Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 30. júní 2003 mbl.is Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Eiguleg jörð Jörðin Vatnsholt í Staðarsveit á Snæfells- nesi er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Jörð- in er um 480 hektarar og á land milli fjalls og fjöru. Íbúðarhúsið er um 200 ferm. 10 // Falleg kirkja Allir sem um veginn fara hljóta að veita Kot- strandarkirkju athygli, einkum af því hvar henni var valinn staður og vegna þeirrar feg- urðar er prýðir hana í hlutföllum og stíl. 13 // Bílar og byggð Ljóst er að áframhaldandi dreifing byggð- arinnar og áhersla á einkabílinn kalla á mikla útþenslu vegakerfisins og lengri aksturs- vegalengdir en nokkru sinni fyrr. 28 // Hitastreymið Við setjum ofna undir glugga til þess að verjast gólfkulda. Hitastreymið verður að vera rétt, upp með útveggjum, upp frá gluggum og niður með innveggjum. 42 Sparnaður, öryggi, þægindi         ! " # $         $                      ! #   "     &'() ( )  * +,-  . )/ 0 * 1 2  3 (4  3 (4 #( ' 3 (4  3 (4 5 5 $ $ 5 %6 $$ $6   5$ 56    !   % 5 7 7  666 5$66 5666 $66 666 $66 " # $ # "#" # % & '      5855 6$ 58 5 (    ( (    (    5 MIKIL umferð er nú um Norðaust- urland, enda hefur veðublíða verið þar mikil undanfarna daga. Margir leggja leið sína til Egilsstaða og í Fjarðabyggð, sem nær yfir Reyðar- fjörð, Eskifjörð og Norðfjörð. Þá eru þeir ófáir, sem halda inn til Kára- hnjúka til þess að skoða umhverfið þar sem fyrirhuguð virkjun fyrir ál- ver á að rísa. Væntingar vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda eru þegar farn- ar að hafa áhrif á fasteignamarkað- inn á þessu svæði. Samkvæmt nið- urstöðum úttektar, sem gerð var vegna umhverfismats álversins, þarf að byggja 900–1.000 nýjar íbúðir í tengslum við byggingu álvers í Reyð- arfirði. Um 500–600 manns munu væntan- lega starfa í álverinu, en auk þess er gert ráð fyrir fjölda afleiddra starfa. Erfitt er samt að segja með nokk- urri vissu, hve mikil áhrif fyrirhug- aðar stórframkvæmdir eiga eftir að hafa á mannfjöldaþróunina á þessu svæði og þá um leið á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og öðrum fasteignum. En áhrifin verða örugglega mikil og sennilega varanleg. Að sögn Steinunnar Ásmundsdótt- ur, blaðamanns Morgunblaðsins á Austurlandi, má nú finna fyrir vax- andi eftirspurn eftir bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði þar. „Það er að kom- ast mikil hreyfing á allt á þessu svæði, ekki bara á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð. Margir hafa hug á að vinna við virkjanaframkvæmdirnar og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hlýtur því að aukast,“ sagði Steinunn. Meiri hreyfing „Að undanförnu hefur talsvert ver- ið byggt á Egilstöðum og í nýju hverfi við göturnar Litluskóga og Keldu- skóga er búið að reisa mörg hús og þegar flutt inn í sum þeirra. Fram- kvæmdir eru ennfremur hafnar við sjö hæða fjölbýlishús.“ En Steinunn telur framboð á góðu skrifstofuhúsnæði lítið á Egilsstöð- um. „Ég veit þess dæmi, að slíkt hús- næði hafi verið að leigjast 20–30% hærra hér en svipað húsnæði á Ak- ureyri,“ sagði hún. Að sögn Steinunnar hefur fast- eignaverð yfirleitt verið talsvert hærra á Egilsstöðum en í Fjarða- byggð en þessi munur á sennilega eftir að minnka. Vaxandi áhugi á fast- eignum á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá Egilsstöðum. Væntingar vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda eru þeg- ar farnar að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn á þessu svæði. Mikil eftirspurn EFTIRSPURN er mjög góð eftir flestum tegundum íbúðarhúsnæðis, allt frá minnstu 2ja herb. íbúðum upp í stærri einbýlishús, segir Svanur Jónatansson, sölustjóri hjá Húseign, nýrri fasteignasölu, sem hefur aðsetur að Hlíðasmára 17 í Kópavogi. Hjá Húseign eru m.a. til sölu nýj- ar íbúðir í fjölbýlishúsi við Gvend- argeisla 2–12 í Grafarholti. Svanur segist telja þessar íbúðir gott dæmi um þá miklu uppbyggingu, sem nú á sér stað í austurhluta Grafarholts. Hjá Húseign eru einnig til sölu nýjar íbúðir bæði í Salahverfi í Kópavogi og hinu nýja Vallahverfi í Hafnarfirði. Að sögn Svans er margt sem verkar hvetjandi á markaðinn nú t.d. yfirverð á hús- bréfum, en á síðasta ári voru oft mikil afföll af þeim. Það er líka yfirlýst stefna stjórn- valda að hækka húsbréfalánin upp í 90%, sem vafalaust á eftir að blása enn meira lífi í markaðinn með því að auka eftirspurnina. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.