Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÁÐABIRGÐALÖG Bráðabirgðalög hafa verið sett, vegna tilskipunar Evrópusam- bandsins, sem hnekkja innflutnings- banni Íra og Breta á lifandi eld- isfiski, seiðum og frjóvguðum hrognum frá Íslandi. Fram- kvæmdastjóri Stofnfisks fagnar lagasetningunni. Þýski forsetinn í heimsókn Dr. Johannes Rau, forseti Þýska- lands, kom til Íslands í gær í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þétt dagskrá var hjá for- setunum í gær en henni lauk með 200 manna kvöldverði í Perlunni. Rau hefur nú þegar boðið Ólafi Ragnari að heimsækja Þýskaland. Enn af Skeljungi hf. Íslandsbanki seldi í gær 4,58% hlut í Skeljungi hf. og á nú 4,94% hlut. 99% eru nú í eigu fimm aðila. Mál Skeljungs verður tekið fyrir í Kauphöllinni síðar en hugsanlega á fyrirtækið heima á tilboðsmarkaði. Hættumat vegna eldgosa Ríkisstjórnin hefur samþykkt að láta fara fram hættumat og áhættu- greiningu vegna eldgosa og jökul- hlaupa í Mýrdalsjökli og í Eyjafjallajökli. Það hefur orðið vart við skjálftavirkni í Mýrdalsjökli og kvikuinnskot í Eyjafjallajökli. Almannayfirvöld hafa fylgst með og eru með viðbragðsáætlanir. Meiri sáttatónn Forsætisráðherrar Ísraels og Palestínumanna, Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, áttu í gær fund sem fulltrúar beggja sögðu hafa verið afar jákvæðan og árangurs- ríkan. Fréttaskýrendur segja sátta- tóninn í leiðtogunum meiri en verið hafi í þrjú ár. Y f i r l i t Í dag Viðskipti 12 Minningar 26/29 Erlent 13/14 Bréf 32 Höfuðborgin 15 Myndasögur 32 Akureyri 16 Dagbók 34/35 Suðurnes 17/18 Staksteinar 34 Landið 18/19 Kirkjustarf 35 Listir 24/30 Íþróttir 36/37 Umræðan 21 Fólk 38/41 Forystugrein 22 Bíó 38/41 Þjónustan 25 Ljósvakamiðlar 42 Viðhorf 26 Veður 43 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir tíma- ritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. SAMKVÆMT nýlegri könnun eru 6% íslenskra leikskólabarna höfð laus í bíl, án nokkurs öryggis- búnaðar. Könnunin er gerð árlega á vegum Um- ferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Árvekni og í þetta skipti var athugaður örygg- isbúnaður 1.995 barna við 83 leikskóla í 39 sveit- arfélögum. Þar kom einnig fram að 29 barnanna sátu í framsæti, andspænis uppblásanlegum örygg- ispúða sem getur reynst börnum á þessum aldri lífshættulegur. Herdís Storgaard, framkvæmda- stjóri Árvekni, segir að ekki þurfi meira til þess að púðinn þenjist út en að bíll lendi í árekstri að fram- anverðu á 30 kílómetra hraða. Aflið af púðanum sé Talsvert var um að börn sætu laus við hliðina á góðum öryggisbúnaði og foreldrarnir væru sjálfir spenntir. Einnig var mikið um að búnaður sem not- aður var hæfði ekki þyngd barnanna og nokkuð um að hann væri ekki rétt festur. Í nokkrum tilvikum var notaður mjög lélegur búnaður sem uppfyllir alls ekki lágmarkskröfur um gæði. Herdís segir að sárlega vanti markaðsyfirlit um stóla og öryggisbúnað sem fæst hér á landi. Stól- arnir séu mjög mismunandi og einnig misjafnt hversu vel þeir passa í ólíka bíla. „Ef fólk gæti fundið þessar upplýsingar á einum stað drægi úr óöryggi og ruglingi,“ segir Herdís. slíkt að lítið barn geti stórslasast eða látið lífið af völdum hans. „Okkur finnst þetta mjög miður vegna