Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 25 DAGBÓK af öllum vörum aðeins í dag 30. júní Mikið úrval af skóm og töskum Gerið góð kaup hjá okkur 30% afsláttur Opið kringlunni frá kl. 10.00-18.30 Smáralind frá kl. 11.00-19.00 STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með að til- einka þér hvers kyns tækni og veist sem er að það borg- ar sig að vinna vel. Þú op- inberar ekki tilfinningar fyr- ir hverjum sem er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú sýnir af þér óvenju mik- inn samstarfsvilja í dag. Skilningur þinn á mæltu máli er í hámarki. Þú gætir samið ljóð eða skrifað stórkostleg bréf. Naut (20. apríl - 20. maí)  Háleitar hugmyndir um hag- kvæmar fjárfestingar sækja á þig. Hvað sem þú gerir mun það koma þér til góða. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt yfirleitt auðvelt með að koma þinni skoðun á framfæri og tala við fólk. Í dag ert þú hins vegar óstöðv- andi. Þú getur sannfært alla um allt! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér líður sem þú sért frjáls í anda. Þú sýnir meira næmni gagnvart þjáningum annarra og þig gæti langað til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Listfengið fólk heillar þig í dag. Samræður við vini koma því til leiðar að þú færð hug- myndir um eigin frama á sviði lista. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Án þess að hafa nokkuð fyrir því, heillar þú mikilvægt fólk í dag. Þetta er afleiðing þess að rökhugsun þín er góð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leitastu við að gera eitthvað öðruvísi í dag. Hristu upp í hlutunum og forðastu van- ann. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú þarft að sýsla með tryggingar, skatta eða reikn- inga í dag mun það ganga vel. Þú sérð samhengi hlut- anna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Í dag er undursamlegt að eiga innileg samtöl við nána vini og ættingja. Í sannleika sagt verða öll samskipti þín í dag með besta móti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í vinnunni átt þú auðveldara en áður með að sjá heildar- myndina. Þú veitir sam- starfsfólki þínu góðar ráð- leggingar í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áhugi þinn á myndlist, ljóð- list og tónlist er mikill í dag. Þú getur treyst hugmyndum þínum um fjármál rétt eins og þeim sem þú hefur um listir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að láta þér þykja vænt um fjöl- skyldumeðlimi þína í dag. Talaðu um tilfinningar þínar og tjáðu þær. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TÍU ÁRA Ég minnist þess glöggt, er fyrst ég fór úr föðurhúsum í skóla. Í vasanum hafði ég blýant og blað, en böggul þungan í hjartastað. Svo byrjaði ég að beygja af, er bærinn minn var horfinn á bak við hóla. Svo gekk ég til móts við glaðan hóp og gætti vel minna tára. En allt, sem ég reyndi, til angurs var, þó átti ég vinum að mæta þar. En enginn vissi hvað bærðist og bjó í barmi þess, sem aðeins var tíu ára. Ég veit ekki um nokkrar vikur tvær, sem verið hafa svo langar. Mér sýndist hver fugl, sem flaug um geim, á ferðinni norður, á leiðinni heim. Og sæi eg í haganum hross eða fé á hnotskóg það var í áttina áleiðis þangað. – – – Heiðrekur Guðmundsson. LJÓÐABROT HLUTAVELTA SAGT er um Ítalann Lor- enzo Lauria að hann fari oft undarlegar leiðir í