Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 13 LÍK tólf ára gamallar danskrar stúlku, Miu Teglgaard Sprotte, fannst í fyrrakvöld grafið á leiksvæði í bænum Ringsted á Sjálandi, þremur dögum eftir að hennar var saknað. Síðast hafði sést til hennar þegar hún lagði hjólandi af stað heiman frá sér rétt eftir kvöld- mat til að fara á leiksvæði við skóla skammt frá. Þegar hún kom ekki heim um kvöldið hófu foreldrar hennar að leita henn- ar og að því er fram kemur í Berlinske Tidende kölluðu þau á lögreglu er hún fannst ekki. Lögregla og stór hópur sjálf- boðaliða höfðu leitað stúlkunn- ar m.a. með þyrlu frá Kastrup- flugvelli en hjólið hennar fannst á leiksvæðinu á sunnu- dag. Leitarhundur fann að lok- um staðinn þar sem hún var grafin. Við rannsókn kom í ljós að morðinginn mun hafa mis- notað hana kynferðislega og kyrkt hana með nælonsnúru. Lítil skófla fannst við staðinn sem talið er að morðinginn hafi notað til að grafa með en einnig bútur af nælonsnúru sams kon- ar og fannst við líkið. Telja að morðinginn búi á svæðinu Nokkur vitni hafa gefið sig fram, m.a. kona sem segist hafa heyrt í einhverjum grafa á svæðinu þar sem stúlkan fannst þegar hún var úti að ganga með hundinn sinn á hádegi á laug- ardag. Annað vitni segist hafa séð tvær ungar stúlkur á tali við dökkhærðan mann um níu- leytið við leiksvæðið en ekki er vitað hvort önnur þeirra var Mia, að því er fram kemur í Jyl- landsposten. Lögreglan telur líklegt að morðinginn búi í nágrenninu því hann virðist hafa þekkt vel til á svæðinu og fer hún nú yfir skrár yfir menn á svæðinu sem áður hafa orðið uppvísir um kynferðisbrot. Átján lögreglu- menn vinna að rannsókn máls- ins en enginn hafði verið yfir- heyrður í gær. Lík 12 ára gamallar stúlku finnst HUGSANLEGT er að Bandaríkja- stjórn hætti allri hernaðaraðstoð við ríki sem ekki hafa skrifað undir tví- hliða samning sem veitir bandarísk- um þegnum undanþágu frá framsals- kröfu Alþjóðasakamáladómstólsins (ICC), en hann tók til starfa í fyrra. Frestur sem Bandaríkjaþing hafði gefið rann út á miðnætti í fyrradag og hafa allar greiðslur til ríkja í tengslum við hernaðaraðstoð verið frystar. Samþykkt Bandaríkjaþings frá því í fyrra kveður á um að ekki skuli veita neinu því ríki hernaðaraðstoð sem ekki skrifaði undir tvíhliða samning fyrir 1. júlí 2003 um undanþágu frá framsalskröfu ICC. Hafa um þrjátíu og fimm þeirra ríkja, sem notið hafa aðstoðar Bandaríkjamanna, enn ekki gert slíkan samning við Bandaríkin. George W. Bush Bandaríkjaforseti getur að vísu veitt ríki undanþágu frá þessari kvöð telji hann að aðstoðin varði þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna sjálfra. Þá eru aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins (NATO) undanskil- in kvöðinni. Ýmsar aðrar þjóðir eru hins vegar óánægðar með þann þrýsting, sem Bandaríkjamenn hafa beitt í þessum efnum. Þannig segir embættismaður í Litháen það býsna óréttlátt að landið skuli eiga að verða af fjárhagsaðstoð vegna þessa máls þegar það er haft í huga að Litháen hefur „stutt Banda- ríkin eindregið í baráttu ykkar gegn hryðjuverkum og sent hermenn til Afganistan og Íraks“. Litháen mun ganga í NATO á næsta ári og þarf á fjárhagsaðstoð að halda til að geta uppfært hernaðarviðbúnað sinn í samræmi við þær kröfur sem gerðar voru um aðild landsins að NATO. Tvískinnungur? Króatískur stjórnarerindreki, Ivan Grdesic, segir það jafnframt kald- hæðnislegt að Bandaríkjastjórn skuli krefjast skriflegs loforðs frá stjórn- völdum í Zagreb um að þau framselji ekki bandaríska þegna til Alþjóða- sakamáladómstólsins – enda þrýsta Bandaríkin á sama tíma mjög á stjórnvöld í Zagreb að framselja kró- atíska þegna, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi í átökunum á Balk- anskaga, til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Bendir Grdesic á að margir í Kró- atíu sé óánægðir með að landar þeirra séu sendir til Haag og vilji að Króatar rétti einfaldlega sjálfir yfir meintum stríðsglæpamönnum. Segir hann að erfiðara sé að rökstyðja fyrir almenn- ingi í Króatíu nauðsyn þess að sýna Stríðsglæpadómstólnum samstarfs- vilja þegar í hina röndina sé verið að skrifa undir tvíhliða samning sem þennan við Bandaríkjamenn. Meira en níutíu ríki hafa nú stað- fest samninginn um stofnun Alþjóða- sakamáladómstólsins og tók hann til starfa 1. júlí 2002. Bandaríkjastjórn vill undanþágu fyrir sína þegna en embættismenn hennar segjast óttast að bandarískir þegnar verði dregnir fyrir dómstólinn í pólitískum tilgangi. Bandaríkjastjórn vill að bandarískir þegnar verði und- anþegnir framsalskröfu Alþjóðasakamáladómstólsins Greiðslur vegna