Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ OLYMPUS C-120 DIGITAL Camedia C-730 Zoom Camedia C-50ZOOMOLYMPUS Mju 300 Camedia C-350 ÁFANGAGREIÐSLUR vegna þró- unar greiningarprófa, góður árangur í lyfjaþróun og góð lausafjárstaða gera að verkum að staða deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE), er sterk. Þetta kom fram í máli stjórnenda ÍE á yfirlitsfundi sem fyrirtækið hélt í gær fyrir fjár- festa og greiningaraðila. Á fundinum var greint frá nýlegum áföngum í starfi fyrirtækisins og farið yfir við- skiptaáætlun þess. Í frétt frá ÍE, sem birt var á heimasíðu fyrirtækisins eftir kynn- ingarfundinn í gær, segir að á öðrum fjórðungi ársins 2003 hafi fyrirtækið haldið áfram aðgerðum til að draga úr kostnaði og að á ársfjórðungnum hafi verið jafnvægi í sjóðsstreymi. Þá segir að á fundinum hafi yfirstjórn fyrirtækisins ítrekað að tekjuáætlun fyrir árið 2003 væri 45 milljónir Bandaríkjadala miðað við núverandi samstarfssamninga og að áætlað væri að nota um 20 milljónir dala af handbæru fé á árinu. Ennfremur var það ítrekað að stefnt væri að því að reka fyrirtækið á tekjum í lok ársins. Auk Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, og Hannesar Smárasonar, að- stoðarforstjóra, voru á fundinum frá ÍE þeir Jeff Gulcher, yfirmaður rannsóknarsviðs, Mark Gurney, yfir- maður lyfjaþróunar og Hákon Há- konarson, læknir, sem leiðir ákveðn- ar rannsóknir. Greint var frá þessu í frétt frá ÍE í gær. Páll Magnússon, upplýsingastjóri ÍE, segir að kynn- ingarfundur af þessu tagi sé árlegur viðburður hjá fyrirtækinu til að upp- lýsa fjárfesta og greiningaraðila um stöðu fyrirtækisins. Hafa fengið áfangagreiðslur fyrir uppgötvanir Í frétt ÍE kemur fram að rann- sóknaáfangar hafi náðst í þremur verkefnum sem unnið sé að með Roche Diagnostics. Vinnu við þessi verkefni verði hraðað til að koma greiningarprófum og tengdri þjón- ustu á markað sem fyrst. Segir að vísindamenn ÍE hafi náð ákveðnum árangri varðandi heilablóðfall og fullorðinssykursýki svo og beinþynn- ingu. Þróun greiningarprófs fyrir beinþynningu sé það verkefni sem lengst sé á veg komið í samstarfi fyr- irtækjanna og ÍE hafi hlotið áfanga- greiðslur fyrir þessar uppgötvanir. Kynningarfundur Íslenskrar erfðagrein- ingar fyrir fjárfesta og greiningaraðila Fyrirtækið rekið á tekjum í lok árs KAUP Tim Waterstone á hlutabréf- um í Hamleys eru til skoðunar hjá eftirlitsaðila með yfirtökum í Bret- landi, samkvæmt frétt í The Daily Telegraph í gær. Waterstone hefur tryggt sér 21,4% hlut í Hamleys, ým- ist með ákveðnum skilyrðum eða óafturkræft. Þann hlut gæti Water- stone notað til að koma í veg fyrir að Baugur nái þeim 90% í Hamleys sem félagið hefur sóst eftir og þarf að eignast til að geta leyst til sín af- ganginn af hlutabréfunum. Talsmaður Waterstone sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann gæti ekki tjáð sig um það hvort eftirlitsaðilinn, Takeover Panel, væri að kanna hlutabréfakaup Water- stone, en bætti því við að ekki væri óalgengt að slík kaup væru tekin til skoðunar. Takeover Panel fylgist með yfir- tökum skráðra félaga í Bretlandi og hefur það hlutverk að tryggja að jafnræði allra hluthafa sé gætt. Eft- irlitsaðilinn hefur víðtæk völd og getur meðal annars farið fram á sölu á hlutabréfum í fyrirtækjum. Verðið þykir hátt Waterstone tilkynnti á föstudag að hann hygðist bjóða 230 pens í hlutabréf Hamleys, en fyrr sama dag hafði Baugur hækkað tilboð sitt í fé- lagið úr 205 pensum í 226 pens. Dag- blöðin The Daily Telegraph og Guardian hafa eftir heimildarmönn- um sem þau segja að þekki til hjá Baugi, að líklegt sé að Baugur muni hækka tilboð