Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 ✝ Rósa Einarsdóttirfæddist í Reykja- vík 3. maí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru María Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. í Reykja- vík 11. maí 1888, d. 14. ágúst 1979, og Einar Þórðarson skó- smíðameistari, f. í Reykjavík 6. febrúar 1885, d. 5. júní 1980. Börn þeirra voru: 1) Jón, f. 19. desember 1912; 2) Ingibjörg, f. 9. ágúst 1915, d. 23. júní 1999; 3) Rósa, sem hér er minnst; 4) Geirlaug, f. 29. mars 1923; 5) Gunnar, f. 5. júní 1926, d. 30. september 1997; og 6) Þórunn, f. 9. nóvember 1928. Rósa giftist 6. desember 1952 Tryggva Guðjónssyni frá Dísastöð- um í Sandvíkurhreppi, f. 7. desem- ber 1919, d. 29. ágúst 1991, vöru- bifreiðarstjóra og síðar verkamanni á Akranesi þar sem þau bjuggu frá 1981. Rósa átti eina dóttur áður, Björgu Rósu Thomassen, f. 29. janúar 1947, maki Reynir Ásgeirsson, búsett á Svarfhóli í Svínadal, þau eiga fjóra syni og átta barnabörn. Börn Rósu og Tryggva eru: Marinó, f. 9. september 1953, maki Margrét Magn- úsdóttir, búsett á Hvítanesi í Skil- mannahreppi, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn; Guðni, f. 13. desember 1957, maki Hlín Sigurðardóttir, búsett á Akranesi, þau eiga þrjár dætur og eitt barna- barn. Útför Rósu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Axel. Þú varst alltaf svo góð við mig. Þær voru ófáar stundirnar sem við spiluðum saman eða við settum Ríó tríóið á og nutum þess að hlusta á falleg lög þegar þú og afi Tryggvi pöss- uðuð mig þegar ég var lítil. En nú ertu farin frá okkur og eftir situr minningin ein sem við geymum vel í huga okkar. Guð veri með þér. Þín Rósa Kristín og Axel. Það var erfitt að heyra um veik- indi þín síðustu daga þína hér á meðal okkar, í hinu lifanda lífi. Það var sérstaklega erfitt af því að ég gat ekki veitt þér þann stuðning og styrk sem ég hefði viljað, með nær- veru og hlýju. Ég gat ekki heim- sótt þig á sjúkrahúsið þessa síð- ustu daga sem þú áttir með fjölskyldunni, áður en þú yfirgafst þennan heim og fórst á betri stað, en ég hugsaði stíft til þín og vissi að það var gott fólk í kringum þig sem hugsaði vel um þig. Þú hvattir okkur barnabörnin alltaf áfram með styrk þínum, hvattir okkur á þann hátt að það jók ávallt trú okkar á að við værum að gera vel og rétt. Það var engin undantekning á því þegar ég sagði þér fyrst frá því að ég væri að hugsa um að fara hingað til Spánar í nám. Frá byrjun varstu spennt og áhugasöm um þessa ákvörðun mína. En nú ertu farin, elsku amma, og ég sé þig ekki aftur og það er sárt en ég veit líka að nú getur þú upplifað þetta með mér og litið eftir mér og það veitir mér gleði og styrk. Ég er líka svo viss um að afi Tryggvi hefur tekið vel á móti þér, opnum örmum, ánægður að endurheimta lífsförunaut sinn og nú að eilífu. Þótt ég hafi ekki getað verið hjá þér þessa síðustu daga þá var hugur minn svo sann- arlega hjá þér og vonandi fékkstu eitthvað af þeim styrk sem ég sendi til þín. Ég skrifaði þér bréf rétt áður en þú fórst en þú náðir ekki að lesa það, það náði ekki í tæka tíð, en þegar ég kem heim í ágúst ætla ég að lesa bréfið fyrir þig og afa þar sem þið hvílið nú saman, sameinuð á ný. Elsku amma, með þessum orðum kveð ég þig og ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna. Ég á ávallt eftir að sakna þín og hugsa til þín og geyma allar minningarn- ar sem ég á um þig meðan ég lifi. Það er gott að hugsa til þín og afa þarna uppi að fylgjast með okkur. Guð blessi þig. Þinn Tryggvi Þór Marinósson. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt. Þínar Sigrún Inga og Laufey. Elsku amma. Mikið held ég að afi sé glaður að fá þig til sín. Vilji þinn og andleg heilsa var mun meiri en líkami þinn sagði til um og þú fórst lengra á þrjóskunni einni. Ég dáðist að þér í hvert skipti sem þú komst upp á Hvítanes, hvernig þú þrælaðir þér upp allar tröppurnar og lést engan bilbug á þér finna. Þótt ég hafi vitað að tími þinn var nú senn á enda hjá okkur kom andlát þitt sérstaklega við mig. Að sumu leyti fannst mér það fallegt en auðvitað mjög erfitt líka. Þú andaðist á brúðkaupsdegi okkar Jóhanns og daginn sem við skírðum son okkar hann Jón Þór. Við Jóhann völdum okkur þennan dag á síðasta ári til að gifta okkur því það var enginn í fjölskyldum okkar sem átti neitt í þessum degi, en amma ég er glöð að þú átt þenn- an dag með okkur nú og ég er viss um að þú varst með okkur á við skírnina. Mig langaði að kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér þeg- ar ég var lítil stelpa og hefur fylgt mér æ síðan. