Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 11 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun Útsala 20-50% afsláttur Laugavegi 63, sími 551 4422 Ú T S A L A SJÖTÍU manna hópur á vegum KFUM og KFUK hélt til Struer í Danmörku í gær. Tilefnið er nor- rænt æskulýðsmót, en sambærilegt mót hefur verið haldið síðan árið 1939. Núna er mótið haldið í mis- munandi löndum annað hvert ár. Að sögn Hreiðars Arnar Stef- ánssonar fararstjóra er íslenski hóp- urinn sá annar stærsti á mótinu, en þar er lögð mikil áhersla á að kynn- ast fólki af öðru þjóðerni. „Ungling- arnir deila herbergi með unglingum af öðru þjóðerni. Gist er í fjögurra manna herbergjum þannig að tveir Íslendingar eru í herbergi með tveimur Norðmönnum, Dönum eða Svíum,“ segir Hreiðar Örn. Morgunblaðið/Jim Smart Norrænt æskulýðsmót í Danmörku STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur yfirlýsingar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra um að halda eigi samkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins ganga í ber- högg við samkomulag ríkis og borg- ar um flugvallarsvæðið. Þórólfur sagði í viðtali við Morg- unblaðið á sunnudag að halda eigi samkeppni um skipulag Vatnsmýr- arsvæðisins á þessu kjörtímabili. Hann lýsti einnig þeirri skoðun sinni að hann teldi að innanlands- flugið myndi flytjast til Keflavíkur. Vonast eftir góðri sátt „Fyrir það fyrsta vil ég segja að ég vænti þess að eiga gott samstarf við Þórólf Árnason sem borgar- stjóra og að við getum náð góðu samkomulagi um áframhaldandi uppbyggingu í innanlandsfluginu. Það sem liggur fyrir hins vegar er að flugvöllurinn verði þarna í Vatnsmýrinni í tiltekinn tíma. Á grundvelli samkomulags og sam- þykktar borgaryfirvalda var lagt út í endurbyggingu flugvallarins. Alþingi hefur samþykkt, með samgönguaáætlun sem gildir til 2014, að miðstöð innanlandsflugsins verði á Reykjavíkurflugvelli. Eftir því vinn ég og ég vænti þess að borgaryfirvöld komi til móts við þær ákvarðanir ríkisstjórnar og Al- þingis,“ segir Sturla. Misskilningur hjá borgarstjóra Samgönguráðherra segist líta svo á að þótt borgastjóri viðri hug- myndir um skipulagssamkeppni sé ekki verið að útiloka veru flugvall- arins í Vatnsmýrinni. „Það gætir hins vegar mikils misskilnings hjá borgarstjóra þegar hann segir að það megi auðveldlega reka innan- landsflugið frá Keflavík. Það er mat allra sem nærri innanlandsfluginu koma um þessar mundir að innan- landsflug myndi leggjast af ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað. Það yrði mikið áfall fyrir ferðaþjón- ustuna í landinu og þjónustuna við byggðarlögin sem eru næst höfuð- borginni. Þannig að ég vonast til þess að borgarstjóri muni átta sig á þessu þegar hann hefur komið sér betur fyrir í stólnum,“ segir Sturla Böðv- arsson. Sturla Böðvarsson um framtíð flugvallarins Vill áframhaldandi upp- byggingu flugvallarins VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, telur að ekki sé tímabært að taka ákvörðun um skipulagssamkeppni á Vatnsmýrarsvæðinu fyrr en ákvörð- un liggi fyrir um hvenær norðaustur- suðvestur brautin á flugvellinum verði lögð niður. „Uppbygging þess svæðis sem þá losnar, þ.e. 7 ha við Hringbraut og 9 ha svæði austan nú- verandi byggðar í Skerjafirði, mun ekki hefjast fyrr en flugöryggi, sem brautin veitir, verður tryggt annars staðar, eins og segir í aðalskipulagi Reykjavíkur,“ segir Vilhjálmur. Samkeppni á næsta kjörtímabili „Í greinargerð með nýju aðalskipu- lagi Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að efna til samkeppni um heildar- skipulag Vatnsmýrarinnar á kjörtíma- bilinu 2002–2006 áður en uppbygging hefst. Borgarstjórn hefur enga ákvörðun tekið um hvort af því verði. Þrátt fyrir að aðalskipulag Reykja- víkur 2001–2024 geri ráð fyrir að norður-suður brautin verði lögð niður árið 2016 en austur-vestur brautin starfrækt 2016–2024, ríkir mikil óvissa um framtíð Reykjavíkurflug- vallar, sbr. sérstaka bókun sem gerð var þegar umhverfisráðherra stað- festi aðalskipulag Reykjavíkur en þar segir að uppbygging í Vatnsmýri og tímasetning hennar sé háð flutningi flugstarfsemi af svæðinu sem þýðir að uppbygging skuli gerð í samráði við samgönguyfirvöld enda hafi þau þá mótað sér stefnu um framtíð innan- landsflugs. Ennfremur var í kjölfar staðfest- ingar aðalskipulags Reykjavíkur skipuð nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins 2001–2024 sem um- hverfisráðherra staðfesti 20. desem- ber 2002 og jafnframt að gera tillögur um landnotkun á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Í skipunarbréfi ráðherra kemur fram að komist nefndin að sameiginlegri niðurstöðu skuli hún gera tillögu um breytingu á svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins á umræddu svæði í samræmi við nið- urstöður sínar. Það er því ljóst að það þarf að út- kljá fjölmörg álitamál áður en tekin verður ákvörðun um skipulagssam- keppni í Vatnsmýrinni,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Ekki tímabært að taka ákvörðun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um Vatnsmýrarsvæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.