Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 23 FYRSTI hópurinn frá Shirley Price International Collage of Aroma- therapy á Íslandi hefur nú útskrif- ast. Hópurinn hefur lagt að baki fjögurra ára nám af Nuddbraut Ár- múlaskóla eða annað sambærilegt nám, og lokið verklegu og bóklegu prófi í faginu sem gefur þeim rétt- indi til að kalla sig Aromather- apista eða ilmkjarnaolíufræðinga. Þau eru talið frá vinstri: stand- andi, Fjóla E. Arndórsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Júlíana Magnúsdóttir, Kristín V. Gunnarsdóttir, Sigríður Eyrún Sig- urjónsdóttir, Alma B. Guttorms- dóttir, Anne May Sæmundsdóttir, Valgeir Viðarsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir. Sitjandi: Margrét Alice Birgisdóttir, kennari í Aromatherapy við Nuddskóla Ís- lands og umsjónarmaður kennslu- þáttar Shirley Price International Collage of Aromatherapy á Íslandi. Á myndina vantar Hörpu Rós Björgvinsdóttur og Arndísi Einars- dóttur. Ilmkjarnaolíufræðingar útskrifaðir VÆTUTÍÐIN að undanförnu hefur hleypt lífi í þær laxveiðiár þar sem vætunnar hefur notið við, t.d. á Suð- vestur- og Vesturlandi, en þó hafa Dalirnir misst af regninu að mestu, þar hefur aðeins súldað lítillega. Ingólfur Ásgeirsson, leið- sögumaður við Norðurá, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áin hefði vaxið um eitt til tvö fet síð- ustu tvo daga og veiðin hefði snar- batnað og göngur aukist. „Hollið sem er að veiða er komið með 50 laxa eftir tvo daga og stefnir í 70–80 fiska. Ég hef aldrei séð laxinn jafn vel dreifðan um ána í júnímánuði og aldrei séð veiðina á Dalnum taka eins hratt við sér og nú við þessa breytingu. Veiðifélagsformaðurinn var að segja okkur í gær að hann hefði aldrei séð Norðurá jafn vatns- litla á veiðitíma og áin hefur verið, en þessi rigning gæti bjargað sumr- inu. Nú þarf bara að rigna af og til til þess að viðhalda vatnshæðinni,“ sagði Ingólfur og bætti við að einn af hverjum fjórum löxum væri tveggja ára fiskur, 9 til 12 punda. Svipaða sögu var að heyra frá Þverá og Grímsá, starfsstúlka í Þverárhúsinu sagði um 80 laxa vera komna á land, vatnið væri gott og síðustu dagar hefðu verið góðir. Eg- ill Kristjánsson, staðarhaldari við Grímsá, var einnig hress í bragði, sagði hollið sem nú væri að veiðum vera komið með þrettán laxa eftir fyrsta daginn, þar af níu í gærmorg- un. „Þetta er að springa út núna, það er kominn lax um alla á og hann er nýgenginn,“ sagði Egill. Gylfi Ingason, kokkur í Þrándar- gili við Laxá í Dölum, sagði rigning- una aðeins vera súld og hún hefði engin áhrif haft á vatnshæðina í Laxá, sem væri enn afar lítil. Lítið að gerast í Dölunum „Hér er lítið að gerast, fyrsta holl- ið fékk aðeins tvo fiska, holl númer tvö er komið með aðra tvo eftir tvo daga. En við sjáum mikið af laxi í Sjávarfljótinu þannig að þetta er bara tímaspursmál,“ sagði Gylfi. Svava Víglundsdóttir í veiðihús- inu við Haukadalsá sagði sömu sögu, ekki væri um „draumarigningu veiðimannsins“ að ræða. Hins vegar er Haukadalsá vatnsmeiri á og veiði hefur verið bærileg í ánni. Í gærdag voru komnir 24 laxar á land og 14 bleikjur, að sögn Svövu, laxinn er um alla á, nýir fiskar að ganga á hverjum degi, en laxinn hefur tekið illa í bjartviðrinu sem nú er á enda í bili a.m.k. Fyrsti flugulax sumarsins úr Hítará, Theodór Erlingsson að landa vænum laxi á Breiðinni, en veiði hefur glæðst víða í vætunni að undanförnu. Veiðin glæðist víða í vætunni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mjólkurhátíð SÁÁ og Dalamanna verður haldin helgina 4.–6. júlí 2003 að Staðarfelli í Dölum. Eins og und- anfarin ár verður vandað til þess- arar fjölskylduhátíðar og munu landsfrægir tónlistarmenn og skemmtikraftar eins og KK og Magnús Eiríksson og Halli og Laddi skemmta gestum hátíðarinnar. Á laugardagskvöldinu leika Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von fyrir dansi en hljómsveitin Bikkeb- ane á föstudagskvöldinu. Á dag- skránni eru íþróttir og leikir fyrir börnin, söngvarakeppni, kennsla í línudansi, varðeldur og brekku- söngur. Aðgangseyrir er 3.000 krón- ur en frítt fyrir yngri en 14 ára. Á NÆSTUNNI HEILSUGÆSLA Reykjavíkur hefur tekið í notkun tíma- og við- verukerfið Tímon sem er þróað af Grunni. Um 500 manns starfa á ell- efu stöðvum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavik og á Miðstöð heimahjúkrunar. Í tilkynningu frá Heilsugæslunni kemur fram að Tímon-kerfið er al- farið byggt á vefviðmóti og starfs- menn geta stimplað sig inn og út í gegnum tölvu eða síma. Starfsmenn í heimahjúkrun, sem þurfa að fara á milli staða, geta til að mynda notað farsíma til að stimpla sig inn til vinnu og út aft- ur. Þannig verður óþarft að starfs- menn mæti á tiltekinn stað áður en vakt hefst. Tímon veitir stjórnendum Heilsugæslunnar yfirsýn yfir vinnutíma og viðveru starfsmanna auk þess sem starfsmenn sjálfir hafa aðgang að eigin vinnu- og við- veruskýrslum á Netinu, segir í til- kynningunni. Tímon er þegar í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, þ.