Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 6

Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Þýskalands, dr. Johannes Rau, eiginkona hans, frú Christina Rau, og dóttir þeirra, Anna- Christina Rau, komu í opinbera heimsókn til Íslands í gær í boði for- seta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Móttökuathöfn fór fram á Bessa- stöðum að viðstaddri ríkisstjórn Ís- lands, handhöfum forsetavalds og embættismönnum. Forsetarnir ræddust síðan við um stund á Bessastöðum. Í samtali við Morgunblaðið lét forseti Íslands í ljós mikla ánægju með heimsóknina, sem sýndi í verki trausta vináttu við Þjóðverja, sem væri Íslendingum mjög mikilvæg, enda Þýskaland eitt öflugasta ríki Evrópu. Samstarfið við Þýskaland væri mjög mikilvægt þegar kæmi að samningum við Evr- ópusambandið, og heimsóknin nú styrkti það samstarf. Einnig ræddu forsetarnir mögu- leika fyrirtækja í löndunum tveimur til samvinnu og aukinnar verslunar. Lýsti forseti Þýskalands yfir stuðn- ingi sínum við að viðskipti milli landanna yrðu aukin. Menningarmál bar einnig á góma, og ræddi forseti Íslands stöðu Goethe-stofnunarinnar á Íslandi við þýska forsetann, og ítrekaði nauð- syn þess að stofnuninni yrði tryggt rekstrarfé svo hún gæti verið sá kjarni menningarstarfs Íslands og Þýskalands sem hún var um árabil. Loks tilkynnti þýski forsetinn að hann byði forseta Íslands í opinbera heimsókn til Þýskalands. Tók for- seti Íslands því fagnandi og sagði í samtali við Morgunblaðið telja það enn frekari viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda í Þýskalandi að rækta sambandið við Ísland á 21. öld. Minnismerki afhjúpað Eftir hádegi var afhjúpað minn- ismerki á Óseyrarbryggju við Flens- borgarhöfn í Hafnarfirði um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan var reist til þess að þjóna þýskum farmönn- um og var grafreiturinn við kirkj- una hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til árs- ins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar. Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Verkið myndar táknrænan gotneskan boga úr íslensku grjóti og nær sex og hálfs metra hæð. Hliðið minnist samskipta Íslendinga og Þjóðverja til forna og vísar veginn um ókomna tíð. Áhugahópurinn Merkisnefnd hef- ur unnið að framgangi málsins í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, þýska sendiherrann á Íslandi, hafnarstjórn og aðra máls- metandi aðila hér á landi og í Þýska- landi. Dr. Johannes Rau, forseti Þýska- lands, flutti stutt ávarp við afhjúp- unina. Hann gladdist mjög yfir því að geta verið viðstaddur afhjúpun minnismerkisins. Hann lagði áherslu á hve mikilvægt væri að minnst væri þeirra, sem ekki fengu að lifa friðsamlegu lífi vegna trúar sinnar og skoðana. Sömuleiðis minntist hann þess hve Þjóðverjum hefði ávallt liðið vel á Íslandi, og ánægjulegt væri að afhjúpa minn- ismerkið komandi kynslóðum Ís- lendinga og Þjóðverja til handa. Þjóðmenningarhúsið heimsótt Síðdegis heimsóttu forsetahjónin Þjóðmenningarhúsið við Hverf- isgötu og kynntust íslenskum þjóð- búningum, skoðuðu íslensk handrit og fræddust um notkun vetnis í orkuframleiðslu á kynningu fyr- irtækisins Nýorku. Í gærkvöldi héldu íslensku for- setahjónin veislu í Perlunni, þar sem boðið var rúmlega 200 manns. Í ræðu við það tækifæri benti forseti Íslands á, að þúsund ára saga tengdi þjóðirnar saman og stuðlaði að virku menningarsamstarfi. Sama ætti við á sviði viðskipta og alþjóða- mála, og áréttaði forsetinn áskorun