Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 15 ÚTSALAN ER HAFIN Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Opið hús Vallarás 5 - lyftuhús - laus strax Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Tvö góð svefnher- bergi með skápum. Eldhús með ágætri innréttingu. Baðherbergi með kari. Stofa með útgang á suðursvalir með útsýni. Parket á stofu, dúkur á herbergjum. Hús og sameign í góðu standi. Áhv. 7,8 millj. Verð 11,9 millj. Opið hús í kvöld milli kl. 18-20, Guðrún Valgerður á bjöllu. STYTTA má tafatíma um allt að 15% og fækka óhöppum um 30–50% á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar með fjölgun akreina og fjögurra fasa ljósum. Með mislægum þriggja hæða gatnamót- um má hins vegar stytta tafatíma um allt að 70% og fækka umferðar- óhöppum um um það bil 80%. Stytt- ing tafatíma og fækkun umferðar- óhappa með tveggja hæða mislæg- um gatnamótum væri að öllum líkindum einhvers staðar á milli fyrr- nefndra lausna. Þetta er meðal nið- urstaðna vinnuhóps á vegum Vega- gerðarinnar og Reykjavíkurborgar, en hópurinnn vann greiningu á mögulegum lausnum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Hann hefur nú skilað af sér áfangaskýrslu þar sem farið er yfir helstu valkosti með tilliti til kostn- aðar, fækkunar slysa, umferðarálags og annarra umferðartæknilegra þátta. Skoðaðar voru og bornar saman þrjár meginlausnir. Fyrsta lausnin byggist út frá núverandi gatnakerfi í plani með endurbótum, sem felast meðal annars í fjölgun akreina og breytingum á umferðarljósum. Önn- ur lausnin felst í mislægum gatna- mótum þar sem annaðhvort Miklu- braut eða Kringlumýrarbraut er í fríu flæði. Loks er tillaga að þriggja hæða gatnamótum þar sem báðir meginstraumarnir eru í fríu flæði. Val á umferðarmannvirki alltaf hluti af stærri heild Í skýrslunni segir að val á umferð- armannvirki á þessum gatnamótum verði alltaf hluti af stærri heild sem byggist á þeirri framtíðarsýn sem verði að móta fyrir uppbyggingu stofnvegakerfisins á Nesinu í Reykjavík. Hver gatnamót séu hluti af stærra kerfi, aðgerðir á einum gatnamótum hafi áhrif á stærra svæði, til dæmis um leiðaval, lengd biðraða í næstu gatnamótum og gegnumakstur í íbúðahverfum. Lausnirnar þrjár eiga það allar sameiginlegt að gert er ráð fyrir stokkum á Miklubraut, annars vegar á milli Eskihlíðar og Reykjahlíðar og hins vegar milli Lönguhlíðar og Stakkahlíðar og að gert er ráð fyrir göngubrú yfir Miklubraut vestan Kringlumýrarbrautar. Lausnirnar eiga það jafnframt sameiginlegt að vera arðsamar. Þær eru misdýrar enda ganga þær mislangt í að fækka umferðarslysum og umferðartöfum. Í skýrslunni kemur fram að þegar litið sé til þeirra aðgerða sem æski- legar séu á nálægu gatnakerfi í þess- um lausnum sé þriggja hæða lausnin dýrust. Á það er bent að sú fjárfest- ing sé aftur á móti arðsöm og mjög góð lausn til framtíðar. Planlausnin sé aftur á móti ódýr og enn arðsam- ari og sé ráðlegt að ráðast í hana strax á meðan framtíðarlausn sé skipulögð. Þriggja hæða lausn best með tilliti til hávaðamengunar Hópurinn telur þriggja hæða lausn umferðartæknilega besta og segir í skýrslunni að með henni næð- ist mesti árangur í fækkun umferð- aróhappa og minnkun á tafatíma. Hún sé einnig mjög arðsöm. Hún feli í sér bestu lausn með tilliti til há- vaðamengunar og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Mögulegt sé að koma fyrir ágætis lausn á skipti- stöð fyrir almenningsvagna við gatnamótin. Jafnframt megi ætla að þessi lausn ýti undir bætta nýtingu svæða vestan Kringlumýrarbrautar vegna greiðari aðgengis umferðar. Í skýrslunni er bent á að þessar niðurstöður breyti engu um það að hægt sé að ná verulegum ávinningi með minni fjárfestingu eins og bættri umferðarljósastýringu, þar sem fjárfestingin sé verulega lægri en heildarávinningurinn töluvert frá umferðartæknilega bestu lausninni. Á það er lögð áhersla að á þessu stigi sé nauðsynlegt að ákvarða stefnu til lengri tíma í uppbyggingu Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar og horfa til framtíðar. Skýrslan er birt í heild á vef Um- hverfis- og tæknisviðs Reykjavíkur, www.reykjavik.is/ut. Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Þriggja hæða mislæg gatnamót öruggust Miklabraut – Kringlumýri Ný gatnamót gætu fækkað slysum um 80% Morgunblaðið/Árni Sæberg HINGAÐ til lands eru komnir fé- lagar úr Bærum Spellemannslag og halda þeir tónleika í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Hljómsveitin er norsk og sérhæfir sig í leik á Harðangurs- fiðlur. Með í för eru börn og full- orðnir og skiptast tónleikarnir nið- ur í samspil, einleik, dúetta og tríó. Einnig koma fram tvö danspör með hópnum og Kári Þormar píanóleikari leikur undir í þremur lögum, en alls munu tuttugu manns skemmta. Stjórnandi sveitarinnar er Hallvard Kvåle. Rósa Jóhannsdóttir fiðluleikari segir að hópurinn sé á leið á þjóð- lagahátíð á Siglufirði og er ætlunin að koma við í Hafnarfirði í vinabæj- arheimsókn. Rósa spilar með hljóm- sveitinni en hún hefur búið í Noregi í tvö ár. „Hljómsveitarmeðlimir eru frá átta ára aldri til sjötugs og allir klæðast þjóðbúningum. Hópurinn ferðast um og spilar, mest í Nor- egi,“ segir hún. Hún segir að á þeim tíu árum sem hljómsveitin hefur verið starfrækt hafi hún vaxið. Í upphafi hafi hljómsveitarmeðlim- irnir verið sex en nú séu þeir þrjá- tíu. Bærum, sveitarfélagið sem Bær- um Spellemannslag kemur frá, er vinabær Hafnarfjarðar og stendur rétt fyrir utan höfuðborgina Ósló. Norskur fiðluleikur í Hafnarborg Hafnarfjörður Sigurlaug segir að í aðalnámskrá, sem gefin var út 1999, sé kveðið á um að hver leikskóli eigi að hafa sína skólanámskrá sem geymi hug- myndafræði og sýn hvers leikskóla á starfið. „Þessi skólanámskrá er síð- an hugsuð þannig að hún fari á Netið og liggi frammi. Hún er ekki ein- göngu hugsuð fyrir foreldra barna í viðkomandi leikskóla heldur að allir geti kynnt sér stefnur og séð það mismunandi starf er boðið er upp á í leikskólunum.“ Mikill hagur í skólanámskránum Hún álítur það stóran áfanga að ná að gefa þessar skrár út, en bendir jafnframt á að leikskólastarfið sé í sífelldri mótun og verði endurskoðað reglulega. „Þetta er upphafið, að fylgja og framkvæma það sem aðal- námskrá kveður á um. Þessi vinnsla er auðvitað í gangi í öllum sveitar- félögunum, en ég veit ekki hvort henni sé lokið í öðrum stórum sveit- arfélögum, ég efast um það,“ bætir hún við. Námskráin liður í upplýsinga- streymi til foreldra Sigurlaug sér mikinn hag í því að hafa eitthvað í höndunum sem hægt sé að rétta foreldrum og fólki al- mennt í þjóðfélaginu svo fólk geti kynnt sér um hvað leikskólastarf snúist. „Foreldrar í viðkomandi leik- skólum fá skólanámskrána afhenta þegar hún kemur út. Við höfum haft hana innandyra hjá okkur líka. Námskráin er liður í upplýsinga- streymi til foreldra,“ leggur hún áherslu á. Sigurlaug segir mismunandi áherslur í leikskólunum. Sem dæmi nefnir hún að áhersla sé lögð á um- hverfismennt í leikskólanum Norð- urbergi, á Hörðuvelli sé mikið unnið með heimspekiumræðu með börnum og loks sé unnið þróunarverkefni með langveik börn í leikskólanum á Víðivöllum. LEIKSKÓLARNIR í Hafnarfirði hafa nú lokið við að gefa út skóla- námskrár, en fyrstu námskrárnar komu út í apríl 2002. Af því tilefni bauð leikskóladeild Skólaskrifstof- unnar og leikskólastjórar í Hafnar- firði bæjarstjóra og öðrum góðum gestum að vera viðstaddir afhend- ingu námskránna í síðustu viku og kynntu leikskólastjórar sérstöðu hverrar skrár. Tveir leikskólar, Víðivellir og Hlíðarberg, hafa þegar fært sína skólanámskrá á Netið. Að sögn Sig- urlaugar Einarsdóttur, leikskólafull- trúa í Hafnarfirði, er stefnt að því að fljótlega verði allar skólanámskrárn- ar settar inn á heimasíðu leikskól- anna þannig þær verði aðgengilegar öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfið og þær mismun- andi áherslur sem boðið er upp á í leikskólum Hafnarfjarðar, en sveit- arfélagið rekur þrettán leikskóla. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og leikskólastjórar Hafnarfjarðarbæjar við útgáfu skólanámskránna. Leikskólarnir ljúka við að gefa út skólanámskrár Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.