Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ er lesið af ríf- lega helmingi landsmanna eða 53,4% á hverjum degi samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Gallup, sem var gerð vikuna 30. maí til 5. júní. Í apríl mældist með- allesturinn 52,3%. Úrtak könnunarinnar var 800 manns á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá, og var svarhlutfall 62%, en þátttakendur skráðu fjölmiðla- notkun sína í dagbók. Um þrír af hverjum fjórum þátt- takendum eða 75,7% lásu eitthvað í Morgunblaðinu í umræddri viku, 57,3% lásu eitthvað í DV og 89,8% eitthvað í Fréttablaðinu. Í könn- uninni í apríl, sem náði til rúmlega 1.600 manna úrtaks, voru samsvar- andi tölur 73,2%, 44,8% og 82%, og samkvæmt þessum niðurstöðum hefur lestur dagblaða aukist með hækkandi sól. Að meðaltali lásu 53,4% Morg- unblaðið á hverjum degi, 29,1% DV og 65,9% Fréttablaðið. Mesti lestur á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu var á föstudegi en þá lásu 56,1% Morgunblaðið og 67% Fréttablaðið. DV var mest lesið á laugardegi en þá lásu 35,6% blaðið. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup segir að til hafi staðið að greina fjölmiðlum formlega frá þessum niðurstöðum í gær en vegna mistaka í vinnslunni hafi gögnin verið aðgengileg á heima- síðu Gallup í einhvern tíma í fyrra- kvöld. Þau birtust því í einhverjum miðlum strax í gærmorgun. „Gögn- in urðu sýnileg á netinu án okkar vitneskju,“ segir hann og vísar þar til mistaka starfsmanns við röðun efnis inn á heimasíðuna.                                                   !  " ! "   "! "      !      "   ! !   Aukinn lestur Morgunblaðsins Niðurstöður fjölmiðlakönnunar Gallup í júní ÞINGFLOKKUR Sam- fylkingarinnar kom saman í gær til þess að fara yfir þá stöðu sem komin er upp í varn- arsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Bryn- dís Hlöðversdóttir, for- maður þingflokks Sam- fylkingarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram almenn ánægja með það hvernig fulltrúar flokksins í ut- anríkismálanefnd hafi staðið að málum. Hún segir að flokkurinn styðji af fullum hug varnarsamstarf ríkjanna og honum þyki miður hvernig ríkisstjórnin hefur farið fram í þessu viðkvæma máli. „Við biðjum einfaldlega um sam- ráð. Við höfum fullan skilning á nauðsyn þess að einstaka þættir sem varða þetta mál þurfi að vera hjúpaðir trúnaði en verðum hins vegar að geta fjallað um stöðu málsins í heild og út á hvað við- ræðurnar ganga,“ segir Bryndís. Hún segir að einnig sé eðlilegt að upplýsa almenning að einhverju leyti um hvað sé í vændum. „Þetta er stórt mál sem skiptir marga máli. Ekki síst fólk á Suðurnesjum sem margt byggir af- komu sína að stóru leyti á veru Varnar- liðsins hér,“ segir Bryndís. Blöskrar umræða í fjölmiðlum Hún segir að sér þyki miður að málið sé gert að pólítísku bitbeini og sér hafi blöskrað ýmislegt sem fram hefur kom- ið í fjölmiðlum af hálfu fulltrúa ríkis- stjórnarinnar. „Dóms- og kirkju- málaráðherra ýjaði meðal annars að því að Bandaríkjastjórn hefði haft samráð um málið við stjórnar- andstöðu fyrir kosningar. Þetta eru auðvitað fráleitar dylgjur og bera aðeins vott um vandræðagang ríkisstjórnarinnar í málinu. Þá hef- ur verið ýjað að leka í fjölmiðla frá fulltrúum stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd. Það er algjör fásinna. Menn okkar hafa sinnt þessu af mikilli eindrægni. Við höf- um lýst yfir fullum trúnaði og munum halda hann,“ segir Bryn- dís. Kalla á samráð í varnarmálum Þingmenn Samfylkingar funduðu í gær Bryndís Hlöðversdóttir LÍKT og nýrra dómsmálaráðherra er siður, heimsótti Björn Bjarnason embætti ríkislögreglustjóra á mánudag og kynnti sér starfsem- ina. Fór hann m.a. í höfuðstöðv- arnar við Skúlagötu, bílamiðstöð lögreglunnar í Borgartúni og fjar- skiptamiðstöð lögreglu við Skóg- arhlíð. Með honum á myndinni eru (f.v.) Þórir Oddsson, vararíkislög- reglustjóri, Jón F. Bjartmarz, yf- irlögregluþjónn, Haraldur Johann- essen, ríkislögreglustjóri og Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri í fjarskiptamiðstöðinni. Morgunblaðið/Júlíus Ráðherra heimsækir lögreglu FYRRUM sölumaður Kvóta- og skipasölunnar ehf. hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyr- ir að draga sér 2,7 milljónir sem útgerðarmaður í Færeyjum lagði inn á einkareikning hans og áttu að ganga til kaupa á mótorbát. Sölumaðurinn játaði á sig brotið en sagði að það hafi ekki verið ætl- un hans að draga sér þetta fé. Þetta hafi farið svona vegna þess að dregist hafi að ganga frá