á m. hjá Eimskip, Baugi, Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og Skeljungi. Meðal nýrra Tímon-notenda eru Rarik, Byko og Bílanaust. Grunnur sérhæfir sig í sam- skiptalausnum fyrir fyrirtæki með áherslu á IP-símatækni og símtölv- unarlausnir, en Tímon er dæmi um lausn þar sem síma- og veftækni er nýtt til að leysa verkefni. Stimpla sig með farsíma Heilsugæsla Reykjavíkur tekur í notkun nýja viðveruskráningu LAUGARDAGINN 28. júní sl., um klukkan 15.15, var ekið á rauða Peugeot-fólksbifreið þar sem hún stóð í bifreiðastæði við Nettó í Mjódd í Reykjavík. Tjónvaldur ók af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið og er hann og þeir sem veitt geta upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Vitni óskast UNDANFARIN ár hefur færst í aukana að verkefnastjórar og starfs- menn sem koma að verkefnavinnu hafi leitað eftir því að fá staðfestingu á hæfni sinni á þessu sviði. Innan al- þjóðlega verkefnastjórnunarsam- bandsins, IPMA, var unnið að skil- greiningum á samræmdu vottunarferli í þessu skyni sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár víða um heim. Um er að ræða fjögur mis- munandi stig á vottun einstaklinga, allt eftir reynslu og þekkingu í fag- inu. IPMA vottunin er framkvæmd af verkefnastjórnunarfélögum ein- stakra aðildarlanda sambandsins, en þau eru nú 33 talsins. Í byrjun júní hlutu 9 verkefnastjórar staðfestingu samkvæmt IPMA stigi C og einn ein- staklingur samkvæmt IPMA stigi D. Meðfylgjandi mynd var tekin af því tilefni af hópnum, ásamt tveimur af matsmönnum ferlisins, þeim Jónasi Frímannssyni og Agli Skúla Ingi- bergssyni. Fyrstu íslensku IPMA C vottuðu verkefnastjórarnir eru: Arnheiður Guðmundsdóttir, Skýrr, Davíð Örn Halldórsson, hjá Símanum, Ingólfur Sigmundsson, VKS, Kjartan Jóns- son, hjá Símanum, Kristján Þór Hallbjörnsson, hjá Símanum, Mark- ús Sveinn Markússon, VKS, Óskar Elvar Guðjónsson, VKS, Sigrún Ámundadóttir, Skýrr, og Sigurður Grímsson, RTS. Einn aðili tók IPMA D próf: Ríkarður Ragnarsson hjá Fjarhitun. Verkefnastjórnunarfélag Íslands, sem sér um vottunina hérlendis og er nánari upplýsingar um hana að finna á heimasíðu félagsins www.vsf.is. Aftari röð frá vinstri: Egill Skúli, Kjartan, Davíð Örn, Markús Sveinn, Ing- ólfur, Ríkarður og Jónas. Sitjandi frá vinstri: Aðalheiður, Sigrún, Kristján Þór og Óskar Elvar, á myndina vantar Sigurð. Tíu verkefnastjórar fengu viðurkenningu AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að endurbótum á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is. Útlit heimasíðunnar er nokkuð breytt þótt áfram sé byggt á mynd- um Brians Pilkingtons, sem prýtt hafa hana frá upphafi. Endurbæt- urnar miða fyrst og fremst að því að ná enn betur til barna og unglinga en hingað til. Ýmislegt nýtt efni er að finna á heimasíðunni og má þar helst nefna: Láttu í þér heyra, áskorun til unga fólksins um að koma á framfæri við umboðsmann skoðunum sínum og spyrja spurninga um málefni sem þau varða. Vegvísir; margháttaðar upplýs- ingar um hvert hægt er að leita með fyrirspurnir í einstökum málum. Skoðanakönnun, umboðsmaður spyr börn og unglinga álits á mál- efnum líðandi stundar. Leikir; hugmyndir að skemmtileg- um útileikjum. Smásögur eftir börn. Börn og ung- lingar geta sent umboðsmanni smá- sögur og ljóð til birtingar á heimasíð- unni. Endurbæt- ur á heima- síðunni BJARNI Haraldsson, umboðsmaður Olís í Skagafirði, hefur stundum af gárungunum verið nefndur bæjar- stjóri norðurbæjarins. Bjarni er sanntrúaður og sprungulaus sjálf- stæðismaður og þess vegna hafa ein- kennislitir Olís alltaf angrað hann svolítið. Því lét Bjarni hanna nýtt skagfirskt Olís-merki í sínum litum og merkti þjónustubíl fyrirtækisins með því og kannaði einnig hvernig merkið færi á olíudælum félagsins. Nýtt skagfirskt Olís-merki Sauðárkróki. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Björn Björnsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.