Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt blað, Reykjavík Grapevine Skrúfum ljósa- peruna í sjálfir Í BLAÐINU ReykjavíkGrapevine er fjallaðum endurkomu heið- inna manna, hvort konur séu enn negrar heimsins og sápuóperuna Ísland. Að útgáfunni standa ungir menn, sem kunna ekki að vera verkefnalausir. Rit- stjórar eru Jón Trausti Sigurðarson, Valur Gunn- arsson og Hilmar Steinn Grétarsson, en Oddur Ósk- ar Kjartansson sér um tölvumál og heildarskipu- lagningu. „Hann er maður- inn með vöndinn,“ segir Jón Trausti glaðbeittur. Verðið þið ríkir af útgáf- unni? „Nei, alls ekki.“ Er ekkert mál að gefa út blað – ákveður maður það bara og byrjar? „Ég myndi segja að við höfum látið slag standa vegna þess að við héldum að við gætum það, en ekki vegna þess að við gætum það,“ segir Jón Trausti. „Það er sudda- lega erfitt. Ég mæli ekki með því að nokkur geri þetta nema hann hafi ekkert betra við tímann að gera. En þó fátt sé erfiðara, þá er þetta mjög gaman.“ Hver var erfiðasta hindrunin sem þið þurftuð að yfirstíga? „Peningar,“ svarar Jón Trausti með áherslu. „Ég held það hafi verið mesta vesenið. Auglýsinga- markaðurinn er skipulagður ár fram í tímann og sama hvar og sama hvert maður leitar, þá segj- ast flestir búnir að ráðstafa öllu fram í tímann,“ segir hann og finnst hann þurfa að bæta við: „Sem er yfirleitt satt.“ Svo heldur hann áfram. „Fjármögnunin hefur verið strembin, en samt tekist. Við höfum ekki tapað á þessu, en samt ekki grætt krónu. Langar þig að vita hvað við erum gamlir?“ Hvað eruð þið gamlir? „Valur er 26 ára sagnfræðingur, sem var að koma frá Dublin þar sem hann lærði skapandi skrif, Oddur er 22 ára og var að klára annað árið í verkfræðinni, ég og Hilmar erum 21 árs og urðum stúdentar í fyrra. Við ferðuðumst erlendis í fyrravetur og fengum hugmyndina í Prag.“ Nú? „Blað, sem var að vissu leyti svipað, bjargaði okkur alveg. Við vissum hvar við gætum útvegað okkur íbúð, fengið að borða, þveg- ið fötin okkar, þvottinn, o.s.frv.“ Ætli það sé ekki orðið tímabært að spyrja um hvað blaðið fjallar? „Allt,“ svarar Jón Trausti. „Við erum með fasta efnisþætti eins og miðjuopnu með Reykjavíkurkorti og Íslandskort með nokkuð tæm- andi upplýsingum fyrir ferða- menn. Þess á milli eru greinar og pistlar, sem tengjast ekki endilega neinu á Íslandi. Þær þurfa bara að vera góðar. Við leggjum líka mikla áherslu á að vera með dagskrá yfir allt sem við komumst yfir í menningartengdum viðburðum, s.s. listsýn- ingar og tónleika. Það er ástæðan fyrir því að við gefum blaðið út með svona stuttu millibili eða á tveggja vikna fresti; það og sjálfspynting- arhvötin,“ segir hann og hlær. „Greinarnar eru af öllu tagi. Við erum með nett stefnulausa rit- stjórnarstefnu og ekki pólitískir í neina átt. Það eru um tuttugu manns sem senda okkur greinar.“ Þið ákváðuð að hafa blaðið á ensku? „Já, því er dreift í flugvélum Iceland Express, Norrænu og um allt land. Blaðið er hugsað þannig að það sé gott afþreyingarefni og mikil hjálp ferðamönnum. Við er- um ekki að mæla með hlutum sem við fáum borgað fyrir að mæla með, heldur vegna þess að okkar sannfæring býr að baki. Svo er blaðið áhugavert fyrir Íslendinga, því greinarnar eru góð lesning. Alþjóðahúsið hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Fólk þaðan hefur jafnvel tekið að sér að dreifa blaðinu fyrir okkur, t.d. í Vest- mannaeyjum. Þannig að útlend- ingar á Íslandi eru virkilega ánægðir með framtakið. Við reyn- um líka að vera með fréttir þeim til stuðnings.