söl- unni. Í dómnum kemur fram að sölumaðurinn hafði áður hlotið tvo dóma fyrir að hafa af mönnum fé og rauf hann skilorð seinni dóms- ins. Við ákvörðun refsingar var lit- ið til þess að hann játaði brot sitt og lagði fram gögn sem sýndu fram á að hann hefur leitað sér hjálpar vegna áfengis- og spila- fíknar. Arnfríður Einarsdóttir kvað upp dóminn. Guðjón Magnússon sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík en Guðmundur Ágústs- son hdl. var til varnar. Leitaði sér hjálpar við spilafíkn Dæmdur fyrir fjárdrátt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað tæplegan þrítugan mann af ákæru um að hafa tvívegis nauðgað fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar í Reykjavík í fyrra- sumar. Hann var á hinn bóginn dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að stinga hana með kjötgaffli í handlegginn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ýmislegt, m.a. sms-skilaboð og sím- hringingar konunnar til ákærða og bein samskipti þeirra eftir hina meintu nauðgun, séu til þess fallin að rýra trúverðugleika frásagnar henn- ar. Þá renni hvorki sýnileg sönnun- argögn né framburður vitna stoðum undir framburð hennar. Gegn ein- dreginni neitun ákærða þótti ekki komin fram lögfull sönnun um sekt. Annað gilti um líkamsárásina með kjötgafflinum. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara en Örn Clausen hrl. var til varnar. Hér- aðsdómararnir Arnfríður Einars- dóttir (dómsformaður), Jón Finn- björnsson og Páll Þorsteinsson kváðu upp dóminn. Var sýkn- aður af ákæru um nauðganir Sigmundur Ernir lætur af störfum hjá DV SIGMUNDUR Ernir Rúnars- son hefur látið af störfum sem ritstjóri DV. Sigmundur segir í viðtali við DV að hann hafi ákveðið að nota tækifærið og skipta um starfsvettvang eftir að hafa tekið þátt í að hrinda í fram- kvæmd miklum breytingum hjá blaðinu. Þessum breyting- um sé nú lokið. Sigmundur seg- ist ætla að helga sig ritstörfum á næstunni. FYLGI Samfylkingarinnar fer nið- ur um fimm prósentustig frá því í kosningunum í vor og fengi hún tæplega 29% atkvæða ef kosið væri til Alþingis í dag. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup sem birt- ist í gær. Samfylkingin hefur ekki mælst með svo lítið fylgi síðan í október 2002. Fylgi annarra flokka fer lítillega upp á við. Sjálfstæðisflokkurinn fengi ríf- lega 34% ef kosið væri í dag, Fram- sóknarflokkurinn rösklega 18%, Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð, VG, rúmlega 10% og Frjáls- lyndi flokkurinn rösklega 8% fylgi. Samanlagt fylgi við ríkisstjórnar- flokkana er því rúmlega 52% en stuðningur við ríkisstjórnina mælist 62% þegar spurt er um hann sérstaklega. Um 56% þjóðarinnar eru ánægð með að Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, taki við af Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í september á næsta ári. Hjá Framsókn er ánægjan mest, eða 87%, hjá Sjálfstæðisflokki 61% og hjá Samfylkingunni 54%. Um 44% fylgismanna Frjálslynda flokksins segjast ánægð en einungis 27% fylgismanna VG. Fólk á landsbyggðinni er ánægð- ara með forsætisráðherraskiptin en fólk í Reykjavík og nágrenni, eða um 63% á móti um það bil helmingi íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Munurinn milli karla og kvenna reyndist hins vegar ekki marktækur. Meirihluti þjóðarinnar er ánægður með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. Ánægjan er meiri með ráðherra Framsóknarflokks- ins, eða tæplega 63%, en tæplega 54% eru ánægð með val á ráðherr- um Sjálfstæðisflokksins. Fylgis- menn stjórnarflokkanna eru mis- ánægðir með val á ráðherrum í sínum flokki. Um 91% Framsókn- armanna er ánægt en 82% Sjálf- stæðisflokks. Flestir óánægðir með val á samgönguráðherra Um 14% voru óánægð með val á ráðherrum Framsóknarflokksins. Óánægja með val á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins var hins vegar 22%. Þar af var stærsti hópurinn óánægður með val á samgönguráð- herra. Næstmest óánægja var með valið á dómsmálaráðherra. Því næst olli fæð kvenna í ríkisstjórn óánægju en álíka mikil óánægja kom fram með val á forsætisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og menntamálaráðherra. Þeir sem voru óánægðir með ráðherraskipan Framsóknarflokks nefndu flestir valið á félagsmálaráðherra og það að Jónína Bjartmars væri ekki ráð- herra. Könnunin var gerð dagana 29. maí til 25. júní. Í úrtakinu voru 2004 einstaklingar á aldrinum 18– 75 ára. Svarhlutfall var 67%. Samfylkingin missir fylgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.