Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 4

Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELDISFISKAR eru byrjaðir að veiðast í íslenskum laxveiðiám þótt júlí sé rétt að byrja. 27. júní veiddi t.d. Katrín Gústafsdóttir 1,8 kg 56 cm regnbogasilungshæng í Brúarbreiðu í Selá í Vopnafirði. Brúarbreiða er neðarlega í ánni. Þá voru regnbogasilungar áber- andi er Elliðaárnar voru opnaðar í síðasta mánuði og nokkrir hafa veiðst. Regnbogasilungur Katrínar hef- ur borist Veiðimálastofnun og hjá Sigurði Guðjónssyni fengust þær upplýsingar að um kynþroska hæng væri að ræða og ekki væri spurning að fiskurinn væri úr eldi. „Það sést á uggunum og vaxt- armynstri í hreistri. Það er greini- lega eitthvað af þessum fiski á ferðinni, en ef menn muna, þá veiddist talsvert af regnbogasil- ungum úr eldi í íslenskum ám síð- astliðið haust á sunnanverðu land- inu, frá Hornafirði og til Faxaflóa,“ sagði Sigurður Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Veiði- málastofnunar. Eldislaxar veidd- ust einnig í íslenskum ám í fyrra, t.d. í Botnsá. Regnboga- silungar veiðast í laxveiðiám Regnbogasilungshængurinn úr Selá er upprunninn úr eldi. Morgunblaðið/Vmst. MJÖG lítið er um að nýlegar heim- ildir í barnaverndarlögum, sem heimila að leitað sé eftir upplýsing- um úr sakaskrá um umsækjendur hjá skólum, leikskólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum og fleirum, séu nýttar þegar starfsfólk er ráðið. Í 36. grein barnaverndarlaga seg- ir: „Yfirmenn skóla, leikskóla, sum- ardvalarheimila, íþrótta- og tóm- stundamiðstöðva og annarra slíkra stofnana eða staða þar sem börn koma saman eða dveljast um lengri eða skemmri tíma, eiga rétt til upp- lýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn maður, sem sótt hefur um störf á þeirra vegum, hefur hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr., að fengnu samþykki hans.“ KFUM og KFUK hefur ekki nýtt þessar nýlegu heimildir þegar þeir ráða starfsfólk segir séra Ólafur Jó- hannsson, formaður KFUM og KFUK: „Við höfum ekki þurft á því að halda.“ Hann bendir á að þeir þrír menn sem upplýst hefur verið undanfarið að hafi gerst sekir um brot í starfi hjá samtökunum hafi ekki verið á sakaskrá og því hefði það ekki breytt neinu um þeirra ráðningu þótt aðgangur hefði feng- ist að sakaskrá þeirra. „Sakaskráin ein og sér dugir ekki í svona tilvikum,“ segir Ólafur. Hún nýtist betur þegar önnur samtök eða skólar eru að ráða úr stórum hópi umsækjenda sem þeir sem ráða í störf þekkja ekki. „Allir sem eru ráðnir til starfa hjá okkur í til dæmis sumarbúðunum eru aðilar sem við þekkjum og höf- um kynnst. Þeir eru búnir að vera sem unglingar í félaginu,“ segir Ólafur. Hann segir þó að forstöðumenn sumarbúða þurfi að skila inn saka- vottorðum til barnaverndaryfirvalda til að fá starfsleyfi sumarbúðanna endurnýjað. Ólafur útilokar ekki að heimildin til að fá upplýsingar um umsækj- endur úr sakaskrá verði nýtt í fram- tíðinni: „Ef okkur finnst ástæða til þess munum við örugglega gera það. Það geta alltaf komið upp tilvik þar sem þarf að rannsaka feril. En við erum yfirleitt að ráða einhverja sem eru svo tengdir okkur að það hefði ekki farið framhjá nokkrum í félaginu ef viðkomandi hefði átt í útistöðum við lögin. En það er gott að þessi heimild er fyrir hendi.“ Fá frekar meðmæli Sigríður Konráðsdóttir, úr starfs- mannaþjónustu Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), seg- ir heimildir barnaverndarlaga til þess að fá upplýsingar úr sakaskrá um umsækjendur ekki hafa verið nýtta hingað til: „Við höfum ekki gert það, en við höfum mikið sam- ráð við Fræðslumiðstöð og aðra að- ila ef við fáum einhverjar grun- semdir. Eins ef eitthvað kemur uppá þá er mjög ákveðið tekið á því hjá okkur.