Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 B 5  ÍSLENSKIR knattspyrnumenn voru lítið í sviðsljósinu í norsku knattspyrnunni í gær en Haraldur Ingólfsson skoraði enn og aftur fyrir Raufoss í 1. deildinni í 4:0 sigri liðsins á útivelli gegn Sand- efjord og er Haraldur í hópi markahæstu leikmanna deildarinn- ar með 8 mörk.  GYLFI Einarsson og Indriði Sigurðsson voru í vörn Lilleström sem bakverðir í leik liðsins í úr- valsdeildinni á útivelli gegn Odd og er skemmst frá því að segja að heimaliðið lék sér að gestunum frá Lilleström og skoruðu alls fimm mörk í leiknum án þess að Lille- ström gæti svarað fyrir sig. Davíð Viðarsson lék síðasta stundarfjórð- unginn í liði Lilleström en Rík- harður Daðason var á varamanna- bekk liðsins frá upphafi til enda eins að undanförnu.  TRYGGVI Guðmundsson var í liði Stabæk sem gerði 1:1 jafntefli á útivelli gegn Ålesund en Tryggvi náði ekki að skora en fékk að líta gula spjaldið í leiknum vegna brots.  EKKERT varð af leik Viking frá Stavanger gegn Molde þar sem keppnisvöllur Viking var líkari sundlaug en knattspyrnuvelli sök- um gríðarlegrar úrkomu undan- farna daga.  AÐ venju var Árni Gautur Ara- son úti í kuldanum hjá þjálfara Rosenborg og sat landsliðsmark- vörðurinn á varamannabekknum tólfta leikinn í röð. Rosenborg lagði Bryne, 5:1, á heimavelli og er með 11 stiga forskot á Sogndal sem er í öðru sæti deildarinnar.  AUÐUNN Helgason lék allan leikinn fyrir Landskrona sem sigr- aði Elfsborg, 2:1, í eina leik sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Auðun og félagar eru í 11. sæti af 14 liðum með 13 stig eftir tólf leiki. FÓLK ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði KR, mun að öllum lík- indum ekki leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Ásthildur, sem er 27 ára gömul, hefur ákveð- ið að fara í framhaldsnám í verk- fræði í Svíþjóð í haust og hefur hún ekki gert upp hug sinn með hvaða liði hún muni leika þar í landi. Þrjú lið koma þar til greina, Malmö FF, Stattena og IF Trion. Ásthildur sagði í gær að námið tæki þrjár annir, eða 1½ ár, en hún hefði ekki gert neinar áætl- anir um hve lengi hún yrði í Sví- þjóð. Keppnistímabilinu hér á landi verður ekki lokið þegar Ást- hildur heldur ut- an til náms en að öllum lík- indum mun Ást- hildur mæta í þá leiki sem skipta hvað mestu máli fyrir KR þegar nær dregur lok- um Íslandsmóts- ins. Keppni í sænsku úrvals- deildinni lýkur í lok október ár hvert en mótið hefst um miðjan apríl og er því ljóst að Ásthildur leikur ekki með KR á næstu leiktíð ætli hún sér að leika með sænsku félagsliði samhliða náminu. Ásthildur leikur ekki með KR á næsta ári Ásthildur Helgadóttir Það er súrt í broti fyrir KA aðfalla úr keppninni, ekki síst vegna þess að liðið átti mun fleiri og hættulegri sóknir en Sloboda í þessum leik og raunar léku KA-menn skínandi vel á köflum. Helsta fyrirstaða þeirra var bosníski lands- liðsmarkvörðurinn Mirsad Dedic sem varði frábærlega í leiknum og kór- ónaði síðan frammistöðu sína með því að verja þrjár vítaspyrnur í víta- keppninni. Leikurinn var jafn framan af en á 19. mínútu skallaði Gradimir Cznogorac boltann snyrtilega í mark KA eftir aukaspyrnu og Sloboda yfir. Þetta þýddi aðeins eitt, að KA varð að leggja allt kapp á sóknarleik og þeir sköpuðu sér ágæt færi. Þorvald- ur Makan, Steinar Tenden og Pálmi Rafn Pálmason áttu allir skalla eða skot að marki af stuttu færi en markvörðurinn sá við þeim öllum. KA tókst því ekki að jafna í fyrri hálfleik þrátt fyrir góða tilburði. Seinni hálfleikur var jafnari. Á 54. mínútu sendi Dean Martin fyrir frá hægri, varnarmenn Sloboda skölluðu frá en Þorvaldur Makan Sigbjörns- son lúrði vinstra megin fyrir utan teig og hann þrumaði boltanum glæsilega í fjærhornið. Staðan þá 1:1 og ekki munaði miklu að KA kæmist yfir á 75. mín. þegar Dedic varði frá- bærlega skalla frá Elmari Dan Sig- þórssyni en Elmar og Hreinn Hringsson komu til leiks á 55. mín- útu til að skerpa sóknina enn frekar. Leiktíminn fjaraði út. Í fyrri hálf- leik framlengingar réðu KA-menn ferðinni. Dedic varði frá Hreini og Ronnie Hartvig átti hörkuskot í þverslána á 103. mín. eftir gott spil. Í seinni hluta framlengingar voru Bosníumennirnir meira með boltann undan vindi en sköpuðu sér ekki