Morgunblaðið - 30.06.2003, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SVEIT SH SIGURSÆL Á AMÍ / B6 Davíð hættur í Gróttu/KR DAVÍÐ Örn Ólafsson hand- knattleiksmaður er hættur í Gróttu/KR en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við Seltjarnarnesliðið. Dav- íð fór fram á það við stjórn handknattleiksdeildarinnar að verða leystur undan samningi og varð hún við því en Davíð ákvað að hætta eftir ágreining við stjórn- armenn félagsins. Davíð, sem er 28 ára gam- all hornamaður, hefur leikið með Gróttu/KR undanfarin þrjú ár en hann lék þar áður með Val. Davíð segist ekki vera búinn að taka ákvörð- un um hvar hann spilar á næstu leiktíð en líklegast sé þó að hann gangi í raðir sinna gömlu félaga í Val. Grindvík- ingar ræða við Elttör INGVAR Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, er nú staddur í Klakksvík í Færeyjum til að ræða við Hjalgrím Elttör, sóknar- mann KÍ-liðsins. Það dylst engum að Grindvíkingar þurfa sárlega á sóknar- manni að halda eftir að ljóst var að Grétar Hjartarson, skæðasti sóknarmaður liðs- ins undanfarin ár, gæti ekk- ert leikið með liðinu í sumar sökum ökklameiðsla. Ingvar var á vellinum í gær og sá KÍ leggja FS Vág- um að velli með tveimur mörkum gegn engu. Í leikn- um skoraði Elttör auk þess sem einum leikmanni FS Vágum var vikið af leikvelli eftir að hafa brotið á hon- um. Elttör er tvítugur sókn- armaður með 8 landsleiki að baki og þykir einn efnileg- asti leikmaður Færeyja. Ís- lenskir knattspyrnu- áhugamenn gætu munað eftir Elttör en hann kom inn á sem varamaður í leik Ís- lands og Færeyja á Laug- ardalsvellinum sem fram fór fyrr í þessum mánuði. ur þekkt,“ segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR. „Í vetur var þetta orðið það slæmt að ég var sjálf farin að spila. Ég veit ekki hverju er um að kenna því það er óvenjumikið um meiðsl hjá öllum félögum í ár. Heyrst hafa raddir þess efnis að sí- breytilegt undirlag á knattspyrnu- völlum kunni að vera ástæðan, en ég skil það ekki, því áður en knatt- spyrnuhallirnar komu voru undir- Þá mun landsliðsmiðvörðurinnGuðrún Sóley Gunnarsdóttir ekki leika meira með KR í sumar því hún fór í aðgerð á ökkla á dögunum og verður farin út til Bandaríkjanna til náms þegar hún er orðin leikfær. Þá hefur Ásthildur Helgadóttir ákveðið að halda til Svíþjóðar í nám. Þetta tímabil hefur verið það erf- iðasta frá því að ég hóf þjálfun. Það eru miklu meiri meiðsli en ég hef áð- lagsbreytingarnar meiri. Nú þegar ég hef misst nokkrar stúlkur úr hópnum erum við orðnar afar fá- mennar. Hins vegar er ég mjög ánægð með frammistöðu minna leik- manna það sem liðið er af tíma- bilinu,“ sagði Vanda en útilokaði að hún muni taka fram skóna. KR liðið varð á síðustu leiktíð Ís- lands og bikarmeistari og tapaði að- eins einum leik allt leiktímabilið. Í ár er liðið í efsta sæti úrvalsdeildar með 19 stig en er dottið úr bikarkeppn- inni eftir að hafa tapað gegn ÍBV í Vestmannaeyjum s.l. föstudags- kvöld. Næsti leikur KR er gegn FH í Frostaskjóli n.k. fimmtudag. Mikið um meiðsli í herbúðum KR MIKIL meiðsli hrjá kvennalið KR í knattspyrnu. Það nýjasta er að Erna Erlendsdóttir er með slitið krossband í hné. Erna er ekki sú eina sem er frá vegna slitins krossbands því Katrín Ómarsdóttir og landsliðskonan Elín Jóna Þorsteinsdóttir eru þjakaðar af sömu meiðslum. Reuters Liðsmenn Kamerún koma til leiks gegn Frökkum í úrslitum Álfukeppninnar í knattspyrnu í Frakk- landi síðdegis í gær. Evrópumeistarar Frakka fóru með sigur af hólmi í leiknum, 1:0, með gull- marki frá Thierry Henry á 97. mínútu. Leikurinn bar þess merki að hann var leikinn til minningar um Marc-Viven Foe, kamerúnska landsliðsmanninn, sem lést í síðustu viku í leik Kamerún og Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar. Til að heiðra minningu Foe klæddust leikmenn Kamerún keppnistreyju með númeri Foe fyrir og eftir leik og við verðlaunaafhendinguna. Einnig héldu þeir á lofti stórri mynd af leikmanninum. Foe var 28 ára og lék 62 landsleiki fyir Kamerún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.