“ Hún segir að þetta hafi verið rætt innan ÍTR en ákveðið að óska ekki eftir sakavottorðum: „Frekar höfum við hringt og fengið meðmæli með fólki. Við erum mjög dugleg við það því við erum að ráða forstöðumenn í sumarstarf og í frístundaheimili svo við verðum að vanda til ráðninga.“ Forstöðumennirnir sem ÍTR ræður ráða svo starfsmenn sína. Sigríður segist ekki vita til þess að þeir fari fram á sakavottorð umsækjenda. Sigríður segir þó að í framhaldi af umræðu undanfarinna daga sé lík- legt að afstaða ÍTR verði endur- skoðuð og farið fram á sakavottorð umsækjenda. „Það er verið að skoða þetta í heildina, það er verið að vinna drög hjá Reykjavíkurborg og er verið að stofna nefnd sem á að hafa eftirlit og fylgja þessu eftir.“ Á valdi skólastjóra Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, segir að miðstöðin hafi ekki þá yfirsýn yfir ráðningar í skólum til að svara til hvort þessi heimild í lögum er nýtt. Miðstöðin ræður skólastjóra, en þeir sjá svo um allar mannaráðningar í sínum skólum. Hún segir þó að hún viti af einu tilviki úr skóla í Reykjavík þar sem umsækjanda um starf var neitað um starf vegna upplýsinga sem fengust úr sakaskrá. Skólastjórum er það í sjálfsvald sett hvort þeir leita eftir þessum upplýsingum, segir Hanna Hjartar- dóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. Hún segir að það sé al- mennt ekki gert. Hún segir að sú leið sé oftar farin að menn kynni sér meðmælendur umsækjenda. „Alltaf þegar koma upp svona mál verður það til þess að fólk verður ennþá varkárara. Ég efa það ekki að ef fólk fær ekki góð meðmæli, eða gef- ur ekki upp meðmælendur, þá verði þessi heimild notuð.“ Nýleg heimild í barnaverndarlögum til að óska upplýsinga úr sakaskrá sjaldan notuð Til skoðunar hjá ÍTR að óska eftir sakavottorðum HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra, Jón Kristjánsson, hefur ráðið Jóhannes Pálmason lögfræð- ing til að gegna starfi forstjóra Lýð- heilsumiðstöðvar þar til í haust þeg- ar Guðjón Magnússon læknir tekur við starfinu. Guðjón er í leyfi til 1. október nk. en heilbrigðisráðherra hafnaði ósk hans um leyfi til 15. sept- ember 2004. Jóhannes er lögfræðingur Land- spítala – háskólasjúkrahúss og verð- ur í leyfi frá þeim störfum á meðan hann gegnir skyldum forstjóra Lýð- heilsumiðstöðvar. Ráðinn tímabundið ♦ ♦ ♦ ELDFIMUM vökva var skvett á úti- dyrahurð hússins Álfabrekku í Laugardal í Reykjavík í gærmorgun og eldur borinn að. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins var fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Innandyra var ein kona en hana sakaði ekki. Nokkr- ar skemmdir urðu utan á húsinu og í gangi inn af hurðinni. Að sögn Harð- ar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, barst tilkynning um eld- inn rétt fyrir klukkan níu. Sjónar- vottar greindu frá því að 2–3 ungir menn hefðu verið að verki og fékkst jafnframt lýsing á bifreið þeirra og skráningarnúmer. Bíllinn fannst skömmu síðar í Norðurmýri og var einn piltur handtekinn. Í kjölfarið voru tveir piltar til viðbótar og tvær stúlkur handtekin og færð til yfir- heyrslu á lögreglustöðina við Hverf- isgötu. Stúlkunum var sleppt en pilt- arnir voru yfirheyrðir nánar og eru enn í varðhaldi. Að sögn Harðar er talið að pilt- arnir þrír hafi verið valdir að íkveikj- unni. „Málið er allt að skýrast. Komnar eru fram ákveðnar játning- ar og skýringar á tengslum piltanna við íbúana en framhaldið verður skoðað á morgun,“ segir Hörður. Íkveikja í Laugardal Ljósmynd/Jón Stefánsson Lögreglumenn á vettvangi eftir íkveikju í Laugardal. ATLANTSÁL, sem er í aðaleigu breska fyrirtækisins Transals og ís- lenska fyrirtækisins Altechs, hefur ákveðið að Húsavík verði fyrir valinu vegna staðsetningar álvers sem fyr- irtækið áformar að reisa. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar hjá Al- tech hefur Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) þegar verið tilkynnt þessi ákvörðun um staðarval. Þá hefur ver- ið sent bréf til iðnaðarráðherra þar sem greint er frá þessari ákvörðun og jafnframt hefur bæjaryfirvöldum á Húsavík verið sent erindi með ósk um viðræður um staðsetningu og land- svæði. Eins og fram hefur komið stóð valið einkum á milli Húsavíkur og Dysness í Eyjafirði, en að sögn Jóns Hjaltalíns hefur fyrirtækið nú ákveðið eftir vandlega skoðun á þessum kostum að óska eftir viðræðum um staðsetningu álversins við Húsavík og um afnot af Húsavíkurhöfn. Að sögn hans voru það einkum þrjú atriði sem réðu miklu um valið á milli þessara ágætu staða; umhverfismál, orkuöflun og hafnaraðstaða. For- svarsmönnum Atlantsáls hefur verið tjáð að það muni ríkja góð sátt meðal íbúa Húsavíkur og nærliggjandi sveitarfélaga um álverið. Aðgengilegt er að leggja raflínur til Húsavíkur frá nærliggjandi orkuverum, byggðum á nýtingu jarðgufu við Kröflu, Bjarnar- flag og Þeistareyki. Viljayfirlýsing með Þeistareykjum Að sögn Hreins Hjartarsonar, for- stjóra Orkuveitu Húsavíkur, var ný- lega ritað undir viljayfirlýsingu milli Atlantsáls og Þeistareykja ehf. um að Atlantsál fái svæðið á Þeistareykjum til raforkuframleiðslu. Auk Orkuveit- unnar eru Norðurorka, Aðaldæla- hreppur og Þingeyjarsveit eigendur Þeistareykja ehf. Borun á einni til- raunaholu hefur lofað góðu og vilja Atlantsálsmenn hefja frekari boranir strax í haust. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að for- ráðamenn Atlantsál hafi kynnt áform sín og þeir fengið upplýsingar um ástand og horfur í orkumálum. Engar formlegar viðræður séu hafnar. Þor- steinn segir það vitað mál að mikil orka sé til staðar í jarðhita á Norð- austurlandi, en auk Þeistareykja hef- ur Landsvirkjun uppi áform um Bjarnarflagsvirkjun og að stækka Kröfluvirkjun. 90 þúsund tonna álver í 1. áfanga Stefnt er að því að forathugun og vinnu við umhverfismat álversins verði lokið fyrir áramót, þannig að jarðvegsframkvæmdir geti hafist næsta vor, eða ári fyrr en bygging Fjarðaáls hefst. Áætlanir Atlantsáls gera ráð fyrir að álverið rísi í fjórum áföngum. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að reist verði álver með 90 þúsund tonna ár- lega framleiðslugetu en síðar verði það stækkað í þremur áföngum til viðbótar á sex árum í samtals 360 þús- und tonna ársframleiðslu. Bæjarráð Húsavíkur hefur fjallað um erindi Atlantsáls og falið bæjar- stjóra að hefja undirbúning að við- ræðum við félagið. Jafnframt var bæjarstjóra falið að leita eftir og vinna drög að sameiginlegri viljayfir- lýsingu aðila, þar sem markmið, verk- efni og tímasetningar verði skil- greind, og að kynna málið fyrir stjórnvöldum, að því er segir í fund- argerð bæjarráðs. Atlantsál áformar byggingu 360 þúsund tonna álvers í fjórum áföngum Sótt um leyfi til að reisa álverið við Húsavík FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði hafa lýst yfir óánægju með vinnubrögð borgarráðs hvað varðar svör við fyrirspurnum sem full- trúarnir lögðu fram um fé- lagsstarf aldraðra. Borgarfull- trúarnir telja að svörin sem bárust gefi til kynna að verið sé að innleiða breytingar í fé- lagsstarfinu, sem hefðu niður- skurð í för með sér, þrátt fyrir samþykkt borgarstjórnar um að fresta slíkum breytingum. Samkvæmt tillögunni var ákveðið var að bíða þar til nið- urstöður úr samráðsvinnu verkefnisstjóra og félagsmið- stöðva lægju fyrir. Fulltrúar R-listans benda á að ekki hafi verið tekin ákvörðun um nið- urskurð í félagsstarfi aldraðra. Verið sé að vinna að endur- skipulagningu starfseminnar með betri þjónustu og hag- kvæmari rekstur að leiðarljósi. Telja að verið sé að skerða þjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.