Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 17 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Einstakur SC 430 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 21 44 9 0 7/ 20 03 Komdu og reynsluaktu Lexus SC 430. HJÓNIN Thomas og Marie Luise Lebro frá Þýskalandi nutu frísk- andi sumarvindanna við Garð- skagavita þegar blaðamaður Morg- unblaðsins átti leið hjá. Þau höfðu verið að heimsækja dóttur sína, sem var skiptinemi í Mennta- skólanum á Akureyri. „Við höfum verið hér á Íslandi í tvær vikur og farið hringinn kring- um landið, þó við hefðum viljað vera hér aðeins lengur og skoða okkur betur um. Við heimsóttum dóttur okkar á Akureyri og nú er hún á leiðinni í annað ferðalag og við á leiðinni heim,“ segja hjónin, sem ákváðu að taka síðasta daginn í að skoða sig um á Reykjanesinu á meðan þau biðu eftir fluginu. „Reykjanesið er dálítið eins og þýska ströndin, nema með hrauni,“ segir Thomas og heldur áfram: „Vindurinn og sjórinn og slétt land- ið minna á Þýskaland, en við eigum engin mosagróin hraun. Svo er líka svolítið svalandi að vera hér, við komum úr tuttugu og fimm stiga hita í Þýskalandi í fimmtán stiga hita á Íslandi og okkur brá satt að segja pínulítið, en landið er svo sannarlega fallegt.“ Morgunblaðið/Svavar „Eins og þýska ströndin, nema með hrauni…“ Garður LISTAKONAN Hjördís Árnadóttir heldur myndlistarsýningu í gamla bókasafninu, Hafnarbraut 36 á Höfn í Hornafirði dagana 4., 5. og 6. júlí nk. Hjördís hefur stundað myndlist í frístundum um nokkurt skeið. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og m.a. notið handleiðslu eftirtalinna mynd- listarmanna: Eiríks Smith, Jóns Gunnarsson- ar, Margrétar Jónsdóttur, Jóns Ágústs Pálmasonar, Reynis Katr- ínarsonar, Sossu, Kristins Pálma- sonar, Eiríks Árna Sigtryggssonar og Ástu Árnadóttur. Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga með Baðstofunni og fé- lögum úr Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Einnig hefur hún ásamt syni sínum, Rúnari Jóhann- essyni, haldið samsýningu í Frum- leikhúsinu í Keflavík. Hjördís var myndlistarmaður júnímánaðar í Reykjanesbæ og sýndi af því tilefni verk sín hjá Hitaveitu Suðurnesja í júnímánuði. Sýning Hjördísar í gamla bóka- safninu á Höfn verður opin föstu- daginn 4. og laugardaginn 5. júlí kl. 13 til 21 og sunnudaginn 6. júlí kl. 13 til 17. Sýningin verður haldin í samfloti við Humarhátíð Hafnarbúa, sem löngum hefur laðað að sér stóran hóp ferðafólks. Myndlistarsýning á Humarhátíð Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.