við skuldbindingar sínar, með sama hætti og ESB-ríkin þurfa að gera. EFTA-ríkin gátu hins vegar ekki sætt sig við að fram- kvæmdastjórn ESB eða dómstóll þess hefði lögsögu yfir fyrirtækjum og einstaklingum í EFTA-ríkjunum, hvað þá yfir EFTA-ríkjunum sjálf- um þegar upp kæmi ágreiningur um það hvort þau hefðu efnt samnings- skyldur sínar með réttum hætti. Því var fundin sú lausn að setja á fót Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) sem hefði með höndum eftirlit með því að EFTA-ríkin uppfylltu samnings- skuldbindingar sínar og EFTA- dómstóll sem sinnir túlkun efnis- ákvæða EES-samningsins og dæmir í málum sem ESA höfðar gegn EFTA-ríkjunum vegna brota á EES-samningnum. Grunnforsenda EES-samningsins er því sú að EFTA-ríkin eru, hvað efnislegar reglur varðar, eins og aðilar að ESB á því sviði sem samningurinn tekur til. Á þeirri forsendu hvílir ávinn- ingur íslenskra fyrirtækja af full- komlega samræmdu starfsumhverfi á Evrópumarkaði. Án þessa kerfis hefði EES- samningurinn ekki haft þann efna- hagslega ávinning í för með sér sem við þekkjum í dag. Tilvist og trú- verðugleiki hinna sameiginlegu stofnana EFTA-ríkjanna var og er alger forsenda þess að Evrópusam- bandsríkin fallist á að EFTA-ríkin njóti fulls markaðsaðgangs á innri markaðinum. Það er ESA sem fylg- ist með því hvernig íslensk stjórn- völd hrinda í framkvæmd samnings- skuldbindingum sínum og dregur þau fyrir EFTA-dómstólinn ef henni býður svo við að horfa. Það er ESA sem fylgist með því að ástand fisk- vinnsluhúsa sé með þeim hætti að við getum hindrunarlaust flutt sjáv- arafurðir inn til Evrópusambandsins án sérstaks heilbrigðiseftirlits. Það er ESA sem er bær til þess að taka á samkeppnishindrunum íslenskra fyrirtækja á markaði, ef ástæða er til. Stofnanirnar eru einnig mik- ilvægar út frá fullveldissjónarmiði, því við getum réttlætt að lúta eft- irlitsvaldi þessara fjölþjóðlegu stofn- ana á þeirri forsendu að við eigum aðild að þeim. Tvíhliða samningur er ófær leið Hugmyndir um að tvíhliða samn- ingar Íslands við Evrópusambandið gætu falið í sér framtíðarlausn í sam- skiptum okkar við ESB og tryggt efnahagslífinu óbreytt starfsskilyrði eru því fullkomlega óraunhæfar. Jafnvel þótt ESB væri tilbúið til að fara þessa leið – en svo er augljós- lega ekki – er ómögulegt fyrir Ís- lendinga að njóta sömu réttinda í tví- hliða samningi og við njótum nú innan EES, nema með stórfelldu fullveldisframsali. Sviss hefur náð takmörkuðum samningum við ESB um afmörkuð svið viðskipta, sem ekki er hægt að bera með neinum hætti saman við EES-samninginn. Þar sem þeir samningar ganga lengst í að tryggja Sviss hindrunar- laus réttindi á Evrópumarkaði þarf Sviss að skuldbinda sig til að lúta lögsögu stofnana ESB. Það er alger- lega ljóst að ef réttindahluta EES- samningsins yrði breytt í tvíhliða samning myndu íslensk fyrirtæki þurfa að lúta eftirliti framkvæmda- stjórnar ESB ef ekki ætti að draga úr þeim ávinningi sem þau hafa haft af EES. Það yrði með öðrum orðum fram- kvæmdastjórn ESB sem hefði með höndum úttektir í íslenskum fisk- vinnslufyrirtækjum og hefði heimildir til þvingunarúrræða vegna samkeppnismála. Það er einn- ig erfitt að sjá fyrir sér annað en að framkvæmdastjórn ESB yrði þá að vera heimilt að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dómstól ESB vegna ætlaðra samningsbrota. Það væri þá einnig dómstóll ESB sem úrskurða myndi um túlkun EES- samningsins með bindandi hætti fyr- ir íslenska dómstóla. Það er því engin leið að sjá tvíhliða samning sem framtíðarlausn, nema