Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 1
Sumar í myndlist Bragi Ásgeirsson fjallar um sumarsýningarnar Listir 20 Nýtt lag og nýr rappari Hljómsveitin Quarashi boðar stefnubreytingu Fólk 39 Grímsey fyrir öld Fundnar 100 ára gamlar myndir úr fórum Willards Fiske Miðopna STOFNAÐ 1913 176. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BANDARÍKJAMENN eru nú með á prjónunum ómann- aða, hljóðfráa flugvél sem á að geta flogið frá Bandaríkj- unum til árása hvar sem er í heiminum á tveim klukku- stundum, að því er greint er frá á fréttavef BBC í gær. Breska blaðið The Guard- ian segir að þessi hljóðfráa sprengjuflugvél tilheyri nýrri kynslóð ofurvopna sem Bandaríkjamenn séu að þróa í því skyni að geta gert árásir á óvini sína frá Bandaríkjun- um. Á næstu 25 árum muni þessi nýja tækni gera Banda- ríkjamenn óháða bæði her- stöðvum utan landamæra sinna og samvinnu við hefð- bundin bandalagsríki. Það kapp sem þeir leggi nú á að vera engum háðir eigi rætur í því hve erfitt þeim reyndist að afla sér alþjóðlegs stuðn- ings við innrásina í Írak. Banda- ríkin þróa of- urvopn Herstöðvar erlend- is verði óþarfar OPINBER sjóðþurrð blasir við í auð- ugasta og fjölmennasta ríki Banda- ríkjanna, Kaliforníu, en stjórn rík- isins mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt áður en nýtt fjár- hagsár hófst í gær. Horfur eru á að ríkissjóður verði auralaus í sept- ember nk. Efnahagskerfi Kaliforníu er það fimmta stærsta í heiminum, en fjár- lagahallinn nemur 38,2 milljörðum dollara. Mörg önnur ríki eiga við fjárlagahalla að stríða, en ekkert eins gífurlegan og Kalifornía. Andstæðingar ríkisstjórans, demó- kratans Grays Davis, leggja nú allt kapp á að hrekja hann úr embætti, og meðal þeirra sem kunna að bjóða sig fram í embættið er Hollywood- leikarinn og „gereyðandinn“ Arnold Schwarzenegger. Kalifornía auralaus Los Angeles. AFP. FORSETI Þýskalands, Johannes Rau, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Hann kom til landsins í gær ásamt eiginkonu sinni og dóttur og af því tilefni var boðið til móttöku á Bessastöðum. Ekki er annað að sjá en vel hafi farið á með þýska forsetanum og yngstu kynslóð Íslendinga. Fánar Íslands og Þýskalands blöktu við hún til marks um vináttu landanna./6 Morgunblaðið/Golli Forseti Þýskalands í heimsókn ÍTALSKA ríkisstjórnin, sem tók við for- sæti innan Evrópusambandsins, ESB, í gær, ætlar að snúast gegn því, að meiri- hlutaákvarðanir verði teknar í fleiri málaflokkum en verið hefur. Kom þetta fram hjá Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, í gær. Þessi afstaða Ítala gengur þvert gegn vilja framkvæmdastjórnar ESB og þeirra ríkja, sem vilja, að meirihlutaákvarðanir nái til fleiri sviða en áður til að koma í veg fyrir, að starfsemi sambandsins lam- ist vegna ágreinings, jafnvel aðeins við eitt ríki, ekki síst nú þegar 10 ný ríki eru að fá aðild. Meirihlutaákvarðanir gilda nú á nokkr- um sviðum en í drögum að væntanlegri stjórnarskrá ESB er lagt til, að þær nái til dæmis einnig til orku-, innflytjenda- og byggðamála. Sagði Frattini á þingi, að hann myndi berjast gegn öllum breyt- ingum að þessu leyti en fyrr í gær lýsti Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, yfir því, að meirihlutaákvarðanir innan ESB ættu að ná til utanríkis- og varnarmála og einnig til sumra þátta efnahagsmál- anna. AP Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, ræðir við fréttamenn í gær. Ítalir á móti meirihluta- ákvörðunum Róm. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRI Stofnfisks, Vigfús Jóhannsson, fagnar setningu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær vegna tilskip- unar Evrópusambandsins um fiskeldi. Mark- mið laganna er að hnekkja innflutningsbanni Íra og Breta á lifandi eldisfiski, seiðum og frjóvguðum hrognum frá Íslandi og tryggja þannig mikla hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Vigfús segir að útlitið hafi verið slæmt þegar bannið tók gildi, viðskiptavinir fyrirtækisins hafi verið í uppnámi og farnir að horfa til ann- arra landa með kaup á hrognum. Vonast hann til að Stofnfiskur, sem er stærsti framleiðandi laxahrogna á landinu, hljóti ekki fjárhagslegan skaða af en á árinu stefnir í að laxahrogn frá Stofnfiski og lúðuseiði frá Fiskeldi Eyjafjarðar verði seld úr landi fyrir 5–600 milljónir króna. „Við erum mjög ánægðir með þessi góðu við- brögð ríkisstjórnarinnar og hvernig hún hefur tekið á málinu. Menn hafa unnið vel eftir að í ljós kom hversu alvarlegt ástandið var,“ segir Vigfús og bindur vonir við að útflutningsleyfi fáist strax í næstu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að mikið hafi verið í húfi og ríkisstjórnin orðið að leysa vandann. Reiknar hann með að í fram- haldinu verði sett ströng reglugerð um inn- flutning eldisfisks þannig að ekki verði heim- ilaður innflutningur frá löndum sem hafa lakari sjúkdómavarnir og -stöðu en Ísland. Tryggja þurfi að fiskisjúkdómar berist ekki til landsins. Átta bráðabirgðalög frá 1991 Forseti Íslands staðfesti bráðabirgðalögin síðdegis í gær en þetta eru áttundu lögin af þeim toga sem hafa verið sett frá 1991. Síðast voru bráðabirgðalög sett í tvígang síðla árs 2001 vegna tryggingamála íslenskra flugfélaga í kjölfar hryðjuverkanna 11. september það ár. Framkvæmdastjóri Stofnfisks fagnar lögum um viðskipti með eldisfisk Miklir hagsmunir tryggðir Settar verða strangar reglur um innflutning eldisfisks til landsins  Markmiðið/23 FORSÆTISRÁÐHERRAR Ísr- aels og Palestínumanna, Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, héldu „uppbyggilegan“ fund í Jerúsalem í gær, og segja fréttaskýrendur að sáttatónninn í ráðherrunum að fundinum loknum hafi verið meiri en heyrst hafi frá leiðtogum þess- ara deiluaðila í þrjú ár. „Það sem var jákvætt við þenn- an fund var að hægt var að ræða óleyst deilumál á uppbyggilegan hátt og án þess að farið væri út í til- gangslaust þref,“ sagði talsmaður Sharons, Raanan Gissin, að fund- inum loknum. Kvaðst hann þess fullviss að frekari fundir leiðtog- anna yrðu haldnir á næstunni. Dómsmálaráðherra Ísraels, Yossef Labid, gekk lengra og sagði fundinn hafa verið „mjög árang- ursríkan“ og kvað sér hafa þótt mest um að heyra upplýsingamála- ráðherra Palestínumanna, Nabil Amr, segja að „Palestínumenn vilji að börn sín gangi í háskóla en endi ekki líf sitt með því að gera sjálfs- morðssprengjuárasir“. Amr sagði helsta árangurinn af fundinum hafa verið samþykki um Meiri sáttatónn en áður Jerúsalem. AFP, AP. skipan nefnda til að ræða óleyst deilumál. Munu nefndirnar einkum fjalla um öryggisgæslu, palestínsk efnahagsmál og lausn fanga. Haft var eftir heimildamanni sem er náinn samstarfsmaður Sharons að ísraelski forsætisráð- herrann hefði sagt Abbas að hann væri reiðubúinn að leyfa Yasser Arafat Palestínuleiðtoga að fara frá Ramallah, þar sem honum hef- ur verið haldið í herkví síðan í des- ember 2001. Sharon væri þó ekki tilbúinn til að leyfa Arafat að fara annað en til Gazaborgar. Reuters Abbas og Sharon takast í hendur fyrir fundinn í Jerúsalem í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.