úrspilinu, sem eru á skjön við töl- fræðileg líkindi. Fyrir flesta borgar sig að fylgja lík- unum, en Lauria stórgræðir á því að gera það ekki. Ástæðan er einföld: hann hefur háþróaða borðtilfinn- ingu. Norður ♠ 9843 ♥ K8 ♦ KD5 ♣Á752 Vestur Austur ♠ D5 ♠ 10762 ♥ D10764 ♥ Á52 ♦ G943 ♦ Á1076 ♣G8 ♣109 Suður ♠ ÁKG ♥ G93 ♦ 82 ♣KD643 Annars er borðtilfinning fyrst og fremst hugsun frek- ar en tilfinning í einhverjum óræðum skilningi – bara ekki um spilin 52, heldur mennina sem halda á þeim. Í væntanlegri bók sinni, May the Best Woman Win, segir Sabine Auken frá þessu spili Lauria og leynir ekki aðdáun sinni. Spilið er frá úrslitaleik Ítala og Pól- verja á ÓL í Maastricht árið 2000. Lauria varð sagnhafi í þremur gröndum í suður og fékk út hjartasexu, fjórða hæsta. Lauria lét lítið hjarta úr blindum og austur tók með ás og spilaði fimmunni um hæl. Pólverjinn Tuszynski í vestur reyndi að fela fimm- litinn með því að fylgja lit með sjöunni, en Lauria tók meira mark á fimmu aust- urs (hærra frá tvíspili) og reiknaði með litnum 5-3. Hann taldi því vonlaust að reyna við níunda slaginn í tígli og ákvað að treysta á spaðagosann. En svíningin gat beðið. Fyrst tók Lauria spaðaás- inn og fjóra laufslagi og end- aði í borði til að spila þaðan spaða. Viðureignin var sýnd fyrir fullu húsi í sýningarsal og þar bjuggust menn við að Lauria myndi svína og fara tvo niður. En Lauria gaf sér góðan tíma og ákvað á end- anum að fara upp með kóng- inn. Drottningin féll önnur fyrir aftan og spilið vannst. Ekki nokkur maður í saln- um skildi rökin að baki spilamennskunni, en eftir leikinn fór Eric Kokish á stjá og pumpaði meistarann: „Hvað varstu að hugsa?!“ Svar Lauria: „Austur henti tígli fumlaust í þriðja laufið, en þegar ég spilaði því fjórða þá fór hann að hugsa í stöðu þar sem allt átti að vera á hreinu. Með drottninguna fjórðu í spaða hefði hann verið búinn að taka ákvörðun um afkast, hvort sem hann ætlaði að henda tígli eða spaða. Í mín- um huga gat austur því ekki verið með spaðadrottn- inguna.“ Þetta er djúpt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. c3 a6 5. Ba4 b5 6. Bc2 Bb7 7. 0-0 Rge7 8. a4 Rg6 9. d4 exd4 10. cxd4 Be7 11. Rbd2 0-0 12. He1 Bg5 13. Rxg5 Dxg5 14. Rf3 Dd8 15. Bg5 f6 16. Bh4 He8 17. Bg3 Kh8 18. e5 dxe5 19. Bxg6 hxg6 20. Rh4 Re7 21. Rxg6+ Rxg6 22. Dh5+ Kg8 23. Dxg6 Dxd4 24. Had1 Dc5 25. Bh4 Dc6 26. Hc1 De6 27. Hxc7 He7 28. Hec1 Hae8 29. axb5 axb5 30. h3 Dd6 Staðan kom upp á Skákþingi Hafn- arfjarðar sem lauk fyrir skömmu. Aðalsteinn Thor- arensen hafði hvítt gegn Ragnari Árnasyni. 31. Hxb7! Dd2 31. ... Hxb7 32. Dxe8+ og hvítur vinnur. 32. Hcc7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessar duglegu stúlkur, Hildur Sveinbjörnsdóttir og Díana Dögg Gunnarsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.410 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þessar duglegu stúlkur, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 18.749 til styrktar Barnageðdeild LSH. Vilja þær færa kon- unni sem gaf 10 þúsund kr. sérstakar þakkir.      KIRKJUSTARF Neskirkja. Leikjanámskeið Neskirkju kl. 13-17. Upplýsingar og skráning á www.neskirkja.is eða í síma 511 1560. Lágafellskirkja. Al-Anon fundur í Lágafells- kirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Safnaðarstarf Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.