telj- andi færi. Úrslitin réðust því í víta- keppni. Sloboda komst yfir með marki úr fyrstu spyrnunni og Dedic varði frá Hreini. Sören Byskov varði síðan og Steinn Viðar Gunnarsson jafnaði. Sloboda komst aftur og Ded- ic varði frá Elmari Dan. Þá varði Sören glæsilega og Steingrímur Örn Eiðsson jafnaði. Það var síðan fyrir- liðinn Muslimovic sem skoraði örugg- lega úr síðustu spyrnunni en Dedic varði frá Þorvaldi Sveini Guðbjörns- syni. KA gat nú loks teflt fram sínum sterkustu mönnum og liðið á hrós skilið fyrir mikla baráttu og góðan leik. Danski miðvörðurinn Ronnie Hartvig lék sinn fyrsta heimaleik með KA og er greinilega afar sterk- ur og öruggur. Hann var besti maður liðsins. Vörnin í heild var góð og raunar allt liðið. Bestu menn vall- arins voru hins vegar Dedic mark- vörður Sloboda og dómarinn Brian Lawlor frá Wales en það var hrein unun að fylgjast með tökum hans á leiknum Vítin urðu KA-mönn- um að falli Lið KA og Sloboda Tusla skildu jöfn, 1:1, í seinni leik liðanna í Intertoto- keppninni sem fór fram á Akureyrarvelli á laugardaginn. Sömu úrslit urðu í leik liðanna úti í Bosníu og því var leikurinn framlengdur. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en KA-menn voru mun nær því að skora sigur- markið. Vítakeppni var því eina tiltæka leiðin til að skera úr um hvort liðið kæmist í aðra umferð og þar hafði Sloboda betur og skoraði úr þremur vít- um en KA tveimur. Lokatölur leiksins urðu því 3:4, gestunum í vil, og þátt- töku KA í Evrópukeppni lokið. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikmenn Sloboda fagna markverði sínum, Mirsad Dedic, eftir að hann hafði varið fimmtu vítaspyrnu KA, frá Þorvaldi Sveini Guðbjörnssyni, og tryggt liðinu sæti í næstu umferð keppninnar. Meiðsli í herbúðum ÍBV MIÐVALLARLEIKMAÐUR ÍBV í knattspyrnu, Ian Jeffs, verður frá keppni í að minnsta þrjár vikur vegna meiðsla. Fyrir eru Eyja- mennirnir Hjalti Jónsson, Steingrímur Jóhannesson og Páll Almarsson allir frá keppni vegna meiðsla; Hjalti vegna hásinar og nára, Steingrímur vegna sprungu í höfuðkúpu og sprunginnar hljóðhimnu og Páll vegna slitins krossbands. Þá hefur Unnar Hólm átt við þrálát meiðsl í ökkla að stríða en hefur þó verið á batavegi. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Magnús Gylfason, þjálfara ÍBV, játti hann því að félagið væri að líta í kringum sig eftir leik- mönnum og þá helst til þess að styrkja vörn liðsins. Samnings- bundnum leikmönnum er óheimilt að skipta um lið fyrr en eftir 15. júlí. Því verða lið sem ætla að styrkja sig fyrir síðari umferð Ís- landsmótsins annaðhvort að bíða þar til félagaskiptaglugginn opn- ast eða þá að fá til sín ósamningsbundna leikmenn eða menn utan félags. JÓHANNES Karl Guðjónsson er enn og aftur orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum um helgina en Jóhannes, sem er á mála hjá spænska liðinu Real Betis, fékk þau skilaboð frá David O’Leary, nýráðn- um knattspyrnustjóra Aston Villa, í síðstu viku að félagið ætlaði ekki að kaupa hann frá spænska liðinu. Daily Star greinir því að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hafi áhuga á að kaupa Jóhannes Karl og miðjumanninn Ray Parlour. Jóhannes Karl sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði heyrt af áhuga Manchester City á sér en ekkert væri búið að ræða við sig né umboðsmann sinn um þessi mál. Jóhannes til Man. City? STOKE City hefur samið við Eng- landsmeistara Manchester United um æfingaleik sem fram fer á Brit- annia-vellinum í Stoke miðvikudag- inn 13. ágúst næstkomandi. Þetta verður eini leikur meistara United á Bretlandseyjum á undirbúnings- tímabilinu utan leiksins við Arsenal um góðgerðarskjöldinn sem fram fer á þúsaldarvellinum í Cardiff. Félögin hafa gert samkomulag um að tefla fram sínum sterkustu leik- mönnum svo ætla má að Britannia- völlurinn, sem tekur um 28.000 manns, verði þéttsetinn enda ekki á hverjum degi sem stórlið á borð við Manchester United heimsækir liðið. Fyrsti leikur Stoke í 1. deildinni verður á móti Derby á útivelli laug- ardaginn 9. ágúst en Manchester United hefur titilvörn sína í úrvals- deildinni með leik á móti Bolton á Old Trafford laugardaginn 16. ágúst. Stoke tek- ur á móti United

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.