hern- aðaraðstoðar frystar Washington. AP, Los Angeles Times. BJÖRGUNARMENN koma Ole Julius Eriksen til aðstoðar eftir að sjóflugvél hans rakst við flugtak á klett sem stóð upp úr Iessjavri- vatni nyrst í Noregi í fyrradag. Er- iksen og sex ára sonur hans, sem var farþegi í vélinni, náðu báðir að komast heilu og höldnu út úr stjórnklefa flugvélarinnar og upp á flothylki hennar en vélin var þá komin á hvolf undir yfirborði vatns- ins. Fólk sem statt var í landi varð vitni að atvikinu og gerði björg- unarmönnum viðvart og var þyrla komin á slysstaðinn innan nokk- urra mínútna. Feðgarnir björg- uðust báðir og voru sprækir eftir volkið. Reuters Feðgum bjargað eftir flugslys í Noregi HERMT var í gær að sprengjum hefði verið skotið á bandaríska herbíla í tveimur árásum í Bagdad og nálægum bæ og að minnsta kosti sex Írakar létu lífið í mikilli sprengingu í húsi við mosku í bæn- um Fallujah seint í fyrrakvöld. Íbúar Fallujah sögðu að flug- skeyti eða sprengju hefði verið skotið á húsið en bandarískir her- menn vefengdu það og sögðu lík- legt að sprengiefni hefði verið geymt þar og það hefði sprungið. Íraskir sjónarvottar sögðu að sprengju hefðu verið skotið á bandarískan herbíl í miðborg Bag- dad í gærmorgun. Fregnir hermdu að fjórir bandarískir hermenn hefðu beðið bana í árásinni en bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði að þrír hermenn hefðu særst og kvaðst ekki vita til þess að her- menn hefðu látið lífið í Bagdad í gær. Einn sjónarvottanna sagði að Íraki, sem ekið hefði Mercedes- bifreið nálægt herbílnum, hefði einnig særst í árásinni. Óljósar frásagnir af árás Írakar sögðu að einnig hefði ver- ið ráðist á bandarískan herbíl í bænum Mahmudiyah, um 20 km sunnan við Bagdad. Talsmaður hernámsliðsins sagði að þrír bandarískir herlögreglumenn hefðu særst. Frásögnum Íraka af árásinni bar ekki saman, nokkrir sögðu að sprengju hefði verið skotið á bílinn en aðrir að bensíni hefði verið hellt yfir hann og kveikt í honum. Her- lögreglumennirnir höfðu verið sendir á staðinn til að aðstoða tvo hermenn sem slösuðust þegar þeir óku bíl ofan í skurð. Embættismenn í Írak sögðu að minnst 15 manns hefðu látið lífið og fjórir særst í mikilli sprengingu um helgina í bænum Hadithah, um 240 km norðvestan við Bagdad. Bæjarstjóri Hadithah sagði að allt að 25 manns hefðu beðið bana í sprengingunni. Yfirvöld í bænum sögðu að með- al annars hefði TNT-sprengiefni verið geymt í vopnabúrinu og talið væri að neisti frá sígarettu hefði komið sprengingunni af stað á laugardag. Íbúar Fallujah sögðu að spreng- ing hefði orðið í húsi við mosku í bænum í fyrrakvöld og veggir og loft þess hefðu eyðilagst. Nokkrum klukkustundum eftir sprenginguna voru tugir bæjarbúa við rústir hússins og hrópuðu vígorð gegn Bandaríkjunum. „Það er aðeins til einn guð, Allah, Bandaríkin eru óvinur Allah,“ hrópaði fólkið. Einn bæjarbúanna sagðist hafa heyrt í flugvél yfir bænum og síðan sprengingu. Írakar leituðu í rúst- unum í gærmorgun og fundu málmstykki sem þeir sögðu sanna að bandarísk flugvél hefði skotið flugskeyti á húsið. Bandarískur herforingi á staðn- um sagði hins vegar að engin sprengjubrot hefðu fundist og ekk- ert hefði komið fram sem benti til þess að sprengingin hefði orðið vegna árásar. „Þeir gerðu þetta sjálfir,“ sagði hann. „Það sem sprakk, hvað sem það var, hafði verið geymt inni í húsinu.“ Talsmaður Bandaríkjahers í höf- uðstöðvum hernámsliðsins í Bag- dad kvaðst ekki hafa fengið neinar upplýsingar um sprenginguna. Mikil andstaða hefur verið við hernámsliðið í Fallujah og nokkr- um sinnum hefur komið til átaka þar milli bandaríska herliðsins og Íraka. Bandarískir hermenn skutu 20 mótmælendur til bana í bænum í apríl. Leiðtogi ættflokks Saddams myrtur Leiðtogi ættflokks Saddams Husseins, Abdullah Mahmud al- Khattab, var skotinn til bana í heimaborg hans, Tikrit, í gær. Óþekktir árásarmenn hleyptu af byssum á bíl hans og komust und- an. Saddam skipaði Khattab sem leiðtoga ættflokksins og þeir voru nánir bandamenn fyrir stríðið í Írak. Khattab afneitaði hins vegar Saddam í viðurvist frammámanna í borginni og bandarískra hermanna fyrir nokkrum vikum. „Hann átti marga óvini, hafði gert margar eignir upptækar og myrt marga,“ sagði Hussein al-Jabouri, héraðsstjóri í Tikrit, og taldi líklegt að Khattab hefði verið myrtur í hefndarskyni. Sex Írakar bíða bana í sprengingu við mosku Sprengjum skotið á banda- ríska herbíla í Bagdad Fallujah, Bagdad. AP, AFP. Reuters Fjöldi Íraka virðir fyrir sér stórt gat sem myndaðist við mannskæða sprengingu í húsi við mosku í fyrrakvöld í bænum Fallujah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.