með því annað tveggja að útvatna efnissvið EES-samningsins og stíga skref til baka í átt til þess fyrir- komulags sem við lýði var á gildis- tíma fríverslunarsamnings Íslands og EBE frá árinu 1972 eða með því að fórna með öllu stjórnarfarslegu fullveldi landsins. Það eru bara tveir kostir í stöðunni. Annar er að byggja áfram á EES-samningnum. Hinn er að gerast aðilar að ESB. Við erum í þeirri ákjósanlegu stöðu að búa við EES-samninginn um ófyrirséða framtíð. Hversu langt það tímabil getur verið veltur hins vegar á mörgum þáttum sem við höfum ekki að öllu leyti stjórn á. En það er efni í aðra grein. Tvíhliða samningur – vonarstjarna eða villuljós? Eftir Árna Pál Árnason ’ Það er algerlega ljóst að ef réttindahluta EES-samn- ingsins yrði breytt í tvíhliða samning myndu íslensk fyrirtæki þurfa að lúta eftirliti fram- kvæmdastjórnar ESB ef ekki ætti að draga úr þeim ávinningi sem þau hafa haft af EES. ‘ Höfundur er lögmaður. i á þeim hættum sem að ? nnfærður um að Evrópa sem þarf til sameiningar, ún geti orðið bandamaður na í því að bera ábyrgð í . Við viljum vinna að því að í heiminum, auka efnahags- og stuðla að pólitískum mbandið gengur nú í gegnum kipta. Aðildarríkjum er að u árum og eru mörg hinna ríkja fátæk ríki úr Mið- og pu. Á sama tíma er sam- á tökum á hinum nýja gjald- og undirbúa sameiginlega vegar jafnframt kröfur til þess að skipulag sambandsins verði bætt. Upp- kastið að nýrri stjórnarskrá er góð byrjun. Ég vona að það takist að sam- þykkja þetta uppkast, án þess að rík- isstjórnir aðildarríkjanna geri á því of miklar breytingar, fyrir árslok. Evrópusambandið mun hins vegar ekki hætta að taka breytingum jafnt inn á við sem út á við þótt það sam- þykki stjórnarskrá og fjölgi aðildar- ríkjum. Það er sérstaða hins evrópska samruna að á síðastliðnum fimmtíu ár- um hefur hann sameinað æ fleiri ríki, sem hafa verið mjög misjafnlega stór, sem hafa viljað takast sameiginlega á við ný verkefni. Þar sem að heimurinn tekur stöðugum breytingum verður jafnframt að halda áfram að laga hina evrópsku samvinnu að nýjum að- stæðum.“ Hvernig sjáið þér hlutverk Þýskalands fyrir yður í Evrópusambandi framtíðar- innar? Þýskaland hefur verið leiðandi á sviði efnahagsmála innan ESB frá upp- hafi. Mun Þýskaland jafnframt gera til- kall til hinnar pólitísku forystu í framtíð- inni? „Evrópusambandið, sem Þýskaland er vissulega mikilvægur aðili að en þó einungis eitt af bráðum tuttugu og fimm aðildarríkjum, gegnir ekki lengur einungis efnahagslegu hlutverki í heim- inum. Á mörgum sviðum, t.d. á sviði þróunaraðstoðar eða umhverfismála, er Evrópusambandið orðið að forystuafli. Þar að auki er Evrópusambandið í nán- um tengslum við fjölmörg ríki, þar á meðal Ísland, með samstarfs- og auka- aðildarsamningum. Það sem nú skiptir mestu máli er að hin sameiginlega ut- anríkis- og öryggismálastefna Evrópu- sambandsins verði styrkt.“ Það hefur ríkt nokkur spenna á milli minni aðildarríkja og þeirra sem fjöl- mennari eru í umræðunni um breytingar á stofnanakerfi Evrópusambandsins. Mörg smærri ríki óttast að þeim verði ýtt til hliðar í framtíðinni. Tækist fámennu ríki á borð við Ísland að láta rödd sína heyrast ef Íslendingar myndu gerast að- ilar í framtíðinni? „Ég er þeirrar skoðunar að ágrein- ingur stærri og minni ríkja sem oft er vísað til innan Evrópusambandsins sé orðum aukinn. Það er nú svo að á þeim langa tíma sem Evrópusamvinnan hefur verið til hefur staðan aldrei verið sú að annars vegar væru stóru ríkin og hins vegar litlu aðildarríkin. Eftir fjölgun