þess að þetta eru svo lítil börn og algjörlega háð umsjá foreldra sinna,“ segir Herdís. Betri útkoma en undanfarin ár Um 12% barnanna voru aðeins fest með bílbelti, en þau eru hönnuð fyrir einstaklinga sem eru að minnsta kosti 140 cm á hæð og 35 til 40 kíló. Herdís segir mjög slæmt að hefðbundin bílbelti séu notuð fyrir börn á þessum aldri þegar beinagrind þeirra sé enn smá og veikbyggð. „Í hörðum árekstri getur beltið skaðað barnið mjög mikið,“ segir Herdís. Lífshættulegt að sitja í framsæti Ný könnun á öryggisbúnaði barna í bílum leiðir í ljós að öryggi er oft ábótavant HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið og Háskóla Ís- lands af kröfu Júlíusar Sólnes pró- fessors en hann krafðist þess að ríkið greiddi sér tæplega 130.000 krónur. Upphæðin nemur launatengdum gjöldum sem voru dregin af framlagi úr ritlauna- og rannsóknarsjóði pró- fessora, en Júlíus taldi frádráttinn óheimilan. Á það féllst dómurinn ekki. Vefengdi frádráttinn Árið 1998 kvað kjaranefnd í fyrsta sinn upp úrskurð um launakjör pró- fessora og þar var m.a. kveðið á um fyrrnefndan ritlauna- og rannsóknar- sjóð. Var ákveðið að ríkissjóður legði til hans fé sem næmi ákveðnu hlutfalli af launum prófessora. Einnig setti kjaranefnd sérstakar reglur um sjóð- inn. Hvergi var getið um að lögbundin gjöld skyldu koma til frádráttar við úthlutun. Um þetta snerist dómsmál- ið. Formaður Félags prófessora vefengdi frádráttinn og í janúar sl. höfðaði Júlíus Sólnes mál gegn ríkinu og HÍ. Byggði hann m.a. á því að at- vinnurekanda væri skylt að standa skil á þessum gjöldum. Í niðurstöðu dómsins segir að kjaranefnd sé skylt að standa skil á launatengdum gjöld- um af þeim fjármunum sem hún út- hlutaði. Nefndin hafi valið að úthluta öllu því fé sem hún hafði til ráðstöf- unar og draga síðan frá launatengd gjöld, í stað þess að úthluta aðeins því fé sem var til ráðstöfunar eftir greiðslu launatengdra gjalda. Þessi aðferð hafi ekki áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar. Ríkið var því sýkn- að, og HÍ sömuleiðis, því skólinn var ekki talinn eiga aðild að málinu. Skúli J. Pálmason kvað upp dóm- inn. Atli Gíslason hrl. var lögmaður prófessorsins. Skarphéðinn Þórisson hrl. var til varnar fyrir ríkið en Hörð- ur Felix Harðarson hrl. fyrir HÍ. Ríkið sýknað af kröfu pró- fessors RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um að láta fara fram hættumat og áhættugreiningu vegna eldgosa og meðfylgjandi jök- ulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjalla- jökli. Talsvert hefur borið á skjálfta- virkni í vestanverðum Mýrdalsjökli og talið er að endurtekin kvikuinn- skot hafi komið undir Eyjafjallajökul á síðustu árum. Almannavarnayfir- völd hafa fylgst með þessu og við- bragðsáætlanir hafa verið gerðar en þær hafa aðallega miðast við hugsan- leg jökulhlaup til suðurs frá Mýrdals- jökli. Við nýlega jarðlagakönnun hafa komið fram upplýsingar um að stór hlaup hafi komið í Markarfljót vegna eldgosa í vestanverðum Mýrdalsjökli, sem hafa orðið á 1.000 til 2.000 ára fresti frá lokum síðustu ísaldar. Ef slíkt hlaup yrði nú kynnu stór byggð svæði, allt frá Eyjafjöllum að Þjórsá, að vera í hættu og einkum er talið að kanna þurfi hættu í Þórsmörk vegna nálægðar við hugsanlegar eldstöðvar og jarðskjálftavirkni. Þetta er ástæða samþykktarinnar og er hún í sam- ræmi við tillögur sérfræðingahóps á vegum almannavarnayfirvalda. Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofunnar, segir að undanfarin 2-3 ár hafi orðið ákveð- in breyting á svæðinu og sérstaklega í vestanverðum Mýrdalsjökli, sem hafi bent til aukins þrýstings. 50 til 100 skjálftar á viku Segja megi að samfelld jarð- skjálftavirkni hafi verið undir Goða- bungu á þessum tíma. Sé litið til nýlið- inna áratuga sé það reyndar ekkert nýtt, en það hafi verið eins og virknin hafi kafnað undan jökulfarginu á vet- urna en svo byrjað aftur næsta sum- ar. Þessi virkni hafi hins vegar vaxið undanfarin ár og full ástæða sé til þess að fylgjast vel með, þótt virknin sé ekki í námunda við þá virkni sem búast megi við skömmu fyrir gos. Mældir hafi verið um 50 litlir skjálftar á viku að undanförnu, flestir af stærð- inni 1,5 til 3 á Richter, en gera megi ráð fyrir að þeim fjölgi upp í um 100 skjálfta á viku í haust. Að sögn Ragnars hefur sérstakur og aukinn viðbúnaður verið viðhafður frá hlaupinu í Jökulsá á Sólheima- sandi 1999, en fyrir rúmu ári vöktu sérfræðingar athygli á ákveðnum ein- kennum virkni í vestanverðum Mýr- dalsjökli sem rétt væri að hafa sér- staka gát á. Hættumat gert vegna hlaupa úr Mýrdalsjökli LÖGREGLUMENN á Egils- stöðum urðu klumsa þegar þeir mældu bifreið á 126 km hraða á Egilsstaðanesi, milli Egilsstaða og Fellabæjar, í gær. Á þessum slóðum er 50 km hámarkshraði. Ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, gat litlar skýringar gefið á hraðakstrinum. Á 126 km hraða innanbæjar BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða í gær að óska eftir greinargerð frá Flugmálastjórn um flugatvikið þegar litháísk flugvél flaug lágt yfir Þing- holtunum sl. sunnudag. Eins og fram hefur komið hefur flugmálastjóri áréttað við Flugmálastjórn að öll at- vik eigi að tilkynna til Rannsóknar- nefndar flugslysa eins fljótt og mögu- legt er. Litháísku flugmennirnir sem gerðu misheppnað aðflug að Reykjavíkur- flugvelli hafa yfirgefið Ísland en leið þeirra lá til Bandaríkjanna. Flug- málastjóri kyrrsetti vélina eftir atvik- ið en nú hefur starfsfólk flugörygg- issviðs rætt við mennina og farið yfir pappíra og búnað vélarinnar. Flug- málastjórn mun senda skýrslu um málið til flugmálayfirvalda í Litháen. Borgarráð biður um skýrslu um flugatvikið ÞAÐ var gaman hjá börnunum í leikskólanum í Vík þegar þau fóru í heitu pottana á Hótel Höfðabrekku. Í Vík er engin sundlaug og þurfa því krakkar og aðrir á svæðinu að leita eitthvað annað til að komast í sund. Þess vegna eru pottarnir á Höfðabrekku smáuppbót í sund- laugarleysinu og börnin skemmtu sér vel. Ágætt veður var á Suður- landi í gær og því engin ástæða til annars en að brosa. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gaman í heitu pottunum Fagradal. Morgunblaðið. Tilboð á 100 rása VHF-talstöðvum frá TAIT. Takmarkað magn!  KALOS PRÓFAÐUR  FORMÚLA-1  DUCATI TIL ÍSLANDS TOYOTA-FERÐ  NÝR MAZDA 3  BENSÍNSPARNAÐUR  S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Kæling og nudd í sætum 420 hestöfl – 550 Nm ORKUBÚNTIÐ PHAETON FRÁ VOLKSWAGEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.