Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 27 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16  sv MBL T H E Y Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! f llir rt r! tr llir f t r . r i t t i í . r r l r rf í lj r r i ! Sýnd k. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Hann taldi sig hafa séð allt, þar til hann sá of mikið! KIM BASINGER TÉA LEONI Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! A L P A C I N O JA hérna hér! Undirritaður hef- ur fylgst grannt með hljómsveit- inni Sigur Rós í tæp tíu ár og ætti kannski að vera orðinn sjóaður í þeim málum eða – það er asnalegt að segja það – vanur henni. En síðasta föstudagskvöld komu Sigur Rós og strengjafereykið Anima mér gjörsamlega í opna skjöldu. Því þeir tónleikar sem hér verður lýst voru einfaldlega stórkostlegir – algerlega 100%. Það var líkt og hnippt væri í mann og maður áminntur um það, af hverju þessi sveit er einstök. Það er einfaldlega engu upp á þá logið. Sköpunin svo hrein, bein og sönn að hún hrífur með sér hvern þann, sem hefur snefil af áhuga á tónlist. Ég sver og sárt við legg að ég hef ekki heyrt Sigur Rós svona góða síðan á útgáfutónleikum Ágætis byrjunar fyrir hartnær fjórum árum. Ja, þetta var svona gott! Fja … hafi það! Að hversu miklu leyti er ís- lenska hjartað að trufla mig í þess- um skrifum? Ég viðurkenni það með glöðu geði að maður fylltist heilnæmu stolti þegar maður fylgdist álengdar með. Tónleik- arnir fóru fram í næststærsta tjaldi hátíðarinnar og var það troð- fullt og vel það. Loft var lævi blandið og greinilegt að eitthvað var í uppsiglingu. Áhorfendur ger- samlega andaktugir og fagnaðar- lætin hrífandi. Ein stúlka meira að segja borin á brott, meðvitund- arlaus! Styrkur Sigur Rósar og Animu kom allsvakalega í ljós hér og gerði mann orðlausan. Yndisleg upplifun, eins væmið og það kann að hljóma. Í raun draumi líkast. Til að mynda var unun að fylgjast með Jóni Þóri Birgissyni, söngv- ara og gítarleikara, og sjá hversu týndur hann er í tónlistinni, hversu djúpt hann lifir sig inn í hana. Þetta er bara eitthvað svo satt. Opnunarlagið var fyrsta lag nýj- ustu plötunnar, ( ), og kallast óop- inberlega Vaka (öll lög plötunnar, átta talsins, eru án titils). Tvö ný lög voru þá flutt og Ólsen Ólsen og Viðrar vel til loftárása af Ágætis byrjun voru meðal efnis. Hápunkti var náð í síðara laginu og fagn- aðarlætin gríðarleg. Lokalagið var Hafsól af Von en ekki varð komist undan uppklappi. Lokalag ( ) var því keyrt í gegn með tilheyrandi hamagangi og látum. En fólk var hins vegar engan veginn á þeim buxunum að leyfa krökkunum að sleppa og voru þau klöppuð upp tvisvar í viðbót og komu þá fram og hneigðu sig við dynjandi lófa- klapp, hróp og köll. Frábærum tónleikum þar með lokið, örugglega einum af þeim bestu sem ég upplifði á hátíðinni og er hún síst eitthvert slor þetta árið. Áfram Ísland! Tónlist Engu upp á þau logið Hljómleikar Sigur Rós og Anima Hróarskelduhátíðin Tónleikar Sigur Rósar og Animu í Arena- tjaldinu á Hróarskelduhátíðinni, föstu- dagskvöldið 27. júní. Ljósmynd/Móheiður Geirlaugsdóttir Unun var að fylgjast með hversu djúpt Jónsi söngvari lifir sig inn í tónlistina. Arnar Eggert Thoroddsen Á DÖGUNUM var formlega tekið í notkun í þriðja sinn Latóhagkerfið svokallaða. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra var að sjálfsögðu við- staddur líflega athöfn sem efnt var til af þessu tilefni. Leikskólabörn frá Foldakoti mættu á staðinn og sýndu leikfimiæfingar fyrir gesti og gangandi. Börnin notuðu fyrstu Latóseðlana sína til þess að kaupa sér vatn, grænmeti og ávexti en Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka, tók við seðlunum. Hagkerfið hefur verið starfrækt síðustu tvö sumur og hefur notið mikilla vinsælda yngstu kynslóð- arinnar. Krakkar sem leggja inn á æsku- línureikning í Búnaðarbankanum fá Latóseðla sem þeir geta nýtt til að kaupa hollar vörur, fara í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn eða í sund. Nýjung er að hægt verður að borga í strætó í allt sumar með Lató. „Fyrirtæki gefa vörur og þjón- ustu í hagkerfið,“ segir Tómas Bolli Hafþórsson, umsjónarmaður verk- efnisins hjá Latabæ, en þetta eru hollar vörur á borð við vatn, skyr, mjólk, grænmeti og ávexti. Fyrir 12 ára og yngri Allar vörurnar eru sérmerktar og geta krakkar verslað fyrir Latóseðl- ana sína í Hagkaupum á höfuðborg- arsvæðinu og víðar í verslunum á landsbyggðinni. „Krakkarnir fara að kössunum hjá Hagkaupum með vörur, nema hvað þær eru ekki skannaðar. Við tökum það fram að fullorðnum er ekki heimilt að kaupa fyrir latóseðla nema í fylgd barna 12 ára og yngri,“ segir hann. „Hugmyndin á bak við þetta er að vekja börn og foreldra til umhugs- unar,“ segir Tómas, „m.a. um mat- aræði, verðmæti og umhverfið.“ Hann útskýrir nánar að tilgangur- inn sé að leyfa börnum að átta sig á því að hlutirnir séu ekki ókeypis, að stuðla að hollum lífsháttum og að aukinni samveru fjölskyldunnar. „Krakkarnir fá Lató í sitt eigið hag- kerfi meðan þeirra eigin peningar safna vöxtum í bankanum.“ Krakkar 12 ára og yngri geta eins og áður segir borgað með Latóseðlum í strætó í sumar. Til viðbótar verður einn strætisvagn á höfuðborgarsvæðinu sérmerktur latóhagkerfinu. Latóhagkerfið stendur yfir til 31. ágúst og lýkur með mikilli hátíð sem haldin verður í tengslum við komu fyrstu vetnisstrætisvagnanna til landsins. Latóhagkerfið í gang í þriðja sinn Hollt hagkerfi fyrir krakka Morgunblaðið/Arnaldur Íþróttaálfurinn vann hug og hjörtu krakkanna á Foldaborg. Sterkar stelpur og srákar vildu sýna hvað í þeim býr. Þessar hnátur virtust alsælar með Lató-hagkerfið og gerðu leikfimiæfingar. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, útdeildi Lató-seðlum til krakkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.