“ Hvað verður svo í næsta blaði? „Þar tökum við hvalveiðar fyrir og reynum að gera báðum hliðum á málinu skil. Það kemur út föstu- daginn 11. júlí.“ Eruð þið búnir að skrifa það? „Eiginlega,“ svarar hann. „Við þurfum ekki nema viku. Restin fer í að safna auglýsingum. Blaðið verður aftur 32 síður.“ Skrifin eru á léttu nótunum. „Já, við reynum að hafa þau þannig, af því okkur finnst það gaman. En við reynum samt að halda okkur innan skynsamlegra marka í þeim efnum. Aðalatriðið er að blaðið sé skemmtilegt.“ Hvað er upplagið stórt? „25 þúsund eintök, þar af fara 2.500 eintök til Iceland Express. Höfuðstöðvarnar hjá okkur eru kjallari í vesturbænum, þar sem lofthæðin er tveir metrar og við þurfum að skrúfa ljósaperurnar í sjálfir. Allt sem við notum til út- gáfunnar fengum við að láni eða áttum sjálfir. Við fengum meira að segja lánað frá gamla skólanum hans Hilmars. Þannig að besta tölvan okkar er örugglega lélegri en lélegasta tölvan þín. Við eigum ekkert, þó við vildum óska þess að einhver vildi eiga okkur. Þá væri lífið léttara.“ En blaðið fjallar ekki bara um Reykjavík heldur það sem er að gerast á Íslandi. Af hverju heitir það Reykjavík Grapevine? „Okkur fannst orðið Iceland of- notað, eins og Iceland Review og Around Iceland. Án þess að okkur finnist hin blöðin slæm, þá vildum við ekki vera með svipað nafn.“ Jón Trausti Sigurðarson  Jón Trausti Sigurðarson fædd- ist árið 1982 í Reykjavík, hefur búið í öllum landshornum en býr núna í Reykjavík. Jón Trausti er einn af ritstjórum blaðsins Reykjavík Grapevine. Hann út- skrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans að Laugarvatni. Góð afþreying og mikil hjálp ferðamönnum HANINN í Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal virtist nokkuð sáttur með þá athygli sem hann fékk frá þeim Brynjari Leó og Óliver Enok. Piltarnir hafa þó haft varann á og passað sig að hætta sér ekki of nærri meðan þeir virtu fyrir sér skrautlegar fjaðr- irnar. Morgunblaðið/Ragnhildur Haninn í Hreiðarsstaðakoti vekur áhuga Í sumar er lengri opnunartími í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi. Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00 Smáratorg Opið virka daga kl. 8.00-19.00, laugard. kl. 9.00-18.00 og sunnudaga kl. 10.00-17.00 Athugið! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 65 1 0 7/ 20 03 frábært verð á flottum hjólum Muna: kíkja í Smárato rg Reiðhjól MT 24971, 24", 21 gíra. Vnr. 3899922 Dual suspension. Demparar og V- bremsur að aftan og framan. Álfelgur. Falcon Index Derailleur gírar með gripskiptingu. 15.950kr. Verð áður 18.450 kr. Reiðhjól 2697A1, 26", 21 gíra. Vnr. 3899920 Dual suspension. Demparar og V- bremsur að aftan og framan. Álfelgur. Falcon Index Derailleur gírar með gripskiptingu. 16.900kr. Verð áður 19.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.