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég veit þið afi munið vaka yfir okkur öllum og ábyggilega eigum við eftir að finna fyrir nærveru ykkar í framtíðinni. Eins og þú kvaddir okkur ætíð, guð geymi þig, kveð ég þig á sama hátt elsku amma, guð geymi þig. Þórunn Marinósdóttir. Það var fyrir sjö árum sem ég hitti Rósu, ömmu hans Gunnars, fyrst. Fljótlega urðum við góðar vinkonur og þótti mér alltaf gaman að koma við hjá henni í heimsókn þegar við fórum á Akranes. Hún fylgdist svo vel með börnunum okkar og prjónaði mikið af sokkum og vettlingum á þau en spurði aldr- ei um stærð því að hún vissi hana einhvern veginn alltaf. Við töluðum saman vikulega og mikið fannst mér gaman að heyra sögurnar hennar, hvort sem það var um fjöl- skylduna, sem hún hélt alltaf utan um, eða þegar hún var á sjónum og þegar Gunnar og strákarnir voru litlir eða bara hvað sem var, það var fátt sem fór fram hjá henni. Ég held að það hafi verið fátt sem gert var á Höfða sem hún tók ekki þátt í og hafði gaman af. Það var mjög notalegt að vera nálægt henni því hún var alltaf hress, hreinskilin og bara hún sjálf, og þegar við Gunnar loksins giftum okkur skal ég lofa því að hún verð- ur mér efst í huga þann dag því hún skildi ekkert í þessum trassa- skap í okkur. Mikið á ég eftir að sakna hennar Rósu minnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Reynir, Björg, Marinó, Magga, Guðni, Hlín og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kveðja, Ingibjörg Frostadóttir. RÓSA EINARSDÓTTIR LANDIÐ MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minning- argreina ÞAÐ er alltaf gott veður á sundmóti sagði einhver við fréttaritara Morgunblaðsins og það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við Strandamenn á sundmóti Héraðs- sambands Strandamanna sem hald- ið var í Gvendarlaug hins góða að Klúku í Bjarnarfirði sunnudaginn 22. júní sl. Sundmótið tókst mjög vel og var hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur sem fylgdust með í blíð- unni. Umf. Geislinn sigraði, en þrjú fé- lög kepptu á sundmótinu. Það voru Umf. Leifur heppni í Árneshreppi, Sundfélagið Grettir í Bjarnarfirði, en með Gretti keppa í sundi félagar úr Umf. Neista á Drangsnesi og svo Umf. Geislinn á Hólmavík. Gvendarlaug hins góða var vígð árið 1947 og hefur þjónað sínu hlut- verki vel þessi ár og stendur enn fyrir sínu. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Keppendur stinga sér til sunds á sundmóti HSS í góða veðrinu á Ströndum. Héraðsmót Stranda- manna í sundi Drangsnes Á JÓNSMESSUNÓTT stóð Hólm- urum til boða að ganga á Drápuhlíð- arfjall með leiðsögn Ólafs Ólafsson- ar sýslumanns. Það var Efling Stykkishólms sem stóð fyrir göng- unni og tóku um 30 manns þátt í henni og voru göngumenn á breiðu aldursbili. Drápuhlíðarfjall er um 500 metra hátt og setur mjög sér- stæðan svip á umhverfið. Þaðan er gott útsýni yfir Breiðafjörð. Ólafur var að ganga á fjallið í 65. skipti og þekkti vel leiðina og sagði frá kenni- leitum. Drápuhlíðarfjall á sér merka sögu. Stundum er það nefnt Gull- fjallið, þar sem sólin alltaf skín, hvernig sem viðrar, enda er það úr ljósu líparíti. Í fjallinu á að finnast gull og dýrir málmar. Veðrið var eins best er hægt að hugsa sér, stafalogn, hiti og fallegt sólsetur og í kvöldsólinni virtist Drápuhlíðafjall gulli slegið. Þátttakendur nutu göngunnar og var erfitt að koma sér heim. Á slíkum nóttum er þess virði að vaka því að þær koma ekki oft. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hólmarar gengu á Drápuhlíðarfjall á Jónsmessunótt. Í baksýn er Þórs- nesið, spegilsléttur Breiðafjörður og sólsetur bak við Vestfjarðafjöllin. Hólmarar í Jóns- messugöngu Stykkishólmur LC-konur á Húsavík tóku forskot á Jónsmessugleðina um helgina er þær stóðu fyrir Jónsmessugöngu frá Gónhól út í Eyvíkurfjöru á Tjörnesi. Um 50 manns tóku þátt í göngunni að þessu sinni og er út á Höfðagerð- issand var komið, en svo heitir fjaran réttu nafni þótt hún sé í daglegu tali kölluð Eyvíkurfjaran, var boðið upp á léttar veitingar. Varðeldur var kveiktur í fjörunni og viðstaddir sungu saman við gítar- undirleik Friðfinns Hermannssonar. Það var skemmtileg umgjörð þarna í fjörunni, eldurinn snarkaði, selur hélt sig í flæðarmálinu og hlustaði eftir söng mannanna og Knörrinn lónaði á Lundeyjarsundi með ferða- menn í sjóstangveiði. LC-konur á Húsavík hafa staðið fyrir þessari göngu undanfarin ár og segja þær Jónsmessugönguna vera orðna fastan lið. Jónsmessu- ganga á Tjörnesi Húsavík Friðfinnur Hermannsson lék á gít- ar og stjórnaði fjöldasöng. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.