sitt, en talið er að beðið verði eftir að Waterstone leggi fram formlegt tilboð. Spurður að því hve- nær von væri á formlegu tilboði frá Waterstone sagði talsmaður hans að það væri óvíst og ekki lægi fyrir hvort það yrði lagt fram í þessari viku. Guardian segir að tilboð Water- stone, sem hljóðar upp á 53,1 milljón punda fyrir Hamleys, sé 10 milljón- um punda hærra en sérfræð- ingar á markaði hafi verðmet- ið fyrirtækið þegar tilkynnt var í mars að yfirtaka yrði reynd. Blaðið hefur eftir stjórnarformanni Hamleys, Simon Burke, sem einnig fer fyrir hópi óháðra stjórnenda sem leggja mat á tilboðin, að hann sé hissa á því hve hátt er boðið. Tilboðin séu þó innan skynsamlegra marka frá við- skiptalegu sjónarmiði. „Nú bíðum við bara. Biðin er erfið en góðu fréttirnar eru að verðið hefur hækkað. Boltinn er núna hjá Baugi,“ segir Burke. Verð hlutabréfa í Hamleys hækk- aði um 0,2% í gær og endaði í 233 pensum. Miðað við það verð er markaðsverð félagsins 53,8 milljónir punda, eða 6,8 milljarðar króna. Baugur og Waterstone bítast um Hamleys á verði sem er hærra en gert var ráð fyrir. Kaup Waterstone til skoðunar Í GÆR tóku gildi ný lög um verð- bréfaviðskipti, nr. 33 frá 2003. Með þeim er sá þröskuldur, sem hluthafi skráðs félags verður að fara yfir til að hann verði skyldugur til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, lækkaður úr 50% niður í 40% at- kvæðisréttar, með eignarhaldi á hlutabréfum eða samningum. Kaupi hluthafi, sem t.a.m. á 35% hlutafjár, 8% í viðbót, ber honum skylda til að bjóða hinum hluthöf- unum hæsta verð sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir hlutabréf sem hann hefur eignast í viðkomandi fé- lagi síðustu sex mánuði fyrir tilboð- ið. Öðrum hluthöfum er hins vegar frjálst að taka ekki tilboðinu. Til- boðsgjafi skal bjóða öðrum hluthöf- um í viðkomandi félagi greiðslu í formi reiðufjár eða skráðra verð- bréfa. Þá er um það ákvæði í hinum nýju lögum að þeir sem eiga á bilinu 40–50% hlutafjár í félagi þegar lögin taki gildi verði ekki yfirtökuskyldu- gir fyrr en þeir fari yfir næsta 5% bil. Sá sem átti t.d. 42% þegar lögin tóku gildi í gær verður ekki skyld- ugur til að leggja fram tilboð fyrr en hann kemst yfir 45%. Hafi eign- arhluturinn numið 47% í gær er þröskuldurinn 50%. Ekki er skilgreint í lögunum hver eignartengsl hluthafa verði að vera til að eignarhlutir þeirra teljist sam- an, þegar metið er hvort yfirtöku- skylda hafi myndast. Yfirtöku- skylda við 40% frá og með gær- deginum RÚMLEGA 20 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað til bræðslu það sem af er sumarvertíðinni, ein- göngu frá íslenskum skipum. Kol- munnaveiðin hefur gengið vel og er búið að landa 186.400 tonnum. Þar af hafa erlend skip, aðallega færeysk, landað 55.300 tonnum. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva hafði verið landað alls 20.272 tonnum af loðnu í fiskimjölsverksmiðjum að morgni 1. júlí. Heildarloðnukvótinn er 362.000 tonn þannig að mikið er enn eftir af honum. Ísleifur VE landaði 865 tonn- um hjá Gná á Bolungarvík 30. júní og Júpiter ÞH landaði sama dag 1.189 tonnum hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Gullberg VE og Súlan EA lönduðu deginum áður hjá Síldar- vinnslunni hf. á Siglufirði, 1.233 tonnum og 874 tonnum. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði, rúmlega 7.000 tonnum. Kolmunnakvótinn er 318.000 tonn og eru því eftir af honum tæp 187.000 tonn. Hólmaborg SU landaði sl. mánudag 2.238 tonnum hjá Eskju á Eskifirði og Jón Kjartansson SU landaði sama dag á sama stað 1.484 tonnum. Hoffell SU landaði á mánu- dag hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði samtals 1.397 tonnum. Mestur kolmunnaafli hefur borist á land hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði, 44.700 tonn, þar af 34.000 tonn úr erlendum skipum. Vel aflast af kolmunna GENGI krónunnar veiktist um 2,8% á öðrum fjórðungi ársins, mælt samkvæmt gengisvísitölu krónunnar og gengisskráningu Seðlabankans. Á fyrsta fjórðungi styrktist krónan um 3,9% og samanlagt hefur krónan styrkst um 1% frá áramótum. Frá sama tíma í fyrra hefur hún styrkst meira, eða um 4,2%. Lokagildi vísitölu krónunnar samkvæmt skráningu Seðlabank- ans var 123,7 á öðrum fjórðungi ársins, en meðalgildið í fjórð- ungnum var 120,3 stig. Þar sem vísitalan mælir verð erlends gjaldeyris í krónum, hækkar vísi- talan þegar krónan veikist gagn- vart erlendum gjaldeyri. Mesta veikingin átti sér stað á allra síð- ustu dögum fjórðungsins, en lokagildið hefur áhrif á útreikn- ing erlendra skulda í krónum. Veikari króna þýðir að erlendar skuldir hækka í krónum talið og þess vegna má gera ráð fyrir gengistapi hjá fyrirtækjum á öðr- um fjórðungi ársins. Þar sem krónan hefur styrkst lítillega frá áramótum má hins vegar gera ráð fyrir einhverjum gengishagn- aði á fyrri helmingi ársins. Krónan veiktist um 2,8% á öðrum ársfjórðungi TVEIR hópar fjárfesta berjast nú um bresku verslanakeðjuna Deb- enhams. Snemma í maí var sagt frá tilboði fjárfestingarfélagsins Permira sem hljóðar upp á 1,5 milljarða punda eða um 190 millj- arða íslenskra króna. Kaupsýslu- maðurinn John Lovering er nú sagður vilja bjóða í félagið að því er fram kemur í frétt Reuters. Lovering reyndi fyrr á árinu að yf- irtaka verslunarkeðjuna Somer- field en hafði ekki erindi sem erf- iði. Baugur ID á um 3% hlut í Somerfield. Fyrirtækin CVC Capital Partn- ers og hið bandaríska Texas Pacif- ic Group eru sögð vera að und- irbúa tilboð fyrir hönd Lovering. Á bak við tilboð Permira standa for- stjóri og hátt settir yfirmenn Deb- enhams og er hópurinn tilbúinn að greiða 425 pens á hlut í félaginu. Það er þó ekki formlegt tilboð. Mikil átök eru á breskum smá- sölumarkaði því auk yfirtöku- tilboða í Debenhams og Hamleys, þar sem Baugur berst við Water- stone, er tekist á um matvörukeðj- urnar Safeway og Selfridges. Tilboð sem Oxford Acquisitons hefur lagt fram í Selfridges- keðjuna fyrir hönd kanadíska auð- jöfursins Galen Weston hljóðar upp á 628 milljónir punda eða 387 pens á hlut. Það tilboð hafði verið samþykkt af stjórn félagsins en nú er gert ráð fyrir að íranski fast- eignabaróninn Robert Tchenguiz geri tilboð upp á allt að 650 millj- ónir punda eða sem nemur 400 pensum á hlut. Baugur ID á 0,5% hlut í Sel- fridges sem keyptur var á genginu 233 pens á hlut. Flestir vilja kaupa Safeway Ef marka má fréttir af vef FT gæti mesta baráttan orðið um Safeway-keðjuna. Fimm fjárfestar eru sagðir hafa áhuga, þeirra á meðal Philip Green sem keypti Arcadia á sínum tíma. Aðeins eitt tilboð hefur verið lagt fram, frá fyrirtækinu WM Morrison fyrir hönd kaupsýslumannsins Ken Morrison og hljóðar upp á 2,9 milljarða punda eða sem nemur 366 milljörðum króna. Aðrir sem sagðir eru vera að undirbúa tilboð eru bresku matvörukeðjurnar Tesco og Sainsburys og bandaríski smásölurisinn Wal Mart. Ekkert þeirra tilboða sem lagt hefur verið fram í Debenhams, Safeway eða Selfridges er form- legt eða bindandi. Yfirtökuferlið í Bretlandi er með þeim hætti að fyrst er hugsanlegt tilboð lagt fyr- ir stjórn og aðeins að fengnu sam- þykki hennar er formlegt tilboð lagt fyrir hluthafa. Hart barist á breskum smásölumarkaði Fjöldi fjárfesta vill eignast verslanakeðjur í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.