sína til þýskra fjármálafyrirtækja um að leita samstarfs og viðskipta hér á landi. Í dag munu forsetarnir ásamt fylgdarliði heimsækja hestabúgarð, orkuverið á Nesjavöllum og Þing- velli, þar sem forsætisráðherra býð- ur til hádegisverðar. Að honum loknum verður ekið að Geysi og Gullfossi. Í kvöld eru tónleikar í boði þýska forsetans í Salnum. Tveggja daga opinber heimsókn Johannes Rau, forseta Þýskalands, til Íslands hófst í gær Þúsund ára saga tengir löndin saman Morgunblaðið/Arnaldur Forsetarnir og eiginkonur þeirra stilltu sér upp með sýnendum íslenskra þjóðbúninga í Þjóðmenningarhúsinu. Morgunblaðið/Golli Eiginkonur forsetanna kynna sér loðfeldi hjá Eggerti feldskera. Morgunblaðið/Golli Í Hafnarfirði afhjúpuðu forsetar Ís- lands og Þýskalands minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna á Ís- landi sem reist var árið 1533. DR. ÁRNI Björnsson afhenti Jo- hannes Rau Þýskalandsforseta ein- tak af bók sinni um áhrif íslenskra fornbókmennta á Niflungahring Wagners í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Bæði íslenska útgáfan, sem kom út fyrir þremur árum, og sú þýska eru gefnar út af Máli og menningu, en ensk þýðing bókarinnar kemur út hjá vísindafélaginu Viking Society síðar í þessum mánuði. Það var Richard Wagner-félagið á Íslandi sem átti frumkvæðið að rannsóknum Árna á sínum tíma, en félagið hefur haft það að höfuðmarkmiði annars vegar að kynna verk Wagners á Íslandi og hins vegar að kynna tengsl hans við ís- lenska menningu. „Ég var fenginn til að taka að mér að finna út úr því hvað væri mikið hæft í því að Wagner hefði notað ís- lenskar fornbókmenntir þegar hann var að semja þetta gríðarlega verk sem Niflungahringurinn er. Niður- stöður mínar voru í raun miklu af- dráttarlausari en ég hafði búist við því ég komst að því að um það bil 80% af þeim sagnaminnum sem hann notar eru úr íslenskum bókmenntum, 15% eru sameiginleg þýskum og íslensk- um bókmenntum en það eru ekki nema 5% sem eru eingöngu úr þýsk- um heimildum,“ segir Árni Björnsson í samtali við Morgunblaðið. Sá útbreiddi misskilningur hefur lengi ríkt að hið gamla þýska kvæði, Niflungaljóðið, hafi verið megin- grunnurinn að óperu Wagners, Nifl- ungahringnum. Spurður um ástæðu þessa segir Árni það að miklum hluta megi rekja til nafns ljóðsins. „Í öðru lagi er að mörgu leyti um sama efni að ræða í Niflungaljóðinu og sumum Eddukvæðum og Völsunga sögu, einkum í síðustu óperunni, Ragnarök- um,“ segir Árni og bætir við: „Wagn- er hafði náttúrlega lesið Niflungaljóð- ið en hann segir sjálfur að það hafi ekki verið fyrr en hann fór að lesa Eddukvæði og annað forníslenskt efni, sem hann las í þýðingum, að hann gat hugsað sér að semja óperu um Sigurð. Þótt Wagner noti þessar íslensku heimildir kemur orðið Ísland eða ís- lenskur aldrei fyrir hjá honum og það er í sjálfur sér ekkert skrýtið því um miðja nítjándu öld vissu sárafáir að Ísland eða íslensk menning væri eitt- hvað sérstök,“ segir Árni. Spurður um viðbrögð þýskra fræðimanna við kenningum sínum svarar Árni því til að þau hafi verið býsna góð. „Nú er bókin auðvitað fyrst að koma út á þýsku núna og ekki margir þýskir fræðimenn sem eru læsir á íslensku og hafa lesið hana, en þeir sem hafa gert það hafa talið hug- myndina mjög athyglisverða og þarft að koma bókinni út á þýsku,“ segir Árni að lokum. Fékk bók um Wagner og Völs- unga Morgunblaðið/Arnaldur Dr. Árni Björnsson afhenti Johannes Rau, forseta Þýskalands, bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.