aðildarríkja hinn 1. maí 2004 mun Evr- ópusambandið samanstanda af nítján smærri og sex stórum aðildarríkjum. Þegar Rómarsáttmálarnir voru undir- ritaðir fyrir rúmlega fjörutíu árum var um að ræða þrjú stór og þrjú lítil aðild- arríki. Þessi samanburður sýnir glögg- lega þýðingu minni aðildarríkja innan Evrópusambandsins. Á því verður ekki breyting í framtíðinni. Aðildarríkin eru mörg og hvert ríki, hvort sem það er stórt eða lítið, mun þurfa að finna sér samstarfsaðila sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í ákveðnum málum. Rödd einstakra ríkja mun heyrast bet- ur eftir því sem það nær að finna sér fleiri samstarfsaðila. Það á að sjálf- sögðu einnig við um Ísland eftir að rík- ið gerist hugsanlega aðili.“ Á síðastliðnum árum hefur Evrópu- sambandið beint sjónum sínum til aust- urs og til suðurs. Hefði Evrópusambandið hug á stækkun til norðurs og til vesturs ef Ísland myndi sækja um aðild? „Evrópusambandið var sögulega skuldbundið til að stækka til austurs og það var jafnframt pólitísk nauðsyn. Evrópusambandið er hins vegar í eðli sínu öllum opið gagnvart öllum Evr- ópuríkjum er uppfylla skilyrði fyrir að- ild. Ég veit að á Íslandi á sér einnig stað umræða um hugsanlega aðild. Í Þýskalandi fylgjumst við spennt með þróun þeirrar umræðu. Það er hins vegar íslensku ríkisstjórnarinnar og ís- lensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um aðildarumsókn. Einu myndi ég þó vilja lýsa yfir nú þegar: Frá okkar bæj- ardyrum séð væri Ísland hjartanlega velkomið sem samstarfsaðili innan Evr- ópusambandsins.“ nlega velkomið saðili innan ESB Reuters er, kanslara Þýskalands. Myndin er tekin í þýska þinginu 1. júlí 1999 er sti fundur þingsins í Bonn áður en þingið flutti starfsemi sína til Berlínar. stjórnarskrá fyrir aðildarríkin. Eru jafn róttækar breytingar og þessar framkvæm- anlegar? Mun Evrópusambandinu takast að halda utan um fjölgun aðildarríkja og jafnframt dýpka samstarfið með jafnörum hætti og nú er að gerast? Ég er viss um að Evrópusambandið sé í stakk búið að ráða við jafnt stækk- un sambandsins sem dýpkun samstarfs- ins á sama tíma. Stækkun Evrópusam- bandsins til austurs var pólitískt nauðsynleg að kalda stríðinu loknu. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna í nýju aðildarríkjunum sýna hversu mikla samkennd margir íbúa í þessum ríkjum hafa með hinu evrópska sam- starfi. Stækkun sambandsins gerir hins tal- virk- nds. tilegt stjórn s (Ev- er kki ð ínum, D, ár- 64. Rau st- og ár- ókna- i vék hann ekki fyrr en hann tók við embætti forseta Sam- bandslýðsveldisins árið 1999. Forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen í 20 ár Forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen varð Rau árið 1978 og því embætti gegndi hann fimm kjörtímabil í röð, eða til 1998. Rau var kanzlaraefni SPD í kosningunum til Sambands- þingsins árið 1987. Árið 1994 var Rau frambjóðandi SPD í forsetakosningum, en forseti Sambandslýðveldisins er kos- inn af kjörfundi skipuðum þingmönnum bæði úr Sam- bandsþinginu og úr þingum sambandslandanna 16. Hann beið þá minni hlut fyrir Roman Herzog. Rau sagði af sér sem forsætisráðherra Nordrhein- Westfalen í maí 1998; arftaki hans í því embætti var flokks- bróðir hans, Wolfgang Clement. „Sætta en ekki kljúfa“ (Versöhnen statt spalten) hafa verið pólitísk einkunnarorð Raus á yfir 40 ára farsælum stjórnmálaferli. Þann 23. maí 1999, á fimmtíu ára afmæli stjórnarskrár Sambandslýðveldisins, var Rau kjörinn forseti Þýzkalands. ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.